Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ) ,NAMASGAR“ segja félagar í Ananda Marga. fyrir hreyfínguna víða um heim, meðal annars í Suður-Ameríku og kennt yoga og hugleiðslu og síðar í Austur-Evrópu. Frá Póllandi var hann sendur hingað til lands. Dada segist ekki sjá eftir neinu frá fyrra líferni. í gamla daga átti hann kærustu en nú lítur hann svo á að allur heimurinn sé sín fjöl- skylda. „Namasgar" segja félagar i An- anda Marga þegar þeir hittast. Samtímis leggja þeir hendur sam- an, fyrst við andlitið í augnhæð og síðan við hjartastað. „Eg heilsa guðdómnum í þér af heilum hug.“ Dada segir félaga í Ananda Marga vera fáa á íslandi en margir eru viðloðandi starfið á einhvern hátt. Hreyfíngin var stofnuð árið 1955 af Indverjanum Ananda Murti, heimspekingi og tónskáldi, sem lést fyrir nokki-um árum. An- anda þýðir á sanskrít eilífur friður og Marga þýðir leið. Ananda Marga er ekki trúarbrögð, segir Dada, „minn guð er sá sami og þinn og allra annarra“. Hreyf- ingin byggist á andlegum grunni og félagsmenn sinna margs konar samfélagsþjónustu um allan heim. í Rúmeníu er til að mynda rekinn skóli og munaðarleysingjahæli. I Ananda Marga eru allir ein al- Indverjinn Ananda Murti stofnaði Ananda Marga drið 1915. heimsfjölskylda, að sögn Dadas, „allir eru bræður og systur og því er ekki til stéttamunur eða kyn- þáttafordómar“. Kemur til dyranna eins og hann er klæddur Dada talar ensku en er að læra íslensku því hér líður honum vel. Ef hann ílengist hefur hann hug á að sækja um ríkisborgararéttindi. „Island er kjörinn staður fyrir mig, vatnið ferskt og loftið gott og Reykjavík er lítil borg sem gott er að vinna í. Það verður svo mikið úr deginum.“ En hvers vegna skyldum við treysta honum fyrir líkama og sál? „Eg kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að predika eitt eða neitt. Eg kynni fyrir fólki ákveðinn lífsstíl sem það síðar tek- ur ákvörðun um hvort það vill til- einka sér. Þeirra er valið.“ KENNSLUSTUND í yoga og hugleiðslu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.