Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sinfónía eftir Pál P. Pálsson flutt á heimsmeistaramóti í skíðaíþróttum í Austurríki Bruninn á Isafirði harmóníuhljómsveit- inni í Osló. Ber Páll lof á hann. „Eg er mjög ánægður með stjórnandann, hann er góður tónlistar- maður. Hann hefur greinilega kynnt sér mína músík vel og hefur góðan skilning á henni. Það er mjög jákvætt. Eg heyri heldur ekki annað á honum en hann sé hrifinn af Norður- ljósasinfóníunni. Það hefur mikið að Páll Pampichler segja.“ Pálsson Ekki samráð við konung Páll segir heitið, Norðurljós, hæfa verkinu vel en svo skemmtilega vill til að Haraldur Noregskonungur, sem er sér- stakur gestur heimsmeistara- mótsins, afhenti Austurríkis- mönnum við upphaf þess forláta styttu með sama nafni. „Þetta er algjör tilviljun, við Haraldur höfðum ekki samráð með þetta,“ segir Páll og hlær. Haraldur og Sonja drottning hafa ekki, svo Páll viti, staðfest að þau muni sækja tónleikana en tónskáldinu þykir það líklegt. Auk Norðurljósa verða flutt á tónleik- unum Divertimento í D-dúr fyrir strengi eftir Mozart og Pí- anókonsert í a-moll eftir Grieg. Einleik- ari verður Markus Schirmer. Heimsmeistara- mótið í norrænum greinum skíðaí- þrótta hófst á fímmtudag í Iiðinni viku og lýkur næst- komandi sunnudag. Eldur kom upp í bún- ingsherbergi RANNSÓKN á brunanum í hús- næði Bílagarðs og Eyrarsteypu á ísafirði hefur leitt í ljós að eldsupp- tök voru í búningsaðstöðu og þvottaherbergi. Ekki hefur reynst mögulegt að fullyrða um orsök brunans að svo stöddu. Lögreglan á Isafirði vann að rannsókn brunans og naut aðstoðar rannsóknarlög- reglumanna frá embætti ríkislög- reglustjóra. Sem kunnugt er gjör- eyðilagðist húsnæðið í brunanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Andlát OLAFUR BJÖRNSSON ÓLAFUR Björnsson, hagfræðiprófessor og íyrrverandi alþingis- maður, er látinn, 87 ára að aldri. Ólafur fæddist 2 febrúar 1912 í Hjarð- arholti í Laxárdals- hreppi í Dalasýslu. For- eldrar hans voru Björn Stefánsson prestur og Guðrún Sigríður Ólafs- dóttir húsfreyja. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1931. Hann stundaði nám við laga- deild Háskóla íslands 1931-32 og varð cand. polit. í hag- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1938. Ólafur stafaði á Hagstofu Islands 1938-42. Hann var dósent við laga- og hagfræðideild Háskóla íslands 1942-48 og prófessor þar 1948-1982. Ólafur var alþingismaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1956-1971. Ólafur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum um margra áratuga skeið. Hann var formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1948-56, átti m.a. sæti í fræðsluráði Reykjavíkur 1950- 1954 og í undirbúningsnefnd launa- laga 1949-50 og 1954-55. Hann var formaður Islandsdeildar Norrænu menningarmálanefndarinnar 1954- 72 og sat í stjórn' Menningarsjóðs Norðurlanda 1966-71. _ Ólafur var formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands 1968-1980 og átti sæti í bankaráði Seðlabanka íslands 1963-1968. Ólafur var fulltrúi í verð- lagsnefnd 1960-1971 og í kjaranefnd 1962-1968. Hann var formaður þingkjörinn- ar stjórnar Aðstoðar Islands við þróunar- löndin 1971-1981. Ólaf- ur var skipaður í fjöl- margar nefndir á veg- um stjórnvalda sem fjölluðu um málefni at- vinnulífsins og efna- hagsmál og vegna und- irbúnings að löggjöf. Ólafur ritaði mikinn fjölda fræðirita og greina, einkum hag- fræðilegs efnis, Meðal rita eftir Ólaf eru Þjóð- arbúskapur íslendinga sem kom út 1952, Hagfræði, alfræðirit Menning- arsjóðs, kom út 1975, Frjálshyggja og alræðishyggja, 1978, Saga Is- landsbanka og Útvegsbanka 1904-1980, sem kom út 1981 og Ein- staklingsfrelsi og hagskipulag, rit- gerðasafn sem kom út 1982. Ölafur þýddi einnig rit hagfræðingsins Friderich von Heyek, Leiðin til ánauðar, sem kom út 1946. Ólafí voru veittar ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur riddarakrossi Dannebrogs- orðunnar 1956, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1972, stórridd- arakrossi 1981 og stórriddaraki’ossi með stjörnu 1984. Ólafur var gerður heiðursfélagi Félags viðskiptafi’æð- inga og hagfræðinga 1985 og var gerður heiðursdoktor í hagfræði við HÍ 1986. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Guðrún Aradóttir og eignuðust þau þrjá syni. Heiður að semja verk fyrir þessa virtu íþróttakeppni SINFÓNÍAN Norðurljós eftir Pál Pampichler Pálsson verður frumflutt á hátíðartónleikum í tengslum við Heimsmeistara- mótið í norrænum greinum skíðaíþrótta í Austurríki annað kvöld. Norðurljós er heiðurs- verk heimsmeistaramótsins í ár, samið að beiðni forsvars- manna þess, og tileinkar Páll það skiðamönnunum sem etja þar kappi. Sinfóníuhljómsveitin í Graz annast flutninginn en tónleikarnir verða haldnir í Dachstein-Tauernhalle í Schladming. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera boðið að semja verk fyrir þessa virtu íþróttakeppni," segir Páll en mótsliöldurum mun hafa þótt hann ágætur samnefnari fyrir mótið sem kennir sig við norðrið og er haldið í Austurríki. Sem kunn- ugt er fæddist Páll í Austurríki en hefur lengst af búið á Islandi. Kveðst tónskáldið lengi hafa gengið með þann draum í mag- anum að skrifa sinfóníu og þetta hafí því verið kjörið tækifæri til að láta slag standa. Sinfónían er í fjórum köflum, melódisk af nútímatónverki að vera, að sögn höfundar. Hún var tíu mánuði í smiðum. „Auð- vitað kostaði þetta marga svita- dropa en var samt minna mál en ég gerði ráð fyrir - maður er líka kominn á þann aldur að maður þorir að gera hlutina," segir Páll, sem varð sjötugur á síðasta ári. Stjórnandi á tónleikunum verður Norðmaðurinn Arild Remmereit sem meðal annars er fastur gestastjórnandi hjá fíl- Utför Bjarna Jónssonar ÚTFÖR Bjarna Jónssonar Iæknis var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Þórir Steph- ensen jarðsöng. Úr kirkju báru kistuna Örn Bjarnason (fremstur frá vinstri), Sigurgeir Kjartansson, Valur Valsson, Kjartan Gunnars- son, Guðjón Lárusson (fremstur frá hægri), Styrmir Gunnarsson, Valur Ingimundarson og Bjarni Kjartansson. Landssíminn Boðkerfið enn dvirkt EKKI hefur enn tekist að gera við bilun í móðurtölvu boðkerfís Lands- símans en það hefur verið óvirkt frá því klukkan 5 á sunnudagsmorgun. Von var á bandarískum sérfræð- ingi seint á mánudagskvöld en komu hans seinkaði um sólarhring og var von á honum til landsins í nótt. Ólaf- ur Stephensen forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála Lands- símans sagði að maðurinn myndi væntanlega taka til starfa nú í morg- un. Nýtt félag í veiðum og vinnslu uppsjávarfíska stofnað Kaupir tvö nótaskip og fiskimj öls verksmiðj u SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað, Kaup- félag Eyfírðinga og fleiri aðilar hafa stofnað nýtt fyrirtæki, Barðsnes ehf., sem kaupa mun hluta af eignum sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells hf. Nýja fyrirtækið mun yfírtaka eignirnar og rekst- urinn í lok þessarar viku. Síldarvinnslan hf. mun annast rekstur Barðsnes ehf. en Landsbanki ís- lands fjármögnun kaupanna. Hlutafé nýja félags- ins er 700 milljónir króna og verður reksturinn í höndum Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Þær eignir Snæfells hf. sem um ræðir eru nótaveiðiskipin Sólfell EA og Dagfari GK og skipunum fylgja veiðarfæri og aílaheimildir í uppsjávarfíski eða 2,3% aflahlutdeild í loðnu, þrír sfldarkvótar og veiðiréttindi í norsk-íslenska síld- arstofninum sem á síðasta veiðitímabili var 5.868 tonn. Ennfremur kaupir Barðsnes ehf. físki- mjölsverksmiðju í Sandgerði, ásamt öðrum eign- um Snæfells þar. „Markmið Síldarvinnslunnar með þessum að- gerðum er að treysta rekstrargrundvöll fyrir- tækisins. Síldarvinnslan hefur að undanförnu fjárfest umtalsvert í veiðum og vinnslu uppsjáv- arfíska, bæði í fískiðjuveri og fískimjölsverk- smiðju. Við viljum efla þessa vinnslu enn frekar og tryggja að hún eigi aðgang að sem mestu hrá- efni,“ segir Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. Hann segir það jafnframt áhugavert fyrir Síldai’vinnsluna að hafa svo traustan samstarfsaðila sem KEA í nýja félaginu. Minnihluti af umsvifum og kvótaeign Magnús Gauti Gautason, framkvæmdastjóri Snæfells hf., segir sölu á eignum Snæfells sem tengjast veiðum og vinnslu á uppsjávarfíski í samræmi við áður kynnta stefnu félagsins. Hann segir söluna vissulega hafa talsverð áhrif á rekst- ur fyrirtækisins, enda sé það þar með komið út úr þessari grein sjávarútvegsins. „Veiðar og vinnsla uppsjávarfiska hafa hins vegar til þessa veríð minnihluti af umsvifum okkar og kvótaeign. Breytingin verður kannski ekki eins mikil og margur skyldi ætla. Nú mun fyrirtækið leggja aðaláherslu á bolfískvinnslu en á því sviði er hæfni og þekking innan fyrirtækisins mest. Við verðum þó áfram með loðnu- og síldarfrystingu á Stöðvai-fírði en erum komnir í samkeppni við aðra um hráefni á frjálsum markaði. En að öðru leyti verður höfuðáherslan lögð á bolfiskvinnslu,“ segir Magnús. Ábatasamt fyrir KEA Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA og stjórnarformaður Snæfells hf., segist afar ánægður með þessa niðurstöðu. „KEA hefur fjár- fest verulega í veiðum og vinnslu uppsjávarfíska á undanförnum misserum, m.a. með stofnun Snæfells. Nú sjáum við möguleika á að halda þessu starfi áfram og nýta eignir okkar í þessum geira atvinnulífsins með arðbærari hætti, enda tel ég að hér sé um að ræða arðbæra fjárfestingu fyrir KEA. Þá met ég mikils samvinnuna við Síldarvinnsluna sem er afar traust og virt félag í sjávarútvegi,“ segir Eiríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.