Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndað klukkan 6 að morgni HVERJUM kæmi til hugar að þessi ljósmynd, sem hér blasir við augum væri tekin klukkan sex að morgni. Að vísu var þetta að vori til. í sjálfum maímánuði, sem er undurfagur, eins og segir í Ijóði því sem Frans Schubert samdi sitt alkunna lag við, Im Wunderschönen Monat Mai“. Þessi hópur, sem stendur á tröppum Safnahússins við Hverfisgötu, er samankominn í tilefni þess að Loftur Guðmundsson ljósmyndari er til þess kvaddur af stjórnendum Lands- síma Islands að festa á filmu mynd af starfsfólki stofnunarinnar. Heimt- ur mega teljast góðar þegar tekið er tillit til tímans, morgunstundar með gull í mund. Að vísu svaf einn starfs- manna yfír sig og kom ekki fyrr en myndatöku var lokið, þá saknar margur Magnúsar Þorlákssonar næturvarðar „Magnúsar á miðstöð“, sem var nafnkunnur og minnisstæð- ur starfsmaður. Ekki munu margir til frásagnar um myndatökuna. Þó er þessi minn- ing ljóslifandi í huga Katrínar Helgadóttur, er síðar varð skóla- stjóri Húsmæðraskólans. Hún er númer 10 á myndinni. Katrín hlær dátt þegar hringt er til hennar og hún beðin að rifja upp myndatökuna. „Þær voru ekki lengi að stilla sér upp í fremstu röð,“ segir hún um stallsystumar, sem standa prúðbún- ar, rétt eins og þær séu klipptar út úr tískublaði. Dagmar Dahlmann númer 23 kvað til Katrínar Helga- dóttur þetta ljóð: Leiki við þig lán og gengi lifðu bæði vel og lengi alls hins besta ann ég þér. Ef þín skyldi ungur, stilltur efnilegur biðja piltur þá blessuð mundu að bjóða mér. (Heimild „Stelpumar á stöðinni" (Ásthildur G. Steinsen)) Katrín Helgadóttir segir að sér sé enn í minni upphlaup sem varð er starfsfólk Símans lagði niður störf í verkfalli. „Það er eina verkfallið, sem ég hef tekið þátt í,“ segir hún. „Þá kom Olav Forberg símstjóri þar sem við stóðum í hóp, símastúlkumar. Meðal þeirra var Ebba Gísladóttir. Forberg spurði undrandi: „Og þér líka?“ „Já, það er víst,“ svaraði Ebba.“ Þessi bjarti maímorgun er enn ljóslifandi í huga Katrínar. Hún seg- ir velkomið að rifja upp þessa löngu liðnu tíð, en þessa stundina er hún að búa sig undir að taka á móti systur sinni 94 ára gamalli, sem er send heim af sjúkrahúsi svo 92 ára gömul systir hennar geti hjúkrað henni með kærleiksríkum höndum (svona er Island í dag) Katrínu er þakkað fyrir greið og góð svöi' og síðan tekið til og treyst á minni og hjálpai-gögn sem tiltæk eru. Elínborg Gísladóttir númer 49 var oft kölluð Ebba góða. Hún var móð- ursystir Olafs Davíðssonar ráðu- neytisstjóra. Ebba var einstaklega góðviljuð og greiðvikin í starfi. Vildi ógjarnan slíta samtali fyrr en vandi viðskiptavinar væri leystur. Hún minntist þess að rauðar perur voru við númer óþolinmóðustu símnot- enda áður en sjálfvirka stöðin tók til starfa. Meðal þeirra voru Ólafur Thors og Stefán Thorarensen. Þetta er Charleston-tíminn. Sesselja Fjeldsted er númer 7. Hún 1 Baldvin Jónsson, 2 Klara Helgadóttir, 3 Hafliði Jónsson, 4 Guðmundur Sigmundsson, 5 Sigríður Helga- dóttir, 6 Sólveig Matthíasdóttir, 7 Sesselja Fjeldsted, 8 Lára Sigurðardóttir, 9 Matthildur Petersen, 10 Katrín Helgadóttir, 11 Jenný Guðbrandsdóttir, 12 Magnea Jóhannesdóttir, 13 Elín Hafstein, 14 Ásta Jó- hannesdóttir, 15 Kristín Sigurðardóttir, 16 Ágústa Hallgrímsson, 17 Jón Ivars, 18 Sofía Daníelsson, 19 Andrés G. Þormar, 20 Jónína Blumenstein, 21 Sigríður Sigurbjarnardóttir, 22 Kristín Björnsdóttir, 23 Dag- mar Dahlmann, 24 Eyþóra Thorarensen, 25 Unnur Eggertsdóttir, 26 Kristín Guðjónsdóttir, 27 Þórdís Dan- íelsdóttir, 28 Dóra Magnúsdóttir, 29 Ragna Jónsdóttir, 30 Þórir Tryggvason, 31 Guðjón Bárðarson, 32 Jónas Eyvindsson, 33 Jón Hallgrímsson, 34 Steindór Björnsson, 35 Eggert Jónsson, 36 Ingólfur Andrésson, 37 Sigurður Runólfsson, 38 Gunnar Ólafsson, 39 Eggert Ketilbjarnarson, 40 Ingibjörg Thorarensen, 41 Vil- borg Björnsdóttir, 42 Ingibjörg Þórðardóttir, 43 Herdís Maja Brynjólfsdóttir, 44 Guðmundur Hlíðdal, 45 Guðmunda Jónsdóttir, 46 Olav Forberg, 47 Ásta Thorstensen, 48 Gróa Dalhoff, 49 Elínborg Gísladóttir, 50 Gísli J. Ólafsson, 51 Helga Finnbogadóttir, 52 Snjólaug Sigurðardóttir Bruun, 53 Gísli Brynjólfsson, 54 Jónina G. Sigurðardóttir, 55 Ásta Jónsdóttir, 56 Guðný Sigmundsdóttir, 57 Rfkey Guðmundsdóttir, 58 Lára Einarsdóttir, 59 Torfhildur Dalhoff, 60 Halldór Iiólm, 61 Sigríður Matthíasdóttir, 62 Magnús Richardsson, 63 Viggó Snorrason, 64 Sigurgrímur Stefánsson, 65 Sigurður Jónasson, 66 Unnur Þorsteinsdóttir, 67 Hans M. Kragh, 68 Ingólfur Einarsson, 69 Ásmundur Magnússon, 70 Daníel Jóhannsson, 71 Karl Matthíasson, 72 Halldór Helgason, 73 Snorri Arnar, 74 Hallgrímur Matthíasson, 75 Ragnar Sigurðsson, 76 Gunnar Bach- mann, 77 Halldór Skaftason, 78 Karl Jensson og 79 Sigurður Dahlmann. er amma Ólafar Rúnar Skúladóttur sjónvarpsþulu. Sigurður Guðbrands- son mjólkurbússtjóri í Borgamesi heimti hana heim í hérað að prýða Borgarnes. Magnea Jóhannesdóttir leikkona, síðar eiginkona Magnúsar' Ágústs- sonar læknis; númer 12, móðir Guð- rúnar er stýrir af skörungsskap inn- ritun á heilsuhælið í Hveragerði. Magnea leikkona er gi-einarhöfundi minnisstæð. Á unglingsárum var Iðnó, samkomuhúsið við Tjörnina, sem annað heimili. Þangað lágu sporin að loknum vinnudegi. For- maður Leikfélags Reykjavíkur var þá um skeið góðkunnur gamanleik- ari, Haraldur Á. Sigurðsson. Magnea var þá eiginkona hans. Jafnframt lék hún ljóshærðar dísir í leikritum Emils Thoroddsens og Indriða Waage, frænda Haralds. Magnea var góðviljuð og viðmótsþýð. Saman buðu þau ungan félaga velkominn í félagsskapinn. Þau hjón, Haraldur og Magnea, stofnuðu bú að Litlu Drageyri í Skorradal. Haraldur sagði svo frá síðar. „Það er til enskt máltæki, sem segir: ,An apple a day keeps the Doctor away.“ Eg trúði al- veg á þetta og keypti mér kassa af eplum. Daginn eftir kom læknirinn og tók frá mér konuna." Það var Magnús Ágústsson héraðslæknir í Borgarfirði sem kvæntist Magneu. Gott var að heimsækja þau hjón á fagurt heimili þeirra á bökkum Varmár í Hveragerði. Njóta gest- risni þeirra og alúðar. Hlýða á hljómfagran söng húsbóndans. Við Máni Sigurjónsson hljóðrituðum þá samsöng góðvinanna, Bjama Bjarnasonar frá Geitabergi og Magnúsar frá Birtingaholti við und- irleik dóttur Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara. Söng þeirra félaga var síðan útvarpað. Frú Magnea hafði oft samband símleiðis á seinni árum. Ræddi þá dagskrárefni út- varpsins og lagði gott til mála. Hún var lengi öflug stoð leikstarfsemi í Hveragerði. Góðvild Magneu og list- rænn áhugi lifir í minni samferða- manna. Vilborg Bjömsdóttir númer 46 var frá prestssetrinu fagra, Laufási við Eyjafjörð, systir Jóns Bjömssonar bankamanns, góðvinar og starfsfé- laga í Útvegsbankanum. Leitun mun að dyggari starfsmanni en Vilborg var. Eyþóra Thorarensen, 24, eigin- kona Hendriks Thorarensen gjald- kera Útvegsbanka. Eyþóra var kom- in af Eyþóri Felixsyni, nafnkunnum kaupmanni og gestgjafa í Reykjavík. Hét raunar nafni hans. Hún var glæsileg kona og piýddi hvern hóp. Asgeir forseti og Eyþóra voru bræðraböm. Herdís Maja Brynjólfsdóttir varð eiginkona Valdimars Sveinbjöms- sonar leikfimikennara Menntaskól- ans, er númer 43, móðir Sveins Hauks lögfræðings og Magnúsar forstjóra Póla. Dóra Magnúsdóttir er númer 28. Móðir Jóns Magnús- sonar lögmanns Landhelgisgæslunn- ar og Theodórs, listamanns og slökkviliðsmanns. Ekki má gleyma karlmönnunum. Andrés Þormar leikritaskáld og aðalgjaldkeri. Stétt- vís maður og staðfastur. Foringi verkfallsmanna, sigursæll í braut- ryðjendastarfi. Hann er númer 19. Segist hafa fengið á sig bolsvévika- orð f>TÍr forgöngu í verkfalli síma- manna. Baldvin Jónsson, dótturson- ur Benedikts á Auðnum, er númer 1. Hann var hugkvæmur uppfinninga- maður. Smíðaði dúnhreinsunarvél. Starfrækti hljóðritunarstofuna Bylgju, hljóðritaði raddir, söngva og hljóðfæraleik. Steindór Bjömsson frá Gröf er númer 34. Hann var fjölhæfur hug- sjónamaður. Frábær foringi í sam- tökum góðtemplara. Lengi efnis- vörður Landssímans. Eyddi tóm- stundum öllum að hugsjóna- og menningarstarfi. Iþróttum, leikstarf- semi og hvers kyns hollum og menntandi greinum. Fjölmennur barnahópur hans setti svip á félagslíf þriðja og fjórða áratugar. Hafliði Jónsson er nr. 3. Hann var góðkunningi flestra Reykvíkinga. Þúsundir þekktu Hafliða frá dyra-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.