Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Skuldir IsaQarðar- bæjar aukast í ár FRUMVARP fjárhagsáætlunar 1999 fyrir Isafjarðarbæ og stofnan- ir hans var lagt fram til seinni um- ræðu í bæjarstjóm fimmtudaginn 21. janúar 1999. Niðurstöður frum- varpsins eru að rekstrartekjur bæjarsjóðs og stofnana hans eru áætlaðar 1.388 millj. kr. en rekstr- arútgjöld án vaxta 1.180 millj. kr. Fjárfestingar eru áætlaðar 130 millj. kr., afborganir lána og vextir 283 millj. kr. og nýjar lántökur 219 millj. kr. þegar búið er að taka tillit til annarra eignabreytinga. Heild- arskuldir aukast um 34 millj. kr. á árinu, segir í fréttatilkynningu frá Isafjarðarbæ. Til framkvæmda og greiðslu af- borgana og vaxta skilar reksturinn um 15% skatttekna eða 123 millj. kr. Skatttekjur á árinu nema 807 millj. kr. og hækka um 59 millj. kr. frá fjárhagsáætlun fyrra árs. Al- mennar rekstrartekjur verða 362 millj. kr. en rekstrai-útgjöld 1.109 millj. kr. Peir málaflokkar sem mest taka til sín í rekstri eru fræðslumál með 273 millj. kr., fé- lagsþjónusta með 119 millj. kr., yf- irstjóm með 69 millj. kr., fjár- magnskostnaður 62 millj. kr., íþrótta- og æskulýðsmál 58 millj. kr. og hreinlætismál 55 millj. kr. Framlög til fjárfestinga lækka Framlög til fjárfestinga og fram- kvæmda lækka um 135 millj. kr. milli ára. Megináherslan er lögð á framkvæmdir til íþrótta- og menn- ingarmála. Helstu fjárframlög til einstakra verkefna eru 10 millj. kr. til endurbóta á Safnahúsinu við Eyrargötu og til sundlaugar á Suð- ureyri, 17 millj. kr. Til margvís- legra annarra framkvæmda verður varið samtals 103 millj. kr. Gert er ráð íyrir að greiða 155 millj. kr. í afborganir langtímalána og 30 millj. kr. vegan ýmissa skammtímalána. Heildarlántökur eru áætlaðar 219 millj. kr. og munu því heildarskuldir aukast um 34 millj. kr. á árinu. Fjárhagsáætlun ársins ber það með sér að rekstur sveitarfélagsins verður erfiður á árinu. Skatttekjur hafa ekki aukist í takt við útgjöldin og fjárfestingar hafa verið óvenju- miklar á síðustu tveimur árum sem fjármagnaðar hafa verið með lán- tökum, segir í fréttatilkynningu. A árinu verður leitað allra leiða til að hagræða í rekstri, skera niður rekstrargjöld og láta þann spamað koma fram í minni lántökum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Morgunblaðið/Anna Ingólfs. STJÓRN Heilbrigðisstofnunar Austurlands ásamt héraðslækni og framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Stefán Þórarinsson, Adolf Guðmunds- son, Katrín Ásgrímsdóttir, Emil Sigurjónsson (sést á skjá), Þóra Krist- jánsdóttir, Hreinn Sigmarsson og Viðar Helgason. Oll sjúkrahús á Austurlandi sameinast Egilsstöðum - Fyrsti stjórnarfund- ur Heilbrigðisstofnunar Austur- lands var nýlega haldinn í húsnæði Þróunarstofu Austurlands á Egils- stöðum. Notaður var fjarfundabún- aður þar sem einn stjórnarmanna komst ekki sökum ófærðar frá Vopnafirði. Heilbrigðisstofnun Austurlands inniheldur allar sjúkra- og heilsu- gæslustöðvar á Austurlandi, frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Mark- mið með þessari sameiningu er að styrkja þjónustu heilbrigðismála á Austurlandi og flytja ákvarðana- töku og valdsvið frá ráðuneyti í Reykjavík yfir til stjórnar stofnun- arinnar. Ennfremur mun þessi hagræðing efla faglegt starfsum- hverfi og byggja upp faglegri starfsvettvang starfsfólks í heil- brigðisþjónustu á Austurlandi að sögn Katrínar Asgrímsdóttur for- manns stjómar. Katrín sagði að eftir væri að taka ákvarðanir um skipulag og störf innan þess. Fulltrúar heil- brigðisráðuneytis hafa verið fyrir austan að aðstoða við stofnunina. Katrín sagði ekki enn búið að ganga frá ráðningu framkvæmda- stjóra en sú staða verður auglýst innan skamms. Umræða um sam- einingu sjúkrastofnana á Austur- landi hefur lengi verið í gangi en reglugerð var samþykkt í október sl. og nýskipuð stjórn tók til starfa um áramót. Þær tillögur sem sam- einingin byggist á eru að mestu unnar af Stefáni Þórarinssyni hér- aðslækni á Egilsstöðum. Stjóm Heilbrigðisstofnunar Austurlands skipa: Katrín As- grímsdóttir, Austur-Héraði, Þóra Kristjánsdóttir, Fáskrúðsfirði, Ad- olf Guðmundsson, Seyðisfirði, Hreinn Sigmarsson, Reyðarfirði, og Emil Sigurjónsson, Vopnafirði. Settur framkvæmdastjóri fyrir stofnunina er Viðar Helgason. Vetrargjöf Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir 1999 lögð fram HROSS á Rangárvöllum vora var færð á sólríkum vetrardegi sólgin í ilmandi töðuna sem þeim fyrir skemmstu. Teppadeild Foldu hf. keypt til Skagastrandar Skrifstofur bæjarins færðar undir eitt þak Skagaströnd - Höfðahreppur og Drifa' ehf. á Hvammstanga hafa keypt teppadeild Foldu hf. á Akur- eyri af Landsbankanum. Munu vélar teppadeildarinnar verða fluttar til Skagastrandar á næstu mánuðum og verður að öllum lík- indum komið fyrir í húsnæði því sem áður var frystihús Hólaness hf. Aætlað er að 6 manns muni vinna við framleiðsluna eftir að hún verður komin í fullan gang á nýjum stað. Drífa ehf. sem nýverið keypti prjónadeild Foldu rekur sauma- stofu á Skagaströnd og er með um- fangsmikinn rekstur á Hvamms- tanga. Ætlar fyrirtækið að koma prjónadeildinni fyrir á Hvamms- tanga og verður Drífa ehf. helm- ingseigandi að hinu nýja teppafyr- irtæki, sem nú verður komið á fót, á móti Höfðahreppi. Verður á næstu vikum stofnað nýtt hlutafé- lag þessara aðila um rekstur teppafyrirtækisins. Að sögn forsvarsmanna Höfða- hrepps þarf að fara í töluvert um- fangsmiklar breytingar á húsnæði frystihússins til að koma nýjum vélum fyrir þar. Engin starfsemi hefur verið í frystihúsinu í nokkur ár og hefur það staðið að mestu autt. í kaupsamningi er tryggt að hinir nýju rekstraraðilar geti byrj- að framleiðslu á Akureyri ef þeir kæra sig um en verða þó að vera búnir að taka vélamar um mitt þetta ár. Framleiðsluvörur hins nýja fyr- irtækis verða værðarvoðir og áklæði eins og áður hafa verið framleiddar af teppadeild Foldu hf. og hafa notið mikilla vinsælda. Drífa ehf. mun sjá um markaðs- og sölumál nýja fyrirtækisins enda telja eigendur Drífu að þessi nýja framleiðsla muni fara vel með öðr- um söluvörum fyrirtækisins. Kaupverð vélanna og öllu þvi sem þeim fylgir fæst ekki uppgefið að sinni. Hellissandi - Á almennum borgara- fundi sem haldinn var í Klifi sunnu- daginn 17. janúar sl. var lögð fram og kynnt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1999. I fjárhagsáætlun- inni kemur fram að áætlaðar skatt- tekjur eru 319,5 milljónir en al- menn rekstrargjöld og tekjur málaflokka nema 286,3 milljónum. Áætlunin gerir því ráð fyrir rekstr- arafgangi uppá 33,1 milljón króna. Hefur þá ekíd verið tekið tillit til greiðslubyrði vegna stofnana, eins og félagsheimila og dvalarheimilis- ins. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 20,7 milljónum í gjaldfærða fjár- festingu og 122,3 milljónum í eign- færða fjárfestingu. Þar ber hæst byggingu nýs íþróttahúss. Fjárhagsáætlunin ber keim af strangri aðhaldsstefnu í rekstri bæjarins m.a. vegna byggingar íþróttahússins. Gert er ráð fyrir að skrifstofur bæjarins verði allar settar undir eitt þak og mun skrifstofunni sem rekin hefur ver- ið í Ólafsvík verða lokað og starf- semi hennar flutt í Röst á Hell- issandi. Sýnir sig að spara má 5 milljónir króna í rekstri bæjarins Aðhaldsstefna í rekstri bæjarins og fremur litlar fjárfestingar með þeirri ákvörðun. Ákvörðunin er þó ekki hugsuð sem framtíðar- lausn á skrifstofumálum bæjarins heldur gert ráð fyrir að afstaða verði tekin síðar til þess hvernig þeim málum verður best hagað með tilliti til þróunar bæjarfélags- ins. Starfsemi löggæslu og sýslu- mannsembættis efld Það sem gerði þó útslagið að þessi ákvörðun var tekin var sú að bæjarstjórn sá fram á að efla mætti löggæslu og starfsemi sýsluembættisins í bæjarfélaginu með henni en hvorugt hefur haft þá aðstöðu sem það þarfnast og ríkissjóður taldi sér ekki unnt að efla hana nema fá fullan aðgang að Ólafsbraut 34 sem verið hefur sameign ríkis og bæjar. Þótti mönnum því til mikils að vinna að starfsemi sýsluembættisins og lög- gæslan efldust fremur en drægjust jafnvel saman enda hefur það ver- ið ósk íbúanna árum saman og vilji sýslumanns að auka starfsemi embættisins í Snæfellsbæ. Mun dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, væntanlegur vestur í Snæfellsbæ 28. janúar nk. til að ganga frá kaupum á efri hæð húss- ins Ölafsbraut 34. Þótt fjárhagsáætlunin beri merki strangra aðhaldsaðgerða, fremur lítilla fjárfestingu, utan íþróttahúsið, mun þó með eðlileg- um hætti verða haldið við götum, holræsum og vatnslögnum. Sömu- leiðis er ráðgert að ljúka frágangi gangstétta víða um bæinn. Til hafnarframkvæmda verður varið talsverðum fjármunum, þannig verður innsiglingarbauja í Ólafsvík endurbætt og trébryggja sem þarfnast lagfæringar. í Rifs- höfn verður norðurgarður hafnar- innar styrktur og er áætlað að það muni kosta 9 milljónir króna. Af smærri framkvæmdum má nefna dýpkun hafnarinnar á Arnarstapa og fé verður varið til lagfæringa á hafnargarði á Hellnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.