Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVT KUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þörf á sérstakri geðdeild fyrir sakhæfa fanga Fimm hæða bygging við Austur- stræti 8-10 ÁRMANNSFELL hefur á næstu mánuðum framkvæmdir við ný- byggingu í Austurstræti 8-10 í Reykjavik, en þar stendur nú Isa- foldarhúsið, sem flutt verður í Að- alstræti 12. Ármannsfell keypti lóðina í september sl. og hefur á undan- förnum mánuðum unnið að því að láta hanna húsið í samræmi við skipulagsskilmála, en þarna er gert ráð fyrir fímm hæða húsi með kjallara eins og nærliggjandi hús eru. Nýbyggingin var sam- þykkt á fundi skipulags- og um- ferðarnefndar Reylyavíkur sl. mánudag og fer nú í grenndar- kynningu. Teikningar, myndir og líkan af byggingunni verða til sýn- is á næstu vikum í sýningarsal Borgarskipulags Reykjavíkur. Jón Pálsson, framkvæmdasijóri Ármannsfells, segir að hægt verði að leggja teikningar fyrir bygg- ingarnefnd að lokinni grenndar- kynningu og athugasemdafresti og framkvæmdir hefjist um leið og samþykktar byggingarnefndar- teikningar liggi fyrir. Ármannsfell gerir ráð fyrir að það ætti að geta verið fyrir vorið ef allt gengur vel. Arkitekt hússins er Hlédís Sveinsdóttir og verkfræðihönnuð- ir VSÓ Ráðgjöf. Ármannsfell keypti lóðina með það að markmiði að hanna og byggja á henni fímm hæða hús til að selja í hlutum eða í heild. Jón segir að gert sé ráð fyrir að á jarðhæð verði veitingastaður og verslanir, skrifstofur á efri hæð- um, nema hugsanlega efstu hæð,. þar sem annaðhvort verða skrif- stofur eða íbúðir. Kaupendur séu þegar fyrir hendi að allri eign- inni, en Jón segir að Ármannsfell hafí fundið fyrir miklum áhuga á kaupum eða leigu, bæði einstakra hæða svo og alls hússins. í NÝÚTKOMINNI skýrslu um sjálfsvíg fanga á Litla-Hrauni, sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneyt- ið, kemur fram að þörf er á að koma á fót sérútbúinni réttargeð- deild á höfuðborgarsvæðinu fyrir sakhæfa fanga. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra segir að ráðu- neyti sitt muni fjalla um niðurstöð- ur skýrslunnar við heilbrigðisráðu- neytið, sem fer með heilbrigðis- þjónustu í fangelsum, áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um veitingu fjár til málefnisins og fleira. Ein tillaga skýrsluhöfunda er sú að í upphafi fangavistar fari fram kerfísbundin rannsókn á öllum föngum sem hefja afplánun, til þess að hægt yrði að lokinni slíkri rann- sókn að ákveða hvar fangarnir skuli taka út refsivist sína og hvemig henni skuli háttað. Önnur veiga- mikil tillaga fjallar um sérútbúna geðdeild þar sem fangar fengju þá geðmeðferð sem þeim væri nauð- synleg, ýmist með þeim hætti að þeir yrðu lagðir inn á deildina á meðan fangelsisvist þeirra stæði eða með viðhlítandi meðferð í upp- hafí fangavistar. Markmiðið með stofnun deildarinnar væri að koma í veg fyrir að alvarlega andlega veik- ir fangar dveldu í fangelsum. Kerfisbundin rannsókn á vímuefnafíklum Skýrsluhöfundar telja einnig m.a. að fram þurfí að fara kerfisbundin meðferð fyrir fanga haldna vímu- efnafíkn með það fyrir augum að fangar geti notað tímann meðan á fangavistinni stendur til að losna undan fíkninni. I því augnamiði leggja höfundar til að forsendum deildaskiptingar í fangelsum vei’ði breytt til að koma til móts við þarfir fanganna. Fjölmargar aðrar tillögur eru í skýrslunni sem höfundar telja að hægt eigi að vera að koma í kring án mikillar fyrirhafnar. Skýrsluna unnu Páll Hreinsson prófessor, Hannes Pétursson pró- fessor og Sigurjón Björnsson, fyrr- verandi prófessor. ------------------- Kanna lend- ingar á ísafirði í myrkri ATHYGLI vakti á ísafirði síðdegis í gær er flugvél Flugmálastjórnar Is- lands gerði ítrekað aðflug að flug- vellinum, en verið var að gera til- raunir sem ætlað er að leiða í ljós hvort unnt sé að fljúga sjónflug og lenda á Isafjarðarflugvelli í myrkri. Að sögn Guðlaugs Kristinssonar flugumferðarstjóra, sem sinnh- nú þjálfun flugumsjónarmanna á Isa- fírði, flaug vélin a.m.k. þrisvar aðflug að vellinum. I aðflugslínu stóðu menn frá hjálparsveit skáta með handluktir til að auðvelda flugmönn- unum að átta sig. Guðlaugur sagði að með sterkum leiðarljósum sköpuðust möguleikai' til að lenda á ísafírði í myrkri. Opinberir aðilar gagnrýndir í skýrslu um aðgerðir eftir snjdflóðið á Flateyri Uppgjöri vegna tjóns er ekki enn fulllokið í SKÝRSLU sem Guðjón Petersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins, hefur tekið saman og kemur út í næstu viku er sett fram hörð gagnrýni á opinbera aðila vegna mála sem varða afleið- ingar snjóflóðsins sem féll á Flat- eyri í október 1995. Guðmundur Björgvinsson, formaður íbúasam- taka við Önundarfjörð, gagnrýnir að fé sem safnað var til hjálpar Flateyringum skuli ekki öllu varið til þeirra, en 53,6 milljónir eru eftir í söfnunarsjóðnum. Hörður Einarsson, fyrrverandi formaður söfnunarinnar Samhugur í verki, vildi ekki tjá sig um gagn- rýnina þar sem hann hefði ekki séð skýrslu Guðjóns. I fréttatilkynningu frá stjóm söfnunarinnar Samhugur í verki frá 19. mars 1998 segir að tæplega 300 milljónir hafí safnast í landssöfnun- inni sem efnt hafi verið til „fyrir fórnarlömb náttúruhamfara eftir snjóflóðið á Flateyri í október 1995“. Eftir standi 53,6 milljónir. Að frumkvæði þeirra sem að söfnun- inni stóðu, þ.e. fjölmiðla, Rauða kross íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar, renni eftirstöðvamar í sjóð sem verði tiltækur fyrir fómar- lömb náttúruhamfara. Skýrsla Guðjóns var tekin saman að frumkvæði íbúasamtakanna og bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar. Til- gangurinn var að skýra stöðu mála fyrir nýrri bæjarstjórn. Á grund- velli skýrslunnar mun bæjarstjórn móta tillögur sem lagðar verða fyrir ráðuneytisstjóranefnd sem stjórn- völd skipuðu til að vera þeim til ráð- gjafar um viðbrögð við afleiðingum snjóflóðsins. Guðmundur sagði að fátt í skýrsl- unni kæmi heimamönnum á Flat- eyri á óvart. I henni væri sett fram gagnrýni á opinbera aðila m.a. vegna tjónauppgjörs. „Það hefur ekki verið gætt jafnræðis við tjóna- uppgjör við einstaklinga. Þeir sem urðu ekki fyrir altjóni vora látnir bíða eftir uppgjöri og sumir bíða enn. Það er óskaplega skemmandi fyrir lítið samfélag þegar ekki er hægt að klára svona hluti. Það era göt í lögum og reglum gagnvart svona hlutum. Fyrst kemur Við- lagatrygging að málum, síðan Ofan- flóðasjóður og loks bæjarfélagið. Þegar fólk lendir í svona hremming- um og missir allt sitt og jafnvel sína nánustu þá er það ekki á fólkið leggjandi að þvæla því endalaust á milli sjóða til að fá úrlausn sinna mála. Þannig hefur þetta samt ver- ið.“ Gagnrýni á stjórn Samhugar í verki I skýrslunni er gagnrýnt að söfn- unarféð sem safnað var meðal þjóð- arinnar eftir snjóflóðið skyldi ekki allt ganga til Flateyringa. Guð- mundur sagði að í allri umfjöllun um söfnunarátakið hefði ekki verið minnst á annað en að það væri verið að safna fyrir samfélagið á Flateyri. „Við erum mjög ósátt við fyrrver- andi stjórn fyrir að láta loka sjóðn- um án þess að koma hingað og kynna sér af eigin raun hvort hér væra óunnin verkefni. Við rituðum stjórninni bréf og fengum viðbrögð og allmyndarleg framlög til samfé- lagsmála. Þau komu fyrst og fremst íþróttahreyfingunni til góða og einnig íbúasamtökunum þó að þau hafí ekki óskað eftir peningum til eins eða neins. Jafnframt tilkynnti stjórnin að um frekari framlög til Flateyringa úr þessum sjóði yrði ekki að ræða. I framhaldi af fréttatilkynningu sem barst sl. vor um að búið væri að loka sjóðnum og verkefni stjórn- ar væri lokið fengum við þremur fé- lögum í Ibúasamtökunum það verk- efni að rita formanni sjóðsstjórnar bréf þar sem óskað var eftir við- ræðum um þessi mál og eins að ákvörðun stjórnar yrði endurskoð- uð. Við fengum svarbréf þar sem kemur fram að sjóðnum hafi verið lokað, en hann muni koma þessu er- indi til nýrrar stjórnar. Við höfum ekkert heyrt frá stjórninni síðan annað en fréttatilkynningu í Morg- unblaðinu fyrir nokki-um dögum þar sem talað er um stofnun nýs sjóðs og reglugerð fyrir hann sam- þykkta af dómsmálaráðuneyti. Jafnframt kemur fram að í sjóðnum séu eftir 53,6 milljónir króna. Það dynja á okkur upphringingar frá gefendum sem eru óskaplega ósátt- ir við að þetta skuli fara á þennan veg. Við höfum bent á mýmörg verkefni í samfélagi okkar sem þarfnast stuðnings," sagði Guð- mundur. Húsnæðisstofnun gagnrýnd I skýrslunni er Húsnæðisstofnun gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið þátt í að mæta miklum skorti á leiguhúsnæði á Flateyri. Guðmund- ur sagði að mikill húsnæðisskortur hefði verið á Flateyri eftir snjóflóð- ið. Fólk hefði viljað flytja til bæjar- ins og flestir óskuðu eftir að fá að leigja a.m.k. til að byrja með. Hann sagði mikið hafa verið reynt til að fá Húsnæðisstofnun til að fallast á að leigja hús, sem voru í eigu stofnun- arinnar á Flateyri. íbúasamtökin hefðu alls staðai- komið að lokuðum dyram. Hins vegar hefðu húsin ver- ið boðin til sölu á ótrúlega lágu verði. í þessu hefðu falist óþægileg skilaboð til íbúðareigenda á Flat- eyri, sem hefðu staðið í þeirri trú að fasteignir þeirra væru einhvers virði. „Þessar íbúðir hafa staðið tómar í þessum húsnæðisskorti þangað til núna í desember þegar einstak- lingur kaupir húseignina á Hjalla- vegi 9, en í henni eru sex íbúðir. Það liðu ekki margir dagar frá því hann fékk jáyrði við kauptilboðinu þar til húsið var orðið fullt af fólki, en það staðfestir að þörfin var brýn. Það er sjálfsagt nánast eins- dæmi að einstaklingur taki að sér að leysa leiguíbúðaþörf í litlu bæj- arfélagi." Guðmundur sagði að umhverfis- og gatnagerðarmál væru meðal brýnustu verkefna á Flateyri. Hann sagðist gera sér vonir um að á þeim yrði tekið þegar skýrsla Guðjóns yi-ði tilbúin. íbúasamtökin hafa lagt til við bæjarstjórn ísafjarðarbæjar að Guðjón verði ráðinn til að ljúka þeim málum sem eru óunnin á Flat- eyri og tengjast snjóflóðunum þar. Guðmundur sagði að það væri mik- ilvægt fyiir alla aðila að ljúka þess- um málum sem fyi-st.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.