Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 1

Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 1
2. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Evrópumyntm sýmr styrk á fyrsta degi viðskipta Reuters DANSARAR og loftfimleikamenn fklæddir sérhönnuðum búningum sýndu listir sínar á götum Parísar í gær í tilefni af tilkomu evrunnar, hér fyrir utan kauphöll frönsku höfuðborgarinnar. Lundúnum. Reuters. EVRAN, hin sameiginlega Evrópu- mynt sem ellefu aðildarþjóðir Evr- ópusambandsins (ESB) tóku upp um áramótin, styrktist í gær, fyrsta daginn sem viðskipti með hana fóru fram á alþjóðlegum gjaldeyrismörk- uðum. Stjórnmálamenn og kaup- hallarfjárfestar fógnuðu tilkomu evrunnar sem sögulegum tímamót- um í efnahagslegri samrunaþróun álfunnar. Gengi hlutabréfa í kaup- höllum aðildarlanda Efnahags- og myntbandalagsins (EMU), þar sem yfir 290 milljónir manna búa, tók gott stökk upp á við, eða í kringum 5% að meðaltali. Gengi evrunnar gagnvart Banda- ríkjadollar hækkaði fyrst eftir opn- un markaða í gær, upp fyrir 1,19 dollara, en lækkaði síðan lítillega. Pað endaði í 1,18, en það er vel yfir lokagengi ECU, fyi-irrennara evr- unnar, sem lauk hlutverki sínu á gamlársdag þegar gengið var frá gengisskráningu evrunnar gagnvart hinum „gömlu“ gjaldmiðlum þátt- tökuríkjanna. Verðbréfamarkaðir um alia Evr- ópu tóku gildistöku EMU vel; hluta- bréfagengi hækkaði talsvert vegna þess að vonir eru bundnar við að til- koma hins nýja gjaldmiðils muni ýta undir hagvöxt og velmegun á evru- svæðinu. Mótvægi við dollarann Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, sagðist þess fullviss að evran, sem næiri jafn voldug efnahagsblokk er að baki og Bandaríkin, muni verka á alþjóðleg- um gjaldeyrismörkuðum sem mót- vægi við bandaríkjadollar og jap- anska jenið. „Petta var eitt meginmarkmið okkar,“ sagði Santer. „Evran verð- ur trúverðugur gjaldmiðill sem alþjóðlegir gjaldeyrismarkaðir treysta." Og Gerhard Schröder, kanzlari Pýzkalands, sagði að hinn nýi gjaldmiðill myndi stuðla að auknum framförum í Evrópu. „Evran mun byrja að bjóða doll- aranum birginn sem forystugjald- rrr- miðill heimsins um leið og Evr- ópski seðlabankinn og hinn nýi gjaldmiðill hafa sýnt fram á trú- verðugleika sinn - sem sennilega mun gerast bráðlega," skrifaði bandaríski hagfræðingurinn Fred Bergsten í International Herald Tribune. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði tilkomu evrunnar í gær. „Við fógnum stofnun evrunnar, sögulegum áfanga sem ellefu Evr- ópuþjóðir hafa tekið í átt að nánara Efnahags- og myntbandalagi," sagði Clinton í skriflegri yfirlýs- ingu. „Efnahagslegt bandalag sem leggur sitt af mörkum til að gera Evrópu kraftmikla samræmist ljós- lega langtímahagsmunum okkar.“ Spennufall Efth' hinn mikla undh'búning und- anfarinna mánaða fannst mörgum sem nærri alþjóðlegum fjármálavið- skiptum koma að þegar loks á hólm- inn var komið og viðskipti hófust með evrur yrði eins konar spennu- fall. „Eg myndi segja að það sem við sjáum gerast í dag er náttúruleg og vel heppnuð fæðing evrunnar. Markaðimir buðu evruna velkomna nákvæmlega á þann hátt sem við höfðum óskað okkur að þeir myndu gera,“ sagði Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands. Lítið sem ekkert fréttist af tæknilegum óhöppum hjá fjármála- stofnunum í tengslum við upphaf viðskipta í evrum, en sérfræðingar vöruðu við því að það tæki nokkra daga að fá úr því skorið hvort fyrstu viðskiptin hefðu öll farið rétt fram. Kauphallarfjárfestar, sem nú standa frammi fyrir risastórum, sameinuðum verðbréfamarkaði, tóku gildistöku fyrstu sannarlega sameiginlegu myntarinnar sem gilt hefur í Evrópu frá dögum Róma- veldis opnum örmum. Um 5% hækk- un varð á gengi hlutabréfa í Pýzka- landi, Frakklandi, á Ítalíu og Spáni. ■ Efasemdir/26 Bandaríkín Elizabeth Dole fliugar framboð Washington. Reuters. ELIZABETH Dole, fyrrverandi vinnu- og flutningamálaráðherra Bandaríkjanna, sem stóð við hlið eig- inmanns síns, Bobs Doles, í kosningabarátt- unni fyrir banda- rísku forsetakosn- ingamar 1996, sagði í gær af sér sem forseti Rauða kross Bandaríkj- anna og tilkynnti að hún íhugaði að gefa kost á sér sem forsetaframbjóðandi repúblik- ana í forsetakosningunum á næsta ári. Elizabeth Dole, sem er 62 ára, hefur lengi verið álitin verðugt efni í forsetaframbjóðanda, en hljóti hún kosningu verður hún fyrsta konan sem sest í valdamesta embætti heims. Eiginmaðurinn Bob, sem áður var leiðtogi repúblikana í öldunga- deild Bandaríkjaþings, hefur lengi lagt að konu sinni að gefa kost á sér. „Ég ætla að íhuga þetta alvar- lega ásamt öðrum valkostum," sagði Elizabeth Dole á blaðamannafundi í Washington í gær. Skörungur Hæfileikai’ hennar til pólitískrar forystu komu glögglega í ljós á flokksþingi repúblikana 1996 þegar hún óð inn í mannþröngina með hljóðnema í hönd og hleypti hug í viðstadda með skörulegum ræðu- flutningi. Þessir hæfileikar hennar þóttu líka sjást í gær þegar hún til- kynnti afsögn sína sem forseti bandaríska Rauða krossins en því starfi gegndi hún undanfarin átta ár. Að mati stjómmálaskýrenda á hún góða möguleika á að hljóta út- nefningu Repúblikanaflokksinsi. Baráttan gegn krabbameini Lyfjameðferð bætt með nýjum efnum? Los Angeles. Reuters. BANDARÍSKIR vísindamenn kynntu í gær afrakstur rann- sókna sem taldar eru geta valdið straumhvörfum í meðhöndlun krabbameins. Segja vísinda- mennimir, sem stunda rann- sóknir við Kaliforníu-háskóla í Los Angeles (UCLA), í grein sem birtist í dag í tímaritinu Jo- urnal Proceedings of the National Academy of Sciences, að þeir hafi uppgötvað nýjan hóp skyldra efna sem gæti gert læknum kleift að breyta hefð- bundinni lyfjameðferð og taka upp meðferð sem byggist á notk- un frumefnisins boróns. Gæti þessi uppgötvun orðið til þess að lyfjameðferð reyndist sjúkiingum mun auðveldari en nú er, en eins og kunnugt er hef- ur ki'abbameinslyfjameðferð oft reynst fólki erfið, enda um afar sterkar lyfjablöndur að ræða sem ráðast ekki aðeins á krabba- meinsfrumur, í þeim tilgangi að drepa þær, heldur eitra allar aðrar frumur líkamans líka. Hin nýja lyfjameðferð myndi hins vegar einungis ráðast gegn sýkt- um krabbameinsfrumum. Vísindamenn hafa lengi talið að vel gæti gefist að beita borón- ögnum gegn krabbameini. Upp- götvun hins nýja „efnamengis" vekur hins vegar betri vonir um árangur því rannsóknir sýna að efnunum gengur betur en áður þekktist að koma borón-ögnum inn í kjarna krabbameins- frumna. Þegar þangað er komið verðm- borónið „virkt“ með því að dreifa nifteindum til krabba- meinsfrumnanna sem valda því að frumukjarninn - og þar með frumurnar sjálfar - splundrast. Enn á eftir að prófa þessa nýju meðferð vel og rækilega. Samgönguráðherra Finnlands segir af sér Hclsinki. Morgunblaðið. SAMGÖNGURÁÐHERRA Finn- lands, Matti Aura, sagði af sér í gær vegna hneykslis sem tengist einkavæðingu fjarskiptafyrirtækis- ins Sonera, arftaka finnska lands- símans. Áður hafði forstjóra Sonera, Pekka Vennamo, verið vik- ið úr starfi, en hann hafði tryggt sér stóran hluta í fyrirtækinu þeg- ar hlutabréf í þvi voru sett á al- mennan markað fyrir skömmu. Aura sagðist sjálfur ekkert hafa gert af sér, en kvaðst líta svo á að hann yrði að segja af sér vegna þess að hann hefði gert mistök er hann réð Vennamo til starfa. Sagð- ist hann myndu láta af embætti eft- ir að hann gæfi þinginu skýrslu um einkavæðingu Sonera í næstu viku. Ráðist var í einkavæðingu finnska landssímans í nóvember á síðasta ári, og seldi ríkið rúmlega 20% hlutafjár í nýja fyrirtækinu Sonera á mjög hagstæðu verði. Hlutabréfin reyndust vinsæl meðal almennings og var eftirspum meiri en fram- boð. Þannig fengu flestir að- eins að kaupa brot af því sem þeir buðu í. For- stjórinn fékk hins vegar að festa kaup á eins miklu hlutafé og hann óskaði, og þar að auki keypti eignarhaldsfélag Vennamo-fjöl- skyldunnar allmörg hlutabréf. Háar gagnrýnisraddir komu fram á þingi og í fjölmiðlum þegar það spurðist út að Vennamo hefði fengið slíka fyrirgreiðslu. Um ára- mótin kom ennfremur í ljós að hann hefði selt bömum sínum hluta af hlutafénu án þess að til- kynna það til hlutafélagaskrár, eins og reglur kveða á um, og voru þessi mistök formleg ástæða upp- sagnar hans. I uppsagnarbréfinu er sérstaklega tekið fram að Vennamo sé ekki grunaður um lögbrot, en að ekki sé stætt á því að efasemdir séu uppi um heiðar- leika og siðferði forstjóra fyrir- tækis af þessari stærðargráðu. Álitshnekkir fyrir hægrimenn Sjaldgæft er að finnskir stjóm- málamenn segi af sér, þrátt fyrir mistök í starfi. Þingkosningar fara fram í Finnlandi eftir þrjá mánuði, og þykir afsögn Auras álitshnekkii- fyrir Sameiningarflokkinn, flokk hægri manna. Sauli Niinistö, for- maður flokksins og fjármálaráð- hen-a, kom Aura til varnar í gær, þrátt fyrir að hann (Niinistö) hafi ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að einkavæðing Sonera hafi ekki farið fram með réttum hætti. Matti Aura

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.