Morgunblaðið - 01.11.1998, Page 16

Morgunblaðið - 01.11.1998, Page 16
MORGUNB LAÐIÐ >16 B SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 % * BANDARÍSKA leikrita- skáldið David Mamet hef- ur að eigin sögn sérstak- lega gaman af því að gera kvikmyndir. Nýjasta myndin hans, Spænski fanginn eða „The Spanish Prisoner", með Steve Martin í að- alhlutverki, er þó fjórða bíómyndin sem hann leikstýrir sjálfur en hann hefur skrifað í allt 14 kvikmynda- handrit að ógleymdum 22 leikrit- um, sex ritgerðarsöfnum og tveim- ur skáldsögum. En dálæti hefur hann á kvikmyndagerð, það er víst: „Eg er aldrei hamingjusamari en þegar ég er að gera bíómynd," hef- ur kvikmyndatímaritið Neon eftir honum. „Þá er eins og ég sé úti á leikvelli með öllum bestu vinum mínum.“ En þótt hann hafi gaman af kvikmyndagerð er hann leikrita- skáld fyrst og fremst og maður orðsins. Hann er í fremstu röð leik- skálda Bandaríkjanna og hefur verið það í mörg undanfarin ár. Einhver ritdómarinn sagði að hann væri „síðasti ameríski snillingur- inn.“ Kannski þess vegna er hann ekki alltof ánægður með viðhorfið í Hollywood. „í Hollywrood,“ segir hann, „vilja þeir alltaf vita um bak- grunn persónanna í verkunum, sem er það hálfvitalegasta sem hægt er að hugsa sér. Það er eins og að horfa á málverk af manni og spyrja í hvernig nærbuxum hann er.“ Höfundur kvikmyndahandrita Hinar þrjár bíómyndirnar sem hann hefur leikstýrt eru „House of Games“ frá árinu 1987, „Things Change" frá árinu 1988 og „Homicide", sem hann gerði þrem- ur árum síðar. Mamet er sannar- lega þekktari fyrir leikrit sín en kvikmyndahandrit en hann hefur frá því hann fór að dufla við kvik- myndirnar orðið einn athyglisverð- asti handritshöfundur bandaríska kvikmyndiðnaðarins. Einhver besta mynd þessa áratugar er „Gleng- arry Glen Ross“, sem byggð er á samnefndu leikriti hans og er með herskara þekktra leikara. Mamet átti ekki síst þátt í því með handriti sínu að sakamálamyndin Hinir vammlausu fór sigurför um heim- inn. Honum tókst að tryggja sér óskarsverðlaunaútnefningu með Dómsorðinu eða „The Verdict", en það var eitt af fyrstu kvikmynda- handritum Mamets. Hann skrifaði handritið að „The Postman Always Rings Twice“ eða Póstmaðurinn hringir alltaf tvisvar, sem Bob Ra- felson leikstýrði árið 1981 með Jessica Lange og Jack Nicholson í aðalhlutverkum. Nýjustu mynd Mamets, Spænska fanganum, er lýst sem margflókinni spennumynd gerðri jafnvel í anda meistara Hitcheocks. Hún segir frá kaupsýslumanninum Joe Ross, leikinn af Campbell Scott, sem sett hefur saman mjög ábatasama við- Maður orðsins Þótt David Mamet sé kunnari fyrir leikrit sín en bíómyndir hefur hann einstakiega gaman af að vinna við kvikmyndagerð að eigin sögn. Hann hefur leikstýrt fjórum myndum segir í grein Arnaldar Indriðasonar en sú nýjasta heitir Spænski fanginn, gerist á sólarströnd og er með Steve Martin í aðalhlutverki Hann lærði inn á leiklistina i New York með því að eyða einu ári við Neighbourhood Professional Scool of Theater og þegar hann snéri aft- ur árið 1969 var hann ákveðinn í því að gerast leikskáld. Að skrifa leik- rit er miklu betra en að vinna fyrir sér, hugsaði hann, „miklu betra.“ Hann starfaði við ýmislegt með- fram skrifunum í byrjun. Hann var leigubílstjóri, gluggaþvottamaður og seldi fasteignir en reynsla hans í því starfl nýttist honum mjög þegar hann skrifaði meistarastykki sitt, „Glengarry Glen Ross“. Hann snéri aftur til háskólans í Vermont í þetta sinn til að kenna leiklist og einn af nemendunum hans þar var leikarinn William H. Macy (,,Fargo“), sem síðar átti eftir að fara með aðalhlutverkið í einu af umdeildari verkum Mamets, „Oleanna". Macey minnist kennslu- aðferða Mamets: „Það fyrsta sem hann sagði var að ef þú mættir of seint ættirðu að sleppa því að mæta, ef þú kemur ekki undirbúinn ekki koma, ef þú vilt læra að verða leikari er ég sá sem get kennt þér það. Ef þú ert ekki hér til þess, skaltu fara út.“ Mamet sektaði þá sem komu of seint um einn dollara og brenndi seðilinn fyrir framan þá. Macy komst í innsta hring þeirra skiptaáætlun er hann kallar ein- faldlega Ferlið. Þar sem hann sólar sig í fríi á karabísku eyjunni San Estefe (sem ekki er til í raunveru- leikanum) hittir hann fram- kvæmdamann mikinn að nafni Jim- my Dell (Martin) er lofar honum gulli og grænum skógum en sam- band þeirra leiðir til hörmunga. Mamet er fæddur í Chicago fyrir einum fímmtíu árum og segir systir hans, Lynn, að hann sé „sá reiðasti maður sem nokkru sinni hefur dregið andann". Hann mun hafa átt erfíða æsku þótt ekki tali hann mik- ið um það. „Æska mín, eins og svo margra annarra, var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Og hvað með það?“ Betra en að vinna fyrir sér Hann ólst upp í Chicago í hverfi sem þekkt var fyrir smákrimma, fjárhættuspilara og hraðlygna svikahrappa, sem með einum eða öðrum hætti hafa fundið sér leið inn í leikrit Mamets. Faðir hans var lögfræðingur en móðirin seldi tryggingar. Mamet sótti nám í lítt þekktum háskóla í Vermont. „Ég held að ég hafi verið að læra bókmenntin en ég sá aldrei neina kennara," segir hann í dag. sem Mamet safnaði um sig og kall- aður var Mametsmafían. Um svipað leyti sendi hann frá sér tvö fyrstu leikritin, „Sexual Perversity In Chicago", árið 1973, sem var að nokkru leyti sjálfsævisögulegt og naut mikilla vinsælda, og „Americ- an Buffalo" árið 1974. Á næsta ára- tug sendi Mamet frá sér fjölda leik- rita, „The Water Engine“, „The Shawl“, „Reunion“ og loks „Gleng- arry Glen Ross“ árið 1984, sem hlaut Pulitzerverðlaunin. Áhugi á honum vaknaði í Hollywood og sá áhugi var gagnkvæmur. Mamet tók að skrifa kvikmyndahandrit. „Hvers vegna að starfa í Hollywood?" spyr hann og svarar sjálfur: „Vegna þess að það er æðis- legt fjör og launin eru góð. Á vissan hátt er Hollywood aðalstaðurinn og sem fjárhættuspilari hefur mig alltaf langað að spila á aðalstaðn- um.“ Hinir vammlausu átti aðeins að vera nett sakamálamynd gerð í minningu samnefndra sjónvarps- þátta sjötta áratugarins en Mamet breytti henni í magnaðan trylli um ástandið í heimaborg sinni, Chicago, á bannárunum og átti myndin á endanum lítið skylt við sjónvarpsþættina. Brian De Palma kvikmyndaði handritið með glæsi- legum árangri og myndin varð vin- sæl um allan heim. Um það leyti var Mamet tekinn að gæla við að leikstýra sinni eigin bíómynd og lét til skarar skríða. Hann leikstýrði „House of Games“ og skrifaði handritið sérstaklega með það í huga að hann leikstýrði myndinni sjálfur með einum úr Ma- metmafíunni _ í aðalhlutverki, Joe Mantegna. Ári síðar gerði hann „Things Change" einnig með Man- tegna og Mantegna var líka í þriðju myndinni sem Mamet leikstýrði, „Homicide". Og nú er leikritaskáld- ið sumsé komið aftur á stjá sem kvikmyndaleikstjóri sjö árum síðar með Spænska fanganum. Mestur tími Mamets fer í að semja og hann segir að þeir sem hafi lifíbrauð sitt af því að skrifa séu svipað innstilltir og þeir sem stunda glæpi. „Sjálfsálitið er í ólagi hjá báðum hópunum,“ segir hann. Þegar hann er spurður að því hvað það er sem fær hann til þess að setjast við skriftir á hverjum degi, svarar hann: „Ég skrifa til þess að hljóta viðurkenningu." Og bætir við: „Og til þess að fá útrás fyrir hefndarþorstann." • Heimild: Neon ofl. LEIKRITASKALI IÐ Mamet; ur, ungur A 'áujdsi^ MANTEGNA og sá aldní Don Ameche í „Things hange“. cloSin JOE Manegna, einn úr Mametmafíunni, í „Homicide“ frá 1991. BESTA myndin til þessa; Alec Baldwin í „Glengarry G{£n Ross“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.