Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 69 HUGVEKJA KIRKJUSTARF Alnánd Krists Tvö þúsund ár eru örstuttur tími í sögu mannkyns, segir Pétur Sigurgeirsson, eins konar aðventa, tildrög að komu Krists. GLEÐILEGT ár og bestu þakkir fyrir gömlu árin. Þeg- ar óskað var eftir því, að ég skrifaði áramótahugvekju í blaðið fann ég til þeirra sterku áhrifa, sem fylgir hverju nýju ári. Þannig var það við upphaf þessa árs, 1999, í nánd stóraldar árið 2000, sem nú þegar er á allra vörum. Þá finna kristnir menn til þess sem Hannes Pétursson kallar „alnánd" um nálægð Krists í einu ljóða sinna. Þessi ártöl knýja fast á spurningu, sem ég hygg að sé okkur öllum kunn. Við hvað er miðað þegar ný stóröld nálgast? Tímatalið er ekki eitt og hið sama um víða ver- öld. Til forna miðuðu Róm- verjar tíma sinn við stofnun Rómaborgar. Grikkir reikn- uðu timann frá upphafi Ólympíuleikanna. Það var ekki fyrr en kristin trú hafði farið sigurfór um Rómaveldi að mönnum hugkvæmdist að breyta tímatalinu. Um árið 500 var tölfræðingi þeirra tíma, munki nokki-um að nafni Díonýsus, falið að reikna út hvenær Jesús hefði fæðst. En sá vísi munkur vanreiknaði sig um 4-7 ár, sem Jesús er fæddur fyrr en hann taldi. Þegar þetta upp- götvaðist var eigi talin ástæða að breyta tímasetn- ingunni, enda veit enginn ná- kvæmlega fæðingardag hans. Stefán G. Stefánsson kvað: Svo lítil frétt var fæðing hans í fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit um aldui' hans ei nokkur veit. (Mörg dæmi er-u til um óvissan fæðingardag merkra manna eins og t.d. Jóns Arasonar biskups.) Eigi að síður tengjum við tíma- talið frá fæðingardegi Jesú með þessum fyrh'vara. Annars er ævi Jesú dagsett og árfest á ýmsum stöðum í guðspjöllunum. Jesús er áhrifamesta persóna veraldarsög- unnar. Átta daga gamall er hann umskorinn. Það er talinn okkar nýársdagur, áðui' fyrr oft nefndur „átti dagur“. Þá töldu menn æviár sín í jólum, þ.e.a.s. hve mörg jól þeir hefðu lifað. - Fjörutíu daga gamall er hann í musterinu, er María færir þakkarfórn sína. Tójf ára er hann þar aftur með foreldr- um sínum. Þá kemur langt tíma- bil, sem hans er hvergi getið, þangað til hann kemur þrítugur fram á sjónarsviðið, skírður af Jó- hannesi skírara, og hann byrjar Messíasarferil sinn. Á tæpum hálfum fjórða áratug varð sú ævi til sem er enn að ger- ast. Fæddur, boðandi fagnaðarer- indið, bæði Guð og maður, elsk- andi, fórnandi, fyrirgefandi, ger- andi kraftaverk, krossfestur, dá- inn og upprisinn - þannig er hann með okkur „alla daga“. Annað, sem vekur hugann við þessi áramót, er spurning til dags- ins í dag, til sögunnar, genginna kynslóða. Spurningin verður eigi betur orðuð en hjá Jónasi Hall- grímssyni: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Við gætum lengi dvalið við þessa spurningu. I fjallræðunni stendur: Ræða yðar skal vera já já og nei nei. Svarið okkar er jákvætt og neikvætt. Þó að við séum fundvís- ari á það neikvæða í tilverunni, þar sem: Frá sakamálum sagt er fljótt þau sífellt höfð í minni. Svo fréttin endar eftirsótt: „Ekki fleira’ að sinni." Bæði er það aldagöml saga, að við kristnir menn hvar í heimi sem vera skal fylgjum ekki Meistara okkar svo fast eftir sem skyldi og eins hitt, að um veröldina hafa leikið straumar og stefnur, sem hafa viljað ráða ferðinni og haft mikil áhrif á það, hvernig heimur- inn lítur út í dag. Trúarbrögðin eru langt frá því að vera samferða í friðarmálum. Það er engu líkara en menn hafi sigurtákn krossins í annam hendi, og sverðið í hinni. Hatur, hefndir, hryðjuverk og grimmd fara hamförum. Kommúnisminn átti að betrum- bæta það, sem hafði mistekist í lífsbaráttu þjóðanna. Hann fór sem logi um akur landanna, en skildi eftir sig að lokum auðn og hrun sem best kom fram í upp- lausn Sovétríkjanna. Isköld efnis- hyggjan og ofsóknir gegn kirkj- unni bjarga ekki málunum. Auð- valdshyggjan hefur sett mark sitt á mannkynssöguna og fylgir henni dýrkun auðs og valda. Kristur varaði sterklega við slíku. í lík- ingu talaði hann og sagði að auð- veldara væri fyrir úlfalda að fara í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komst í Guðs ríki. Það er ekki hægt að þjóna bæði Guði og mammon. Sá reginmunur sem er á lífskjörum ríkra og fátækra er í hæsta máta ókristilegur og því miður virðist nú sá munur verða meiri. Vald peninganna má ekki drottna yfir sálum manna. Heldur eiga peningar að þjóna, þjóna mannkyni til góðs. Það gerist að- eins með Guðs hjálp, ef við viljum leita eftir henni. Að leita Guðs rík- is og þess réttlætis er lausnin, sem mannkynið á eftir að full- reyna. Baráttan í heiminum er milli ills og góðs. Það leikur ekki á tvemur tungum hvað hefur hjálpað í þeirri baráttu hingað til. Þá hjálp tökum við með okkur inn í framtíðina. Þrátt fyrir allt er andi kærleika og friðar aldrei meiri en um jólin. Þá er reynt það sem mögulegt er að koma hinum örsnauðu og þjáðu til hjálpar. Hvaðan kemur mannin- um sú ástúð, samúð og mannúð? Frá Jesú sem fæddist sem barn í jötu á jólunum. í þessari alnánd Frelsarans á jólunum endurspegl- ast inn í þennan heim hin sanna dýrð sem friðarríki Guðs er og kemur í fyllingu tímans. Þriðja atriðið, sem vekur hug- ann við þessi áramót, er í beinu framhaldi af því sem áður er sagt. Vopnaður friður er ekki friður heldur vopnahlé. Það hafa tvær heimsstyrjaldir þessarar aldar og stöðug stríð, staðbundin hér og þar í heimi, sýnt og sannað. Hvað er til ráða? Jesús Kristur og lærisveinamir voru í Grasgarðinum þegar er óvinaflokkurinn kom til þess að handtaka Jesú. Pét- ur hjó þá til þjóns æðsta prestsins með sverði svo af tók annað eyra hans. Þá hljómuðu út í næturmyrkrið aðvörunarorð Friðarhöfð- ingjans tO lærisveinsins: Slíðra þú sverð þitt. Það sem þama var sagt í Grasgarðin- um, er nú höfuðviðfangsefni allra friðelskandi manna í heiminum með fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í fararbroddi. íslenska þjóðin hefur bor- ið gæfu til þess að hafa ekki innleitt þerskyldu, ein allra þjóða. íslensk þjóð hefur háð harða lífsbaráttu fyrir tilveru sinni, en friður hefur sett svip sinn á þá sögu eins og dæmin sýna t.d. sjálf kristnitakan, sem leiddi til þess, hve snemma menn af- lögðu vopnaburð og háðu sína sjálfstæðisbaráttu al- gerlega án vopna, og færðu út fiskveiðilögsöguna gegn vilja eins stærsta herveldis heims. Þannig mætti áfram telja, hve íslands - friður hefir mátt síns mikils og fyr- ir það ber þjóðinni að þakka og muna og treysta forsjón Guðs á næstu öld. Heimurinn er stöðugt að færast saman svo að menn era jafnvel famir að tala um „heimsþorpið". Álfurnar og þjóðirnar eru á ólíku menn- ingarstigi með ólík trúar- brögð og siðvenjur. Allt þetta og meira til knýr á um eina allsherjarreglu: Hættum hervæð- ingu. I Messísarspádómunum er tal- að um tímann, er menn breyta „sverði í plógjám“ þ.e.a.s. í verk- færi og verkefni til nytja fyrir mannkyn, það er að bæta böl í staðinn fyrir að búa það til. „Allt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra“ [Mattheus 7:12]. Þessi regla, sem fengið hefur sæmdar- heitið Gullna reglan, þarf að verða algild, hnattræn. Jesús Kristur er ljós heimsins, eina von mannkynsins. Fjöregg mannkyns er huglægt og hugarfar Krists er sá hugur sem gefur frið á jörð. Stóröldin kallar á aftur- hvarfið til Hans. Tvö þúsund ár eru örstuttur tími í sögu mann- kyns, eins konar aðventa, tildrög að endurkomu Krists. Með hug- ann við friðland Guðs á íslenskri jörð, minnist ég þess að heim- spekingurinn Gunnar Dal lætur í Ijós í einni bóka sinna að sá hafi verið siður í eina tíð, að kenna eylönd við Guð. Gunnar Dal grein- ir frá því með skýrum rökum (sem of langt mál væri að rekja hér) að upphafleg merking orðsins Is í nafninu ísland hafi ekki verið „Klaki“ heldur „Guð“. Það sem orðið þýðir á fmnskri tungu í dag. Því flaug mér í hug: ísland nefnd var eyjan best, og Is þá Guðs var nafnid en síðan það við frost er fest, eifrumsögninni hafnið. Þessi útskýring á íslands-nafn- inu kemur mjög vel heim og sam- an við það hlutverk, sem ég hefi áður lýst, að mér finnst Island hafa í alþjóðlegu tilliti sem for- dæmi til friðar í heimi. Hvergi er þessi hugmynd um „Guðs-land“ betur orðuð en þegar séra Matthí- as hefur upp raust sína og segir: Ó, Guð vors lands, Ó, lands vors Guð. Þessi játning á reyndar við um öll lönd í heiminum. Eg hóf mál mitt á óskinni um gleðilegt nýtt ár. Með þeirri sömu ósk vil ég enda: Ein er til langmerkust fagnaðarfrétt sem flutt verður dauðlegum manni. Hver sem þú ert, þin staða og stétt á stundinni áttu þinn guðsbamarétt í trúnni á son Guðs með sanni. Safnaðarstarf Jólin sungin út í Hall- grímskirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 3. janúar með þátttöku þriggja barna- og unglingakóra í borginni, þ.e. Drengjakórs Laugar- neskirkju, Barnakórs Bústaða- kirkju og barna- og unglingakórs Hallgi'ímskirkju. Kórarnir syngja jólalög einir og saman undir stjórn söngstjóra sinna Friðriks Kristins- sonar, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Auk kórsöngsins verður að sjálfsögðu almennur söngur, síðasta tækifær- ið til að syngja jólasálmana. Sr. Bjarni Karlsson hefur hugleiðingu og þjónar með sr. Jóni D. Hró- bjartssyni við altarið. Organisti Douglas A. Brotchie. Hátíðarguðs- þjónusta í Dómkirkjunni 100 ÁR verða 2. janúar frá því æskulýðsleiðtoginn mikli sr. Frið- rik Friðriksson stofnaði kristilegt félag fyrir drengi, KFUM. Af því tilefni efna KFUM og KFUK til árshátíðar í aðalstöðvum sínum við Holtaveg í Reykjavík laugardag- inn 2. janúar kl. 20. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og sagan rifjuð upp. Miðasala fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK í aðal- stöðvum félaganna við Holtaveg á meðan birgðir endast. Sunnudaginn 3. janúar efna fé- lögin síðan til hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11 í tilefni af 100 ára afmælinu. í guðsþjónust- unni munu börn og leikmenn koma fram auk presta. Hátíðarræðu flytur sr. Sigurður Pálsson, sókn- arprestur í Hallgrímskirkju, og foi-maður KFUM í Reykjavík á ár- unum 1978-1986. Allir velunnarar starfs KFUM og KFUK og kristilegs æskulýðs- starfs sem og allur almenningur eru velkomnir til guðsþjónustunn- ar, en henni verður jafnframt út- varpað í Ríkisútvarpinu. s Aramótaguðs- þjónusta eldri borgara ÁRAMÓTAGUÐSÞJÓNUSTA eldri borgara í Reykjavíkurpró- fastsdæmum verður mánudaginn 4. janúar kl. 14 í Langholtskirkju. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir prédikar og kveður okkur, en hún fer nú til starfa á öðrum vettvangi. Gradualekór Langholtskirkju syngur og leiðir almennan söng. Organisti og kórstjóri Jón Stefáns- son. Guðsþjónustan veðrur túlkuð á táknmáli. Kaffiveitingar verða eftir guðsþjónustuna í boði Lang- holtssafnaðar. Hittumst glöð í kirkjunni og fögnum saman nýju ári. Samstarfsnefnd um áramóta- guðsþjónustu eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Hátíðarguðs- þjónusta 1 Hafnarfjarðar- kirkju VIÐ hátíðarguðsþjónustu á nýárs- dag sem hefst kl. 14 mun Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar, prédika, en það hefur löngum tíðkast í Hafnarfjarð- arkirkju að fá einhvem frammá- mann í bæjarfélaginu eða þjóðlífinu til að stíga í prédikunarstól kirkj- unnar á nýársdegi. Kristján Helga- son syngur einsöng í guðsþjónust- unni og Árni Gunnarsson leikur á básúnu. Prestur er sr. Gunnþór Ingason. Við aftansöng sem hefst kl. 18 á gamlárskvöld mun sr. Þór- hallur Heimisson annast guðsþjón- ustu. Natalía Chow syngur þá ein- söng og fullskipaður kór kirkjunnar syngur. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Helgistund á nýársnótt Á NÝÁRSNÓTT verður eins og undanfarin ár helgistund í Kópa- vogskirkju kl. 00.30. f henni verður lögð áhersla á kyrrð, bæn og fal- lega tónlist. Kári Þormar organisti kirkjunnar leikur á orgel kirkjunn- ar og sóknarpresturinn séra Ægir Fr. Sigurgeirsson stýrir helgi- stundinni. Helgi-, kyrrðar- og tón- listarstundin á nýársnótt hefur verið vel sótt á undanfornum áram og fólk hefur verið þakklátt fyrir að geta átt stund í kirkju þegar lið- ið ár hefur kvatt og nýtt heilsað. Vígsla kristniboða SUNNUDAGINN 3. janúar nk. kl. 16 vígir biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, Leif Sigurðsson til kristniboðsstarfa á meðal Pókot- manna í Kenýa. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni. Leifur hefur lokið fjögurra ára guðfræðinámi við Fjellhaug kristniboðsskólann í Ósló í Noregi og stundað djákna- nám við guðfræðideild Háskóla ís- lands. Allir era hjartanlega vel- komnir. Reykjavíkurprófastsdæmi: Há- degisfundur presta verður í Bú- staðakirkju kl. 12 mánudaginn 4. janúar. Langholtskirkja. Guðsþjónusta eldri borgara mánudaginn 4. janú- ar kl. 14. Samstarfsverkefni Elli- málaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma, Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar og Langholts- safnaðar. Gradualekór Langholts- kirkju syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir prédikar. Prestar, djáknar og leikmenn þjóna. Kaffí- veitingar á eftir. Allir eldri borgar- ar velkomnir. Messur Víðistaðakirkju. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. Nýárs- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Kristín Þórann Tómas- dóttir. Fríkirkjan Vegurinn. 3. janúar: Morgunsamkoma kl. 11. Bama- starfið hefst aftur kröftuglega eftir jólafrí, lofgjörð, brauðsbrotning, prédikun og fyrirbænir. Kvöldsam- koma kl. 20. Forstöðumaðurinn mun tala um markmið kirkjunnar fyrir árið 1999. íslenska Kristskirkjan. Fjöl- skyldusamkoma sunnudaginn 3. janúar að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 11. Heilög kvöldmáltíð. Lofgjörðar- , bæna- og þakkarsamkoma kl. 20. Þökkum Drottni og lofum hann fyrir trúfesti hans og blessun á liðnu ári. Allir hjartanlega vel- komnir. Grafarvogskirkja - Leiðrétting á messu 3. jan.: Bama- og fjöl- skylduguðsþjónusta í Grafarvogs- kirkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Amason, umsjón Hjörtur og Rúna. Organisti Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.