Morgunblaðið - 27.01.1999, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
llmsjón Arnðr G.
Ragnarsson
Sveit Árna Bragasonar
vann Vesturlandsmótið
Vesturlandsmótið í sveitakeppni
var haldið í Logalandi 23. og 24.
janúar. Mótið fór vel fram og veit-
ingar sem ungmennafélagið sá um
voru mjög góðar. Helsti ljóður á
mótinu var lítil þátttaka en ein-
ungis 6 sveitir mættu til keppni.
Vesturland hefur rétt til að senda
þrjár sveitir til keppni í und-
ankeppni Islandsmótsins og svo
jöfn var keppnin að það réðst ekki
fyrr en í síðasta spili hvaða sveitir
kæmust áfram. Annars urðu úrslit
þessi:
Sveit Árna Bragasonar, Akra-
nesi, 183 stig. Aðrir spilarar voru
Alfreð Viktorsson, Karl Alfreðs-
son og Ingi Steinar Gunnlaugs-
son.
Sveit Vírnets, Borgarnesi, 165
stig. Spilarar voru Kristján B.
Snorrason, Guðjón Ingvi Stefáns-
son, Jón Agúst Guðmundsson,
Dóra Axelsdóttir og Rúnar Ragn-
arsson.
Sveit Sigurðar Tómassonar, Akra-
nesi, 148 stig. Aðrir spilarar voru
Hallgrímur Rögnvaldsson, Hreinn
Bjöi’nsson og Tryggvi Bjarnason.
Bridsfélagið Muninn
Miðvikudaginn 20. janúar var
annað kvöldið af þremur haldið í
meistarakeppni félagsins og urðu
þeir Garðar Garðarss. og Bjami
Kristjánsson efstir með 52 stig. í
öðru sæti Víðir Jónsson og Reynir
Karlsson með 45 stig. I þriðja sæti
Eyþór Björgvinsson og Dagur Hall-
dórssra með 24 stig og í fjórða sæti
Gísli Isleifsson og Bjöm Sverrisson
með 23 stig.
Staðan eftir 10 umferðir af 15 er
þessi:
Garðar Garðarsson - Bjarni Kristjánsson 54
Birkir Jónsson - Svavar Jensen 40
Eyþór Jónss. - Víðir JónssyReynir Karlsson 33
Gísli ísleifsson - Björn Sverrisson 32
Sveit Drafnar efst í Firðinum
Þá er Monrad-sveitakeppni BH
og SIF lokið og eins og spáð var
varð hörð rimma síðasta kvöldið og
fór svo að lokum að einungis 4 stig
skildu milli 3. og 6. sætis.
Verðlaun í mótinu vom frítt
spilagjald á sveitakeppni Bridshá-
tíðar BSÍ og Flugleiða í boði SÍF.
En lokastaðan varð þessi:
Sveit Drafnar Guðmundsdóttur 187
(Dröfn, Ásgeir Ásbjörnsson, Friðþjófur Einars-
son, Guðbrandur Sigurbergsson)
Sveit Guðmundar Magnússonar 148
(Guðmundur, Ólafur Þór Jóhannsson, Jón N.
Gíslason, Snjólfur Ólafsson, Gisli Hafliðason)
Sveit ÍR 148
(Guðjón Bragason, Helgi Bogason, Guðlaugur
Sveinsson, Sveinn R. Eiríksson, Magnús Sverr-
isson)
SveitTNT 147
Sveit Njáls Sigurðssonar 144
Sveit Sigurjóns Harðarsonar 144
I fjölsveitaútreikningnum urðu
þessi pör efst:
Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjörnsson 18,38
Friðþjófur Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 17,48
Jón N. Gíslason - Snjólfur Ólafsson 17,14
Leifur Aðalsteinss. - Pórhallur Tryggvas. 17,01
Guðlaugur Sveinss. - Sveinn R. Eiríksson 16,92
Björn Arnarson - Haukur Harðarson 16,75
Næsta mánudag hefst þriggja
kvölda Butler-tvímenningur frá fé-
laginu og verða verðlaun í boði
veitingahússins A. Hansen.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
Mánudaginn 18. janúar sl. spil-
uðu 25 pör Mitchell-tvímenning.
NS
Jón Stefánsson - Magnús Halldórsson 254
Oliver Kristóferss. - Tómas Jóhannss. 252
Ólafúr Ingvarsson - Jóhann Lútherss. 240
AV
Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmundsson 261
Eyjólfúr Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 243
Guðbjörn Bjömsson - Óskar Kristjánsson 240
Fimmtudaginn 21. janúar spilaði
21 par Mitchell.
NS
Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannss. 250
Magnús Thejll - Ari Jónsson 250
Ragnar Halldórsson - Hjálmar Gíslason 237
AV
Fróði B. Pálsson - Þórarinn Árnason 304
Jón Andréss. - Guðmundur Á. Guðmss. 250
Alfreð Kristjánsson - Tómas Jóhannsson 243
Meðalskor báða daga 216
Mánudaginn 11. janúar sl. spil-
uðu 19 pör Mitchell-tvímenning.
NS
Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson 235
Þorleifur Þórarinss. - Magnús Jósefsson 235
AV
Jón Stefánsson - Magnús Halldórsson 263
Eggert Einarsson - Karl Adólfssdn 240
Fimmtudaginn 14. janúar spiluðu
20 pör Mitchell-tvímenning.
NS
Ingunn Bernburg - Elín Jónsdóttir 256
Auðunn Guðmundss. - Albert Þorsteinss. 240
AV
Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 271
Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 270
Meðalskor báða dagana 216
Sveitarokk á Suðurnesjum
Þrjár umferðir voru spilaðai’ í
sveitarokki
sl. mánudagskvöld. Bjöm Dúason
og Karl Einarsson gefa ekkert eftir
og halda enn efsta sætinu en þeir
hafa fengið Eyþór Jónsson til liðs
við sig þar sem Kalli er farinn utan.
Staða efstu para er þessi:
Björn - Karl - Eyþór 173
Karl Hermannsson - Arnór Ragnarsson 170
Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. 157
Sigfús Ingvason - Sigríður Eyjólfsd. 146
Garðar Garðarsson - Gunnar Guðbjömss. 136
Síðustu tvær umferðimar verða
spilaðar nk. mánudagskvöld.
•vwrtv.j afcob. eo. i*
Dagskrá
vikunnar:
Málefni aldraðra á opnum fundi í Iðnó fimmtudaginn 28. janúar kl. 15.
Menntir og menning á Sólon (slandus fimmtudaginn 28. janúar kl. 21.
Þorrateiti á Hótel Borg föstudaginn 29. janúar kl. 20.
VelfMiM JaUoh FrimanM í 2. /vœfié
Fréttir á Netinu
® mbl.is
V®
FRÉTTIR
Hlutverk
og ábyrgð
foreldra við
aldalok
MÁLÞING undir yfirskriftinni
„Hlutverk og ábyrgð foreldra í
ljósi lífsgilda, trúar og þekkingar"
verður haldið laugardaginn 30. jan-
úar nk. kl. 13.30-16.30 í Norræna
húsinu. Fundarstjóri er dr. Jón
Torfi Jónasson, prófessor við Há-
skóla Islands.
Um þetta mál fjalla í erindum
sínum, biskup Islands, herra Karl
Sigurbjörnsson, dr. Signin Júlíus-
dóttir, félagsráðgjafi og dósent við
Háskóla Islands, og Jónína Þ.
Tryggvadóttir, kennari við leik-
skólaskor Kennaraháskóla ís-
lands.
Rætt verður um ábyrgð og hlut-
verk foreldra í síbreytilegu samfé-
lagi út frá þörfum og þroska barns-
ins og þörfum foreldra og lífsstíl
þeirra.
Hvernig getur vísindaleg þekk-
ing á þroska manneskjunnar og
lífsgildi í lýðræðisþjóðfélagi vísað
okkur veginn? Hvað geta foreldrar
haft að leiðarljósi? Hvað getur
skólakerfið og samfélagið í heild
gert til þess að búa ungt fólk undir
foreldrahlutverkið og verið foreldr-
um til stuðunings við að rækja það
sem best? Hvernig er málum hátt-
að við aldalok á íslandi?
Að loknum framsöguerindum
verða pallborðsumræður undir
stjórn fundarstjóra.
Fyrir málþinginu standa
Bemskan - Islandsdeild OMEP og
Bamavinafélagið Sumargjöf.
Málþingið er opið öllum. Þátt-
tökugjald er 500 kr.
Tveir fundir
Heilbrigðis-
tæknifélagsins
HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG
íslands (HTFÍ) boðar til tveggja
funda á morgun með Thomasi Sin-
kjær, prófessor frá Álaborgarhá-
skóla (SMI). Thomas er þekktur
vísindamaður um allan heim fyrir
rannsóknir sínar á tækni til upp-
töku merkja frá taugum og notkun
við að stýra vöðvum, segir í frétta-
tilkynningu.
Fyrri fundurinn fjallar um þróun
heilbrigðistækni, klínískar prófanir
og samstarf við iðnaðinn. Erindið
nefnist „Taking control of the
injured nervous system, from basic
biomedical engineering research to
clinical applications“ og er hugsað
fyrir tæknimenn (t.d. eðlis-, verk-
og tæknifræðinga) og fólk með
þekkingu á lífeðlisfræði (líffræð-
inga, lækna o.fl.). Fundurinn verður
haldinn 28. janúar frá kl. 9 til 11 á
Hótel Sögu, sal A.
Seinni fundurinn fjallar um
klíníska notkun. Erindið nefnist
„Muscle tone and spasticity" og er
hugsað fyrir lækna, sjúkraþjálfara
og aðra sem fást við endurhæfingu
taugaskaddaðra. Fundurinn verður
einnig á morgun frá kl. 16-18 í
kennslustofu á 3. hæð í Læknagarði
við Vatnsmýrarveg.
Fundirnir eru styrktir af Rannís.
Fyrirlestur um
póst- og áætlun-
arsiglingar
HEIMIR Þorleifsson, sagnfræðing-
m-, ríður á vaðið í nýrri röð almenn-
ingsfyrirlestra í Sjóminjasafni Is-
lands fimmtudaginn 28. janúar nk.
en undanfarin misseri hefur safnið
staðið fyrir slíkum fyrirlestrum í
samvinnu við Rannsóknarsetur í
sjávarútvegssögu í Reykjavík. Fyr-
irlesturinn verður fluttur í Sjóminja-
safni Islannds, Vesturgötu 8 í Hafn-
arfirði og hefst kl. 20.30. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnii’.
í fyrirlestrinum verður fjallað
um áætlunarsiglingar til Islands
frá upphafi slíki’a ferða seint á 18.
öld til upphafs heimsstyrjaldarinn-
ar fyrri. Lengi vel fór svokallað
póstskip eina ferð á ári milli Kaup-
mannahafnar og Reykjavíkur og
voru þessar ferðir boðnar út í
kauphöllinni í Kaupmannahöfn.
Mikil breyting varð um 1860 þegar
farið var að reka áætlunarsiglingar
með farþega, póst og vörur á gufu-
skipum. Þá fjölgaði ferðum og þær
urðu öruggari. Með því var erlend-
um ferðamönnum gert mun auð-
veldara að sækja Island heim, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Næsti fyi-irlestur verður
fimmtudaginn 18. febrúar en þá
talar dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson,
prófessor, um þjóðsögur og þjóðtrú
sem tengjast sjó og vötnum.
Fundur um ungt
fólk og búsetu
á Austurlandi
FRÆÐSLUFUNDUR verður
haldinn á vegum Félags landfræð-
inga í kvöld, miðvikudagskvöldið
27. janúar, í stofu 201 í Odda, húsi
félagsvísindadeildar HÍ kl 20.30.
Fundarefnið er „Ungt fólk og bú-
seta á Austurlandi“.
Karl Benediktsson og Óskar
Eggert Óskarsson segja frá könn-
un sem þeir gerðu á síðastliðnu ári
ásamt landfræðistúdentum og
meðal nemenda í framhaldsskól-
um Austurlands. Athuguð voru
áform nemenda um menntun,
starf og búsetu. Einnig voru fram-
haldsskólanemarnir inntir eftir
þvi hvaða áherslur þeir myndu
leggja ef þeir fengu nokkru ráðið
um atvinnustefnu heimabyggða
sinna. Niðurstöðurnar gefa vís-
bendingar um stöðu byggðar á
Austurlandi, sem hefur verið
nokkuð í brennidepli að undan-
fömu.“
Þorrablót Hér-
aðsmanna og
Borgfírðinga-
félagsins
SAMEIGINLEGT þorrablót Átt-
hagasamtaka Héraðsmanna og Fé-
lags Borgfirðinga verður haldið
laugardaginn 30. janúar í félags-
heimili Gusts við Álalind í Kópa-
vogi. Borðhald hefst kl. 20.15.
Miðasala fer fram í félagsheim-
ili Gusts miðvikudaginn 27. janúar
kl. 17-20. Miðaverð er 2.600 kr.
en eftir kl. 23 er miðaverð 1.000
kr.
Gleðigjafar blótsins eru: Helgi
Seljan, fyrrverandi þingmaður og
Jóhannes Kristjánsson, skemmti-
kraftur. Hljómsveitin KOS leikur
fyrir dansi.
Flugvallarhring-
urinn genginn
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð í kvöld,
miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús-
inu að vestanverðu kl. 20.
Farið verður upp Gröfina og með
Tjörninni um Háskólahverfið suður
á strandstíginn í Skerjafirði. Síðan
austur með ströndinni í Nauthóls-
vík og um skógargötur Öskjuhlíðar,
Vatnsmýrin og Þingholtin niður að
Hafnarhúsi. Allir velkomnir.
Aðalfundur
Islenska mál-
fræðifélagsins
AÐALFUNDUR íslenska mál-
fræðifélagsins verður haldinn
fimmtudaginn 28. janúar nk. í Skóla-
bæ og hefst hann klukkan 20.30.
Á dagskrá verða venjuleg aðal-
fundarstörf.