Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Drottning harm- leikj anna Breska leikkonan Emily Watson lék fyrir Lars Von Trier í Brimbroti og hreppti til- nefningu til Oskarsins. Enn hefur hún ver- ið tilnefnd til verðlaunanna, í þetta sinn fyrir hlutverk sellóleikarans Jacqueline du Pré í myndinni Hilary og Jackie. Arnaldur Indriðason kynnti sér feril þessarar mögn- uðu leikkonu og nýju myndina hennar. WATSON er tilnefnd ásamt Gwyneth Pal- trow, brasilísku leikkonunni Fernanda Montenegro, Cate Blanchett og Meryl Streep, svo það er við ramman reip að draga. Hún missti af verðlaununum fyrir þremur ár- um en þá var einmitt Streep til- nefnd ásamt henni. Watson veit að Óskarinn getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir unga leikkonu, hún komast að því í fyrra skiptið sem hún var tilnefnd. Allt í einu var henni boðið að „starf'a með öllu besta fólkinu í bransanum eins og Daniel Day-Lewis. Engum hefði dottið í hug að ráða mig í stórmynd nema vegna þess að ég hlaut þessa tilnefningu," segir hún. Og bætir við: „Ég átti mjög auðvelt með að skilja það sem Jacqueline segir á einum stað í Hilary og Jackie. Hún minnist þess að „einn daginn lék ég á sellóið mitt eins og venjulega og þann næsta var éjg bókuð tvö ár fram í tímann.“ Eg upplifði eitt- hvað mjög svipað eftir að ég lék í Brimbroti.“ Jacqueline du Pré Hilary og Jackie er byggð á sönnum atburðum úr lífí sellóleik- arans fræga Jacqueline du Pré sem veiktist af MS-sjúkdómnum á áttunda áratugnum og lést langt um aldur fram árið 1987. Myndin rekur samskipti hennar og systur hennar, Hilai'y, frá því þær eru á unga aldri. Leiðir skilur þegar Jackie verður heimsfræg en Hil- ary, sem spilaði á flautu, kvænist stjórnandanum Kiffer Finzi. Þegar Jackie snýr aftur heim og tekur upp nánara samband við systur sína á ný eftir að hafa ferðast um heiminn ásamt eiginmanni sínum, píanóleikaranum Daniel Baren- boim, á hún þá ósk heitasta að Hil- ai-y leyfi henni að sofa hjá eigin- manni hennar. Myndin er byggð á endurminn- ingum Hilary og bróður hennar, Piers, sem ber heitið Snillingur í fjölskyldunni eða „A Genius in the Family". Watson bjó sig undir hlutverkið í þrjá mánuði áður en tökur hófust og lærði á selló og hvernig notast ætti við hjólastól. „Ég lærði reyndar á selló í um hálft ár þegar ég var fjórtán ára, svo ég gat um síðir látið líta út fyr- ir að ég léki á hljóðfærið í mynd- inni,“ segir hún í blaðaviðtali. „Að auki horfði ég á upptökur af tón- leikum með Jacqueline. Eitt af því sem gerði hana framúrskarandi tónlistarmann var tilfinningahitinn, hvernig hún umfaðmaði sellóið. Þegar gagnrýnendur sögðu að hljóðfærið væri eins og ástmaður hennar, sýndu þeir meira innsæi en þeir gerðu sér grein fyrir. Selló- ið gaf Jacqueline lífsfyllingu en gerði hana einnig einmana og leiða.“ Á öðrum stað segir Watson: „Hún virkilega dansar við sellóið með sitt ljósa hár fljúgandi í allar áttir. Mér finnst það mjög kyn- þokkafullt ... Sellóið er eins og ein persóna myndarinnar ... Hún hatai' það og hún elskar það.“ Watson kynnti sér einnig sjúk- dóminn sem leiddi Jaequeline til dauða og ræddi við lækna og sjúk- linga. „Einn læknanna sagði mér hvað vitað er um MS-sjúkdóminn í dag og hvað ekki var um hann vit- að á öndverðum áttunda áratugn- um. „Hún gekk í gegnum hryllilega raun vegna þess að í þá daga töldu menn jafnvel að sjúkdómurinn væri sálræns eðlis og hún hélt að hún hefði kallað hann yfir sig.“ Emily Watson hitti systur Jacqueline, Hilary, að máli þegar tökum á myndinni var lokið en ekki fyri'. „Þegar maður hefur gert sér ákveðna hugmynd um hvernig maður tekur á sínu hlutverki og hittir svo fólkið sem myndin íjallar um verður tnaður skelfingu lostinn. Það fyrsta sem Hilary sagði þegar hún sá mig var: Drottinn minn, þú ert ekkert lík systur minni.“ Wat- son lýsir Hilary sem einstökum sérvitringi, ákaflega háttvísri og enskri, „og þegar hún frétti af því að ég hefði fengið hlutverkið og myndi leika systur hennar, sagði hún við framleiðendui-na: Ég er hræðilega áhyggjufull. Ég óttast að Emily sé ekki með nógu stór brjóst. Jackie var eftir allt fremur stórvaxin." Emily Watson er ríflega þrítug og minnist þess að Judi Dench hafi haft varanleg áhrif á hana þegar hún sá hana leika í Ys og þys út af engu á sviði. „Ég stoppaði víst sýn- inguna ég _ hló svo mikið,“ segir Watson. „Ég var aðeins átta ára gömul og öskraði af hlátri.“ Hún lauk námi í bókmenntum við Bristol-háskóla og lagði stund á leiklist í London. Hún lék m.a. við Konunglega leikhúsið hlutverk Maríu í „The Children’s Hour“ eft- ir Lillian Hellman. „Venjulegast var púað á mig og ég hafði bara gaman af því í rauninni." Segja má að Lars Von Trier hafi uppgötvað hana þegar hann setti Watson í hlutverk Bess í Brimbroti. Upphaflega átti Helena Bonham Carter, ein af þekktari kvikmyndaleikkonum Breta, að fara með hlutverkið en af því varð ekki og Watson hljóp í skarðið. „Framleiðendurnir ákváðu að finna leikkonu sem var gersamlega óþekkt og kostaði ekki mikla pen- inga,“ segir Watson. Hún hafði ekki leikið áður fyrir framan myndavélar ef frá er talið hlutverk JUDI Dench hafði varanleg áhrif á Watson þegar hún var átta ára. á móti John Gielgud í sjónvarps- uppfærslu á lítt þekktu leikrit eftir J.B. Priestley. Hroðalegt en dásamlegt Erfitt er að ímynda sér nokkra aðra í hlutverki Bess, konunnar með barnatrúna sem af einlægri ást fórnaði sér fyrir lamaðan eigin- mann sinn í magnaðri dæmisögu Von Triers. Leikur hennar var með eindæmum. Hún hafði hrifist af handritinu en „ég gerði mér ekki grein fyrir þeim miklu tilfinninga- legu átökum sem ég átti eftir að ganga í gegnum". Og annarstaðar: „Það sem Bess gerir er hroðalegt en samt dásamlegt og það er eitt það stórkostlegasta við myndina." Watson hafði gaman af því að VILL ekki vera drottning harmleikjanna. fljúga til Los Angeles vegna Oskarstilnefningarinnar fyrir túlk- unina á Bess. „Frítt brennivín og kvikmyndastjörnur alla nóttina.“ Hin nýfengna frægð stígur henni þó varla til höfuðs. Hún fæst við hana með því „að fara heim og strauja. Það hjálpar mér að finna sjálfa mig aftur.“ Hún er gift leik- aranum Jack Waters sem hún kynnist þegar þau léku bæði í Skassið tamið. „Allt þetta frægðar- hjal hefur mest að gera með aug- lýsingamennsku og fjölmiðlafár og skynjun fólks,“ segir hún. „Það hefur ekki endilega neitt að gera með það sem maður er að fást við.“ Nú þegar hún hefur leikið í átakamyndum eins og Brimbroti og Hilary og Jackie og í millitíðinni Boxaranum á móti Day-Lewis og „Metroland" með Christian Bale, segist hún vera að leita sér að meira léttmeti til að fást við. „Ég vi) ekki verða drottning harmleikjanna," er haft eftir henni. Þó á það kannski eftir að verða hennar hlutskipti. Næsta mynd dregur að minnsta kosti ekki úr hörmungunum. Hún heitir „Angela’s Ashes“ og segir af bláfátækri konu sem missir þrjú böm sína af völdum banvæns sjúk- dóms. „Það kaldhæðnislega er að ég hef ekkert til þess að sækja í úr mínu eigin lífi til þess að búa mig undir þessi hlutverk. Æska mín var furðu róleg og hamingjurík og ég lifi mjög eðlilegu lífi þessa dagana. Kannski er það þess vegna sem ég hef svona gaman af því að leika per- sónur sem eru við það að bilast." Vonandi á hún eftir að sýna kó- mískar hliðar í gamanmyndum en þessa stundina er Emily Watson greinilega ekki laus við stimpilinn drottning harmleikjanna. Hvort sá titill nægir henni til þess að vinna Óskarinn í næsta mánuði verður að koma í ljós. Bess hefði auðvitað átt að duga á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.