Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 11
10 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 B 11 í LANGFERÐABÍL á leið austur yfir ijall. DADA hefur dvalið hérlendis hátt á þriðja ár, á vegum An- anda Marga, alþjóðlegrar frið- ar- og yogahreyfingar. Starf hans felst í að kenna yoga og hugleiðslu en einnig býður hann þeim aðstoð sem eiga um sárt að binda. Hann vill verða að liði í samfélaginu og trúir að yoga sé rétta leiðin til að láta sér líða vel. Dada er ríflega fertugur, fæddur í Equador en fluttist fjögurra ára gamall með fjölskyldunni til Filipps- eyja þar sem hann ólst upp í borg- inni Bacolod. Hann var skírður Manuel Fajardo að kaþólskum sið en líkt og aðrir munkar Ananda Marga, er hann kallaður Dada sem þýðir eldri bróð- ir á sanskrít. Nunnur hreyfingarinn- ar eru á sama máta kallaðar Didi. Þegar hann gerðist munkur var honum gefið nafnið Ashiish Ananda; sá sem hlotið hefur blessun Guðs. Dada, svipað og sendiherramir, veit ekki hvert hann verður sendur næst, né hversu löng dvölin verður. Yoga þýðir sameining Eins og slanga liggur hann á gólf- inu með hálsinn og brjóstkassann reigðan hátt á loft. „Cobraæfingin styrkir hjartað og er gagnleg kon- um með tíðarverki,“ útskýrir hann fyrir viðstöddum. Þetta er fyrsti yogatíminn á Lind- argötu 11 og nokkrir lærlingar sitja í lótusstellingu á gólfinu. Dada gerir æfingar og útskýrir gagnsemi yoga. „Orðið kemur úr sanskrít og þýðir sameining,11 segir hann. „Yoga er leið til sjálfshjálpar en ástundun getur læknað ýmsa kvilla, andlega og líkamlega. Yoga og hugleiðsla er okkur nauðsyn í hröðu nútímasam- félagi. Yoga er heimspeki. Yoga er lífsstíll." Dada lifir öðruvísi en við eigum flest að venjast; hann er græn- metisæta, hugleiðir fjórum sinnum á dag og gerir yogaæfingar. Hann tekur lítinn þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu; hann lætur launin rétt duga fyrir mat og húsaskjóli og ekki á hann bíl, bara reiðhjól. Hann stundar ekki skemmtistaði en finnst gaman að fara í sund, horfa á sjón- varpið og elda mat. Litlum fjárhæð- um eyðir hann í fatnað, gengur alla jafna í munkaklæðum Ananda Marga; appelsínugulum kyrtli og með vefjarhött. Liturinn er tákn fórnar og þjónustulundar. Gott að fara í nasabað Kennslustund í yoga og hug- leiðslu heldur áfram: „Líkaminn á að vera hreinn þegar yogaæfingar eru stundaðar. Ef ekki gefst kostur á að fara í bað nægir hálft bað,“ seg- ir Dada og lítur á okkur stórum brúnum augum. Skola skal tiltekna líkamshluta eftir kúnstarinnar regl- um; „skvettið vatni á augnlokin tólf sinnum til þess að kæla heilann og farið í nasabað en þá er vatn sogað inn um nefíð og út um munninn. Með því að kæla líkamann á þennan hátt næst betri hugarró og afslöpp- un fyrir hugleiðsluna.“ Dada kemur enn á óvart. Þegar asanas sem eru yogaæfingar, eru stundaðar, segir hann að anda eigi með vinstri nasaholu en unnt er að beina súrefnisflæðinu þangað með því að leggjast endilangur á hægri hliðina. „Við andlegar æfingar á vinstri nasahola eða báðar að vera virkar en súrefni skal flæða um þá hægri eftir máltíðir til að koma meltingunni á gott skrið.“ Dada kennir tantra-yoga sem upprunnið er á Indlandi fyrir um 7.500 árum. Tantra-yoga segir hann vera sambland af öllum öðrum teg- undum yoga. Nemendur fá síðan að spreyta sig á æfíngunum, eftir að hafa gert til- raun til að fara í hálft bað og komið súrefnisflæðinu á skrið í vinstri nasaholu. Að æfingum loknum tekur Dada upp gítarinn og kyrjar Babanam kevalam sem er mantra og þýðir á sanskrít Guð, sá sem er okkur kærastur. Dada vill að nemendur taki undir því laglínan er einfóld. Svo leggjast allir á dýnur með teppi yfir sér og hugleiða. Þögnin er alger. Yoga á elliheimilin Augun opnast og Dada býður upp á te. „Ég hef nægan tíma, ólíkt Is- lendingum sem eru alltaf að flýta sér,“ segir hann. Reglulega heldur Dada yoga- og hugleiðslunámskeið á Lindargöt- unni. Einnig hefur hann boðist til að kenna blindum, áfengissjúklingum og ellilífeyrisþegum yoga og hug- leiðslu en hefur hingað til haft lítinn árangur sem erfiði. Líkur eru þó á því að alnæmissjúklingar njóti handleiðslu hans næstu vikumar. „Það er eins og Islengingar séu feimnir við að þiggja aðstoðina, kannski af því hún kostar ekki neitt,“ segir Dada. Um nokkun-a mánaða skeið heim- sótti Dada vistmann á Meðferðar- heimilinu Sogni og kenndi honum yoga og hugleiðslu. Mikilvægt að borða rétt fæði Nokkru síðar hittumst við aftur og þá í eldhúsinu á Lindargötunni. Það er matarboð og á boðstólum er „inkastuff* að hætti hússins. Við borðum quinoa, með salti og smjöri, ásamt spínati og linsubaunum sem soðnar eru í kókosmjólk. Allt er þetta kryddað með engifer, papriku, svörtum pipar og garam masala. „Þetta er réttur sem þeir borða í Chile,“ segir Dada brosmildur að vanda. Dada er lista- kokkur og lofar hálfpartinn áð halda matreiðslunámskeið fyrir áhugasama seinna meir. A yoganámskeiðum talar hann um mikilvægi þess að borða græn- metisfæði og sleppa kjötáti. „Þarm- ar í meltingarvegi rándýra eru mun styttri en hjá manninum og jurtaæt- um yfirleitt. Það tekur okkur til að mynda um 4 daga að melta kjöt en rándýrið aðeins einn eða tvo daga. Kjötið velkist of lengi um í manns- líkamanum og getur því verið heilsuspillandi." A bannlistanum hjá honum eru einnig sveppir því þeir nýta sér ekki sólarorkuna til næringar heldur úr- gang. Dada mælir að auki hvorki með lauk- eða hvítlauksáti því sam- kvæmt læknisrannsóknum hækka þeir sýrustigið í maganum og það getur valdið margs kyns sjúkdóm- um. „Laukurinn er of sterkur fyrir okkur og getur valdið geðvonsku. Það þarf ekki annað en að skera hann til að fá tár í augun.“ Um það bil tvisvar í mánuði fastar Dada í sólarhring. „Það gera allir munkar og nunnur Ananda Marga, fyrst þegar tunglið er fullt, síðan ell- efu dögum síðar. Fastað er að nýju í nýju tungli og síðan aftur eftir ellefu daga.“ Föstuna segir Dada vera góða leið til að hreinsa líkamann, hvfla meltingarfærin og halda hug- anum í jafnvægi. Á GANGI í snjónum á Laugavegi. VANDRÆÐAGANGUR með vefjarhöttinn er stundum töluverður. Líht oð sendiherrarnir veit honn hvorhi hvert honn verður sendur nsst né hve löng dvölin veröur. NAUÐSYNLEGT er að kunna réttu handtökin. Heima á Filippseyjum Dada var sextán ára þegar hann kynntist Ananda Marga og hóf fljót- lega að ferðast um Filippseyjar og halda fyrirlestra um yoga og hug- leiðslu. Eftir tveggja ára sjálfboða- vinnu fyrir hreyfinguna, söðlaði hann um og vann í bókabúð um tíma, var fiskimaður á litlum árabát í nokkra mánuði, og síðar plötusnúður á diskóteki. „Þá eyddi ég öllum mín- um peningum í áfengi og fót og smám saman leiddist ég út í eiturlyf. Sá lífsstíll hentaði mér ekki til lengdar. Mér tókst að snúa við blað- inu og gekk aftur til liðs við Ananda Marga. Ég hóf háskólanám, lagði stund á fjölmiðla- og félagsfræði en hætti því eftir tvö ár og ákvað að gerast munkur. Sú þjálfun tekur ríf- lega tvö ár, fyrst á Filippseyjum, síðan á Indlandi." Dada hefur undanfarin ár starfað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.