Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 6141 Ferð að Stafnesi og Básendum FYRSTA ferð nýja ársins hjá Ferðafélagi íslands verðui- farin sunnudaginn 3. janúar en liðin eru 200 ár frá Básendaflóðinu 1799. Flóðið er kennt við Básenda sem eru miðja vegu milli Sandgerðis og Hafna. Staðurinn eyddist í flóðinu en fram að því voru Básendar meðal eftirsóttustu verslunarstaða á Reykjanesskaganum, segir í frétta- tilkynningu. Flóðið náði til staða um allt Suðvesturland, frá Eyi-arbakka og allt vestur á Snæfellsnes. Það er stórstraumsfjara á sunnu- daginn sem gerir strandaskoðun heppilega. Brottfór er frá BSÍ, austanmegin, Mörkinni 6 og í Hafnarfirði við kirkjugarðinn). Morgunblaðið/Kristinn Trésmiðir veita viðurkenningar TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur veittu Húsvirki hf. og Menntafélagi byggingamanna viðurkenningu fyrii- störf sín við athöfn á þriðjudag. Hús- virki fékk viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað og Menntafélagið fyrir athyglisvert framtak í öryggis- og aðbúnaðarmál- um með útgáfu bæklingsins Hrein bygging. Á myndinni má sjá Halldór Jónasson frá Trésmiðafélagi Reykja- víkur afhenta Kristjáni Karlssyni hjá Menntafélaginu viðurkenninguna. ------------- LEIÐRÉTT Röng mynd RÖNG mynd birt- ist með grein Sig- urrósar M. Sigur- jónsdóttur í blað- inu í gær. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Fulltrúi Þjóðminjasafns undirritaði EKKI kom fram í frétt um stofnun hönnunarsafns í Garðabæ í blaðinu í gær að formaður þjóðminjaráðs, Gunnar Jóhann Birgisson, undir- ritaði samninginn fyrir hönd Þjóðminjasafnsins. Beðist eer vel- virðingar á þessu. f- XA gf ±í jCú k Æ 1 jp £| J- ÉjkrJí V'4 ejHý- Bjy ;3§| - [ jjj jj5& «111 jm r iím i á 8 X 1 ÚTSKRIFTARNEMENDUR Iðnskólans í Reykjavík. Iðnskólinn braut- skráir 104 nemendur 104 NEMENDUR frá Iðnskólan- um í Reykjavík voru brautskráðir af fimmtán brautum við skölann hinn 18. desember sl. í Hallgríms- kirkju. Flestir nemendanna út- skrifuðust af tölvufræðibraut eða 21 nemandi og þá luku 20 nem- endur meistaranámi og 18 raf- eindavirkjun. Ingvar Ásmundsson, skóla- meistari Iðuskólans, flutti ræðu við athöfnina og þakkaði þremur kennurum, sem hætta störfum við skólann um áramótin, fyrir sam- starfið. Þeir eru Magnús Ingi Ingvarsson, kennari í bygginga- greinum, Sigursteinn Hersveins- son, kennari í rafeindavirkjun, og Steinn Guðmundsson, kennari í málmiðngreinum. I ræðu skólameistara kom enn- fremur fram að saga skólans væri mótuð af stöðugum umbótum frá stofnun hans árið 1904. „Þar ber hæst stofnun verknámsbrautanna á 7. og 8. áratugnuin. Síðan má nefna til- komu áfangakerfis, stofnun tölvu- fræðibrautar, tæknibrautar, öld- ungadeildar, hönnunarbrautar, starfsnámsbrautar, fornámsbraut- ar og síðast en ekki síst lestrar- átakið," sagði skólameistari. „Þá eru ótaldar margvíslegar umbæt- ur á skólastarfinu svo sem efling almenns náms, endurskipulagning brauta, aukin og bætt menntun kennara og bætt vinnu- aðstaða nemenda og kennara. Ymsar til- lögur, m.a. um nýjar brautir, hafa ekki enn hlotið náð fyrir augum men ntamálaráðu neytisins Nýtt áfengis- og vímu- varnarráð tekur til starfa NÝTT áfengis- og vímuvarnarráð tekur formlega til starfa 1. janúar 1999. Það tekur við verkefnum áfengisvarnarráðs sem lýkur störf- um um áramót og mun auk þess gegna víðtækara hlutverki í for- vörnum og stefnumótun í vímu- vörnum. Heilbrigðis- og tryggingamál- aráðherra hefur ráðið Þorgerði Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra áfengis- og vímuvarnarráðs. Aðset- ur áfengis- og vímuvarnarráðs verður fyrst um sinn á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkm-. í fréttatilkynningu segir: „Stofn- un áfengis- og vímuvarnarráðs er liður í heildstæðri áætlun í fíkni- efna-, áfengis- og tóbaksvörnum sem ríkisstjórnin samþykkti 3. des- ember 1996. Samkvæmt lögum um áfengis- og vímuvarnarráð nr. 76/1998 er tilgangurinn með stofn- un þess að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir sérstaklega meðal barna og ungmenna og sporna við afleiðingum neyslu áfengis og ann- arra vímuefna. Ráðið skal stuðla að samvinnu og samræmingu þeirra sem starfa að áfengis- og vímuvörn- um með það að markmiði að upp- ræta fíkniefnaneyslu og draga stór- lega úr áfengisneyslu. Meðal verk- efna ráðsins er að hafa eftirlit með að ákvæðum laga um áfengis- og vímuvarnir sé framfylgt sem og stefnu ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma, vera ríkisstjórninni og öðrum stjórnvöldum til ráðuneytis um áfengis- og vímuvarnir, gera tillög- ur til heilbrigðis- og tryggingamál- aráðherra um styrki úr Forvarna- sjóði, stuðla að rannsóknum á sviði áfengis- og vímuvarna og efla út- gáfu fræðslugagna um þessi mál.“ Ráðið heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra en er skipað 8 fulltrúum tilnefndum af sjö ráðuneytum og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. í áfengis- og vímuvarnarráði sitja: Þórólfur Þóriindsson, for- maður, skipaður án tilnefningar, varamaður Kolfinna Jóhannesdótt- ir, Hörður Pálsson, tilnefndur af forsætisráðuneyti, varamaður Jóna Gróa Sigurðardóttir, Magnea Ingi- björg Eyvinds, tilnefnd af utan- ríkisráðuneyti, varamaður Þor- valdur Jóhannsson, Inga Dóra Sig- fúsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðu- neyti, varamaður Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dögg Pálsdóttir, tilnefnd af dóms- og kirkjumál- aráðuneyti, varamaður Karl Stein- ar Valsson, Ingibjörg Broddadótt- ir, tilnefnd af félagsmálaráðuneyti, varamaður Guðrún Ogmundsdótt- ir, Sigrún Aðalbjarnardóttir, til- nefnd af menntamálaráðuneyti, varamaður Sigríður Hulda Jóns- dóttir, og Ása Sigurðardóttir, til- nefnd af Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, varamaður Soffía Gísla- dóttir. Jógaspuni í Háskólabíói ^ KYNNINGARFUNDUR verður í Háskólabíói laugardaginn 2. janúar kl. 13 í sal 4 þar sem kynntur verður jógaspuni Gaua litla. Jógaspuni Gaua litla er aðhaldsnámskeið og leið til léttara lífs, segir í fréttatilkynningu. Jógaspuninn er einkum ætlaður þeim einstaklingum sem eiga við veruleg offituvandamál að stríða. Námskeiðin hefjast 4. janúar í World Class, Ræktinni á Seltjarnamesi og Tosca í Hafnarfirði. OKNSXCNXqeiKXUN Fornsagnagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu í dag á bls. 30c. Getraunin byggist áspurningum úr köflum og kvæðum íslenskra fornbókmennta. veiii vtkÐk mm vei^Ð lxun: Minningabækur Halldórs Laxness: I túninu heima, Ungur eg var, Grikklandsárið og Sjömeistarasagan. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Eddukvæði. Útgefandi er Mál og menning. Biskupasögur III. Útgefandi er Hið íslenska fornritafélag. Dreifmg: Hið íslenska bókmenntafélag. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu íyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.