Morgunblaðið - 27.01.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 27.01.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 33 - UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Betra fæðingar- orlof til íslenskra foreldra ÞAÐ er skrýtið að upplifa það í lok 20. aldarinnar í vel upp- lýstu samfélagi hvemig komið er fram við þungaðar konur og for- eldra ungra barna. Ég vakti athygli á því í grein í Morgunblaðinu þann 16. september 1997 að íslensk stjórn- völd ætluðu að koma sér undan því að tryggja þunguðum konum sama rétt og gert er ráð fyrir í til- skipun Evrópusam- bandsins um vinnu- vemd þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa fætt barn en þar er m.a. komið inn á greiðslur í fæðingarorlofi. Það er engin spurning að tilskipunin er mikil réttarbót fyrir fólk í fæðingar- orlofí en nú hefur risið deila á milli ASÍ og stjórnvalda um túlkun henn- ar. Túlkun heilbrigðisráðuneytisins foreldrum í óhag Eins og vakin er athygli á í Morg- unblaðinu þann 20. janúar hefur ísland eitt Norður- landa deilir um, segír Bryndís Hlöðversdótt- ir, hvort tryggja beri foreldrum í þessu leyfí greiðslur. heilbrigðisráðuneytið túlkað tilskip- unina þannig að hægt sé að miða við hámarksgreiðslur úr almannatrygg- ingalöggjöfinni í stað þess að miða við greiðslur í veikindaleyfi, sem eru yfirleitt mun hærri. Þetta mál er eitt dæmi um afstöðu stjórnvalda til þeirra sem vilja ala börn og verða konur varar við þessar miður notalegu móttökur strax á meðgöngu. Greiðslur í fæðingarorlofi hafa farið hlutfallslega lækkandi undanfarin ár ef mið er tekið af lág- markslaunum skv. kjarasamningum og segir það sína sögu um afstöðu stjómvalda til þessa hóps. Eftirbátar Norður- landaþjóðanna A Norðurlöndunum er lengd fæðingar- og foreldraleyfis með greiðslum, eins og það getur lengst orðið, eft- irfarandi: í Danmörku 69 vikur, þar af 54 ef aðeins móðir nýtir sér réttinn. Svíþjóð 64 vikur, 60 vikur ef aðeins móðir nýtir sér réttinn. Noregur 52 vikur, 48 ef aðeins móðir nýtir sér réttinn. Finnland, 46 vikur, 44 vikur ef aðeins móðir nýtir sér réttinn. Á ís- landi eru vikumar 26 og að auki eiga feður 2ja vikna rétt. Að auki bjóða önnur Norðurlönd upp á leng- ingu fæðingarorlofstímans gegn samsvarandi skerðingu greiðslna og einnig geta foreldrar verið í hluta- starfi samhliða hlutaorlofi. Sveigj- anleikinn er þannig í fyrirrúmi og fólki gert auðveldara með atvinnu- þátttöku samhhða foreldrahlutverk- inu. Foreldraorlofið í þessari grein hefur ekki verið fjallað um foreldraorlof sem er til- komið með rammasamningi Evr- ópskrar verkalýðshreyfingar og Evrópusamtaka atvinnurekanda. fsland eitt Norðurlanda deilir um hvort tryggja beri foreldrum í þessu leyfi greiðslur og hafa íslensk stjórnvöld fengið frest fram á mitt ár til að fullgilda samninginn. Hér er því enn eitt dæmið um pólitíska afstöðu ríkisstjórnarinnar til nýbak- aðra foreldra á vinnumarkaði. Höfundur er aIþingismaður og þátt- taknndi í prófkjöri Samfylkingar- innar. Bryndís Hlöðversdóttir Félagslegt réttlæti Heiðarleiki og víðsýni Þjóðarauðlindir í þágu fólksins Menntun og heilbrigðisþjónusta fyrir alla Prófkjör Samfylkingarinnar 30. janúar http://heimir.co.is Kosningaskrifstofa Bankastræti 6, 2. h. Sími: 562 1552 ( 1553 ) http://heimir.co.is Eflum bjartsýni og trú á framtíðina BYGGÐAÞRÓUN í landinu er mál sem varðar alla íslendinga og er samofin menn- ingu okkar og sögu, því er þróun undangeng- inna ára áhyggjuefni og er þjóðhagslega óhag- kvæm. En ekki þýðir að súta orðinn hlut, heldur verður að snúa vöm í sókn og efla bjartsýni og trú á fram- tíðina og nýta þau tækifæri sem gefast með markvissum hætti. Fólk vill búa á lands- byggðinni, þar sem félagsleg þjónusta á flestum stöðum er góð. Yfirleitt eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássum og flestii' leikskólar bjóða upp á mjög sveigjanlegan dvalartíma. Á Suðurlandi eru góðir gmnn- og framhaldsskólar, sem bjóða upp á fjölbreytt nám. Heimavistarskólar era afar góður kostur íyrir þá sem búa í mikilli fjarlægð frá framhaldsskóla. Tónlistarskólar era reknir af miklum metnaði og dugnaði, þar geta nemendur á öllum aldri fundið nám við hæfi, sem veitir þeim mikla lífsfyllingu. Mannauður og tiltrú á eigin byggðarlagi Verulega vantar upp á að lands- byggðin standi jafnfætis höfuðborg- arsvæðinu í fjölbreyttu atvinnulífi og það er viðurkennd staðreynd að atvinnulíf er einhæft á lands- byggðinni. Þar þyrfti markvisst að auka fjöl- breytni og nýsköpun í atvinnulífinu. Húshitunarkostnaður er beint kjaraatriði fyrir almenning. Raf- magnsverð, vöraverð og kostnaður við framhaldsmenntun, allt era þetta atriði sem fólk finnur fyrir og era oftast nefnd sem ástæða fyrir búferlaflutningum. Því er nauðsyn- legt að það verði þjóð- arsátt um jöfnun lífs- kjara í landinu og að um þessi mál sé fjallað af sanngirni og þekk- ingu. Á haustdögum lagði forsætisráðherra, Dav- íð Oddsson, fram til- lögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir ár- in 1998-2000. Tillagan gerir ráð fyrir marg- háttuðum aðgerðum til að treysta búsetu á landsbyggðinni og er þegar farið að vinna eftir þeim. Menntun og menning Menntamál hafa gríðarmikla þýðingu fyrir þróun byggðar í land- inu. I markaðsvæðingu nútímasam- Mikilvægi þess að styrkja mennta- og menningarsetur fyrir landsbyggðina, segir Drífa Hjartardóttir, verður seint ofmetið og styrkir byggðina á ótvíræðan hátt. félags er lykilorðið samkeppnis- hæfni. Mikilvægi þess að ' styrkja mennta- og menningarsetur fyrir landsbyggðina verður seint ofmetið og styrkir byggðina á ótvfræðan hátt. Ég minni hér á eina stofnun, það er Byggðasafnið í Skógum og Framhaldsskólinn í Skógum, sem styrkja alla byggð í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Þar fer fram uppbygging nýrra námsbrauta í tengslum við aðrar menntastofnanir og atvinnulífið. Menntun er æviverk, tækni og at- vinnulíf breytist stöðugt þannig að engin starfsmenntun er endanleg heldur þurfa allir stöðugt að bæta sig og verður mikilvægi símenntun- ar og endurmenntunar seint ofmet- ið. Þróttmikið menntakerfi sem ' styður atvinnulífið og hvatning til nýsköpunar era mikilvægir þættir til að efla þann mannauð sem í fólk- inu sjálfu býr. Vöxtur byggðar byggist á því að fólk nýti þau tækifæri sem fyrir hendi eru, með störfum sínum og hyggjuviti. Auðlindirnar eru í fólk- inu sjálfu og til að snúa vörn í sókn þarf umfram allt jákvætt hugarfar. Höfundur er bóndi og húsfreyja á Keldum og þátttakandi íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskj ördæm i. -/elinek Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, simi 551 4473. Drífa Hjartardóttir Hafa meiri trú á hæfileikum sínum Virkja eldmóðinn Verða betri í mannlegum samskiptum Losna við áhyggjur og kvíða Látaíljós skoðanir sína ÞJÁLFUN FOLK - ARANGUR - HAGNAÐUR Einar H. Bridde Markvissari árangur, styrkur og meiri hæfni í leik og starfi hefur námskeið Dale Camegie® skilað mér. Því get ég sagt: „Dale Camegie® nýtist þér til góðs" Nína Margrét Pálmadóttir „Námskeiðið gaf mér aukinn eldmóð, frumkvæði, jákvæðara og aukið sjálfsöryggi sem auðveldar öll mannleg samskipti og bætir áranguri. Inga Dóra Hrólfsdóttir Sigrún Jóna Sigurðardóttir „Dale Camegie® námskeiðið gaf mér mikið. Ég fór að taka á mínum málum af meiri styik og á jákvæðari hátt en áður. Sjálfsöryggið hcfur aukist og með námskeiðinu hef ég öðlast meira jaíhvægi. Ég hvet alla til að auka styrk sinn og þroska á svona jákvæðan máta“. Meira sjálfstraust og jákvæðari mannleg samskipti er meðal annars það sem ég fékk út úr mjög svo skemmtilegu Dale Camegie® námskeiði. Hópurinn í heild sinni var frábær! Kynningarfundur verður haidinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 20.30 að Sogavegi 69,108 Reykjavík . STJORNUNARSKOLINN FU Á. Konráö Adolphsson - Einkaumboð á íslandi FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.