Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 56
Drögum næst 10. febrúar HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS værlcgast til vinnings www.vr.is Verzlunarmannafélag Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI569 UOO, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristján Litbrigði í ljóshringjum TIJNGL var hátt á lofti yfír Akur- baug umhverfís það. Ljóshringir eyri í gærkvöldi og tóku margir umhverfis tungl stafa af ljósbroti eftir einkennilegum litbrigðum í m.a. í ískristöllum. Rækjukvótinn skorinn niður um þriðjung Hugsanlegft verðmæta- tap 3 milljarðar króna ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherTa ákvað í gær að minnka út- gefinn kvóta í úthafsrækju um 20 þúsund lestir, úr 60 þúsund lestum í 40 þúsund lestir. Það er gert á grundvelli nýrrar veiðiráðgjafar frá Hafrannsóknastofnun sem byggist á endurmati á stofnmælingu sem lá til grundvallar veiðiráðgjöfinni sl. vor. Ætla má að verðmæti 20 þúsund tonna af rækju séu að minnsta kosti um 3 milljarðar króna. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf., segh' ákvörðun ráðherra ekki hafa mikil áhrif á rækjuiðnaðinn. Fyrirtældn hafi þegar gripið til við- eigandi ráðstafana vegna minnkandi afla, meðal annars með sókn út úr Búist var við minni rækjuveiði með vaxandi þorskstofni lögsögunni, bæði í veiðum og hráefn- isöflun. Stofnmælingar í rækju fara fram á sumrin eða rétt eftir að ákvörðun er tekin um heildarafla, þannig að í raun liggja gamlar upplýsingar til grundvallar veiðiráðgjöf í rækju. Nýjar upplýsingar um rækjustofn- inn gefa til kynna, að eins og afla- brögðin í rækjuveiðunum hafa verið á þessu fiskveiðiári mun útgefinn kvóti líklega ekki nást og stefnir í það að rækjuaflinn á fiskveiðiárinu nái vart 40 þús. tonnum nema veru- leg sóknaraukning komi til. Þorsteinn Pálsson segir að þannig séu aðstæður aðrar hvað varðar rækju en í öðrum stofnum. „Við því var alltaf búist að rækjuveiðin myndi minnka í kjölfar vaxandi þorsk- stofns, þótt það gerist með nokkuð sneggri hætti en menn höfðu reiknað með. Þetta er þó í samræmi við það sem búist var við þegar langtímaá- ætlun um uppbyggingu þorskstofns- ins var gerð á sínum tíma. Þetta er vissulega róttæk aðgerð en að okkar mati nauðsynleg," segir Þorsteinn. ■ Rækjuvinnslan/C2 Unnið að sölu Þör- =* ungaverk- smiðjunnar STÓRFYRIRTÆKIÐ Monsanto, eigandi 67% hlutafjár í Þörunga- verksmiðjunni á Reykhólum, vinnur nú að sölu þeirrar deildar í fyrir- tækinu sem tengist framleiðslu á þeim efnum sem unnin eru úr þör- ungamjöli. Þar á meðal er verk- smiðjan á Reykhólum. Bjarni Ó. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Þörungaverksmiðj- unnar, sagði að fram hefði komið að fyrirtækið væri að leita leiða til að selja þessa deild. Mjölið frá Reyk- (i hólum er að mestu flutt til Skotlands þar sem framleitt er úr því alginat, bindiefni sem notað er í matvælaiðnaði og textfliðnaði. Meðal afurða sem framleiddar eru á vegum Monsanto eru sætu- efnið Nutra Sweet og fjölmörg önn- ur efni og lyf, þar á meðal ný lyf við liðagigt og hjartalyf. Reuters- fréttastofan birti nýlega fréttú um að Monsanto hefði tapað 600 millj- ónum bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs; fyrirtækið leit- aði leiða til að draga úr kostnaði og hygðist segja upp 1.700 starfsmönn- um um allan heim. Bjarni Ó. Halldórsson sagði að samkvæmt sínum upplýsingum , væri talið að rekstur alginat-deild- arinnar samrýmdist ekki nýjum markmiðum fyrirtækisins. Bjarni sagðist þó ekki telja að þessar fréttir ógnuðu framtíðar- rekstri á Reykhólum; verksmiðjan hefði verið rekin með hagnaði und- anfarin ár. Hann kvaðst telja að reynt yrði að selja þennan hluta rekstrarins í heilu lagi. Talsvert hefði verið fjárfest í þessari deild undanfarin ár, bæði í Skotlandi og á Reykhólum. Hann kvaðst telja að margir kaupendur kæmu til greina, enda hefðu margir lýst áhuga á fyr- X. irtækinu þegar Nutra Sweet Kelco, dótturfyrirtæki Monsanto, keypti Þörungaverksmiðjuna á fyrsta fjórðungi ársins 1996. Starfsmenn Þörungaverksmiðj- unnar eru 21 yfir vetrarmánuðina. Bjami sagðist hafa haldið fund með starfsmönnum nýlega og greint þeim frá tíðindunum. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við að fréttirnar hefðu valdið óróa í byggðarlaginu. Morgunblaðið/Brynjar SEX hrafnar í hóp eru óvenjuleg sjón en ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þetta hrafnaþing í Árbæ ofan- verðum í fyrradag og festi á mynd. Svipaður fjöldi hrafna ÁBENDINGAR um Qölgun á hröfnum í bygjgð berast Náttúru- fræðistofnun Islands á hverju ári og hefur þeim farið heldur fjölg- andi seinustu misseri, að sögn Ævars Petersens, forstöðumanns stofnunarinnar. Hins vegar munu ekki hafa komið fram neinar vís- bendingar um að hrafnar sæki frekar í byggð nú en verið hefúr. „Ég veit ekki annað en þetta sé misskilningur, að minnsta kosti er ekkert áþreifanlegt sem bendir til að hröfnum hafi fjölgað í borgar- landinu eða í stórum byggða- kjörnum," segir Ævar. „Mikið af hrafni fer í gegnum höfuðborgarsvæðið, sérstaklega í ljósaskiptunum, og er þá á leið upp í Esju þar sem hann náttar sig. Það er ekki ólíklegt að þeir fari nokkrir saman í hóp, stansi á einhverjum stöðum og fijúgi síðan áfram. Á morgnana dreifast þeir svo yfir stórt svæði í ætisleit," segir Ævar. Utboð undirbúið vegna styrkja til flugs á nokkrum áætlunarleiðum Fyrsta útboð ís- lenskra flugleiða á EES-svæðinu SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að bjóða út rekstrar- styrki til flugs á nokkrum flugleið- um á Vestfjörðum og Norðurlandi í samræmi við útboðsreglur á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Aðspurður segir Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra að þetta sé í fyrsta skipti sem útboð vegna styrkja til innan- landsflugs hér á landi fer fram á öllu EES-svæðinu. Útboð vegna sjúkraflugs einnig i athugun „Samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins er óheimilt að styrkja einstakar flugleiðir án þess að útboð fari fram á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Fyrir rúmu ári styrktum við lítilsháttar og tímabundið flug til Raufarhafn- ar yfir háveturinn, án slíks útboðs, en þar sem gerðar voru athuga- semdir við það er óhjákvæmilegt að halda sig stíft að reglunum, þó að það sé satt að segja hálf an- kannalegt eins lágar upphæðir og hér er um að ræða,“ segir Halldór. Væntanlegt útboð á að taka til flugs á flugleiðunum milli Bfldu- dals/Patreksfjarðar og Isafjarðar, Reykjavíkur og Gjögurs, Grímseyj- ar og Akureyrar og Akureyrar og Norður-Þingeyjarsýslu. Auk þessa er í athugun hvort rétt sé að útboð- ið taki líka til sjúkraflugs, í sam- vinnu við heilbrigðisráðuneytið, að sögn samgönguráðherra. ,Áður en við getum gengið frá útboðsgögnum verður að liggja fyr- ir hvort öflum íslenskum flugfélög- um sé heimilt að taka þátt í útboð- inu, þar sem við teljum óhjákvæmi- legt og heiðarlegt að það komi fram í útboðsgögnum. Við teljum á hinn bóginn ljóst að öll flugfélög á Evr- ópska efnahagssvæðinu, önnur en íslensk flugfélög, geta boðið í flug- ið. Óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunar Til að þetta sé skýrt höfum við skrifað Samkeppnisstofnun og ósk- um svars við því hvort hún telji að til dæmis Flugfélag Islands hafi ekki heimild til að bjóða í ákveðnar flugleiðir og höfum við þá sérstak- lega í huga Vesturbyggð. Flugfélag Islands flýgur til Isa- fjarðar og því vaknar sú spurning hvort Samkeppnisstofnun líti svo á að heimilt sé að tengja flug frá Isa- firði um Vesturbyggð við Reykja- vík. Sú spurning snýr bæði að Flugfélagi Islands og Islandsflugi. Við teljum að útboð geti hvorki ver- ið árangursríkt né sanngjarnt nema leikreglurnar liggi fyrir fyrirfram," segir Halldór. títboðið gæti tekið giidi næsta liaust Að sögn Halldórs er nú þegar orðið ljóst að útboðið getur ekki tekið gildi íyrr en næstkomandi haust þar sem aðdragandi þess er a.m.k. þrír eða fjórir mánuðir. „En ég tel nauðsynlegt að það liggi ljóst fyrir núna hver sé skoðun Sam- keppnisstofnunar á þessu vegna þess að hún hefur látið innanlands- flugið mjög til sín taka,“ sagði Hall- dór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.