Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 34
- 34 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN/PROFKJOR Góðærið nær ekki til allra UM NÆSTU helgi fer fram prófkjör Sam- fylMngar félagshyggju- fólks. Er hér um merk tímamót í sögunni að ræða þar sem fólk úr ýmsum flokkum vinnur nú ljóst að því að mynda breitt pólitískt mótvægi gegn núver- „ andi stjórnarflokkum. Eigi Samfylkingin að verða trúverðug sem breiður vettvangur og þannig skapa trú og samstöðu hjá almenn- ingi verða frambjóð- endur að spegla sem Arnór flesta þjóðfélagshópa í Pétursson framvarðarsveit hennar. Síðustu mánuði hafa allmargir að- ilar talað við mig vegna væntanlegra alþingiskosninga, flestir hvetjandi sérframboðs fatlaðra (öryrkja). Að vel hugsuðu máli hefði ég talið að slíkt framboð ætti fullan rétt á sér, en eðlilegra væri þó að vinna að mál- efnum fatlaðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín, innan þeirra stjómmálasamtaka sem fyrir era. Alltaf er farsælast að þeir sem þekkja málin af eigin raun séu málsvarar þeirra og í þungamiðju ákvarðanataka í málefnum þeirra. Seta fatlaðs manns á Alþingi væri öllum dagleg áminning um réttar- stöðu öryrkja. Auk þess er nauðsyn- legt að knýja fram breytingar á Al- þingishúsinu svo það sé hús allra landsmanna. Eg ákvað því að gefa kost á mér í 1. til 3. sæti á lista Al- þýðubandalagsins í prófkjöri Sam- fylkingarinnar. Þar sem hún er nýtt afl og ætlar sér að ná til breiðs félagshyggju- hóps taldi ég tækifærið þess virði að láta reyna á það að fullu hvort Samfylkingin sé svo breiður hópur að þar rúmist fulltrúar flestra sjónarmiða og hópa. I dag nægir ekki að hafa hugsjón og skoðan- ir, fólk þarf helst að ráða yfír miklu fjár- magni eða vera tilbúið til að skuldsetja sig til langframa, ef það á að eiga nokkurn möguleika í orrahríð prófkjörs. Eg er ekM tilbúinn til að Ég vil beita mér fyrir því, segir Arnór Pétursson, að þeir sem ekkert hafa fengið af góðærinu fái sinn skerf af því. „kaupa“ hugsanlegt þingsæti því verði. Enda verður meðalmennskan þá allsráðandi á framboðslistum og Alþingi. Þessi verður því eini vett- vangurinn sem ég nota til að kynna mig og mínar skoðanir fyrir væntan- legum prófkjörskjósendum. Nú er ein mesta góðæristíð í sögu þjóðarinnar og nýlega lýsti forsætis- ráðherra því yfir að hann reiknaði með að góðærið héldist um nokkur ókomin ár. Góðærinu hefur fylgt kaupæði og fólk hefur staðið í bið- röðum við raftækjaverslanir, ferða- skrifstofur og göturnar eru yfirfull- ar af nýjum bifreiðum. Skyldu nú allir hafa fengið sinn skerf af góðær- inu þegar landsmenn eru að læra að standa í biðröðum eftir gæðum heimsins? Nei, góðærinu fylgir sú skelfilega staðreynd, að það er aðeins fyrir hluta þjóðarinnar sem nú sMptist í fjóra hópa; þá sem lifa í vellysting- um; þá sem hafa það virkilega gott; þá sem rétt skrimta og síðast þá sem sMpa hinar biðraðirnar, það er hjá félagsmála-, líknar- og góðgerð- arstofnunum til þess að seðja sárasta hungur sitt. Ágætu Reykvíkingar! Eg ætla ekki að vera með langan loforðalista, en undanfarin 25 ár hef- ur áhugi minn og félagslegt starf að mestu snúist um kjara- og hags- munamál fatlaðra og öryi'kja. Eg vil beita mér fyrir því að þeir sem sem ekkert hafa fengið af góðærinu fái sinn skerf af því. Ég leita því stuðnings ykkar og bið um tækifæri til að geta haft áhrif á hvernig afrakstri góðærisins verð- ur skipt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Eldra fólk er ekki byrði á þjóðfélaginu I3ICMIEGA Fólínsýra Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. FORMAÐUR Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Páll Gíslason, ritar grein í Morgunblaðið fimmtudaginn 21. þ.m. Þar spyr hann hvort eldra fólk sé byrði á þjóðfélaginu. Ég svara þessari spurningu hik- laust neitandi en því miður virðast ekki ailir á sama máli. Afstaða til aldraðra er ekM nærri eins já- kvæð og hún ætti að vera. Virðing fyrir því fólki sem borið hefur þjóðfélagið uppi með Hulda Ólafsdóttir aldraðir búa við félags- lega einangrun og eru án hlutverks í samfé- laginu. Slíkt er heilsu- spillandi og sóun á hæfileikum, þekMngu og reynslu. Ungt fólk sem ekki býr í návist við eldra fólk, eða hef- ur náin samsMpti við það, fer miMls á mis. Ég tek undir þá skoðun Páls að mikilvægt sé að ekki myndist hug- myndagjá á milli kyn- slóða. Við eigum að leitast við að brúa kyn- slóðabilið og styðja hvert annað. vinnu sinni er ótrúlega takmörkuð. Aldraðir eru ekki einsleitur-hóp- ur frekar en aðrir hópar í samfélag- inu. Þeir hafa gegnt mismunandi störfum og lifað við ólíkar aðstæður. Það er hinsvegar ljóst, því miður, að í hópi aldraðra fjölgar þeim er búa við bág kjör og við því þarf að bregðast með markvissum aðgerð- um. Breytingar á samfélaginu og fjölskyidugerð valda því að margii’ cZ- Fjármálafcreppan irr íftsíu Miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 12.00, mun Íslensk-Kínverska viðskiptaráðið efna til hádegisverðarfundar í Skálanum, Hótel Sögu. Á fundinum mun hr. Wang Ronghua, sendi- herra Kína á íslandi halda erindi um ástand efnahagsmála í SA-Asíu og viðhorf Kínverja til fjármálakreppunnar og áhrif hennar á alþjóða viðskipti. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka með sér gesti. Verð á hádegisverði er kr. 2.500,- og greiðist við innganginn. Vinsamlega skráið þátttöku til skrifstofu Samtaka verslunarinnar, FÍS, í síma 588 8910. FUNDURINN ER OPINN ÖLLUM ÍSLENSK-KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ J Ég hef orðið þeirrar ánægju að- njótandi að starfa með öldruðu fólki, bæði heilbrigðu og sjúku. Afstaða til aldraðra er að mati Huldu Ólafsdóttur ekki nærri eins jákvæð og hún ætti að vera. Þetta er ómetanleg lífsreynsla. Þakklátara fólki hef ég ekH kynnst en vistmönnum Droplaugarstaða þar sem ég starfaði í nokkur ár eða leikfimishópnum mínum í Hall- grímskirkju sem ég leiðbeindi um árabil. Mér finnst ástæða til að upp- lýsa aldraða um að í málefnaskrá Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að öldruðum verði gert kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði og þjón- usta við þá löguð að mismunandi að- stæðum. Tryggt verði að bætur dugi til framfærslu og fylgi almenn- um launahækkunum. Jafnframt er lögð áhersla á að samtök aldraðra komi að samningum um hagsmuna- mál þeirra. Næstkomandi laugardag, 30. jan- úar, verður prófkjör Samfylkingar- innar í Reykjavík. Ég hvet aldraða til að taka þátt í því og hafa þannig áhrif á hverjir verði í framboði fyrir Samfylkinguna í alþingiskosningum Höfundur tekur þátt íprófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Kvennalist- ann og sækist eftir 1. eða 2. sæti. Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Styðjum Ástu R. í 2. sætið Matthildur Kristjánsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og meinatæknir, skrifar: Þó Ásta hafi ein- ungis eitt kjörtíma- bil að baM á þingi, þarf ekH glöggan mann til að sjá að þar fer kona sem kemur víða við og lætur sér ekkert óviðkomandi þegar hagsmunamál kjós- enda eru annars vegar. Ef litið er yfir þann langa lista þingmála sem Ásta á aðild að, má sjá að mál sem lúta að trygging- um, heilbrigðisþjónustu, félagsþjón- ustu sem og mál sem varða almennt réttlæti og siðferði hafa tekið mest- an tíma hennar. Hún hefur stutt einarðlega við bakið á heilbrigðis- starfsmönnum og hefur góðan skilning á mikilvægi vinnuframlags þeiraa starfsstétta. Hún er jafnrétt- issinni og hefur næmt auga fyrir því óréttlæti sem oft viðgengst í okkar þjóðfélagi og hefur sýnt að hún er óhrædd við að benda á það sem þar má betur fara. Aðalsmerki Ástu er kjarkur og þor en það eru þeir eiginleikar sem alþingismenn þurfa svo mikið á að halda til að koma málum sínum í höfn. Því vil ég eindregið hvetja alla Reykvíkinga til tryggja henni 2. sætið í komandi prófkjöri. Jakob Frímann í 2. sætið Ágúst. Guðmundsson leikstjóri skrifar: Jakob gerðist ekki tónlistarmað- ur til þess að kom- ast á Álþingi. Hann hefur hins vegar tekist á hendur verkefni sem yfir- leitt eru ekki á pí- anistahöndum og sýnt þar fram á dugnað, atorku og ótvíræða forystuhæfileika. Jakob er óhræddur við að standa upp úr meðalmennskunni. Þess vegna er vert að leggja eyrun við þeirri alvöru og hófsemi sem ein- kennir umfjöllun hans um þjóðmál. Hann talar um fiskveiðar, mennta- mál og Evrópusambandið af sann- girni jafnaðarmannsins. Umhverfis- mál sér hann í víðu samhengi og vill beina sjónum að nánasta umhverfi mannsins, einu og öðru sem mengar líkama og sár. I þeim sHlningi er framboð Jakobs það grænasta í þessari kosningabaráttu. íslend- ingar eru óþarflega fastheldnir á stjórnmálamenn sína. Skiptum nú út nokkrum þeirra sem mest hefur borið á undanfarið fyrir menn á borð við Jakob Frímann Magnús- son. ► Meira á Netinu Bryndisi í 1. sæti Guðný Aradóttir, Úthlíð 6 í Reykjavík, skrifar: Samfylkingin er til komin til að efla sjónarmið sam- hjálpar og jafnrétt- is í landinu. í allri hefð og starfi ' Alþýðu- bandalagsins hafa markmið þessi jafnan verið mjög í heiðri höfð og var Alþýðubandalagið t.d. fyrst allra flokka til að koma á kynjakvóta í stofnunum sínum. Því er mikilvægt að hlutur þess í Samfylkingunni verði sem mestur. Bryndís Hlöðversdóttir, sem ver- ið hefur alþingismaður Alþýðu- bandalagsins í fjögur ár, hefur ávallt verið ötull málsvari jafnréttis og kvenfrelsis, jafnt á þingi sem ut- an þess, m.a. sem formaður Kven- réttindafélags íslands. Samtímis hefur hún ávallt verið öflugur tals- maður hugsjóna samfylMngar og á stóran þátt í því að hún varð að veruleika. Það fer því einkar vel á því að Bryndís Hlöðversdóttir sMpi 1. sæti á lista SamfylMngarinnar I Reykja- vík. Til að svo geti orðið verðum við að tryggja góða þátttöku í hólfi Al- þýðubandalagsins í prófkjöri Sam- fylkingarinnar 30. janúar nk. Rannveigu til traustrar forystu Ilalldór S. Magnússon forstöðumaður, Smáraflöt 30, Garðabæ, skrifar: I opnu prófkjöri í Reykjaneskjör- dæmi munu kjós- endur ákveða framboðslista Sam- fylkingar og þar með hverjum verð- ur falið að leiða uppbyggingu nýrra samtaka jafnaðar og félagshyggju. Meginmáli skiptir að þar veljist menn og konur sem geta veitt þá forystu sem dugar til þess að sam- fylkingin verði ráðandi stjórnmála- afl. Rannveig Guðmundsdóttir hefur sMlað farsælu þjóðmálastarfi sem bæjarfulltrúi, þingmaður og ráð- herra og sem formaður þingflokks jafnaðarmanna leitt markvissa stjórnarandstöðu á Alþingi. Mál- flutningur hennar hefur vakið at- hygli, hún hefur áunnið sér traust og virðingu og veitist auðvelt að laða fólk til samstarfs. Með ótvíræðri kosningu Rann- veigar Guðmundsdóttur í 1. sæti Samfylkingar á Reykjanesi munu kjósendur tryggja trausta forystu og leggja grunn að gifturíku starfi. Veljum nýja leiðtoga til nýrra verka Gísli Gunnarsson háskólakennari skrifar: Eru íslendingar almennt ánægðir með það að röskur þriðjungur þjóðar- innar skuli lítinn sem engan hlut hafa átt í góðærinu margumrædda? Eru íslendingar almennt ánægðir með það að t.d. hlutur barnafólks, námsfólks og ör- yrkja hefur alis ekM batnað undan- farin ár? Ef svarið við þessum spurningum er neitandi og fólk segir: Við erum ekki ánægð með aukinn ójöfnuð í þjóðfélaginu, er rökrétta svarið að styðja Samfylkinguna. En til að SamfylMngunni sé treystandi þarf hún að hafa skýr sameiginleg markmið og trausta og vel vitiborna forystumenn, fólk sem er í senn kreddulaust og hefur ríka réttlætiskennd. Við finnum slíkan forystumann í Alþýðubandalags- hólfinu í prófkjöri Samfylkingarinn- ar. Veljum Bryndísi Hlöðversdóttur í 1. sæti SamfylHngarinnar. Matthildur Kristjánsdóttir Ágúst Guðmundsson Guðný Aradóttir Gísli Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.