Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 66

Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SKÓLASTÚLKAN Carrie (Sissy Spacek) leitar huggunar hjá móður sinni (Piper Laurie) í Carrie. Báðar voru til- nefndar til óskarsverðlauna árið 1976. HINIR vammlausu sótti efnivið sinn í gamla sjónvarps- þætti. Kevin Kostner lék himm vammlausa Elliot Ness. NANCY Allen (þáverandi frú De Palma), John Travolta og Brian De Palma við tökur á Carrie, fyrsta kassastykki leikstjórans. MISTÆKARI mann en Briah De Palma er vart að fínna í Hollywood samtímans. Sveiflurn- ar eru ótrúlegar. Uppsveiflan slík að hann á fáa sína iíka meðal starfsbræðranna þegar sá gállinn er á honum. Enda einn af sárafáum, sannkölluðum stjörnu- leikstjórum, því fólk víða um heitn getur tengt nafn hans við myndirnar. Handbragðið er per- sónulegt, hver svo sem útkoman er. Niðursveiflurnar ná ótrúleg- um dýptum. Það fengum við að i sjá siðast í Snake Eyes, þar sem De Palma var búinn að segja okkur allt sem segja þurfti eftir fyrsta stundarfjórðunginn. Obbi myndarinnar fyrirsjáanlegur bæslagangur, mikið veður útaf engu. Helstu einkenni flestra De Palma-mynda (fyrir utan að vera flestar kenndar við sálfræði- trylla), er hinn magnaði, sjón- ræni þáttur; hraði, spenna, of- beldi og kynlíf. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir ofnotkun þess- ara þátta en hefur ekki látið deigan síga og heldur sínu striki mað sérstæðum árangri. Hittir í BRIAN DE PALMA mark öðru hverju, öfugt við flesta aðra starfsbræður sína, sem gjarnan eiga skammvinna gósentíð og falla síðan mishratt af toppinum. De Palma hóf kvikmyndagerð sem nemandi við Columbia- og Söru Lawrence-háskólana í New York. Fyrstu myndirnar voru The Wedding Party (‘66), Greet- ings (‘68), og Hi, Mom! (‘70). Þær voru andþjóðfélagslegar að inn- taki, íjölluðu um eiturlyf, fijálsar ástir og gagnrýndu stríðsbrölt Bandaríkjamanna í Asíu. Á þess- um tíma blómabarna og hippa sló Easy Rider eftirminnilega í gegn. Fyrsta verkefni De Pahna í Hollywood var Get To Know Yo- ur Rabbit (‘70), minniháttar andþjóðfélagsleg satíra á þessum nótum. Velgengni myndarinnar hans Hoppers hjálpaði ekki uppá aðsóknina, frumraun De Palma fyrir einn kvikmyndarisann kolféll. De Palma sótti mikið í SEAN Penn og Michael Fox léku bandaríska hermenn í Víetnam í Fórnarlömbum stríðsins. ÓDU EGLU KHALDI... & 1959 - 1999 HAGKVÆMNI TIMASPARNAÐUR ORYGGI ISLENSKT OG VANDAÐ ...STEMMIR STÆRDIN LIKA! Egla bréfabindin hafa notið mik- illa vinsælda meðal íslenskra fyr- irtækja á undanfömum ámm, enda um afar vandaða framleiðslu að ræða. Þau fást í 5 mismunandi stærðum og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Fyrirtæki geta pantað þær möppur sem þeim henta með því að hringja í síma 562 8500, fax 552 8819 eða verslun Múlalundar á vefnum: www.mulalundur.is og möppumar verða sendar um hæl. RÖE> OC REGLA Múlalundur Vínnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is smiðju meistara Hitchcocks í næstu verkum, Sisters (‘72) var sú fyrsta. Blóðidrifin hrollvekja um aðskilda síamstvíbura með Margot Kidder, Jennifer Salt og Charles Durning. De Palma framleiddi sjálfur og hagnaðist vel. Þá var röðin komin að rokkaðri útgáfu Phantom of the Opera; Phantom ofthe Paradise (‘74), tekin í hinni sögufrægu Mekka rokksins, Filmore East. Með Obsession (‘76) var leikstjór- inn aftur kominn á spor Hitchcocks, nánar tiltekið Vertigo. Þetta er fín, dularfull mynd með firnagóðum leikurum frá þessum tíma, Cliff Robertson, Genevieve Bujold og John Lith- gow. Fram til þessa hafði De Palina gert forvitnilegar myndir sem flestar fengu góða dóma. Umtals- verð velgengni lét enn á sér standa. Ur því rættist með hroll- vekjunni Carrie (‘76), gerðri eftir metsölubók ungs höfundar sem nefnist Stephen King ... Andi Psycho sveif yfir Dressed to Kill (‘80), óhugnanlegri spennumynd um fjöldamorðingja, hún hélt manni í greipum sínum þrátt fyr- ir ótrúverðugleika. Blow Out (‘81) sótti fleira en nafnið til myndar Antonionis, Blow Up, en Scarface var einfaldlega endur- gerð hinnar klassísku myndar eftir Howard Hawks frá 1932. í hans hlutverki var A1 Pacino og var myndin bæði feyki vinæl og hlaut afbragðsdóma þrátt fyrir yfírgengilegt ofbeldi. Vissulega ein eftirtektarverðasta mynd leikstjórans. Kvalalosti, gægjufíkn og sjálfs- píningarhvöt eru ekki langt und- an í nokkrum mynduin De Palma, ekki síst Body Double (‘84), þar sem Melanie Griffith er eftirminnilegust leikara. De Palma er afleitur gamanmynda- leikari, það sýndi hann með Wise Guys (‘86). Næsta mynd, Ptinir vammlausu (‘87), var hinsvegar hans besta til þessa dags. Casu- alties of War (‘89 gaf henni lítið eftir. De Palma var þó engan veginn kominn á beinu brautina full- komnunar, næsta mynd hans, Bonefire of the Vanities (‘90), var hörmung, þó hún væri byggð á afbragðsgóðri metsölubók Toms Wolfe, og prýdd forvitnilegum leikhóp. Raising Cain (‘92) var mistök, en forvitnileg, hér koma tvíburar aftur við sögu og Lith- gow fírnasterkur í mörgum hlut- verkum. Carlito’s Way (‘93) sannaði að De Palma er með fær- ustu leiksljórum Bandaríkjanna. Undur vel sögð sakamálamynd um lánlausan glæpamann og fangelsislim (A1 Pacino), sem tekst ekki að halda sig réttum megin laganna. Pacino og Sean Penn eru aldeilis frábærir, báðir tveir, og myndin ein sú besta frá hendi leikstjórans. Sömuleiðis Mission Impossible (‘96), vinsælasta mynd De Palma frá upphafi, en hann kom svo heldur hastarlega niður á jörðina, eina ferðina enn, með nýjustu mynd- ina, Snake Eyes (‘98), einsog áð- ur er getið. Um þessar mundir er De Palma önnum kafínn við undir- búning Hughes, sem áætlað er að komi á markaðinn árið 2000. Titilpersónan er sjálfur Howard Hughes, kvikmyndamógúllinn, sérvitringurinn og iðnjöfurinn, sem var goðsögn í lifanda lífi. Myndin, með Warren Beatty og Nicholas Cage í aðalhlutverkum, lofar sannarlega góðu. De Palma á örugglega eftir að gleðja okkur fram á næstu öld. Sígild myndbönd HINIR VAMMLAUSU („THE UNTOUCHABLES“), 1987 Endurgerð sjónvarpsþáttanna. Kevin Costner sem Elliott Ness, hinn vammlausi leiðtogi lögregl- unnar í Chicago á tímum vínbanns og A1 Capone. Vopnaður vélbyssu og Armani fötum. Sean Connery, Andy Garcia og Charles Martin Smith, allir eftirminnilegir, en Ro- bert De Niro stelur senunni sem erkibófinn Capone. Sígild gangstermynd, frábær skemmtun. Er á mjög meðvitaðan hátt mótuð af langri hefð glæpamynda, frum- leiki hennar liggur í klisju hefðar- innar. Hér er allt ósvikið, á skemmtilega óekta hátt. („CASUALTIES OF WAR „) Víetnammynd De Palma fjallar um atburði sem gerðust ‘66, þegar fimm bandarískir hermenn rændu og nauðguðu þarlendri stúlku. Einn þeirra stóð utan við ódæðið og var líf hans í hættu er hann kærði félaga sína. Býr enn í felum. Höfundur notar atburðinn til að velta fyrir sér siðferðilegum spum- ingum um stríðsrekstur og her- menn í stríði, en það velkist ekki fyrir neinum að það sem hermenn- irnir gera víetnömsku þjóðinni gerðu Bandaríkin Víetnam. Frábærlega gerð, minnisstæð með eindæma góðum leik (Michael J. Fox, Sean Penn). „CARRIE“ Yfirnáttúrulegir hæfileikar menntaskólastúlkunnar Carrie (Sissy Spacek) hjálpa henni að klekkja á skólasystrum sínum er þær niðurlægja hana á skólaballi. Ein af bestu myndunum sem byggðar eru á sögum Kings. Hroll- vekjandi (maður minnist enn tryll- ingslegra öskranna í Tónabíói sáluga), blóðug, svört og sykurlaus. Spacek og Piper Laurie, í hlutverki móður hennar, eru báðar framúr- skarandi og voru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna. Lokaatriðið, aukaendirinn, er löngu klassískur, sást síðast í Sögusögnum - Urban Legends (‘98). Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.