Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 B 17^,.
MatarlistÆJW^ borða Belgar ífebrúar?
Pönnukökur
til úthreinsunar
FEBRÚAR er mikill pönnukökumánuður hér í Belgíu og eins í Frakk-
landi, en pönnukökuhátíðina ber hæst 2. febrúar. Pá er „Chandeleur",
eða hátíð kertanna. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til að minnast þess
er Jesús var kynntur almenningi 40 dögum efth' fæðingu sína og hreins-
un hinnar Heilögu Guðsmóður. f’ennan dag spáði spámaðurinn Siméon
því að Jesús yrði ljós heimsins.
Af hverju menn tóku upp á því að
minnast þessa dags með pönnu-
kökuáti er önnur saga. í hinum
heiðna sið var febrúar síðasti mánuð-
ur ársins og var hann tími úthreins-
unar og burtsær-
inga illra anda.
Þessi hátíð út-
hreinsunar var
kennd við Pros-
epínu og á þessu
tímabili bára menn
blys til að „hjálpa til
við uthreinsunina".
Á 6. öld festi Vig-
ill páfi hins vegar í sessi „Chandele-
ur“ eða kertahátíðina, í viðleitni
sinni til að kristna lýðinn. Þennan
dag eiga menn að steikja sér hver
sína pönnuköku yfir opnum eldi
(heppilegt að hér eru gaseldavélar),
síðan á að henda kökunni upp í loft
af pönnunni og ef hún kemur niður á
ósteikta hlutanum ku það boða góða
fjárhagsstöðu og heppni út árið
(hvorki meira né minna).
Eg lenti í mikilli pönnukökuveislu
þennan dag og þar kenndi ýmissa
grasa: pönnukökur íylltar með
skinku og osti, spínati og kotasælu,
bolognaisessósu, súkkulaði, hunangi
og appelsínusafa og peru- og kara-
mellusósu bar þar á góma. Síðan
var deigið einnig mismunandi. Það
er nefniliega hægt að gera ýmis til-
brigði við þetta gamla góða „ís-
lenska ömmudeig“.
Ef maður notar mjólk í stað vatns
(það sem við gerum yfirleitt), þá
verða pönnukökurnar lausari í sér
og næringarríkari. Ef maður notar
hins vegar bjór eða vatn, þá verða
þær fíngerðari og léttari. Sykur
(100 gr miðað við 300 gr af hveiti)
gerir þær stökkari og fallega gyllt-
ar. Það er upplagt að krydda sætt
pönnukökudeig stundum t.d. með
rifnum sítrónu- eða appelsínuberki,
vanilludropum eða kaffi, rommi eða
koníaki og kakói eða kanil.
Með herlegheitunum er síðan yf-
irleitt drukkið „cidre de pommes“
frá Normandíhéraði, eða áfengt
eplagos, í þuiTari kantinum með
söltu pönnukökunum, en sætara
með þeim sætu.
Gráðosta- og peru-
fylltar pönnukökur
2 perur (ekki of þroskaðar)
12 valhnetukjarnar
75 g hveiti
2 lítil egg
1 '/2 dl mjólk
2 dl sýrður rjómi
120 g gráðostur
40 g smjör + 20 g brætt
2 tsk. koníak (má sleppa)
salt og pipar
Sigtið hveitið ásamt saltinu og
blandið rólega saman við eggin.
Bætið mjólkinni því næst út í, síðan
bráðna smjörinu. Látið deigið bíða í
2 klst. Saxið valhnetukjarnana.
Skerið perurnar í tvennt og í sneið-
ar án þess að flysja þær. Gulbrúnið
þær í smjöri við vægan hita, eða þar
til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
Hitið sýrða rjómann við vægan hita
og bætið gráðostinum út í, ásamt
koníakinu, salti, pipar og hnetunum.
Steikið 4 pönnukökur (helst stórar)
og hellið ostablöndunni og perunum
ofan á þær og brjótið saman. Haldið
þeim heitum í ofni og berið strax
fram, vel heitar og stökkar.
Álfheiði Hönnu
Friðriksdóttur
Taekni/Pé'rður tæknin æ samofnari mannlífinu á næstu öld?
Samruni tœkninnar
við manntífið
SVAR spurningarinnar hér að ofan er einfaldlega já, af því að þannig var
það alla síðustu öldina. Þegar vel verður liðið á 21. öldina verður ekki
alltaf hægt að gi'eina vel í sundur hvað af einhverju fyrirbrigði er lifandi
maður og hvað tækni. Ekki einasta að þeir sem sjúkir eru eða ófærir um
eitthvað beri tæknina á sér eða í, manngerða
hluta líffæra nánast hvar sem vera skal í lík-
amanum, heldur á það einnig við um hinn
fullfríska mann. Hún stjórnar verulegum
hluta lífs hans og gerir honum það auðveldara
fyrir, eða að hann verður þræll hennar.
Þessi þróun er þegar hafin, en á aðeins eft-
ir að verða miklu altækari en orðið er.
Þróunina má einkenna með orð-
unum: Minna, þægilegra, ódýr-
ara. - Kannski má bæta við orðinu:
ágengara. Þegar er svo komið að
herskarar Vesturlandabúa gefa líf
^mmmmmmmm sitt tækninni á
vald, hvort sem
það er tölva
eða sjónvarp.
En gera má
sjónvarps-
skjáinn að
fulltrúa
þeirrar
þróunar
sem koma skal. Skjárinn
byggist á bakskautsgeisla-
lampanum, sem var fund-
inn upp árið 1897, og er
því fornaldartæki miðað
við það hvað allt þróast
ört að öðru leyti. Hann
verður innan skamms
fornaldargripur sem sést á söfnum.
Smækkun hans má þegar sjá í formi
vökvaristallsskjáa, svo sem á ferða-
tölvum. í endalausri smækkun tölv-
unnar og skjásins má sjá glöggt
dæmi um sambræðslu mannslíkam-
ans og tækninnar. Hún heldur
áfram uns við tjáum okkur við um-
hverfið með augnaráði okkar og
skjá sem verður settur yfir augu
okkar í líki gleraugnalinsu. Það sem
ehirEgill
Egilsson
er sem stendur mús á tölvuskjá
kann að verða veikur leysigeisli sem
fellur á örlítinn spegil sem er
græddur á homhimnu augans og er
þar með stjórnað með augnhreyf-
ingu. Manni með slíkan útbúnað er
óþarft að sjá í kringum sig. Islensk
náttúra birtist honum innan á
gleraugnaskjánum og hann
þarf ekki að ómaka sig upp í
Þjórsárver.
Annað sem er skammt í og
auðvelt verður að tölvuvæða
er allt í sambandi við heimil-
ishald. Rafræn viðskipti
hvers og eins manns við fjár-
málastofnanir og aðra eru
þegar að verða staðreynd.
Oryggisgæsla, stjórnun á
orkubúskap hússins, hita og
rakastigi, kælibúnaður heimilisins,
matarinnkaup og skipulag fæðis út
frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Opni
menn ísskápinn birtist þeim skipun
tölvu um hvað æskilegt væri að
borða, hvað sé til af hráefni í það,
hvernig eigi að matreiða það og
hva<3 vanti af hráefni í það á heimil-
ið. f stað innkaupaferðar, er listinn
um það er skortir sendur matvæla-
dreifingaríýrirtæki með því að ýta
á þrjá takka. Það skilar því er þarf
á heimilið á fimmtán mínútum. Það
vantar einungis upp á að hægt sé að
senda matvörurnar heim til okkar
með ljósleiðara, en sjálfsagt kemur
að því.
Þegar menn kynna sig er það að
vísu undir nafni, en kennitala má
fylgja, og menn hafa ekki fullkynnt
persónu sína nema þeir nefni tækni-
búnaðinn sem hlaðið hefur verið í og
á líkamann, hugbúnaðinn fyrst og
fremst. Egill Egilsson: Kt. 25-
o.s.frv. Tæknihugbúnaður frá
SSMC (Soft-Super-Micro Cor-
poration).