Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Karlakórinn Þrestir óskar eftir söngmönnum. Við bjódum: a) Reglulegar æfingar í eigin húsnæði. b) Mjög góðan söngstjóra. c) Söngþjálfun fyrir nýliða sem og lengra komna. Það sem þú þarft er: a) Söngrödd og tóneyra. b) Tíma til æfinga. c) Gott skap (aðrir þrífast ekki í kór). Söngur göfgar og léttir lund. Áhugasamir hafi samband við Sigurð í síma 555 3232 eða Halldór í síma 565 0404, vs. 565 3320. Herrafataverslun óskar eftir tveimur starfsmönnum, þar af annar til verslunarstjórastarfa. Reynsla æskileg og reglusemi skilyrði. Aldur 27—40 ára. Þurfa að geta hafið störf fljótlega. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. „Áreiðanleiki — 7141" fyrir 7. janúar. SJÚKRAH ÚS REYKj AVÍ K U R Staða sérfræðings í innkirtla- og efna- skiptasjúkdómum við lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er laus til umsóknar. Hér er um fullt starf sérfræðings að ræða með sérstakri áherslu á kennslu og rannsóknir á þessu sviði. Upplýsingar um stöðuna gefur Gunnar Sigurðs- son, prófessor, í síma 525 1600. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf ásamt rannsóknaráætlun, sendist í tvíriti til lækningaforstjóra Sjúkrahúss Reykja- víkur, Jóhannesar M. Gunnarssonar, fyrir 10. janúar nk. Grunnskólinn Sandgerði Kennarar Vegna forfalla vantar kennara á vorönn 1999. Um er að ræða dönsku og handmennt. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjáns- son, skólastjóri í símum 423 7439 og 423 7436 Skóla- og fræðslunefnd Sandgerðis. 50—500 þúsund + Námsmenn erlendis! Hvernig væri að sleppa við námslán? Hlutastarf 50—150 þúsund. Fullt starf 500 þúsund +. Laufey og Sigurður, sími 898 1355 eða 555 1355. Samkeppnislýsing í Hugmyndasamkeppni um gerð vatnspósta (drykkjarfonta) í Reykjavík í tilefni 90 ára afmælis Vatnsveitu Reykjavíkur 1999 NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudagínn 7. janúar 1999 kl. 9.00 á eftir- farandi eignum: Aðalstræti 15, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Guðmundur Ólafur Guðmundsson og Elín Anna Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Georg Ingvason. Aðalstræti 6, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Björn Jóhanns- son, þrotabú, gerðarbeiðendur Lifeyrissjóðir Bankastræti 7, f.h. Lífeyr- issjóðs hjúkrunarfræðinga og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Bjarkarholt, Krossholti, 451 Vesturbyggð, þingl. eig. Helga B. Nönnu- dóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. - ------------------------------------------------------------------- Ernir BA 29, skipaskrnr. 1410, þingl. eig. Þorbjörn hf., gerðarbeiðendur Grandi hf. og Lifeyrissjóður sjómanna. Geysir BA 25, skipaskrnr. 1608, þingl. eig. Vesturskip ehf., gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður sjómanna. Gilsbakki 4, 0202 (íbúð k), 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Vest- urtyggð, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. He.lisbraut42,380 Reykhólum, Króksfjarðarnesi, þingl. eig. Þorgeir Samúelsson og Vaka Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Skeljungur hf. Hjallar 7, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Hjörtur Sigurðsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Islands hf,, sýslumaðurinn á Patreks- firði. Sigtún 33, efri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Vestur- byggð, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sigtún 49, efri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Vestur- byggð, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sigtún 49, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Vestur- byggð, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sigtún 51, efri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Vestur- byggð, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sigtún 6,450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Ásgeir Einarsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, sýslumaðurinn á Patreksfirði. Stekkar 23, efri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Margrét Þór, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, f.h. B-deildar Lífeyr- issjóðs starfsmanna rikisins og sýslumaðurinn á Patreksfirði. Strandgata 17, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Sigurjón Páll Hauksson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Strandgata 25, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Rauðhamar ehf., gerðarbeið- anrii Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. Strandgata 27,460 Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Urðargata 19, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Þórður Steinar Árnason og Kristín G. Björgvinsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Sýslumadurinn á Patreksfirdí, 22. desember 1998. TILKYNNINGAR Jólatrésskemmtun Húnvetningafélagsins! Jólatrésskemmtun Húnvetningafélagsins verður haldin í Húnabúð, Skeifunni 11, sunnudaginn 3. janúar 1999 kl. 15.00. Vatnsveita Reykjavíkur efnirtil opinnar hug- myndasamkeppni í samráði við Myndhöggv- arafélagið í Reykjavík um gerð vatnspósta (drykkjarfonta) í Reykjavík. Stuðst verðurvið samkeppnisreglur Sambands íslenskra mynd- listarmanna. Tilgangur og markmið: Tilgangur með samkeppni þessari er að stuðla að auknu aðgengi að drykkjarvatni. Markmiðið er að fá fram hugmyndir að vatnspóstum (drykkjarfontum) sem staðsetja má í fast- mótuðu borgarumhverfi, t.d. á Laugavegi eða Skólavörðuholti, á útivistarsvæðum, t.d. í Laugardal eða Hljómskálagarði og við heistu göngu- eða skokkleiðir, t.d. Ægisíðu eða Sæ- braut. Einnig að fá fram hugmyndir að gerð vatns- pósts innanhúss, sem til greina kæmi að stað- setja í einhverjum stofnunum borgarinnar eða annars staðar. Tilhögun: Samkeppnin, sem verðuropin öllum almenn- ingi, verður í tveimur þrepum. Áfyrra þrepi verður leitað eftir hugmyndum á skissuformi ásamt nánari útlistun. Dómnefnd velur síðan úr þeim hugmyndum, 3—5 tillögurtil frekari úrlausnar og fær hver höfundur greitt krónur 100.000.- fyrir þá vinnu. Að því loknu velur dómnefnd eina eða fleiri tillögursem keypturverður notkunarréttur á. Vatnsveita Reykjavíkur áskilur sér þó rétt á að hafna öllum innsendum tillögum. Keppnislýsing: Hugmyndum skal skilað inn á tveimur A4-blöð- um þar sem vatnspósturinn er sýndurfrá tveimur hliðum. Einnig fylgi með stutt greinar- gerð um hugmyndina að baki verkinu, efnisval og uppbyggingu, á A4-blaði. Hugmyndum skal skilað inn undir dulnefni merkt: „Vatnspóstar" og skulu A4-blöðin merkt með dulnefninu í hægra horni að neðan. Ógagnsætt umslag merkt sama dulnefni fylgi með, en í því sé nafn, kennitala og heimilisfang höfundar eða höfunda. Tekið skal fram að Vatnsveita Reykjavíkur sér um tæknilega útfærslu vatnspóstanna. Skilafrestur: Hugmyndum skal skilað á skrifstofu Vatnsveitu Reykjavíkurá Eirhöfða 11,112 Reykjavík, merkt: „Vatnspóstar" eins og áður segir. Skila- frestur hugmynda rennur út mánudaginn 15. febrúar 1999 kl. 16.00. Dómnefnd mun vinna úr og velja 3—5 af inn- sendum hugmyndum og fela trúnaðarmanni sínum að tilkynna viðkomandi höfundum þær niðurstöður. Val dómnefndar á hugmyndum til frekari útfærslu á að liggja fyrir 1. mars 1999. Höfundum hugmynda þeirra er verða valdar verður boðið að vinna að nánari útfærslu þeirra, í formi líkans, gegn 100.000.- króna þóknun. Nánara staðarval vatnspóstanna mun þá liggja fyrir. 25. mars 1999færdómnefndin líkönin í hendur og föstudaginn 2. apríl verðurtilkynnt um end- anlegt val dómnefndar og mun þá Vatnsveita Reykjavíkur ganga til samninga við þann höfund (eða höfunda) um kaup á notkunarréttinum. Dómnefnd: Dómnefnd er skipuð fimm mönnum. Vatns- veita Reykjavíkurtilnefnir þrjá, Samband íslenskra myndlistarmanna einn og Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík einn. Dómnefnd mun m.a. hafa eftirfarandi að leið- arljósi við val sitt: Heildarlausn frá sjónarmiði listrænnar sköpunar, notagildis og hag- kvæmni. Hugkvæmni og nýsköpun með tilliti til útfærslu og listrænnar sköpunar. Notendagildi með tilliti til notkunarfyrir alla notendur, þar með taldir fatlaðir og börn. Hagkvæmni meðtilliti til viðhalds vegna skemmda og veðrunar. Trúnadarmaður: Trúnaðarmaðurdómnefndar hefurverið til- nefndurÓlafur Jónsson og veitirhann allar nánari upplýsingarfram til 11. jan. 1999 í síma 565 0120 og GSM 898 9383, fax 555 0346. Frá og með 20. janúar veitir Kolbeinn Bjarna- son upplýsingar í GSM 897 7051 og fax 511 2323. Upplýsingar eru veittarátímabilinu frá kl. 14.00—17.00 virka daga. Vígsla vatnspósta: Stefnt er að því að vígsla á fyrsta vatnspóstin- um fari fram 16. júní 1999 á afmælisdegi Vatns- veitunnar. Sýning hugmynda: Ætlunin er að halda sýningu á öllum innsend- um hugmyndum í júní/júlí 1999 en að henni lokinni verða þær endursendar höfundum. V Vatnsveita Reykjavíkur Eirhöfða 11, 112 Reykjavík. Sími 569 7000, fax 567 2119, www.vatn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.