Morgunblaðið - 21.02.1999, Page 14
,44 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Rótari
/ /
Agúst Agústsson, Gústi rótari, hefur lengi
verið samstarfsmaður helstu tónlistar-
manna landsins. Hann hefur lifað við-
burðaríku lífí og kann frá mörgu að segja.
Olafur Ormsson ræddi við hann um feril-
inn og kynni hans af heimskunnum tónlist-
armönnum sem hafa komið fram á Broad-
-----------------t-----------------------
way og Hótel Islandi á liðnum árum.
GÚSTI er fimmtíu og
þriggja ára. Hann er rétt
rúmlega meðalmaður á
hæð og lítt breyttur frá
því fyrir um þijátíu og
fimm árum þegar við vorum sam-
starfsmenn hjá Sambandi íslenskra
samvinnufélaga og æska sjöunda
áratugarins upplifði bítlaæðið.
Gústi er dökkhærður og greiðir
ekki ósvipað og Presley sjálfur þeg-
ar hann var á hátindi frægðar sinn-
ar. Hann er dálítið farinn að grána í
vöngum og það kæmi mér ekki á
óvart að briUjantmið væri á sínum
stað. Sléttgreitt hárið og snyrti-
' mennskan og hlýtt viðmót gagnvart
samferðafólki hafa löngum einkennt
Gústa, einnig greiðvikni, nákvæmni
og vandvirkni í öllu sem hann tekur
sér fyrir hendur.
Hann heitir fuliu nafni Ágúst
Agústsson og er betur þekktur undir
nafninu Gústi rótari. Langt er um
liðið síðan hann steig ofan af lyftar-
anum hjá vörumóttöku Sambandins
við Geirsgötu og nýtt tímabil hófst í
lífi hans. Hann fór til starfa í svið-
ljósum öldurhúsanna, sem rótari hjá
einni minnisstæðustu hljómsveit
bítlatímabilsins, Flowers, og síðar
hjá helstu ofurhljómsveit Islands-
sögunnar, Trúbroti. Mörg undanfar-
in ár hefur Gústi starfað á veitingar-
stöðum í eigu Ólafs Laufdals. Gústi
hefur kynnst nokkrum heimsþekkt-
um skemmtikröftum.
„Ég er fæddur í Reykjavík árið
1945. Ég man þó fyrst eftir mér í
Vestmannaeyjum, en þar var ég tvö
sumur hjá ömmu minni. Faðir minn
var að stækka húsið við Hverfisgöt-
una þar sem ég ólst upp og rétt á
meðan þær framkvæmdir voru í
gangi dvaldi ég hjá ömmu í Vest-
mannaeyjum. Fyrst man ég eftir
mér í húsi á æskuheimili mínu við
Hverfisgötuna fjögurra til sex ára.
Ég var í þessum skólum þama í
nágrenni við æskuheimili mitt. I
Grænuborg, sem var íyrsti ísakskól-
inn og er nú við Skaftahlíðina. Ég
byijaði þar í bamaskóla og svo fór
. ég í Austurbæjarskólann, síðan í
Lindargötuskólann og þaðan í verk-
námið sem var í Brautarholti. Það
var gagnfræðaskóli, þriðji og fjórði
bekkur. Þaðan Iá svo leiðin í Verzl-
unarskólann í deild sem var nefnd
hagnýt verzlunar- og skrifstofustörf.
Ég lauk þó ekki námi í Verzlunar-
skólanum en fór að vinna hjá Pósti
og síma þar sem pabbi hafði unnið
lengi. Ég byrjaði sem sendisveinn og
fékkst auk þess við alls konar við-
gerðir. Það em miklir smiðir í minni
ætt, afi var bátsmaður, en bátsmenn
era smiðimir á skipum. Bróðir minn
er húsasmíðameistari. Guðjón Samú-
elsson, húsameistari ríkisins hér fyrr
á áram, er frændi minn, svo og þeir
Völundarbræður. Ég vann svo hjá
Pósti og síma í nokkur ár.
Ég fermdist í Hallgrímskirkju, í
gamla kómum sem var byggður
löngu á undan kirkjunni sjálfri. Þá
var verið að byggja Heilsuvemdar-
■'stöðina. Þama var Skátaheimilið og
gamli Valsvöllurinn. í Skátaheimilinu
fékk ég biljarðkjuðann minn sem ég
hef átt síðan. Við fóram nokkrir frá
Símanum að rífa niður ýmislegt inn-
anhúss, símastrengi og fleira, áður
en braggamir voru riftiir. Þar sá ég
þennan kjuða og karlinn, sem var
þama, sagði að ég mætti eiga hann.
Það var verið að henda öllu út og átti
að bijóta niður braggana daginn eft-
ir. Eg gekk í knattspymufélagið
Fram sem var skáhallt á móti Tóna-
bíói. Þar í kring var hverfið sem mað-
ur þvældist um á þessum tíma og þar
var bfijarðstofa í Einholtinu. Fjórðu-
bekkingar í Framliðinu spiluðu
margir biljarð og maður dróst inn í
það. Þama var piltur, tveimur áram
eldri, en ári á undan mér í skóla, sem
var byrjaður að spila biljarð. Hann
hafði góða reynslu í íþróttinni og ég
naut góðs af kennslu hans og var
kominn með dálítið forskot þegar ég
byijaði að fikta í biljarðinum sjálfur.
Þegar ég var sendisveinn hjá Pósti
og síma var aðal knattborðsstofa
bæjarins á Klapparstígnum og þar
var einnig sjoppa og ég var að send-
ast þangað fyrir karlana og notaði þá
stundum tækifærið og greip í kjuð-
ana með þeim sem þar voru að spila
og vora virkilega flinkir. Svo var það
eitt laugardagskvöld að verið var að
spila og einn að hætta og ég spurði:
Má ég vera með? Það var samþykkt
og ég vann fyrsta leik. Svo vann ég
tíu í röð. Næsta ár tók ég þátt í
fyrstu keppninni og vann. Arið eftir
var ég kominn í meistaraflokk. Upp
frá því varð biljarðinn helmingur af
ævi minni á móti músíkinni og er
enn. Ég hef nokkram sinum orðið ís-
landsmeistari og keppt erlendis. Þá
er ég sá eini hérlendis með þjálfara-
réttindi í biljarð og hef leiðbeint í
íþróttini bæði hér heima og erlendis,
jafnvel í Branei í Nýju Gíneu, en að-
allega þó nær okkur, t.d. í Noregi.“
Tónlistaráhugi
kviknar snemma
Varstu snemma farinn að hlusta á
tónlist?
„Já, ég byrjaði snemma að hlusta
á Kanann og Lög unga fólksins í
Ríkisútvarpinu. Svo brá fyrir nýjum
íslenskum lögum, sérstaklega í þætt-
inum Á frívaktinni. Manstu t.d. eftir
laginu Á sjó, með Þorvaldi Halldórs-
syni? Fyrstu rokkmyndimar komu
þegar ég var í öðram og þriðja bekk.
Ég sá þrjú bíó út um gluggann
heima, Áusturbæjarbíó, Stjömubíó
og Hafnarbíó. Ég sá meira að segja
útstillinguna á Stjömubíói. Ég man
eftir Rock around the clock með Bill
Haley. Þetta var Iíklega árið 1958
eða fyrr. Það kom hingað kvartett,
Delta Rhythm Boys. Þeir vora með
atriði á sviðinu sem þótti hneykslan-
legt og var skrifað um í blöð. Rokkið
þótti svo villt og framandi.
Lúdó og hljómsveit Svavars Gests
voru hljómsveitimar sem við fylgd-
um eftir. Þetta var á bíladelluáranum
og það var skylda að fara upp á Geit-
háls. Það vora sætaferðir frá BSI í
Hlégarð og troðfullar rútur um allar
SKEMMTISTAÐURINN Broadway er núna aðalstarfsvettvangur Gústa.
helgar. Helstu söngvarar vora Stebbi
í Lúdó, Garðar Guðmundsson, Steini
Eggerts, Mjöll Hólm, Siggi Johnie,
Einar Júlíusson, Guðbergur Auðuns-
son og Harald G. Fyrir utan sveita-
böllin og dansstaðina vora áhugamál
unglinga þá bflar, tónlist, bíómyndir
og íþróttir. Ég var t.d. mikið í hand-
bolta á Hálogalandi.“
Svo kemur bítlaæðið snemma
á sjöunda áratugnum?
„Já, þetta byrjar eiginlega með
Cliff Riehard og The Shadows. Það
var einskonar undanfari bítlaæðisins
þegar myndimar A Hard Day’s
Night og Help! komu í Tónabíó. Ég
uppgötvaði Bítlana þegar ég heyrði
From me to you í útvarpinu. Þetta
dæmi fer síðan allt saman í gang
með All my loving, I want to hold yo-
ur hand og She loves you. Árið 1965
byrjaði ég að safna plötum og keypti
þær í Hljóðfærahúsinu í Hafnar-
stræti og víðar, t.d. hjá „Dodda djúk-
box“ sem var með djúkbox í mat-
stofu Austurbæjar og á Austurbar
og hann hafði sambönd við Ameríkú.
Á þessum tíma átti ég bíl með spil-
ara undir mælaborðinu. Þegar Doddi
skipti út plötum úr boxunum fékk ég
hjá honum þær sem fyrir vora og
stundum líka nýjar plötur. Þannig
eignaðist ég gott safn af helstu
smellunum. Svo byijaði ég að stunda
Silfurtunglið sem var á hæðinni fyrir
ofan Austurbar. Það tók um 200
manns og var alltaf uppselt. Þar
réðu ríkjum tvær klíkur „The Wild
Things" sem sat við borð hjá sen-
unni. Hin klíkan kallaði sig
„Saklausu svallarana". Þarna spilaði
Toxic og Flowers byrjar 1967. Þegar
trommuleikaraskipti urðu í Flowers,
Rafn hætti og Gunnar Jökull kom í
staðinn, urðu eins konar kaflaskil og
krafturinn braust fram í íslenska
rokkinu."
Gústi gerist rótari
,4 nióti mér á Hringbrautinni bjó
rótari Flowers, Kjartan Agnarsson.
Þegar hann hætti bauðst mér starfið
og ég tók því.“
Er rótarastarfið er síðan þín aðal-
atvinna?
„Já, það má segja það. Um ára-
mótin 1968-69 tóku Flowers Silfur-
tunglið á leigu fyrir fastagesti sína.
Daginn íyrir gamlársdag voram við
Gunnar Jökull og Jónas R. staddir á
Brauðbæ við Óðinstorg. Jónas hafði
orð á því að hann væri kominn með
hálsbólgu og daginn eftir var hann
lagstur í rúmið með háan hita. Þá
var hringt í Björgvin. Hann kom,
reddaði kvöldinu og var ráðinn í
hljómsveitina stuttu síðar. Sigurjón
Sighvatsson hætti og fór í skóla. I
hans stað kom Jóhann Kristinsson
og þessi hljómsveit varð ein sú besta
þeirra tíma og tókst í kjölfarið að
skáka veldi Hljóma sem vinsælasta
hljómsveit unga fólksins.
Eftir hljómleika unga fólksins í
Austurbæjarbíói í mars 1969 var
haldið teiti í íbúð Flowers í Ljós-
heimunum. Þar kom það fyrst upp,
að mig minnir, að sameina Flowers
og Hljóma. Ég man að ýmsir voru
heldur óhressir með það sem var að
gerast og ósáttir við breytingar.
Karl Sighvatsson og Gunnar Jökull
gengu til liðs við Gunnar, Rúnar og
Shady Owens sem komu úr Hljóm-
um. Ég man alltaf síðasta kvöldið
sem Hljómar og Flowers spiluðu,
Flowers í Silfurtunglinu og Hljómar
í Glaumbæ. Þá vprum við, ég og góð-
ur vinur minn, Óttar Felix sem var
þá rótari hjá Hljómum, á þönum á
milli Silfurtunglsins og Glaumbæjar.
Trúbrot varð síðan til með Gunnari,
Rúnari, Shady, Jöklinum og Kalla
Sighvatssonar. Fyrsta ballið, þar
sem Trúbrot kom fram, var síðan í
júní 1969 og ég byrjaði þá með þeim
sem rótari. Trúbrot spilaði víða, t.d.
á Keflavíkurflugvelli og á sunnudög-
um í Glaumbæ, einnig á sveitaböll-
um. Svo kom það upp 1970 að Karl
Sighvatsson og Gunnar Jökull hættu
og Magnús Kjartansson og Ólafur
Garðarsson komu í staðinn. Síðan
kom að því að tímamótaverkið Lifun
var tekið upp árið 1971. Það var æft í
skúr á Laugaveginum, beint á móti
Landsbankanum á Laugavegi 77. Þá
höfðu Karl Sighvatsson og Gunnar
Jökull gengið í hljómsveitina að
nýju. Platan var síðan tekin upp í
frægum upptökusal í London. Og ár-
ið eftir var platan Mandala tekin upp
í Kaupamannahöfn.
Einn anginn af Hljómum vora
Lónlí Blú Bojs, sem m.a. fluttu hið
fræga lag Er ég kem heim í Búðar-
dal. Hljómsveitinni var hvarvetna
tekið með kostum og kynjum, sér-
staklega þó í Búðardal, þar sem
sveitarstjórnin tók á móti henni með
viðhöfn. I þessari ferð var hinn
landskunni meistarakokkur, Sigurð-
ur L. Hall, aðstoðarrótari og sviðs-
stjóri.
„Þegar við komum í Búðardal var
sveitarstjómin öll mætt til að taka á
móti okkur, ræður vora fluttar og
boðið til kaffisamsætis. Þetta var al-
veg meirháttar viðburður.
Fyrsti stórdansleikurinn var hins
vegar á Akureyri. Við keyrðum um
nóttina norður til Akureyrar og
komum í bæinn um morguninn. Þá
heyrðum við að verið var að segja frá
því í útvarpi að De Lónlí Blú Bojs
væra að keyra inn í bæinn. Allt var
þetta skipulagt af Baldvin Jónssyni,
umboðsmanni og „prómóter“ hljóm-
sveitarinnar. Sá maður var flinkur í
sínu fagi.“
Hvert er í stuttu máli hlutverk
rótarans?
„Þetta orð, „rótari“, er dregið af
enska orðinu „road“, vegur, menn-
imir sem era á veginum, eins og
Willie Nelson syngur í On the road
again. Það era túrarnir, mennfrnir
sem aka á þjóðvegunum milli
skemmtistaða. Maður hefur stund-
um þrætt landið og farið langar
vegalengdir á milli staða. Rótarinn
sér um öll hljóðfærin. Hljómlistar-
maðurinn sjálfur, t.d. gítarleikarinn,
leggur frá sér hljóðfærið að loknum
dansleik. Það er svo rótarans að sjá
um þegar komið er á næsta áfanga-
stað að allt líti nákvæmlega eins út
og gítarleikarinn skildi við það.
Hann gengur sem sagt að hlutunum
eins og þeir eiga að vera. Þetta tekur
á sig fast mót með þeim mönnum