Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ .^18 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 _____________ DÆGURTÓNLIST Listamaður á spilarann RAPPSVEITIN X-ecutioners hefur verið nokkuð í fréttum undanfaiið, bæði er að breiðskífa sveitarinnar vakti talsverða athygli og svo að einn liðs- manna, Roc Raida, kom hingað tillands og tryllti lýðinn með skrámun sinni Aðrir liðsmeíin X-eeutiohers eru þeir Rob Swift, Mista Sinista og Total Eclipse. A morgun kemur iyrsta sólóskífa Rob Swift. Þeir X-ecutioners félagar ei-u jafnan taldir með helstu plötusnúðum New York, en þeir notast ekki við rappara, heldur láta þeir nægja að setja saman tón- list úr verkum annarra, klippa niður og blanda saman frösum og stefjum úr ýmsum áttum. Fyi-sta breiðskífa þeiiTa félaga kom út fyrir skemmstu og í kjöl- far hennar gerðu þeir samn- ing við stórfýrirtæki um frekari útgáfu. I samningn- um var kveðið á um það að þeir mættu semja við aðrar útgáfur um sólóskífur ef þeim sýndist sem svo og fyrstur þeirra til að nýta sér það var Rob Swift. Rob Swift segir að það ætti ekki að koma á óvart í sjálfu sér að hann sé að gera sólóskífu og líkastil muni aðrir liðsmenn sveitarinnar gera slíkt hið sama. „Við erum það ólíkir við spilarann að sjálfgefið er að spreyta sig hver I sínu lagi, þó við munum halda áfram sem X-ecutioners í framtíðinnni. Ég var bara fyrstur til að semja um sólóskífu, gerði það þónokkru áð- ur en við gerðum samning við stórfyrirtæki sem sveit, þannig að það er nánast tilviijun að þetta gerist á sama tíma.“ Rob Swift segir að með honum bærist ýmsai- hugmyndir sem hann vilji viðra og prófa á fólki og hafi reyndar gert um hríð. „Þeg- ar unnið er í hljómsveit þarf æv- FRÁSKILIN Sam Coomes og Janet Weiss sem skipa Quasi. Uistamaður plötusnúðurmn Rob Swift- eftir Árno Motthíosson inlega að gera málamiðlanir og þegar hugmyndir i-ekast á verður framhaldið samkomulag; hljóm- sveitin gengur fyrir öllu og það hefur bæði kosti og ókosti. Ég á aftur á móti fjölmargar hug- myndir sem ekki hafa fallið að því sem við höfum verið að gera í sveitinni og þarf nú ekki að taka tillit til neins, get þróað þær eins og mér sýnist henta og ef ég ætla að þróast sem tónlistarmaður verð ég líka að fá að spreyta mig einn.“ Rob Swift segir að það sé mik- ið um ferska tónlist i New York nú um stundir og segir að ekki fari á milli mála að fólk sé farið að langa til að heyra eitthvað nýtt. „Menn hafa setið í sama far- inu svo lengi og einblínt á rappar- ann, en plötusnúðarnir hafa líka sitthvað til málanna að legga og ég held að fólk sé farið að átta sig á því.“ Rob Swift er ekki einn á skíf- unni, því hann er með hljómsveit með sér. Hann segist hafa rekist á írábært hrynpar á opnu kvöldi í klúbb í New York og þegar síðan stóð til að gera plötu bað hann þá að vera með. Þeir voru þá að vinna með gítarleikara og blásara og áður en varði var orðin til hljómsveit. „Það er sérstaklega gaman að vinna með hljómsveit og sýna fram á að plötuspilari er eins og hvert annað hljóðfæri. Ég verð líka var við það að fordóm- arnir gagnvai-t plötuspilaranum eru að hverfa, fólk er farið að átta sig á að spilarinn er eins og hvert annað hljóðfæri og það er list að spila á plötuspilara. Ekki má gleyma því að plötusnúðurinn gat af sér rapparann, málin eru kom- in í hring.“ Á plötunni eru ýmis lög sem Rob Swift hefur safnað að sér í gegnum tíðina, en hann segir reyndar að megnið sé hugmyndir sem hann hafí brætt með sér í gegnum árin og ekki farið í að koma þeim á blað fyrr en stóð til að taka upp skífuna. EKKI ER algengt að hjón séu saman í hljómsveit, hvað þá að þau séu ein í viðkomandi sveit. Enn færri dæmi eru væntanlega um það að fráskilin hjón séu saman í sveit, en því er þó þannig farið með sveitina bandarísku Quasi. Quasi er samvinnuverkefni þeirra Sam Coomes og Janet Weiss. Þau hafa bæði starfað í tónlist lengi, Coomes sem liðsmaður Donne Party og Weiss sem Uðsmaður Ed og síðar gæðasveitarinnar Sleater- Kinney. Þau Coomes og Weiss kynntust í tónhstinni á vesturströnd Banda- ríkjanna. Þau rugluðu saman reyt- um og fluttust til Portland þar sem þau stofnuðu sveitina Motor- goat með bassaleikara, en Cooes lék á Roxichord, frumstæðan hljóðgervil frá sjötta áratugnum og Weiss á trommur. Bassaleikar- inn hætti og þau ákváðu þá bara að vera ein, breyttu nafni sveitar- innar í Quasi og héldu sínu striki, gáfu meðal annars út smáskífur sem vöktu á sveitinni athygli. Brestir komu í hjónabandið eftir því sem á leið og endaði með skiln- aði. Þau hafa þó greinilega skilið í bróðerni því enn er Quasi starf- andi og sendi frá skér skífuna Featuring Birds fjTÍr skemmstu. Lögin á Featurmg Birds eru öll úr smiðju Coomes og fjalla reynd- ar um hljónabandið sem leystist upp og vonbrigði hans með lífið. Það gefur tónlistinni óneitanlega sérstakan keim að vita að konan hans fyrrverandi berji bumbur á skífunni, en einnig er hún skreytt með allskyns hljóðfærum, bjöguð- um gíturum, ástsjúkum lúðrum og svo má lengi telja. Áhrifamiklir Skotar ÞAÐ þarf sterk bein til að þola vel- gengnina, en sterkari til að stand- ast sinnu- og skeytingarleysi plötu- kaupenda. Skoska sveitin Pastels er komin á sautjánda árið og ekk- ert lát á þótt fáir þekki til hennar nema innvígðir. Pastels er ein áhrifamesta hljóm- sveit Skota og setti mark sitt á tón- listarþróun þar í landi á síðasta áratug þótt sveitinni hafi aldrei tekist að ná umtalsverðum vinsæld- um. Áhrif sveitarinnar má ekki síst skrifa á útgáfu hennar, 53rd and 3rd, sem kom af stað sveitum eins og The Jesus and the Mary Chain, The Shop Assistants, BMX Bandits og Soup Dragons. Sem hljómsveit mótaði Pastels vísvitandi naivíska tónlist, þar sem einfaldleikinn skipti öllu máli, að segja hlutina á sem einfaldastan og áreynsluminnstan hátt. Pastels var stofnuð í Glasgow 1982 af gítarleikaranum og söngv- aranum Steven Pastel, áður Steven McRobbie, gítarleikaranum Brian Superstar, áður Brian Taylor og trymblinum Chris Gordon. Gordon entist ekki lengi í sveitinni og reyndar hafa mannaskipti verið tíð. Langlíf Hljómsveitin Pastels á sautjánda ári. Um 1990 komst á sú skipan sem haldið hefur upp frá því, en auk Pastels eru í sveitinni Aggi Wright, sem syngur og leikur á bassa, og Katrina Mitchell, sem syngur og leikur á trommur. Þegar einfaldleikinn er aðalmálið gefst færi á að túlka tónlistina frek- ar eins og sannast á nýrri skífu, Illuminati: Pastels Music remixed. Þar koma við sögu ekki ómerkari sveitir en My Bloody Valentine, Stereolab og Third Eye Founda- tion, sem túlka Pastelslög á sinn hátt, en einnig leggja hönd á hnapp Kid Loco, Cornelius, Mouse on Mars, Cinema, John McEntire, Ian Carmichael, To Rococo Rot, Fut- ure Pilot AKA, Make Up / Mighty Flashlight, Flacco, Bill Wells og Jim ORourke. Vonandi verður það til að varpa frekara ljósi á sveitina og framlag hennar til skoskrar tón- listar. mMUSIKTILRA UNIR, hljóm- sveitakeppni Tónabæjar, eru framundan og skráning stend- ur sem hæst. Fyrsta tilrauna- kvöldið verður 11. mars og þá verður hljómsveitin Unuu sér- stök gestasveit. 18. mars verð- ur annað tilraunakvöld, með Ensími og Súrefni sem gesta- sveitum. Áður var skýrt frá því að Bellatrix og Jagúar myndu leika á þriðja kvöldinu 19. mars, en sökum anna Bell- atrix erlendis hleypur Sigur Rós í skarðið það kvöld. Stæner, sigursveit síðasta árs, og 200 naglbítar verða síðan gestasveitir síðasta undanúi- slitakvöldsins sem verður 25. mars, en þess má geta að 200.000 naglbítar tóku þátt í Músíktilraunum fýrir langa löngu. Urslitakvöldið verður svo 26. mars og þá leikur Botnleðja fyrir keppni og á meðan atkvæði eru talin. Skráning í Músíktilraunir stendur nú sem hæst og hefur á annan tug sveita þegar skráð sigtil þátttöku af öllu landinu. í síðustu tiiraunum var mikið um fi'amsækna danstónlist og drum ‘n bass, enda spegla tilraunirnar jafn- an það sem fram fer í bflskúr- um landsins. Þá komu eirinig fram rappsveith* og fróðlegt að heyra hvort verður ofaná að þessu sinni, rokkið eða rappið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.