Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 23 LISTIR Danska ljóðskáld- ið Pia Tafdrup hlýtur bók- menntaverðlaun N orðurlandaráðs Kaupmaiinahöfn. Morgunblaðið. VERK hennar eru „heildar- mynd grundvallaratriðanna í lífshlaupi náttúrunnar og mannsins, spegluð í heimi kon- unnar með líkamann að öxli“ segir í rökstuðningi dómnefndar fyrir því að veita danska ljóð- skáldinu Piu Tafdrup norrænu bókmenntaverðlaunin í ár. Dagný Kristjánsdóttir, dósent við Háskóla Islands og formaður dóm- nefndar, kynnti nið- urstöðurnar. Bæði Dagný og Jóhann Hjálmarsson skáld og gagnrýnandi, hinn íslenski dóm- nefndaríulltrúinn, voru sammála um að Tafdrup væri eitt helsta norræna skáldið og vel að verðlaunum komin. Annars hafði því mjög verið spáð að verðlaunin i-ynnu í ár annaðhvort til Pia Tafdrup danska rithöfund- arins Carstens Jensens eða leik- ritaskáldsins Lars Norén, sem er íslenskum leildiúsunnendum að góðu kunnur. A blaðamanna- fundinum er verðlaunin voru til- kynnt var vakin athygli á að þetta væri í fyrsta sídpti, sem verðlaunin færu tvö ár í röð til kvenkyns ljóðskálda, en í íyrra hlaut finnska skáldkonan Tua Forström þau. Verðlaunin verða afhent 8. febrúar nk. á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki. Þau eru nú veitt í 38. sinn og nema 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Flæði sem ber í sér líf en einnig dauða Tafdrup er 46 ára og fær verðlaunin fyrir ljóðasafn sitt Dronningeporten, sem kom út í fyrra. Dagný segir í samtali við Morgunblaðið að ljóðasafnið sé byggt upp í kringum þema, vatn, sem í huga Tafdrup tákni hið kvenlega lögmál, er ekki finnist aðeins í kon- um heldur einnig í körlum. I Ijóðum hennar bregði fyrir flæði, sem beri í sér líf en einnig dauða. Bókin er að sögn Dagnýjar mögnuð og vel unn- in, án þess að vera ofunnin. Fyrsta Ijóðabók Tafdrup kom út 1981, um sama leyti og önn- ur þekkt dönsk ljóðskáld eins og Michael Strunge og Soren Ulrik Thomsen voru að koma fram. Hún hefur haldið sig við ljóð- listina, utan hvað hún hefur skrifað tvö leikrit. Hún hefur áður verið tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, en það var 1994. Tafdrup er ekki aðeins kunn fyrir ljóð sín í heimalandinu, því verk hennar hafa einnig verið þýdd á norsku og sænsku og hún er tíður upplesari heima og heim- an. Dorrit Willumsen var síð- asti Daninn sem fékk verðlaun- in, en það var 1997 fyrir bók um danska rithöfundinn Herm- an Bang. Húsbóndalausir glæpamenn KVIKMYMIIR Bfóborgin RONIN ★ ★ Leikstjórn: John Frankenheimer. Handrit: J.D. Zeik og Richard Weizz. Aðalhlutverk: Robert DeNiro, Jean Réno, Natascha McElhone, Stellan. Skarsgárd, Jonathan Pryce og Sean Bean. United Artists 1998. ÚRVAL sérhæfðra glæpamanna tekur að sér það verkefni að stela tösku, sem í eru mikil verðmæti, fyrir ónefndan írskan aðila, en Rússar hafa einnig áhuga á tösk- unni. Fljótlega kemst upp spilling innan hópsins og verður hver að treysta á sjálfan sig. Því miður er þetta óvenjulega ópersónuleg kvikmynd. Hópinn mynda margir góðir leikarar, en persónuleikar þeirra eru áhorfend- um jafn huldir og meðlimir hópsins eru hver öðrum. Það er helst að DeNiro fái eitthvað að vinna úr, en hann er eiginlega aðalpersónan og hún hefur húmor, og þar með vott af persónuleika. Hæðinn húmor, ekki sérlega góðan en allt er hey í harðindum. Það sem myndin hins vegar státar af eru langir og vel gerðir bílaeltingaleikir. Of langir fyrir þá sem leiðist slíkt en augna- yndi fyrir sérlega áhugamenn. Það var helst að þá yrði myndin stund- um spennandi. Þetta er skemmtilega gamal- dags glæpamynd sem gæti auð- veldlega verið gerð fyrir 25 árum. Bæði efnislega og útlitslega. Glæpurinn er aðalmálið og hvern- ig hann er framinn, allt annað er látið lönd og leið. Hildur Loftsdóttir ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja sýningar á leikritinu Rommí á Renniverkstæðinu á Akureyri í febrúar en leikritið hefur verið sýnt í Iðnó frá því í haust. Verð- ur sýnt samtímis á báðum stöð- um, tvö kvöld í viku á hvorum stað. Rommí var frumsýnt í Iðnó hinn 4. september sl. og hafa sýningar að sögn leikhússtjór- ans og leikstjórans, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, gengið vel, hefur aðsókn verið mikil og færri komist að en vilja. „Fljót- lega eftir frumsýningu var gengið frá samningum um sýn- ingar verksins á Bing-Dao Renniverkstæðinu á Akureyri. Ný staða menningar- málastjóra hjá Reykja- víkurborg REYKJAVÍKURBORG auglýsti um helgina stöðu menningarmála- stjóra. Þetta er ný staða en að sögn Jóns Björnssonar, framkvæmda- stjóra þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar, var ákveðið við stjórnkerfisbreytingar hjá borginni árið 1995 að ráðið yrði í þessa stöðu. í auglýsingu, sem birt var í Morgunblaðinu sl. sunnudag, segir m.a. að starfið felist í yfir- stjórn menningarmála á vegum borgarinnar, framkvæmd stefnu í menningarmálum og yfirumsjón með rekstri menningarstofnana hennar. „Allir meginmálaflokkarnir sem borgin hefur með að gera hafa sinn sérstaka yfirmann; þannig er t.d. fræðslustjóri yfir skólamálum og fé- lagsmálastjóri yfir félagsmálum, en menningarmálin hafa hingað til ekki haft neinn forstöðumann. Þar eru sjö stofnanir, hver með sinn for- stöðumann, og ýmsir málaflokkar aðrir sem falla utan þeirra stofnana en heyra samt til menningarmála, en það hefur enginn samnefnari verið yfir þessum málum hingað til,“ segir Jón. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 13. febrúar nk. og kveðst Jón vonast til að nýr menn- ingarmálastjóri geti hafið störf með vorinu. mbl.is Sími: 569 1111 * Bréfsími: 569 1110 * Netfang: augl@mbl.is Rommí á Akureyri En þar sem Rommí er enn í full- um gangi í Iðnó, hefur verið ákveðið að sýna samtímis norð- an- og sunnanlands. Við sýnum á fimmtudags- og föstudagskvöld- um á Akureyri en í Iðnó á laug- ardags- og sunnudagskvöldum. Leikararnir verða þeir sömu og uppsetningin öll nákvæmlega sú sama. Leikarar og starfsfólk sýningarinnar munu fljúga á milli. Að sjálfsögðu leiðir þetta til þess að smiða þarf aðra leik- mynd fyrir sýningar á Akureyri og í raun verða tvö „sett“ af öllu í sýningunni, annað fyrir norðan og hitt fyrir sunnan." Að sögn Magnúsar Geirs er þetta í fyrsta sinn sem leiksýning er sýnd með þessuni hætti sam- hliða í tveimur landshlutum hér- lendis með sama leikhópi. Leik- endur í Rommí eru Guðrún Ás- mundsdóttir og Erlingur Gísla- son, leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og Ieikmynd er eftir Snorra Frey Hilmarsson. Frum- sýning á Akureyri verður hinn 12. febrúar. Samfylking um Kvennalista! Asjtriur Jóhannsdótti Guíný Guðbjörnsdóttir Fríía Rós Valdimarsdóttir Guðrún Öjmundsdóttir Hólmfrííur GarÍsrsdóttir Hulda Ólafsdóttir Alvöru prófkjörshátíá meí gleðilegu ívafi Ingibjörg Sólrún flytur ávarp Súkkat og Vox feminae spila og syngja Hanna María flytur jiátt úr., Sigrúnu Ástrósu" Kynnir verður Hanna María Karlsdóttir A Sólon Islandus, miðvikudaginn 27. janúar, kl. 20:30 Frambjóðendur Kvennalistans vería til viðtals á kosningaskrifstofunni Pósthússtræti 7, kl. 17:00-19:00 alla virka daja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.