Morgunblaðið - 27.01.1999, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar ánægður með
hvatningu forseta Islands
Fáum ekki sterk-
ari bandamann
„MÉR fínnst ræða forseta íslands
frábært innlegg í umræðuna um
reykingar og við getum ekki fengið
sterkari bandamann í þessari bar-
áttu,“ sagði Þorgn'mur Þráinsson,
framkvæmdastjóri Tóbaksvarna-
nefndar, er hann var spurður álits á
hvatningu forsetans til vakningar
gegn reykingum sem hann setti
fram í ávarpi sínu á ráðstefnu
Tannlæknafélags Islands í síðustu
viku.
Þorgrímur Þráinsson segist geta
tekið undir hvert orð sem Ólafur
Ragnar Grímsson forseti lét falla í
ávarpi sínu en Þorgrímur flutti
einnig erindi á ráðstefnunni. „Ég
vonast til þess að þeir, sem hafa
völd í þjóðfélaginu til að taka
ákvarðanir sem skipta máli í for-
vörnum, hugsi sinn gang. Eftir
tveggja ára reynslu mína í tóbaks-
vörnum þar sem við erum að reyna
að hafa áhrif á hugsunarhátt fólks
og bendum á skaðsemi reykinga og
óbeinna reykinga með áróðri,
fræðslu og auglýsingum, finnum við
að starf okkar er léttvægt miðað
við þau áhrif sem ráðamenn geta
haft,“ sagði Þorgrímur og kvaðst
vilja sjá ákveðnari aðgerðir ráða-
manna í tóbaksvörnum.
„Sem dæmi nefni ég nauðsyn
þess að hækka verð á tóbaki, sem
skiptir langmestu máli hvað varðar
forvarnir, að leyfísskylda smásöl-
una til að auðvelda það að taka á
sölu tóbaks til barna og herða eftir-
lit af hálfu lögreglu og heilbrigðis-
eftirlits. Þótt við séum öll af vilja
gerð til að koma af stað ákveðinni
vakningu gegn tóbaksnotkun þá
hafa ákvarðanir ráðmanna miklu
meira að segja. Andvaraleysið er
svo mikið á þessum sviðum.
Það er til dæmis hægt að setja
fram þá líkingu að maður sem
reykir innan um aðra veldur meiri
skaða en sá sem myndi úða kring-
um sig flugnaeitri. Það eru færri
eiturefni í flugnaeitri en sígarett-
ureyk og samt sem áður er ég viss
um að það myndu allir hörfa fyrir
flugnaeitrinu og halda að viðkom-
andi maður væri bilaður. Of fáir
kippa sér hins vegar mjög upp við
tóbaksreyk. Fólk áttar sig ekki
alltaf á því hvaða afleiðingar tó-
baksreykur getur haft. Reykingar
geta ekki geta verið einkamál
nema þær séu viðhafðar í einrúmi
eða í návist reykingafólks.“
Framkvæmdastjóri Tóbaks-
varnanefndar vildi ennfremur líkja
því að foreldrar reyktu yfír börnum
við það að þau ækju með þau í bíl
án þess að þau notuðu bflstól eða
öryggisbelti. Sér fyndist þetta álíka
vítavert og sagði skoðun sína að
fólk ætti að fetta fíngur út í slíka
hegðun, fólk ætti ekki að sætta sig
við óbeinar reykingar.
Marka vonandi nýtt uppliaf
„Ég vona að þessi orð forsetans
marki nýtt upphaf, að ráðamenn
dragi af sér silkihanskana og taki á
þessum málum af festu. Ég sé
kannski ekki langt fram í tímann en
er sannfærður um að eftir einn til
tvo áratugi og jafnvel fyrr verði
bannað að selja sígarettur á Islandi.
Við getum mótað ákveðna stefnu í
heiminum á þessu sviði,“ sagði Þor-
giímur og kvaðst ekki vera að tala
um að hægt verði að útrýma reyk-
ingum en sagði hægt að gera mikið
út frá heilbrigðissjónarmiðum.
Minnti hann á að forsaga eitur-
lyfjaneytenda væri iðulega sú að
þeir hefðu byrjað á reykingum og
áfengisneyslu og vímuefnin sigldu
síðan í kjölfarið. „Island getur verið
leiðandi á þessu sviði, svo fremi að
ráðamenn hafi hugrekki til að
hrinda ákveðnum aðgerðum í fram-
kvæmd. Þeir hugsa kannski stund-
um of mikið um að halda stól sínum
og vinsældum og þora ekki þess
vegna að taka ákvarðanir sem orka
tvímælis. Þessum hugsunarhætti
þarf að breyta.“
Óvenju mikið um ref i Grímsnesi
Fjórar tófur skotn-
ar á einni nóttu
ÓVENJU niikið hefur verið um
ref í nágrenni sumarbústaða-
byggða í Grímsnesi að undan-
förnu og fyrir skömmu drap
skytta á vegum Böðvars Guð-
mundssonar, bónda á Efri-Brú í
Grímsnesi, fjórar tófúr á einni
nóttu. Böðvar segir fjölgun dýra
vera áberandi og kennir um
breyttri hegðun refsins.
Refurinn kemur gríðarlega
illa við allt fuglalíf og bæði
mófuglinn og rjúpan hafa skadd-
ast af þeim sökum. Refastofninn
virðist hafa stækkað, að mati
Böðvars, og segir hann að þótt
menn vakti þau greni, sem finn-
ast, á vorin séu dýrin farin að til-
einka sér nýja hegðun.
„Tófan er hætt að halda
tryggð við þau höfuðból sem
hún hefur búið í gegnum aldirn-
ar, er byrjuð að færa sig nær
þéttbýlinu og í greni sem ekki
finnast. Hún hefur þennan eig-
inleika; að aðlagast aðstæðum
og þannig virðist hún taka griil-
mat fram yfir margt annað í
hinni miklu sumarbústaðabyggð
sem liér er,“ segir hann.
„Þá kemur það manni spánskt
fyrir sjónir, að tófan virðist hafa
ríkan áhuga á verklegum fram-
kvæmdum, sem sýnir refínn al-
veg í nýju ljósi. Þegar hin fræga
Búrfellslína var lögð í haust
sögðu línumenn mér að refír
væru ekki sjaldgæfari á vinnu-
svæðinu en eftirlitsmenn Lands-
virkjunar," segir Böðvar.
„Einnig má benda á að stór
rauðamalarnáma er hér í Seyð-
ishólum þar sem refir sitja oft
og horfa á stórvirkar vélar
moka á bfla, oftast nær ekki
færri en tvö dýr í einu.“
Tófan fremur spök
Böðvar segir að ákveðið hafi
verið að reisa skothús um kfló-
metra frá bænum og þangað
hafi æti verið borið.
„Gunnar Sigurðsson er mikil
skytta, lá þarna eina nótt og
náði þá fjórum tófum, sem er af-
ar vel gert og óvenjulegt á þessu
svæði, ekki síst að vetrarlagi.
Þetta er ódýrasta aðferðin til að
halda tófunni í skefjum, auk þess
sem hægt er að fá smáræði fyrir
hvert dýr. Dýrin virðast vera
spök og þannig sagði mér
ijúpnaskytta sem var á þessum
slóðum í haust að hún hefði skot-
ið tófu sem hafði ekki fyrir því
að rísa upp, heldur horfði á
manninn þangað til yfir lauk.
Við Gunnar bíðum eftir tungls-
ljósi og góðu veðri og þá fellur
áreiðanlega annað eins og hann
náði um daginn,“ segir hann.
Ævar Petersen, forstöðumað-
ur Náttúrufræðistofnunar Is-
lands, segir óvenju mikið af tófu
víða um land og svo hafí verið
seinustu misseri. Talsverð upp-
sveifla hafa verið í stofninum
upp á síðkastið.
Undirskrifta-
söfnun til
stuðnings
kennara
NEMENDUR í 6. M.H. í Austur-
bæjarskóla afhentu í gær skóla-
stjóranum, Guðmundi Sighvats-
syni, undirskriftalista með ósk um
að þau fái að halda umsjónar-
kennara sínum til loka vetrar, en
Maggý Hrönn Hermannsdóttir
hefur sagt starfi sínu lausu frá
mánaðamótum vegna óánægju
með starfsaðstöðu, nemendafjökla
og aðbúnað í bekknum. Allir nem-
endur bekkjarins skrifuðu undir
listann.
Foreldrar nemenda í bekknum
hittust í gær til að kanna mögu-
leika á að greiða fyrir lausn máls-
ins. M.a. er til skoðunar hvort for-
eldrar geti veitt stuðning inni í
bekknum. Að sögn Sigrúnar
Benediktsdóttur, foreldra nem-
anda í bekknum, skýrast þau mál
væntanlega í dag.
Hert viður-
lög við um-
hverfís-
spjöilum
DÓMSMÁLARÁÐHERRA lagði í
gær fram á nTdsstjórnarfundi la!ga-
frumvarp um refsinæmi umhverfis-
brota samkvæmt hegningarlögum.
Umhverfisbrot hafa hingað til verið
refsinæm samkvæmt sérrefsilög-
um, en ráðherra leggur til að fyrir
þau alvarlegustu verði refsað sam-
kvæmt almennum hegningarlögum.
I tillögunum eru alvarleg um-
hverfisbrot greind í þrjá megin-
flokka. I fyrsta lagi er um að ræða
háttsemi sem lýtur að því að menga
loft, jörð eða vatnasvæði svo af
hljótist varanlegt tjón eða hætta á
slíku tjóni. I annan stað tekur skil-
greiningin til geymslu eða losunar
úrgangs eða skaðlegra efna. I
þriðja lagi er rætt um verulegt
jarðrask.
j
Síddegisfundur
um málefni heyrnar-
lausra og heyrnarskertra
Ásta R. Jóhannesdóttir
aiþingismaður boðar
til fundar um málefni heyrnarlausra
og heyrnarskertra í Hafnarstræti 1
á morgun,
fimmtudaginn 28. janúar, kl. 17:00.
Fundarstjóri: Halldór Gunnarsson,
formaður svæðisráðs málefna fatlaðra í Reykjavík.
Táknmálstúlkur verður á fundinum.
Kaffiveitingar.
Allir hjartanlega velkomnir meðan hiísrúm leyjir
Prófkjörsmiðstöð Ástu R.
Hafnarstræti 1-3, sími 5524333
Opið kl. 10-18
Góðœrið til allra!
Þriggja ára fangelsi og
18 milljónir í skaðabætur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær fertugan Reykvíking,
Ragnar Kornelíus Lövdal, fyrrver-
andi bflasala, í þriggja ára fangelsi
og til greiðslu um átján milljóna
króna í skaðabætur auk sakarkostn-
aðar, fyrir stórfellt skjalafals, ítrek-
uð fjársvik, fjárdrátt, brot á lögum
um sölu notaðra ökutækja, tékkalög
og ýmis önnur lagabrot.
Þetta mun vera einn þyngsti dóm-
ur fyrir auðgunarbrot sem um getur
á seinni árum.
Svik að andvirði 25 millj.
Brotastarfsemi Ragnars náði frá
júní 1995 og fram í febrúar 1998. Á
þeim tíma tókst honum að svíkja út
fjármuni og vörur að verðmæti yfir
25 m.kr. Ekkert þessara verðmæta
hefur komist til skila og óvíst að svo
verði, en bú hans var tekið til gjald-
þrotaskipta í október 1998.
Þrettán aðilar gerðu skaðabóta-
kröfu á hendur Ragnari og tók hér-
aðsdómur sex þeirrar gildar, samtals
að upphæð um átján milljónir króna,
auk þess sem honum var gert að
gi-eiða allan sakarkostnað, þar með
taldar 200 þúsund krónur í saksókn-
aralaun í ríkissjóð og 400 þúsund
krónur í málsvarnarlaun til skipaðs
verjanda síns. í dómi héraðsdóms
kemur fram að Ragnar hefur ekki
sýnt neina tilburði í þá átt að bæta
fyrir brot sín.
„Brot þau sem hann framdi gegn
viðskiptavinum sínum eru alvarleg í
ljósi þess að þau voru framin í skjóli
löggildingar hans sem bflasala, sem
gaf til kynna að hann hefði lagt fram
starfsábyrgðartryggingu. Hann
hafði hins vegar falsað yfirlýsingu
þess efnis að hann hefði aflað sér
ábyrgðar lánastofnunar í samræmi
við lög nr. 69/1994 um sölu notaðra
ökutækja og reglugerð nr. 406/1994
um tryggingaskyldu við sölu notaðra
ökutækja í atvinnuskyni sér til
handa og sent yfirvöldum með
símbréfi," segir í dóminum.
„Við ákvörðun refsingar ákærða
ber að líta til þess að hann hefur ekki
áðui’ gerst sekur um brot gegn al-
mennum hegningarlögum. Með vís-
an til þess sem að framan er rakið,
77. grein almennra hegningarlaga og
verðmæti brotaandlaga haft í huga,
svo og þess að ákærði hefur ekki
bætt þeim fjölmörgu það mikla tjón
sem hann olli, þykir refsing hans
hæfilega ákveðin fangelsi í 3 ár,“
segir í dóminum.