Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 11
FRÉTTIR
Fulltrúar Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Bessastaðahrepps
Ekki eðlilegt að greiða
arð til Reykjavíkur
Sveitarfélög í nágrenni
Reykjavíkur sem hafa
m.a. keypt heitt vatn af
Reykjavíkurborg telja
sér ekki skylt að taka
þátt í arðgreiðslu til
borgarinnar. Jóhannes
Tómasson kannaði
afstöðu fulltrúa bæjar-
stjórna um málið og
borgarstjóri og félags-
málaráðherra viðra
einnig sjónarmið sín.
SAMÞYKKT var á fundi bæjar-
ráðs Garðabæjar í gær að fela bæj-
arstjóra að reikna út þær fjárhæðir
sem bærinn hefur greitt sem arð til
orkufyrirtækja sem bærinn á við-
skipti við undanfarin ár. Eru það
Hitaveita Reykjavíkur, Rafmagns-
veita Reykjavíkur og Rafveita
Hafnarfjarðar. Var bæjarstjóra
jafnframt falið að eiga viðræður við
fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og
Reykjavíkurborgar um ákvörðun
þjónustugjalda veitustofnana.
Bæjarstjórar Garðabæjar og
Kópavogs og sveitarstjóri Bessa-
staðahrepps sögðu í viðtali við
Morgunblaðið að ekki væri eðlilegt
að þessi bæjarfélög tækju á sig
hluta af arðgreiðslum Hitaveitu
Reykjavíkur til borgarsjóðs og
kváðust vilja ræða það mál sér-
staklega við borgaryfirvöld. Kemur
sú afstaða þeÚTa m.a. í kjölfar lög-
fræðiálits sem bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar hefur aflað sér þess efnis að
Hitaveita Reykjavíkur hafi farið út
fyrir mörk sem töku þjónustu-
gjalds séu sett.
Framangreind sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu ásamt Hafn-
arfirði vinna um þessar mundir
sameiginlega að könnun á framtíð-
arskipan orkumála sinna, m.a.
kaupum á raforku og heitu vatni og
hafa skrifað undir samstarfssamn-
ing við Hitaveitu Suðurnesja um
forkönnun. Fulltrúar bæjarstjórna
á þessu svæði sem Morgunblaðið
ræddi við sögðu ekki ljóst á þessu
stigi hvort samstarf yrði aukið við
Hitaveitu Suðurnesja og dregið úr
kaupum á heitu vatni frá Hitaveitu
Reykjavíkur.
Ingimundur Sigurpálsson, bæj-
arstjóri í Garðabæ, sagði að rætt
hefði verið um kaup Garðbæinga á
heitu vatni hjá Hitaveitu Reykja-
víkur á bæjarráðsfundi í gær.
Hann sagði bæjaryfirvöld hafa átt
viðræður við Hafnfirðinga og
fylgst væri með málinu hjá þeim.
„Við höfum lengi reynt að fá upp-
lýsingar frá Hitaveitu Reykjavíkur
um arðgreiðslur og ætlað að ræða
við fulltrúa fyrirtækisins en ekki
fengið svör við því,“ sagði Ingi-
mundur í samtali við Morgunblað-
ið. „Við viljum vita út frá hvaða töl-
um Reykjavíkurborg er að reikna
sér arðgreiðslurnar, ekki síst þeg-
ar hún er að færa sig upp á skaftið
eins og núna.“
Bæjarstjórinn kvaðst ganga út
frá því að lækka mætti gjaldskrána
til Garðbæinga, það hefðu menn
lengi gert þar. Hann sagði að-
spurður að ekki hefðu verið könnuð
kaup á heitu vatni frá öðrum aðila,
Garðabær ætti þó samstarf við
Hitaveitu Suðurnesja, einkum um
raforkumál en hugsanlega mætti
einnig kaupa heitt vatn af fyrir-
tækinu.
Skýrist á næstu vikum
Gunnar Valur Gíslason, sveitar-
stjóri Bessastaðahrepps, tjáði
Morgunblaðinu að sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu sunnan
Reykjavíkur hefðu skrifað undir
samning við Hitaveitu Suðurnesja
um könnun á samstarfi þeirra við
hitaveituna og væri þar um stefnu-
markandi ákvörðun að ræða. Þar
kæmu orkumál í víðu samhengi til
skoðunar. Hann sagði vinnu við
þessa könnun enn í gangi. Gunnar
Valur sagði sjónarmið sveitarfélag-
anna á þessu svæði að þau vildu
ekki taka þátt í arðgreiðslum Hita-
veitu Reykjavíkur í borgarsjóð.
„Hvemig þetta endar, hvort við
skiptum um seljanda á heitu vatni,
skal ég ekkert segja um ennþá en
það er áhugi á því að taka málin
upp og skoða þau,“ sagði Gunnar.
Bjóst hann við að málin myndu
skýrast á næstu tveim til þremur
vikum þegar forvinnu væri lokið.
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogs, segir yfirvöld þar hafa
kvartað yfir því í mörg ár að íbúar
Kópavogs þurfi að taka á sig
greiðslu arðs til Reykjavíkurborg-
ar, það se skattlagning, og hafi
nýtt lögfræðiálit, sem bæjarstjórn
Hafnarfjarðar hafi fengið, staðfest
þá skoðun bæjaryfirvalda Kópa-
vogs. Sigurður sagði málið verða
rætt í bæjarráði á morgun,
fimmtudag, og taldi víst að bæjar-
félögin myndu verða samstiga í
hugsanlegum viðræðum við
Reykjavíkurborg vegna þessara
mála. „Þessi mál virðast torsótt en
næsta skref var að taka skipulega
á þessu,“ sagði bæjarstjórinn. „Við
teljum að með arðgreiðslunum sé
verið að láta okkur borga skatt í
Reykjavík og það er kolólöglegt.
Ef þetta er sannanlega kostnaður
við ákveðna þjónustu greiðum við
hann en þegar menn ákveða
rekstrarafgang fyrirfram horfir
málið öðruvísi við.“
Borgarlögmaður tekur
saman álitsgerð
Vegna þeirrar hugmyndar Hafn-
firðinga að krefjast endurgreiðslu
á meintum ofteknum þjónustu-
gjöldum Hitaveitu Reykjavíkur í
kjölfar lögfræðilegrar álitsgerðar,
sem bæjaryfirvöld hafa aflað sér,
ætlar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri að óska álitsgerðar
borgarlögmanns um málið. Munu
borgaryfirvöld ekki aðhafast neitt í
málinu fyrr en hún liggur fyrir.
„Þegar álitsgerðin er tilbúin
munum við kynna Hafnfirðingum
hana og væntanlega Garðbæingum
og þeir verða síðan að ákveða hvort
þeir aðhafast eitthvað í framhaldi
af því,“ sagði borgarstjóri. Ingi-
björg Sólrún kvaðst ekki vilja
segja neitt um ki-öfur Hafnfirð-
inga, málið yrði að skoða vandlega.
„Þetta em auðvitað ekkert annað
en álitsgerðir lögmanna, unnar út
frá sjónarhóli hagsmuna annars
aðilans en það er ekki þar með sagt
að þær hafi úrskurðargildi," sagði
borgarstjóri ennfremur. Engin
ástæða væri því til að bregðast á
nokkurn hátt við áliti Hafnfirðinga
að svo stöddu.
Borgarstjóri kvaðst ekki geta
sagt hvaða áhrif það hefði á rekst-
ur Orkuveitu Reykjavíkur ef Hafn-
arfjörður eða önnur sveitarfélög
sem keypt hafa vatn af Hitaveitu
Reykjavíkur snem sér annað, en
athuga bæri að dreifikerfið væri í
eigu Reykjavíkur. Ingibjörg Sól-
rún minnti einnig á að farið hefði
verið út í Nesjavallavirkjun á sín-
um tíma til að geta útvegað ná-
grannabæjunum heitt vatn. Hún
hefði engum arði skilað til Reykja-
víkur enn, það yrði ekki fyrr en
framleiðsla á rafmagni hæfist.
Miklir hagsmunir í húfi
„Hér em miklir hagsmunir í húfi
fyrir Orkuveitu Reykjavíkm- og
íbúa þessara bæjarfélaga og menn
skyldu ekki leika sér með þá.“ Hún
sagði engin uppsagnarákvæði í
samningum sveitarfélaganna um
kaup á heitu vatni. „Ef hann er
uppsegjanlegur af þeirra hálfu
hlýtur hann að vera það af okkar
hálfu líka. Ástæðurnar fyrir því að
ekki em uppsagnarákvæði íyrir
hendi em tvær. Annars vegar sú að
þegar hann var gerður var orku-
skortur og bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar vildi vera viss um að Hita-
veitan gæti ekki sagt honum upp til
að geta sinnt Reykvíkingum betur.
Hins vegar vildu borgaryfii-völd
vera trygg með að færa þau út í
miklar fjárfestingar til að standa
undir samningum gætu menn ekki
hlaupið frá honum í miðjum klíð-
um.“
Búist er við að álit borgarlög-
manns geti legið fyrir eftir nokkrar
vikur.
Sveitarfélögum heimilt
að innheimta arð
„Það liggur fyrir að samkvæmt
sveitarstjórnarlögum er sveitar-
stjórnum heimilt að heimta arð af
fyrirtækjum sínum. Það þarf að
breyta orkulögum, lögum um
vatnsveitur og líklega hitaveitur
líka til að gefa þessu atriði sam-
ræmdan og sterkari lagagrund-
völl,“ segir Páll Pétursson félags-
málaráðherra er hann er spurður
um heimild sveitarstjóma til að
heimta arð af fyrirtækjum sínum.
Páll Pétursson sagði lög um
vatnsveitur heyra undir félags-
málaráðuneytið en önnur lög þessu
viðkomandi undir iðnaðarráðu-
neyti. Hann sagði lagafrumvarp í
undirbúningi, framvarp um vatns-
veitur væri tilbúið í sínu ráðuneyti
og kvað hann hugmyndina að
leggja þau fram samhliða. „Auðvit-
að er það mjög eðlilegt og sjálfsagt
að sveitarfélög sem njóta þeirrar
góðu aðstöðu að eiga til dæmis
stórríkar hitaveitur geti tekið út úr
þeim einhvern arð,“ sagði ráðherra
og kvaðst aðspurður ekki vilja
blanda sér í skoðanaskipti bæjar-
stjómar Hafnarfjarðar og borgar-
stjómar Reykjavíkur um hvort um
eðlileg þjónustugjöld væri að ræða
af hálfu Hitaveitu, nú Orkuveitu
Reykjavíkur, eða hvort um arðtöku
eða skattlagningu væri að ræða.
„Mér finnst það hins vegar tölu-
verð röksemd hjá borgarstjóra að
farið var í Nesjavallavirkjun til að
geta fullnægt þeim markaði sem
opnaðist í Hafnarfirði enda fer
Nesjavallavatnið annað en til
Reykvíkinga. Reykvíkingar hafa
því ekki notið neins hagræðis af
þeirri framkvæmd ennþá. Mér
finnst þessi málsupptekt Hafnfirð-
inga dálítið undarleg, það myndu
mörg sveitarfélög sleikja út um ef
þau væra í aðstöðu Hafnfirðinga;
að láta aðra útvega sér heitt vatn á
þó ekki verri kjöram en þetta, á
lúxuskjörum."
Útsalan er byrjuð
í Metró - Skeifunni
best er að koma
strax til að ná í
toppvöru - hræódýrt
(ekki segja neinum)