Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 1

Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • sparnaður og umhverfis- vernd Stendur með þér í orkusparnaði Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 9. febrúar 1999 Blað C Stór fjár- festing VIÐ kaup á íbúð er mest um vert að sníða sér stakk eftir vexti og ætla sér ekki um of við skuldsetningu, segir Þóranna Jónsdóttir í þættinum Markað- urinn, en þar fjallar hún um íjármögnun íbúðarkaupa. Þau eru stór fjárfesting. / 12 ► Skattar og húsfélög ÞRÁTT fyrir að húsfélag teljist ekki skattskyldur lögaðili, ber því, hafí það greitt laun til starfsmanna, að upplýsa skatt- yfirvöld um þessar launagreiðsl- ur, segir Sandra Baldvinsdóttir Iögfræðingur, sem fjallar um skattskyldu húsfélaga. / 30 ► Ú T T E K T Byggingar- verkefniá Grænlandi UNDANFARNA áratugi hafa íslenzk byggingar- fyrirtæki tekið vaxandi þátt í mannvirkjagerð á Græn- landi og að mörgu leyti verður að telja það eðlilegt, að þær þjóðir, sem byggja Island og Grænland, hafi með sér gott samstarf, hvað viðvíkur bygg- ingarstarfsemi og bygghigar- rannsóknum. Þetta kemur fram í viðtali við Gest Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðing, í tilefni þess að tveimur hópum íslenzkra ai-kitekta var nýlega boðið að taka þátt í norrænni samkeppni um skipulag og hönnun íbúða á Grænlandi, en samkeppnin fer fram á vegum Grnnlands- bankens Erhvervsfond. „Þessi lönd liggja á svipaðri breiddargráðu, veðurfar i þess- um löndum er að mörgu leyti svipað, mannvirki þurfa að þola mikið veðurálag, auk þess sem íbúarnir dvelja að verulegu leyti innandyra yfir vetrarmán- uðina,“ segir Gestur Ólafsson, sem er í öðrum arkitektahópn- um; Áætlað er, að byggja þurfi 1500 íbúðir á Grænlandi á næstu árum, þar af 1200 í Nuuk. Gestur Ólafsson segir, að íslenzkir arkitektar og byggingarmenn ráði nú yfir mikilli sérþekkingu á mann- virkjagerð á norðlægum slóð- um, sem bjóða eigi fram á er- lendum vettvangi. Þeir standi ekkert að baki starfsbræðrum sínum erlendis. / 18 ► Hækkandi verð á íbúðum í fjölbýli RAUNVERÐ á fermetra í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fór hækkandi á síðasta ári, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér, en þar er byggt á upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun. Ástæðan er vafalaust mikil um- frameftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og meiri gi-eiðslugeta fólks en áður. Sumir þeh-ra, sem fylgjast grannt með fasteignamarkaðnum, segjast raunar furða sig á, að verð skuli ekki hafa hækkað meira en raun ber vitni miðað við þá eftirspurn, sem einkennir markaðinn nú. Svo mikil er eftirspurnin, að nýj- ar íbúðir seljast ekki ósjaldan sam- kvæmt teikningum eins og kallað er. Varla er búið að steypa sökklana, þegar tilboð eru farin að berast. En afkastagetan í bygging- ariðnaðinum er mikil, sem lýsir sér í mikilli aukningu í smíði fjölda nýrra íbúða á síðasta ári. Eins og áður eru aðal nýbyggingasvæðin í Linda- hverfi í Kópavogi og Staðahverfi í Reykjavík. Umsvif í húsbréfakerfinu eru líka ávallt mikill mælikvarði á hreyfing- una á fasteignamarkaðnum á hverj- um tíma. I fyrra voru umsóknir um húsbréf mun fleiri en árið þar á und- an og jafnframt voru veitt mun fleiri húsbréfalán, jafnt til nýrra íbúða sem til kaupa á notuðum íbúðum. Á teikningunni má sjá þær verðlækkanir, sem urðu á íbúðum í fjölbýli á samdráttarárunum. Verðið fór ekki að hækka aftur varanlega fyrr en í byi-jun árs 1998, það er talsvert síðar en góðærið var farið' að segja til sín í þjóðfélaginu á ný. Skýringin er vafalaust sú, að verð á fasteignum er að jafnaði mun seinna til að taka við sér í sveiflum í efnahagslífnu en aðrir þættir. Það líða gjarnan eitt til tvö ár, áður en fasteignir ná sér á strik. Þær eru líka seinni til að lækka í verði, þegar niðursveifla verður í efnahagslífinu. Enn ein vísbendingin um betra ástand á fasteignamarkaðinum nú en á samdráttarárunum er sú stað- reynd, að verulega hefur dregið úr vanskilum í húsnæðislánakerfinu á síðustu árum, en undir vanskil falla ógreiddar, gjaldfallnar greiðslur, sem eru 3ja mánaða eða eldri. Raunverð íbúðarhúsnæðis í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu 1990-1998 Verðvísitala hvers fermetra, 1990 = 100 •á* ÍyK^ V 108,5 X 108 Vísitala 106,5 106,5 106 107,7 % Des,'98 104,4 105,7- Xj . Sept.‘98 96 1990 '91 '92 '93 i' 1 102,7 J V 101,2 ■98,6 \ ' \ 96,2 f 1993 1994 1995 1996 1997 1998 HALTU RETT A SPILUNUM l.a'kkaóu eignars.kattinn med Kignarskattsfrjá!sum bréfutn Það skiptir öllu máli hvernig þú spilar úr því sem þú átt. Með fjárfestingu í Eignarskattsfrjálsum bréfum Búnaðarbankans lækkar þú eignarskattstofn þinn og tryggir þér trausta og góða ávöxtun. Síðastliðin 2 ár var ársávöxtun Eignarskattsfrjálsra bréfa 10,3%, sem er hæsta ávöxtun sambærilegra sjóða.* Eignarskattsfrjáls bréf eru sannkallað tromp á hendi. • Eignarskattsfijáls og örugg fjárfesting. X f • Eingöngu fjárfest í ríkistrj'ggðum verðbréfum. T '7- 1 Enginn binditími. 1 Hæsta ávöxtun sambærilegra sjóða! 52560601 \ J /:/Nv síM BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF •Ávöxtun m.v. 1. febrúar 1999. Sambærilegir sjóðir: Öndvegisbréf, Einingabréf 2 og Sjóður 5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.