Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 B 7 ÓSKAR við trukkinn sem hann ók um Evrópu. manalegt starf og ætla mætti, maður hittir aðra bílsjóra á bensínstöðvun- um og víðar. Einu sinni á hvíldartíma við bensínstöð sá ég t.d. mann á frönskum bfl. Eg var með viskífleyg og veifaði honum framan í franska bílstjórann. Hann kom yflr til mín og við sátum saman og hlustuðum á kántrímúsík. Hann talaði frönsku og ég ensku og fór ágæta vel á með okk- ur. Um helgar áttu menn frí. Ef ekki voru pappírar í skúffunni minni þeg- ar ég kom á Schiphol fyrir helgi, þá mátti ég fara heim. Ef pappírar voru í skúffunni varð ég að taka aðra vakt. Kaupið var um 600 krónur á tímann þegar búið var að taka skatta. Eins og ég sagði áður var þetta mitt draumastarf en ég hætti eigi að síð- ur. Eitt sinn þegar ég var í fríi og vinkona mín var að vinna fór ég að bera saman launaseðlana mína og vinnuskýrslurnar og leggja saman vinnutímana. Þá sá ég að ég hafði verið hlunnfarinn um a.m.k. fimmtíu tíma á mánuði. Þetta hafði fyrirtækið gert þá sex mánuði sem ég hafði starfað hjá því. Ég ræddi við skrif- stofuna um þetta sem leiddi til þess að þegar sumarfríin voru búin þá var ég settur út í kuldann. Ég ræddi við aðra bílstjóra og komst að því að sumir þeirra höfðu aldrei séð launa- seðil þrátt fyrir margra ára störf hjá fyrirtækinu. Sjálfur var ég búinn að vinna í þrjá mánuði áður en ég fékk launaseðil og fékk hann aðeins að undangenginni talsverðri rekistefnu. Eftir að ég hætti á trukkunum fór ég aftur að vinna í sláturhúsinu og var þar í tæpa tvo mánuði. Þar kynntist ég strák sem benti mér á að ég gæti reynt að fá leiðréttingu mála minna gegnum réttarhjálp sem ríkið rekur. Nú á ég í málaferlum við flutningafyrirtækið sem ég vann hjá. Málið er fyrir dómstólum, fyrir- tækið hafði áður gengist inn á að borga mér það sem ég ætti hjá því en dró það svo til baka. Þeir gætu farið illa út úr þessu máli. Einu sinni vantaði bílstjóra. Ég var búinn að vinna og átti að hvíla mig en ég var eigi að síður beðinn að fara. I fram- haldi af því voru allir pappírar tekn- ir úr bílnum og nýir settir í staðinn þar sem stóð að ég hefði verið í fríi vikuna fyrir þetta. Þeir fólsuðu óhik: að pappíra ef þeim fannst þörf á. í þetta skipti var um að tefla að koma ávaxtafarmi á markað. Ég vissi að það tjóaði ekki að mögla, ef menn segja eitthvað þarna úti þá eru þeir bara kvaddir snarlega. Ég hafði ekki eiturefnapróf en var eigi að síður látinn aka eiturefnum. Það var ekki þægilegt. Mér sárnaði talsvart að þm-fa að hætta akstrinum. Þetta var mitt draumastarf og ég naut þess. Mér er í minni þegar ég var að keyra til Munchen eða Stuttgart og sólin var að koma upp - það var ævintýri lík- ast að sjá það. Skemmtilegast þótti mér að keyra í Sviss, það er svo fal- legt þar. Ég vildi gjarnan fara aftur að keyra um Evrópu en það er erfitt að fá slíka vinnu fyrir mann á mínum aldri, það er ódýrara fyrir atvinnu- rekendur að hafa ungt fólk í vinnu, það þarf minna að borga í trygging- ar fyrir það. En ég myndi ekki fara aftur að keyra nema í gegnum vinnu- miðlun. Ég fékk starfið hjá flutn- ingafyrirtækinu gegnum kunnings- skap og varð því að fara dómstóla- leiðina til að rétta hlut minn þegar á hann var gengið. Hefði ég verið ráð- inn gegnum vinnumiðlun hefði hún séð um allt slíkt og tryggt öU réttindi mín. Vinnumiðlunin tekur hluta af launum fólks til sín fyrir þessa þjón- ustu en ég er búinn að sjá að það borgar sig eigi að síður. Núna er ég að leggja drög að því að taka eitur- efiiapróf og komast í alþjóðaakstur- inn á ný. Ég hef von um að það takist kannski næsta sumar. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20. Hefst 4. mars. Yoga - breyttur Iffsstíll 7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann. Mán. og mið. kl. 20. Hefst 3. mars. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Spennulosandi jóga- stöður, öndunaræfingar, slökun, mataræði og lífsstfll. Yoga - fyrir þig Ingibjörg Sigurjónsdóttir heldur 4ra vikna grunn- námskeið í jóga á þriðjud. og fimmtud. kl. 16- 17 sem hefst 2. mars nk. Efni: • Spennulosandi jógastöður. • Öndunaræfingar. • Slökun. • Mataræði og lífsstíll. Engin reynsla af jóga nauðsynleg. Daníel Bergmann Ingibjörg Y06A# STUDIO Yoga - Tæki - Sauna - Polarity therapy Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. Petta frábícra kvcm nota keppcndurnir uni unpfrú Rcykjavík þcssa dajjana Súrefnisvörur Karin Herzog Kynningar í vikunni: Mánudagur kl. 14—18: Hraunbergs Apótek, Breiðholti. Hagkaup, Kringlunni. Þriðjudagur og miðvikudagur kl. 14—18: Hagkaup, Kringlunni. Fimmtudagur kl. 14—18: Apótekið Suðurströnd. Hagkaup, Skeifunni. Föstudagur kl. 14—18: Grafarvogs Apótek, Hverafold. Hagkaup, Skeifunni. Laugardagur kl. 14—18: Hagkaup, Smáratorgi. Dreifing: Solvin, s. 899 2947. SAMTOK iÐNAÐARINS Hallveigarstíg 1 • Pósthólf 1450 • 121 Reykjavík Sími 511 5555 • Fax 511 5566 • www.si.is ffUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: auglt@mbl.is fj) mbl.is -ALLTAf= 6777HVMÐ fJÝTT~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.