Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ bíl fyrir fyrirtækið NIAT bv Breukelen um hálfs árs skeið. Hann sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá ævintýrum sínum í akstrinum, skoðunum sínum á umferðarmenningu og fleiru. flutningabílar á ferð hvern einasta sólar- ---------------7----------------------------- hring ársins. Oskar Hansson ók fiutninga- ÞETTA var „blind date“ Ég stóð á bflastæðinu við Borg- arkringluna og beið eftir að það kæmi stór hvítur leigubfll - og hann kom von bráðar. Allt kom heim og saman; í bflnum sat mjög snöggklipptur maður á miðjum aldri. Ég horfði á hann með athygli og fannst hann hafa augnaráð þess sem ýmislegt hefur reynt. „Líldega í senn varkár og tortrygginn en eigi að síð- ur gæddur vissri einlægni og heiðar- leika.“ Svona „sálgreindi" ég viðmæl- anda minn á örskotsstundu - maður er ekki lengi að því sem lítið er, ef svo ber undir. Hann steig út úr stór- um og kassalaga bflnum. „Oskar?“ sagði ég, „blaðamaðurinn!“ sagði hann og við tókumst í hendur. Því næst örkuðum við sem leið lá inn í Borgarkringluna. Það er að vísu ekki nein augljós leið þangað um þessar mundir, það er búið að grafa sundur gömlu leiðina og sú nýja liggur í gegnum anddyri Kringlukrárinnar. Spilakassamir þar glömpuðu glað- lega í salnum sínum þegar við geng- um framhjá og í Nýja kökuhúsinu var búið að loka fyrir gluggann sem áður var hægt sitja hjá og horfa með öðru auganu á mannlífið fyrir utan. Við settumst við innsta borðið og tók- um að ræða um veru Óskars Hans- sonar í Hollandi og störf hans þar fyrir nær tveimur árum. Hann ók m.a. flutningabflum um alla Evrópu í hálft ár og vann í stórgripasláturhúsi þar sem slátrað var allt að 2.000 stór- gripum á dag. Allt kom þetta tij af því að hann hitti hollenska konu. Ast- in er sennilega eitt áhrifamesta hreyfiaflið í mannlegu lífi. „Ég var í svitabaði í hálfan mánuð eftir ég fór að keyra trukk eða flutn- ingabfl fyrir fyrirtækið NLAT sem sérhæfir sig í flutningum fyrir flug- félagið Martin Air,“ segir Óskar þeg- ar við höfðum komið okkur fyrir með kaffi og kleinur. Það var ekki að ófyrirsynju að Óskar svitnaði - hann hafði ekki áður ekið á hraðbrautum í útlöndum og það getur verið villu- gjamt á ókunnum slóðum, ekki síst þegar leiðbeiningar allar eru á þýsku og kunnáttan í henni fyrst ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta kom þó allt og svo var hitt að ég var þarna kominn í draumastarfið. Mig hafði alltaf langað til þess að aka um Evr- ópu og ég sé ekki eftir að hafa gert þann draum að veruleika, þótt auð- vitað væri það ekki með öllu vand- ræðalaust," segir Óskar. „Fyrst eftir að ég kom út var ég raunar atvinnu- laus í tvo og hálfan mánuð og var aL veg að „fríka út,“ segir hann. í Hollandi er eðlilega ýmislegt öðru- vísi en á Islandi. Til dæmis er ekki til siðs að fólk fari inn í fyrirtæki og spyrjist fyrir um vinnu. Þar skrá menn sig hjá vinnumiðlun og bíða svo þess að hringt verði í þá - og það getur tekið sinn tíma eins og Oskar komst að raun um. Erfitt að fá vinnu í Hollandi Þótt Óskar svitnaði fyrstu vikum- ar í akstrinum á hraðbrautunum þá var hann ekki beinlínis illa undir hann búinn. Hann hafði ekki aðeins verið bflstjóri um árabil hér heima heldur virðist honum aksturshæfi- leikinn beinlínis í blóð borinn - ef marka má það að faðir hans var líka bflstjóri og allir fjórir bræður hans. Daginn sem hann varð sautján ái'a, vorið 1966, tók hann bílpróf og þrem- ur árum síðar tók hann meirapróf. „Faðir minn ók áætlunarbfl í Mos- fellssveit og þar er ég fæddur, við Lágafell," segir Óskar. Hann flutti sex ára til Reykjavíkur og fjölskyld- an flutti í Múlahverfi þar sem kallað var Herskálakampur. Þar reisti faðir hans hús um það bil beint fyrir ofan þar sem verslunarhús Gunnars Ás- geirssonar stendur nú við Suður- landsbraut. Eftir skólanám og sveitaveru fór Óskar fljótlega að aka vömbflum og vinnuvélum, „en árið 1989 fór ég að keyra rútur á sumr- in,“ segir hann og bætii- við að hon- um hafi líkað það starf mjög vel. „Ég skoðaði landið og fékk borgað fyrir það - og kynntist skemmtilegu fólki.“ Á veturna ók Óskar leigubfl, fyrst í sjö ár hjá öðram en svo fékk hann úthlutað leyfi og hefur eftir það ekið eigin bfl. Það var árið 1995 sem Óskar kynntist hinni hollensku konu, sem raunar er læknir í heimalandi sínu. „Ég fór í framhaldi af því út til Hollands til að þreifa fyrir mér með atvinnu og það fór eins og fyrr gat,“ segir Óskar. „Ég var nánast kominn með töskumar í hendumar og á leið heim þegar ég fékk starfið í slátur- húsinu. Ég var búinn að vera þar í tíu daga og orðinn nær handleggja- laus af öllum burðinum þegar hringt var í mig frá flutningafyrirtækinu í Breukelen og mér boðin vinna sem alþjóðabílstjóri. Þá ekur maður út um alla Evrópu og það er meirihátt- ar,“ segir Óskar og brosir. „Þetta var Airtraek sem ég fór að keyra og ég ók vöram á milli flugvalla í Evr- ópu. Þetta átti vel við mig, það er hálfgerð flökkunáttúra í mér. Áður en ég hóf aksturinn fór ég með kunn- ingja mínum í vikuferð, hann starfaði hjá þessu fyrirtæki og „reddaði" mér um vinnu þar líka. Við fórum til ítal- íu með tvo fokdýra Ferrari-bfla aftur í. Lagt var ríkt á við okkur að segja ekki eitt einasta orð um hvað væri í bflnum svo Ferrari-bflunum væri ekki stolið. Við fóram með bflana til Torino og þurftum að losa smávegis í Basil í Sviss. Þegar afgreiðslumenn- imir sáu Ferrari-bflana urðum við að keyra frá og innsigla, en við komum þó bflunum á áfangastað og tókum annan farm til baka. Við grínuðumst með að við hefðum þurft að fara með Ferrari-bflana þama niður eftir til þess að skipta um olíu á þeim. Strangar akstursreglur Ég keyrði stundum fyrir kunn- ingja minn í þessari ferð og get ekki neitað því að ég var „nervus" þegar ég ók í gegnum St. Bemharðsgöngin eftir örmjóum og hlykkjóttum veg- um og þurfti að mæta öðram bflum. ÓSKAR Hansson TUKKUR frá NIAT bv Breukelen. marka sekt. Ég gerði þau mistök öðra sinni, líka í Diisseldorf, að aka af stað þegar ég vaknaði efth- sjö tíma svefn, ég var gómaður og þetta kostaði mig sömuleiðis 40 mörk og mér var að auki fyrirskipað að taka mér 8 tíma svefnhvfld. Ég spurði hvort ég mætti ekki halda áfram, ég ætti bara hálftíma eftir í áfangastað en lögreglan sagði nei og útskýrði það þannig að ef þeir leyfðu mér að fara þá væri ferð mín algerlega á þeirra ábyrgð. Ég varð því að hanga þama í 8 tíma, ég sem var rétt vakn- aður eftir sjö tíma svefn. Sjónvarp og video vora í trakknum og ég horfði á bíómyndir þennan tíma.“ Umferðar menning Óskar lætur vel af umferðarmenn- ingu Hollendinga og Þjóðverja. „Svo kemur maður hingað heim og upp- götvar að hér er ástandið verra en í svörtustu Afríku,“ segir hann. „Ef menn ætla að aka fram úr öðrum bfl á hraðbrautum úti og gefa stefnuljós þá hliðra menn strax til. Ef þú gefur stefnuljós og vilt fara fram úr á veg- um hér þá keyra bflar helst í veg fyr- ir þig. Umferðarmenningin hér er á „lágu plani“. Tillitssemi þekkist varla hér en er mikil ytra.“ Óskar segist hafa komið að þar sem slys höfðu orðið á ferðum sínum um þjóð- vegi Evrópu en aldrei sjálfur séð slys verða. „En vissulega urðu þarna oft slys. Til að mynda voru einu sinni fimm bflar frá fyrirtækinu sem ég vann hjá á leið frá Frankfurt eftir losun á laugardegi. Einn bíll fór klukkan 11, annar klukkan 2 og um þijúleytið fór ég af stað til Amster- dam. Þegar ég kom þangað vora hin- ir bflarnir ekki komnir. Nokkra síðar kom sá sem fór klukkan 2 og hafði farið aðra leið. Þristurinn í Þýska- landi er lokaður fyrir flutningabflum á laugardögum frá hádegi til klukk- an fimm frá Köln að Oberhausen. Ég Morgunblaðið/Kristinn vissi þetta ekki en lenti á réttum tíma og slapp. Hinir fóru veg 55 og einn bflstjórinn sofnaði og fór út af. Hann fór sex metra niður, bfllinn fór á hliðina en vagninn sem hann dró var á hjólunum. Bflstjórinn slapp furðu vel og var þó ekki í belti. Við voram aldrei í belti. Þessum bflum er ekki ekið eins hratt og fólksbílum.“ Málaferli Ýmsum öðram ævintýram lenti Óskar í sem flutningabflstjóri. „Eitt sinn þegar ég kom til Stuttgart beygði ég til hægri við flugvöllinn en átti að beygja til vinsti'i. Ég endaði niðri í miðbæ. Þetta var mjög óþægi- legt ferðalag, fólk stóð og glápti á þennan stóra bfl troðast um í þröng smábfla. Svo sá ég bíl frá flugvellin- um, ég spurði bflstjórann hvar flug- völlurinn væri. Maðurinn hló og sagði mér að elta sig og fór með mig á rétt- an stað. Öðra sinni beygði ég vitlaust og tók það til bragðs að taka ólöglega U-beygju svo ég lenti ekki aftur í miðbænum. Bíllinn var léttur og allt gekk vel en svo heyrði ég hræðileg læti, ég hafði krækt aftanákeyrslu- vöminni á bflnum í skilti og braut það niður. Þegar ég fór að líta í kringum mig sá ég að ég var fyrir framan lögreglustöð. Mér leið ekki vel, forðaði mér hið skjótasta - og slapp. Annars var mér furðu lítið villugjamt. Merkingar era mjög góð- ar þama en það þarf að taka vel eftir skiltunum. Það er afdrifaríkt að taka vitlausar beygjur - menn þurfa þá venjulega að aka tíu til tuttugu kfló- metra til þess að geta snúið við. Mað- ur snýr þessum trakkum ekki svo auðveldlega, þeir þurfa sitt pláss. Bíl- stjórar flutningabfla era í vinnu nán- ast allan sólarhringinn. Þeir sofa sína átta tíma og keyra svo þess á milli. Þeir sofa í bflunum, í þeim er tvöfalt hús með koju. Maður læsir bflnum og fer að sofa. Þetta er ekki eins ein- Eftir að ég fór sjálfur að keyra var ég alltaf einn á ferð, við máttum raunar ekki hafa farþega og ekki taka puttalinga upp í, né heldur máttum við hafa farsíma. Strangar reglur era um keyrslu af þessu tagi ytra. Það má ekki aka nema fjóra og hálfan tíma, þá verður að stansa í 45 mínútur. Eftir það má aftur aka í fjóra og hálfan tíma og svo stansa í aðrar 45 mínútur. Síðan má aka í klukkutíma en eftir það verður að sofa í átta tíma, helst við bensínstöð vegna hættu á ránum. Ég heyrði um bflstjóra sem lagði sig á hvfldarplani, hann var barinn, rændur og drepinn. Við bensínstöðvar er alltaf fólk á ferli og lögreglueftirlit. Menn svífast neftiilega einskis til þess að ná farm- inum í flutningabflum. Ég heyrði tal- að um að dælt væri jafnvel gasi inn í bflana, bílstjórinn væri þannig svæfður og svo væri allt hirt úr bfln- um meðan hann svæfi. í öllum bflum af þessu tagi er skífa í hraðamælin- um sem skráir hraða og tímann sem bfllinn er á ferðinni. Lögreglan fylgist með að menn fari eftir settum reglum, hún á það til að stoppa bfla og fá að skoða mælana. Þetta er gert vegna slysahættu. Þegar ég heyrði um þetta héma heima fannst mér þetta „helvítis píp“, en þegar maður kynntist þessu og er að keyra sjálfur þá skilur maður þetta - þegar maður sér og heyrir um slysin á hraðbraut- unum. Hámarkshraði þessara bfla er 80 kflómetrar en yfirleitt era þeir keyrðir á 85 til 90 kflómetra hraða.“ I 45 mínútna hvfldartímunum fara bflstjórar yfirleitt og fá sér hress- ingu á bensínstöðvum. Ýmis atvik era Óskari eftirminnileg í sambandi við hina fyrirskipuðu hvfldartíma. „Ég var eitt sinn að koma frá Dús- seldorf og var stoppaður á þristinum (þjóðvegur A3) og þá vantaði klukkutíma upp á hina tilskipuðu 8 tíma hvfld. Ég þurfti að borgar 40 Á þjóðve Evrópu * A þjóðvegum Evrópu eru stórir og litlir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.