Morgunblaðið - 27.01.1999, Page 35
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 35
•v
Ásta Ragn-
heiður áfram
á þingi
Dagný Karlsen húsmóðir,
Bólstaðarhlíð 30, skrifar:
Nú þegar við
Reykvíkingar get-
um haft áhrif á það
hverjir verða þing-
menn okkar á
næsta kjörtímabili,
með þátttöku í
opnu prófkjöri, vil
ég biðja alla_ að
tryggja Astu
Ragnheiði áfram-
haldandi þingsæti. Eg er ellilífeyr-
isþegi með lægstu greiðslur frá
Tryggingastofnun og gekk mér illa
að láta enda ná saman. Lyfin voru
dýr og ellilaunin hnikku ekki fyrir
brýnustu nauðsynjum. Þá leitaði
ég til Ástu eftir ráðum í fjarhags-
vanda mínum. Hún tók mér af-
skaplega vel. Hún benti mér á rétt-
indi til frekari greiðslna sem hún
hjálpaði mér að sækja um og benti
mér einnig á hvernig ég gæti feng-
ið mikinn lyfjakostnað endur-
greiddan. Ég hef fylgst með henni
á Alþingi og er hreykin af því að
eiga málsvara sem þekkir stöðu
okkar eldri borgara eins vel og hún
gerir. Hún er ávallt tilbúin að berj-
ast fyrir bættum hag okkar og
réttindum. Ég get ekki hugsað mér
að missa hana af þingi og hvet því
alla Reykvíkinga, hvar í flokki sem
þeir standa, til að tryggja Astu
annað sætið á laugardaginn.
Bryndís
leiði Sam-
fylkinguna
Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson,
Dúfnahólum 4, Reykjavík, skrifar:
Forsenda þess
að allir Islendingar
fái notið góðæris-
ins er að í stað nú-
verandi hægri
stjórnar komi rík-
isstjórn jöfnuðar
og félagshyggju.
Forsendur þess að
slíkt geti orðið er
góður stuðningur
við Samfylkinguna.
Samfylkingin er til orðin vegna
þess að þeir flokkar sem að henni
standa hafa komist að þeirri niður-
stöðu að það er miklu fleira sem
sameinar þá en sundrar. Auðvitað
er hægt að finna einhver ágrein-
ingsmál en það sem sameinar
skiptir máli fyrir fólkið í landinu.
Bryndís Hlöðversdóttir hefur
sem alþingismaður undanfarin
fjögur ár verið góður og skeleggur
fulltrúi þeiiTa sjónarmiða sem Al-
þýðubandalagið hefur ávallt haft
sem grundvallarmarkmið sín, sem
er jöfnuður, samhjálp og góður
réttur launamanna. Kjósum því
Bryndísi í 1. sæti í hólfi Alþýðu-
bandalagsins.
Dagný
Karlsen
Huldu
Ólafsdóttur
á þing
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
félagsfræðingur skrifar:
Hulda Ólafs-
dóttir sjúkraþjálf-
ari hjá Vinnueftir-
litinu býður sig
fram í 1.-2. sæti
Kvennalistans í
prófkjöri Samfylk-
ingarinnar sem
haldið verður nk.
laugardag.
Hulda hefur frá
upphafi starfað með Kvennafram-
boðinu og síðar Kvennalistanum,
hefur verið varaborgarfulltnái fyrir
Reykjavíkurlistann í 6 ár og m.a.
starfað með atvinnumála-, heil-
brigðis- og fræðslunefnd. Hulda
hefur m.a. átt frumkvæði að því að
Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir
koma á fót Brautargengi, sem er
nám sem margar konur hafa nýtt
sér sem hafa stofnað eigin atvinnu-
rekstur.
Sem sjúkraþjálfari Vinnueftir-
litsins hefur Hulda kynnst mörgum
málaflokkum sem brenna á starfs-
mönnum og snerta aðbúnað og
hollustuhætti á vinnustöðum. Mjög
mikilvægt er að sá málaflokkur
verði sýnilegri meðal þingmanna
en verið hefur, því þar er um að
ræða málefni sem snerta heilsu og
líðan meginþorra fólks. Ég treysti
Huldu til að vera málsvari vinnu-
vemdar á þingi.
Tökum þátt í prófkjöri samfylk-
ingarinnar og veljum Huldu Ólafs-
dóttur til forystu.
Sjúkraliðar -
Kristínu
á þing
Helga Dögg
Sverrísdóttir
Helga Dögg Sverrisdóttir
sjúkraliði skrifar:
Oft er þörf en
nú er nauðsyn.
Sjúkraliðar hafa
sýnt það og sann-
að að þegar sam-
stöðu er þörf
bregðast þeir ekki.
A lista Samfylk-
ingarinnar á
Reykjanesi er í
framboði Kristín
Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags íslands. Hún býð-
ur sig fram í 1.-3. sæti og stefnir á
þing. Sjúkraliðar í kjördæminu
geta lagt sitt af mörkum til að vera
hennar á þingi verði að veruleika.
Kristín á mikið erindi inn á þing.
Hún hefur sýnt það og sannað með
störfum sínum fyrir sjúkraliða-
stéttina. Þar hefur hún unnið mik-
ið og gott starf. Það er mikill
kraftur í Kristínu og henni er um-
hugað um alþýðu þessa lands. Hún
hefur starfað af mikilli óeigingirni
og heilum hug, það eru hennar að-
alsmerki sem hverfa ekki þó á þing
væri komin. Ég hvet sjúkraliða svo
og alla aðra til að setja Kristínu Á.
Guðmundsdóttur efst á lista í próf-
kjöri á Reykjanesi.
Kjósum Birnu
Sigurjónsdótt-
ur í 3. sætið
Guðbjörg Emilsdóttir
sérkennari skrifar:
Einn af þeim
frambjóðendum
sem við eigum kost
á að velja í öruggt
sæti Samfylking-
arinnar í Reykja-
neskjördæmi er
Birna Sigurjóns-
dóttir, aðstoðar-
skólastjóri
Snælandsskóla í
Kópavogi. Birna gefur kost á sér í
3.-4. sæti á listanum.
Birna er kennaramenntuð og
með framhaldsmenntun í skóla-
stjórnun. Hún hefur sinnt trúnað-
arstörfum innan Kennarasam-
bands íslands um árabil. Birna
hefur tekið virkan þátt í starfi
Kvennalistans frá upphafi. Hún
hefur tvívegis setið á Alþingi sem
varaþingkona Kvennalistans. Hún
tók virkan þátt í stofnun Kópa-
vogslistans svo og í því að koma
samfylkingunni í höfn.
Birna er kraftmikil, traust, fylg-
in sér og málefnaleg. Hún er um-
hverfissinni, mikill jafnréttissinni
og kvenfrelsiskona. Núverandi
stjórnvöld hafa ekki sýnt mikinn
vilja í að afnema það kynjamisrétti
sem ennþá viðgengst í þjóðfélaginu
þrátt fyrir góð áform. Ég treysti
Samfylkingunni til að fylgja þeim
málum fast eftir og tel mjög mikil-
vægt að innan hennar verði þeim
tryggð seta á Alþingi sem setja
kvenfrelsi og jafnrétti þegnanna á
oddinn. Það mun Birna gera.
Kjósum trausta konu í tryggt
sæti. Styðjum Birnu í 3. sætið.
► Meira á Netinu
Guðbjörg
Emilsdóttir
UMRÆÐAN/PROFKJOR
Betra að vera ljón í einn
dag en sauðkind alla ævi
ÉG TRÚI því að þú,
sem gefur þér tíma til
þess að lesa þessa
stuttu grein, búir yfir
hæfileikum, skynsemi
og skoðunum. Það er
trú mín að þú eigir með
þér draum um bjarta
framtíð, réttlátt lýð-
ræðisþjóðfélag þar sem
ríkir metnaður um að
hlúa að og rækta
stærstu auðæfí samfé-
lagsins, „mannauðinn“.
Ég trúi því að við deil-
um þessum sama
draumi. Við getum tek-
ið skref til þess að full-
komna drauma okkar,
gera markmið okkar að veruleika og
hef ég tekið það skref með því að
bjóða mig fram til þjónustu fyrir þig.
Eitt augnablik
Það er á augnabliki ákvörðunar
sem við sköpum örlög okkar. Eitt af
þessum augnablikum er framundan,
augnablikið sem við stöndum í kjör-
klefanum og mundum blýantinn.
Augnablikið sem það tekur að gera
eitt krossmark og á því augnabliki
sköpum við örlög okkar, mótum
umhverfi okkar og þá framtíð sem
við viljum búa okkur, börnum okkar
og komandi kynslóðum.
Bara að ég hefði
Hefur þú fyrir hugskotssjónum
þínum skýra mynd af því þjóðfélagi
sem þú vilt búa í? Átt þú skýra
framtíðarsýn til handa börnum þín-
um, sjálfum þér og
samferðamönnum? Vilt
þú vera einn af þeim
sem við lok ævinnar lít-
ur til baka yfir farinn
veg og getur sagt; „ég
breytti rétt, tók réttar
ákvarðanir og skilaði
börnum mínum betra
samfélagi en ég tók
við“?
Ég skora á þig að
gefa þér tíu mínútur til
þess að skrifa niður á
blað fyrir sjálfan þig
þín persónulegu mark-
mið og lýsingu á þínu
draumasamfélagi. Bera
síðan saman við raun-
stefnu þess stjómmálaflokks sem
þú kaust síðast og spyrja; „eigum
við samleið"?
Þróun og framför er
ómöguleg án breytinga,
segir Hólmsteinn
Brekkan. Þeir sem
ekki geta skipt um
skoðun geta ekki
breytt neinu.
Ef þú kýst stjórnmálaflokk af
skyldurækni, eða af því að pabbi
gerði það, eða af einhverjum öðrum
óskilgreindum ástæðum, ertu að
breyta rangt. Þróun og framför er
ómöguleg án breytinga, þeir sem
ekki geta skipt um skoðun geta ekki
breytt neinu. Þú getur skipt um
skoðun, þú þarft bara að ákveða
það. Ekkert í öllum heiminum er
hættulegra en einlæg fáviska og
meðvituð skyldurækin heimska.
Tvöfalt tækifæri
Að þessu sinni hefur þú tvöfalt
tækifæri til þess að móta framtíð
þína í kjörklefanum. í fyrra skiptið í
prófkjöri samfylkingarinnar í
Reykjavík, þar sem þú getur valið
um lista og raðað frambjóðendum í
sæti. Þó að þú sért sannfærður um
að kjósa einhvern annan stjóm-
málaflokk í vor hefur þú enga afsök-
un fyrir því að nýta þér ekki þetta
tækifæri. Prófkjörið er opið öllum
þeim sem hafa kosningarétt í
Reykjavík. Ég býð mig fram í hólfi
Alþýðuflokksins og sækist eftir
stuðningi þínum í annað sæti list-
ans. Þegar kosið er til Aiþingis get-
ur þú þá með gleði hugsað til þess
að þú hafir með þátttöku þinni í
prófkjöri samfylkingarinnar átt -
þátt í að móta þá valkosti sem um er
kosið. Mótaðu skoðanir þínar, taktu
ákvörðun, nýttu þitt lýðræðislega
mótunarafl í kjörklefanum. Það er
betra að vera ljón í einn dag en
sauðkind alla ævi!
Við skulum byrja á því að gera
það sem er nauðsynlegt, síðan það
sem er mögulegt og allt í einu erum
við farin að framkvæma það ómögu-
lega.
Höfundur er blikksmíðameistari.
Hólmsteinn A.
Brekkan
Microsoft og
framtíð
tungunnar
UNDIRRITUN samn-
ingsins við Microsoft-fyr-
irtækið í síðustu viku um
að íslenska notendaskil
hins volduga tölvurisa er
merkur viðburður. Og er
sjálfsagt að þakka árvök-
ulum málræktarmönnum
í hópi tölvufólks þeirra
hlut, og ekki síður blaða-
mönnum Los Angeles
Times og BBC, og líka
Bimi Bjamasyni
menntamálaráðherra,
hvemig sem menn meta
stjómferil hans í heild.
Það er mikilsvert að
Microsoft skuli hafa ver-
ið knúið til að viður-
kenna rétt Islendinga til að nota
tungu sína á upplýsingaöld, og með
samningsgerðinni hafa fulltrúar
stórfyrh'tækisins einnig veitt ís-
lensku hugviti og tölvumennt viður-
kenningu sem getur reynst dýrmæt.
Bíllinn sem talar
Merkur áfangi - á langri leið.
Dæmi Microsofts sýnir að ör tækni-
þróun á tölvusviði getur sett smáum
málsamfélögum stólinn fyrir dyrn-
ar. Markaðurinn þykir svo lítill að
ekki taki því að laga forritin að
tungu hans - og reynir þá á félags-
legan og menningarlegan þrótt
heimamanna. Framundan eru nýjar
gjörbyltingar á tölvusviði, framfarir
sem smám saman munu breyta dag-
legum háttum á heimili og vinnu-
stað enn frekar en við höfum reynt
til þessa. í útvarpi var um daginn
sagt frá því að í Ameríku væri kom-
inn bíll sem talar. Innan fárra ára
munu ekki einungis bílarnir tala
heldur verður mæltu máli beitt æ
víðar í samskiptum við tölvur og
tölvustýrð tæki og vélar. Menn
koma í vinnuna og
skipa tölvunni fyrir
munnlega. Hægt
verður að láta þýða
efni á Netinu frá einu
máli til annars þannig
að til dæmis spænsk-
ur notandi sér
nokkurn veginn um
hvað enska heímasíð-
an fjallar. Japani get-
ur rætt við Þjóðverja í
síma með aðstoð
talandi þýðingarfor-
rits án þess að hvor
skilji bofs í annars
tungu. Og á heimilum
verður talað við sjón-
varpið, eldavélina og
jafnvel brauðristina. Þetta hljómar
vissulega einsog úr vísindaskáld-
sögu - en verður á morgun daglegur
veruleiki.
Það er einfaldlega
sögulegt verkefni okk-
ar kynslóðar, segír
Mörður Árnason, að
tryggja að íslenska
verði töluð á tölvuöld.
Spennandi framtíð! Fyrir íslend-
inga er hinsvegar vert að spyrja:
Hvaða_ mál talar bíllinn frá Amer-
íku? Á hvaða máli ætlum við að
kenna börnunum okkar að tala við
tölvurnar og sjónvörpin?
Heldur þú að 2
E-vítamm sé nóg ?
NATEN I
________-ernógl____5
Mörður
Árnason
....| '
Mislæg gatnamót
Heiðar Jón Hannesson, fulltrúi
Euromap-tungutækniátaks ESB,
var einn framsögumanna á ráð-
stefnu Skýrslutæknifélagsins um
tungutækni nú í haust. Hann sagði
meðal annars þetta: „Tungumál
sem komast ekki inn í þær tungu-
tæknilausnir sem verða ráðandi á
markaðnum mun daga uppi sem tal-
og ritmál. Þau verða ekki tölvutæk
og því ekki notuð í daglegu lífi og
viðskiptum í upplýsingasamfélag-
inu.“ Heiðar Jón taldi að nú þegar
þyrfti opinbert fé til að Islendingar
yrðu samferða öðrum Evrópuþjóð- ^
um í tungutækni - þó ekki meira í
fyrstu en sem nemur svosem einum
mislægum gatnamótum - til rann-
sókna og myndunar gagnagrunns
um íslensku. Þetta er hinn raun-
verulegi 2000-vandi okkar Islend-
inga. Við verðum að gera okkur >
grein fyrir því að tækniþróunin er
nú að skapa hinu ástkæra ylhýra .
meiri hættu en dæmi eru um í
margar Islandsaldir. Og allri rödd
fegra. Verkefnið er tæknilegt - en
líka pólitískt. Það þarf metnaðar-
fulla stjórnmálamenn til forystu um
samtenging fræðimanna, rannsókn- {
arstofnana, fyrirtækja og almennra j
áhugamanna til sóknar fyrir tungu |
okkar og menningu. Það er einfald-,^,
lega sögulegt verkefni okkar kyn- |
slóðar að tryggja að íslenska verði ]
töluð á tölvuöld.
Höfundur er íslenskufræðingur
og varaþingmaður í Þingflokki
jafnaðarmanna.
Upplýsingakerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfislhroun