Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Útgerðarfélag Akureyringa hf. I skoðun að lengja Svalbak EA INNAN Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. eru uppi hugmyndir um að láta lengja frystitogarann Svalbak EA um eina 18 metra, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Einnig að setja í skipið hliðarskrúfu að framan og dælur sem notaðar eru við kolmunnaveiðar. Ekkert hefur þó enn verið ákveðið i þessum efnum. Aflaverðmæti Svalbaks á þessu ári er um 465 milljónir króna en skipið var í leigu hjá Meeklenburger Hoch- seefíseherei, MHF, í Þýskalandi í rúma sex mánuði frá miðjum aprfl fram undir nóvember og var afla- verðmæti skipsins á þeim tíma um 315 milljónir króna. Aflaverðmæti Svalbaks lækkaði á milli ára en í fyrra var aflaverðmætið 481 milljón króna. Rækjuveiðin gekk illa hjá skipinu í byrjun árs og miðað við sama tímabil í fyrra munaði þar um 90 milljónum króna í aflaverðmæti. Gott ár hjá Sléttbaki EA Afiaverðmæti frystitogarans Sléttbaks EA nam 541 milljón króna og hækkaði um 8,3% milli ára. Þetta er jafnframt mesta afiaverðmæti sem Sléttbakui- hefur komið með að landi á einu ári en skipið var aðeins á veiðum í 10 mánuði á árinu. Isfiskstogarar ÚA, Kaldbakur EA, Harðbakur EA og Árbakur, gerðu það ágætt á árinu og jókst aflaverðmæti allra skipanna á milli ára um samtals 18,4%. Aflaverðmæti skipanna er samtals um 785 milljónir króna en aflaverðmæti hvers þeirra var á bilinu 256-268 milljónir króna. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Arlegur fuglatalningadagur á Akureyri og nágrenni Mun fleiri fuglar sáust í ár en í fyrra ÁRLEGUR fuglatalningadagur vetrarins var sunnudaginn 27. des- ember sl., en þetta var í 47. sinn sem slík fuglatalning fer fram á svæðinu í kringum Akureyri á veg- um Náttúrufræðistofnunar Islands. Alls sáust 5.099 fuglar í talningunni, sem er mun meira en fyrir ári, en þá sáust 3.093 fuglar. Meðalfjöldi fugla í jólatalning- unni frá 1987 er 3.187 fuglar, flestir voru fuglamir 6.044 og fæstir 1.861. Tegundir fugla sem sáust að þessu sinni voru 25 auk ónafngreindra máva, en algengur tegundafjöldi hefur verið 19-24 tegundir í jóla- talningunum undanfarin ár. Vaðfuglar sáust ekki nema send- lingar og er þeirra fremur að vænta nær úthafinu, þar sem sjór er oft hlýrri. Þá virðist krummi kunna ágætlega við sig á Akureyri og er ekki óalgengt að hér séu um 60-80 hrafnar í bænum um jólaleytið, en þó eru þeir mun færri um þessar mundir. Stokköndin virðist halda sínum hlut og er fjöldi hennar und- anfarin ár 400-500 fuglar um jóla- leytið og er ekki óalgengt að í um 120-200 fuglar séu við Andapollinn. Segir ekkert um stofnstærð tegunda Á tímabilinu 1987-1998 hafa fuglatalningamenn á Akureyri séð 46 tegundir fugla í jólatalninum sín- um, en þær talningar segja þó ekk- ert um stofnstærð einstakra teg- unda. Hins vegar er víða talið á landinu sama dag og gefa lokatölur, þegar þeim hefur verið safnað sam- an, nokkra vísbendingu um fjölda tegunda sem finna má hér í skamm- deginu. Jón Magnússon fuglaáhugamað- ur á Akureyri sagði að öll frávik frá talningum fyrri ára verði fuglaáhugamönnum oft tilefni til alls kyns vangaveltna, þar sem menn velti fyiár sér hugsanlegum skýringum breytinganna. Svæði þau sem Akureyringarnir töldu á ná frá Skjaldarvík og suður fyrir Akureyrarflugvöll, ásamt því að talið er á sunnanverðri Brekkunni. Talningarmenn auk Jóns voru Sverrir Thorsteinsson, Þórey Ketilsdóttir, Guðmundur H. Brynjarsson, Þorsteinn Þorsteins- son og Árni Björn Árnason. Þeim til aðstoðar voru Aðalsteinn Ái-nason, Davíð Bjömsson og Bryndís Reyn- isdóttir. PRÓFKJÖR FRAMSÓKNARMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA __________________AUGLÝSING UM PRÓFKTÖR OG_____________________________________________ UTANKTÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU Rétt til þátttöku hafa þeir íbúar kjördæmisins sem náð hafa 16 ára aldri, þegar prófkjörið fer fram, enda undirriti þeir stuðningsyfirlýsingu við Framsóknarflokkinn. Prófkjörið fer fram dagana 16. og 17 janúar 1999. Prófkjörið er bindandi í efstu fjögur sætín á listanum. Eftirtaidir hafa gefíð kost á sér í prófkjörið (í stafrófsröð); Axel Yngvason Bernharð Steingrímsson Daníel Árnason Elsa B. Friðfínnsdóttir Jakob Björnsson Valgerður Sverrisdóttir Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með 15. desember 1998 hjá eftirtöldum trúnaðarmönnum flokksins: Stefán Eggertsson, Laxárdal, sími 468 1266. Erla Óskarsdóttir, Ekru, sími 465 2242 / 465 2247. Laufey Jónsdóttir, Húsavík, sími 464 1765. Margrét Jónsdóttir, Fitjum, sími 464 3605 / 892 8640. Sigurjón Már Pétursson, Mývatnssveit, sími 464 4221. Haukur Snorrason, Dalvík, sími 466 1828. Árni V. Friðriksson, Akureyri, sími 462 3669. Mínerva B. Sverrisdóttir, Alcureyri, sími 462 1186. Þórarinn E. Sveinsson, Akureyri, sími 462 5744. Skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík, sími 562 4480. Ef nánari upplýsinga er þörf skal leita til ofangreindra trúnaðarmanna. Prófkjörsnefnd KFNE.13.12.'98 Akureyri Tvær áramóta- brennur TVÆR áramótabrennur verða á Akureyri að þessu sinni líkt ojg venja hefur verið siðustu ár. Onn- ur brennan er á Bárufellsklöpp- um en hin við Réttarhvamm, þar sem jafnframt verður heljarmikil flugeldasýning. Börnin í Holta- hverfinu á Akureyri voru að skoða brennuna á Bárufellsklöpp- um er ljósmyndari Morgunblaðs- ins var þar á ferð í gær. Nýárstrimm í Kjarnaskógi UNDANFARIN ár hefur Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga hvatt til út- vistar í Kjarnaskógi á nýársdag og staðið fyrir nýárstrimmi í göngu. Þátttakendur ganga 2-5 km og skrá nafn sitt í gestabók sem liggur frammi í Kjarnakoti. Útlit fyrir að bæði gefist færi á skíðagöngu og hefðbundinni göngu. Ttrimmið fer fram frá kl. 9 til 20. Morgunblaðið/Björn Gíslason HILMAR Gíslason tekur við heiðursviðurkenningu sinni úr hendi Þór- arins B. Jónssonar, formanns fþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar. Til hliðar við Hilniar eru Haraldur M. Sigurðsson og Margrét Rögn- valdsdóttir. 192 Islandsmeist- arar frá Akureyri AKUREYRINGAR eignuðust alls 192 Islandsmeistara í íþróttum á ár- inu sem er að líða. Þetta kom fram í árlegu hófi sem íþrótta- og tóm- stundaráð bæjarins efndi til í fyrra- dag, þar sem einnig var tilkynnt um val á íþróttamanni Akureyrar. Vern- harð Þorleifsson, júdómaður úr KA, varð þar fyrir valinu í fimmta skipti eins og fram kom í blaðinu í gær. Það er Iþróttabandalag Akureyrar sem stendur fyrir kjöri íþróttamanns bæjarins. Islandsmeistaramir fengu allir viðurkenningu frá ÍTA, en sumir náðu þeim árangri í fleiri en einni grein; þessir 192 urðu meistarar i 242 greinum. Fyrst voru þessar við- urkenningar veittar árið 1990 og þá voru akureyrskir Islandsmeistarar innan við 100, en þess má geta að 1997 voru þeir 290. Þrír einstaklingar fengu sérstakar heiðursviðurkenningu Iþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, vegna óeigingjarns starfs í þágu íþrótta-, æskulýðs- og félagsmála á Akureyri, eins og Eiríkur Björn Björgvinsson, framkvæmdastjóri ráðsins, orðaði það í ávarpi sínu. Þremenningarnir eru Haraldur M. Sigurðsson, fyrr- verandi formaður Knattspyrnufélags Akureyrar og íþróttakennari í bæn- um í áratugi, Hilmar Gíslason, bæjarverkstjóri sem starfaði mikið fyrir íþróttafélagið Þór á sínum tíma og vann einnig að uppbyggingu mannvirkja fyrir önnur félög í bæn- um og Margrét Rögnvaldsdóttir, einn stofnfélaga íþróttafélagsins Eikar 1978, fyrrverandi formaður þess, þjálfari og stjórnarmaður allt þar til fyrir tveimur árum. Eik var fyrsta félagið á landinu sem sérstak- lega var stofnað til eflingar íþrótta fyrir þroskahefta. Afreks og styrktarstjóður ÍTA veitti einstaka félögum fjárstyrki vegna landsliðsmanna skv. venju, en Akureyringar áttu 94 slíka á árinu og hafa þeir ekki verið fleiri áður. Þá hlutu sérstaka viðurkenningu, fjár- styrk, skv. ákvörðun stjórnar sjóðs- ins: Golfklúbbur Akureyrar, vegna íslandsmeistaratitils Sigurpáls Geirs Sveinssonar, Júdódeild KA, vegna sérstaks árangurs í unglingastarfi og Skíðaráð Akureyrar til stuðnings skíðafólki sem æfir utanlands. Þá afhenti ITA eina afreksviður- kenningu vegna björgunarafreks i Sundlaug Akureyi-ar 24. apríl. Einar Amgrímsson frá Dalvík hlaut viður- kenninguna, en hann bjargaði þá sex ára dreng frá drukknun ásamt starfsfólki sundlaugaiinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.