Morgunblaðið - 27.01.1999, Síða 1
21. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
BJÖRGUNARMENN ganga yfír rústir húsa sem hrundu í borginni Armeníu í jarðskjálftanum sem reið yfír
miðhéruð Kólumbíu í fyrrakvöld. Heilu hverfin jöfnuðust við jörðu f skjálftanum.
Hundruð líka hafa fundist eftir jarðskjálfta í Kólumbíu
Óttast að allt að
2.000 hafi farist
Armeníu. Reuters.
EMBÆTTISMENN í Kólumbíu
sögðu í gærkvöldi að rúmlega 1.000
manns hefðu farist í öflugum jarð-
skjálfta sem reið yfír miðhéruð lands-
ins í fyrradag, að sögn fréttastofunnar
AP. Þeir töldu að tala látinna gæti
hækkað verulega og slökkviliðsstjóri í
borginni Armeníu, sem varð verst úti í
náttúruhamíorunum, sagði að 2.000
manns kynnu að hafa farist.
Embættismennirnir sögðu að mjög
erfítt væri að meta manntjónið þar
sem kk fyndust á hverri mínútu og
ekki hefði verið hægt að leita í rústum
margra húsa sem hrundu.
650 lík höfðu fundist i Armeníu í
gærkvöldi, að sögn AP. Tveir þriðju
húsanna í borginni voru óíbúðarhæf
og 180.000 manns misstu heimili sín.
Mikið manntjón varð einnig í Pereira,
höfuðstað nágrannahéraðsins Risar-
alda, og tíu öðrum bæjum og þorpum
á hamfarasvæðinu.
fbúar Armeníu era tæp 300.000 og
héraðsstjórinn Hemy Gomez sagði að
það myndi taka mörg ár að endur-
reisa borgina eftir náttúruhamfarim-
ar.
„Oll húsin hrundu eins og spila-
borg,“ sagði einn borgarbúanna.
„Menn vissu ekki hvort þeir ættu að
hlaupa eða standa kyrrir, allt hrundi
niður.“
Jarðskjálftinn mældist sex stig á
Richterskvarða og var á meðal öflug-
ustu skjálfta sem riðið hafa yfir Kól-
umbíu. Tjónið var mest í Armeníu og
tuttugu bæjum og þorpum i nágrenni
borgarinnar en skjálftans varð vart út
um allt landið. Byggingai- skókust í
höfuðborginni, Bogota, og borginni
Medellin í norðvesturhluta landsins.
Gomez sagði að skjálftinn hefði ver-
ið svo öflugur að þykkm' múr um-
hverfís fangelsi í Airneníu hefði hrun-
ið og áttatíu fangar notað tækifærið til
að flýja.
Kaffiverðið hækkar
Heimsmarkaðsverð á kaffi hækk-
aði vegna ótta við að jarðskjálftinn
myndi valda uppskerubresti í Kól-
umbíu og minna kaffiframboði í
heiminum. Sérfræðingar spáðu því
að verðið myndi lækka aftur þar
sem talið var að jarðskjálftinn
myndi ekki minnka kaffiframleiðsl-
una í Kólumbíu verulega. Samtök
kólumbískra kaffibaunaræktenda
sögðu að ekki væri vitað til þess að
uppskerutjón hefði orðið.
■ Eins og eftir loftárás/22
Saksóknarar Bandaríkjaþings vilja
að Bill Clinton beri vitni
Leggja til að
þremur vitnum
verði stefnt
Washington. Reuters.
ÞINGMENN öldungadeildar Band-
arílqaþings ræddu í gær deiluna um
vitnaleiðslur í réttarhöldunum í máli
Bills Clintons forseta og saksóknar-
ar fulltrúadeildarinnar hvöttu þá til
þess að stefna þremur vitnum,
þeirra á meðal Monicu Lewinsky, og
bjóða forsetanum sjálfum að bera
vitni.
Saksóknararnir fóru þess á leit við
öldungadeildina að hún stefndi
Lewinsky, Vernon Jordan, vini Clin-
tons, og Sidney Blumenthal, aðstoð-
armanni forsetans, til að bera vitni
fyrir luktum dyrum. Þeir óskuðu
einnig formlega eftir því að Clinton
yrði boðið að bera vitni í réttarhöld-
unum, en aðstoðarmenn hans sögðu
að hann myndi ekki gera það.
Saksóknararnir sögðu að nauðsyn-
legt væri að kalla vitni fyrir öldunga-
deildina áður en hún skæri úr um
hvort Clinton hefði framið meinsæri
og lagt stein í götu réttvísinnar til að
leyna kynferðislegu sambandi sínu
við Lewinsky. Demókratar og tals-
menn forsetans sögðu hins vegar að
vitnaleiðslumar yrðu aðeins til þess
að réttarhöldin drægjust á langinn.
Tom Daschle, leiðtogi demóki'ata í
öldungadeildinni, gagnrýndi beiðni
saksóknaranna en kvaðst telja að
vitnaleiðslur væra nú „óhjákvæmi-
legar“.
Búist við atkvæða-
greiðslu í dag
Repúblikanar í öldungadeildinni
höfðu hvatt til þess að óskað yrði eft-
ir eins fáum vitnum og mögulegt
væri og saksóknaramir ákváðu því
að stytta vitnalista sinn og falla frá
því að stefna Betty Currie, ritara
Clintons, og John Podesta, skrif-
stofustjóra Hvíta hússins. „Þeir
sögðu okkur að því styttri sem list-
inn yrði þeim mun líklegra væri að
hann yrði samþykktur,“ sagði Henry
Hyde, formaður dómsmálanefndar
fulltrúadeildarinnar.
Áðm- en beiðni saksóknaranna um
vitnastefnurnar verður borin undir
atkvæði í öldungadeildinni þarf hún
að taka afstöðu til tillögu um að
ákæranni á hendur forsetanum verði
vísað frá. Búist er við að deildin
greiði atkvæði um frávísunartillög-
una og vitnastefnurnar í dag.
Reuters
Ellefu bíða bana þegar bandarísk flugskeyti hæfa byggð í Suður-írak
Saddam Hussein
segir sigur nást
Bagdad, Abu Fullous. Reuters.
SADDAM Hussein, forseti íraks,
endurtók í gær harkalega gagnrýni
sína á Sádi-Arabíu og Kúveit og hét
þjóð sinni að þær blóðfórnir sem
hún hefði fært og sú þolinmæði sem
hún hefði sýnt myndu leiða til sig-
urs áður en yfir lyki.
Saddam sakaði leiðtoga Sádi-
Arabíu og Kúveits um að hafa átt
þátt í loftárásum Bandaríkjamanna
á Suður-írak á mánudaginn. Flug-
skeyti sem skotið var úr bandarísk-
um herflugvélum - eftir að Irakar
höfðu ögrað þeim með skothríð frá
jörðu - hæfðu að sögn íbúðarhús í
þorpi suður af suður-írösku borg-
inni Basra með þeim afleiðingum að
11 manns létust og tugir slösuðust.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið sagði að skotið hefði verið á flug-
skeyta- og loftvarnabyssuhreiður
íraka á flugbannssvæðinu í Suður-
Irak, í því skyni að hlífa minnihluta-
hópi síta-múslima þar við árásum af
hálfu Irakshers. Anthony Zinni, yf-
irmaður bandaríska Persaflóaher-
aflans, sagði mögulegt að eitt flug-
skeyti hefði borið af leið og að
Bandaríkin hörmuðu það mjög ef
óbreyttir borgarar yrðu fyrir tjóni.
„Kæra þjóð. Sýnið þolinmæði, þar
sem sigur vinnst með þolinmæði,"
sagði Saddam þegar hann ávarpaði
írösku þjóðina. „Blóði ykkar var
ekki úthellt til einskis."
Hreyfing íraskra útlaga sagði að
Saddam hefði látið flytja úrvals-
sveitir og eldflaugar til suðurhluta
íraks og fyrirskipað þeim að gera
árásfr á herskip og herstöðvar
Bandaríkjamanna ef þeir réðust aft-
ur á landið. Það var þó ekki staðfest
í gær.
Sandy Berger, öryggismála-
ráðgjafi Bills Clintons Bandaríkja-
forseta, greindi frá því að banda-
rískum herflugmönnum, sem flygju
yfir flugbannssvæðin í Norður- og
Suður-Irak, hefðu verið gefin fyrir-
mæli um að gera ekki aðeins árásir
á þær stöðvar írakshers sem
reyndu að ógna öryggi þeirra, held-
ur ættu þeir að beina árásarmætti
sínum á víðtækari hátt að loftvarna-
viðbúnaði Iraka almennt.
Bandarískar flugvélar skutu í
gær þremur flugskeytum á skot-
mörk á nyrðra flugbannssvæðinu.
Páfi ræðir
við Clinton
JÓHANNES Páll páfi fór í
gærkvöldi í 30 klukkustunda
heimsókn til Bandaríkjanna og
ræddi við Bill Clinton forseta í
borginni Saint Louis í Missouri.
Clinton var sagður hafa útskýrt,
stefnu Bandaríkjastjórnar í
málefnum Iraks og Kúbu. Tals-
menn Páfagarðs gagnrýndu í
fyrradag árásir Bandaríkjamanna
á Irak og sögðu að hernaðarað-
gerðir leystu ekki vandamálin,
heldur torvelduðu lausn þeirra.
Páfi gagnrýndi einnig viðskipta-
bannið á Kúbu þegar liann var þar
í sögulegri heimsókn fyrir ári.