Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hlaut verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta vegna lokaritgerðar
Netið notað til andspymu
í fyrrverandi Júgóslavíu
Morgunblaðið/Ásdís
HRUND Gunnsteinsddttir hlaut verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta fyrir B.A.-ritgerð sína í mannfræði
„Hið falda handrit - Óformleg andspyrna í stríðinu í fyrrverandi Jiígóslavíu."
ÓFORMLEG andspyma í stríðinu í
fyrrverandi Júgóslavíu var umfjöll-
unarefni B.A.-ritgerðar Hrundar
Gunnsteinsdóttur í mannfræði, en
hún hlaut verkefnastyrk Félags-
stofnunar stúdenta við útskrift úr
Háskóla íslands nú í febrúar sl.
Verkefnið var unnið undir leiðsögn
dr. Sigríðar Dúnu Kristmundsdótt-
ur dósents.
Hrund fjallar um kenningar um
andspyrnu og sögulegan aðdrag-
anda stríðsins með áherslu á at-
burði sem þjóðernishyggjan byggist
á í dag og þær hörmungar sem
stríðið hefur valdið fólki. Hvað þjóð-
ernishreinsanir fela í sér eins og til
dæmis hvers vegna nauðgað hefði
verið í umræddu stríði.
„Margir telja að þetta sé í fyrsta
skipti í sögunni sem nauðgun er
notuð í hernaðarlegum tilgangi. Það
hefur alltaf verið nauðgað í stríði en
talið er að þetta sé í fyrsta skipti
sem nauðgun var markvisst notuð
til að ná fram hemaðarlegum mark-
rniðurn," segir Hmnd.
Óformleg andspyrna
fjölbreytileg
í þriðja kafla ritgerðarinnar er
fjallað um óformlega andspymu.
„Ófomleg andspyrna er sú and-
spyrna sem fólk sem ekki hefur lög-
bundið vald veitir. Andspyma fór
fram meðal fólks úr öllum stigum
samfélagsins óháð trú, þjóðemi og
efnahag, en í ritgerðinni einbeitti ég
mér að friðsamlegri andspymu. Að-
ferðir við að beita andspymu voru
mjög fjölbreyttar og einkenndust af
sköpunargáfu, dug og þori. Ég tek
fyrir andspymu meðal námsmanna
og listamanna. Ég skoðaði einnig
andspymu meðal fólks í nauðgunar-
búðum en við slíkar aðstæður er
kúgun mjög mikil og andspyma
mjög falin,“ segir Hmnd.
Hmnd skoðaði kvennahreyfingu,
mannréttindahreyfmgu, andspymu
meðal hermanna og hlutverk fjöl-
miðla og menntamanna í andspym-
unni. „I þessari umfjöllun beini ég
sjónum að ákveðnum einstaklingum
sem ég hafði samband við í gegnum
Netið en þannig er frásögninni ætl-
að að vera persónulegri en ella en
hún byggir á heimildum frá fólkinu
sem sjálft veitti andspymu." Enn-
fremur á frásögnin um leið að vera
lýsandi fyrir alla andspyrnuhreyf-
inguna í heild.
Hrund vann mikið af heimilda-
vinnu verkefnisins í gegnum tölvu-
póst og Netið. Með því móti fékk
hún upplýsingar frá fyrstu hendi
auk þess sem hún studdist við ritað-
ar heimildir. Hún fékk einnig send-
ar dagbækur, heimildarmynd, tón-
listartexta, skýrslur og aðrar heim-
ildir frá fyrrverandi Júgóslavíu auk
þess sem viðtöl fóra fram í gegnum
síma.
Þjóðernishyggja notuð
sem pólitiskt tæki
„í niðurstöðum reyndi ég að
svara spumingum um hvaða áhrif
andspyman hafði og hvort hún
hefði borið árangur, eða hvort hún
hefði leitt til frekari kúgunar í lýð-
veldunum. Til þess að rannsaka
andspymu þarf að setja atburðarás-
ina í víðara sögulegt og pólitískt
samhengi sem yrði gert í mun
stærri rannsókn en þessari. Hluti af
niðurstöðum mínum er sá að að
mörgu leyti hafi andspyrnan orðið
til þess að fólk hafi verið beitt frek-
ari kúgun. Ráðamenn í valdabaráttu
sinni notuðu þjóðemishyggjuna
sem pólitískt tæki til að egna fólk
hvað gegn öðru. Bæði unnu fjöl-
miðlar mikið að þessu markmiði og
menntamenn sem endurskrifuðu
söguna hverjum þjóðernishóp í hag.
Til þess að geta þetta voru sam-
skiptaleiðir milli lýðveldanna skert-
ar og ef fólk vildi vita um hvað var
að gerast í hinum lýðveldunum
þurfti það að bera sig sérstaklega
eftir því.
Þegar stríðið skall svo á bættist
ofan á samskiptaörðugleikana að
símalínur slitnuðu og vegir
eyðilögðust. Þetta varð mjög í þágu
ráðamanna en andspymuhreyfingin
setti upp Netkerfi í lýðveldunum
sem gerði fólki kleift að vinna sam-
an að andspymu gegn fordómum og
koma boðum út í heim um hvað var
að gerast. Kerfið heitir Zamir
Transnational Network og ber nafn
með rentu því að „za-mir“ þýðir á
serba-króatísku „fyrir frið“. Með
þessu tókst fólki að brjóta niður
þær hömlur sem ráðmenn settu því,
í tilraun til að stuðla að friði og um-
burðarlyndi. Að mínu mati varð
Netið pólitískt tæki í höndum and-
spyrnuhreyfmgarinnar í heild
sinni,“ segir Hrund að lokum.
Doktorsrit-
gerð í hag-
fræði
• ÞÓRARINN G. Pétursson hag-
fræðingur lauk hinn 4. desember sl.
doktorsprófi í hagfræði frá háskól-
anum í Arósum í Danmörku. Ritgerð
Þórarins nefnist „Five Empirieal
Essays on Identifying Cointegrated
Vector Autoregressive Systems".
Ritgerðin samanstendur af fimm
sjálfstæðum rannsóknum í þjóðhag-
fræði. Þrátt fyrir
að viðfangsefni
greinanna sé
ótengt, byggja
þær allar á sam-
eiginlegri aðferða-
fræði í tölfræði-
legri hagfræði. Sú
fyrsta fjallai- um
launamyndun og
atvinnu í heildarjafnvægislíkani með
launasamningum. Önnur greinin
fjallar um peningaeftirspurn í líkani
með nytjahámörkun heimila. Síðan
koma tvær greinar um verðlags-
myndun við skilyrði framsýnna ein-
staklinga. Síðasta greinin fjallar um
vaxtamyndun og forsagnargildi
tímarófs vaxta fyrir spár um þróun
skammtímavaxta. Allar byggja
rannsóknirnar á íslenskum gögnum,
nema sú fyrsta sem byggir á dönsk-
um gögnum og er unnin í samvinnu
við Torsten Slok frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum.
Leiðbeinendur Þórarins voru
Svend Hylleberg og Torben M. And-
ersen, prófessorar í hagfræði við há-
skólann í Arósum. í doktorsnefnd-
inni voru Niels Haldrup og Henrik
Jensen, dósentar við háskólana í
Árósum og Kaupmannahöfn, og
Stephen Hall, prófessor við Imperial
College í London.
Þórarinn er fæddur hinn 2. júlí
1966. Hann lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í maí
1986. í september 1987 hóf hann
nám við Háskóla Islands og lauk
þaðan Cand. Oecon-prófi úr þjóð-
hagskjarna í maí 1991. Mastersprófi
í hagfræði lauk hann með láði frá
háskólanum í Essex, Englandi, í
september 1992. Þar að auki hefur
hann setið ýmiss námskeið í hag-
fræði, m.a. á vegum Norræna dokt-
orsprógrammsins í hagfræði og
Konunglega breska hagfræðifélags-
ins.
Þórarinn hefur starfað sem sér-
fræðingur við Seðlabanka íslands
frá janúar 1994 og er nú deildar-
stjóri hagrannsókna við hagfræði-
deild bankans. Hann hefur einnig
kennt við Viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla íslands síðan í sept-
ember 1992 og er aðjúnkt við sömu
deild frá janúar 1995. Rannsóknir
hans hafa birst í innlendum og er-
lendum fræðiritum.
Þórarinn er sonur Sigrúnar
Jónatansdóttur verslunarmanns og
Péturs Jóhamissonar framkvæmd-
arstjóra. Eiginkona hans er Kristín
Þórðardóttir kennari og eiga þau
þrjár dætur.
-------♦ ♦ ♦-----
Fyrirlestur
um sjálfstæði
Færeyja
FÆREYSKI landsstjórnarmaður-
inn Högni Hoydal flytur fimmtu-
daginn 25. febrúar fyrirlestur um
sjálfsstjórnarstefnu færeysku
landsstjórnarinnar í Hátíðarsal Há-
skóla Islands.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina
„Fullveldisætlan landstýrisins" og
hefst klukkan 16.15.
Fundarstjóri verður Sigurður
Líndal lagaprófessor, sem undan-
farið hefur veitt færeysku lands-
stjórninni ráðgjöf í þessu máli.
Fyrirlesturinn er í boði rektors
Háskóla íslands og verður öllum
opinn meðan húsrúm leyfir. Hátíð-
arsalur Háskólans er í aðalbygg-
ingu skólans við Suðurgötu.
Eldsupptökin í Galleríi Borg um helgina eru enn óupplýst
Engin tímamótaverk brunnu
ENGIN tímamótamálverk eða stórar miklar
myndir voru á meðal þeirra 100 málverka sem
eyðilögðust í brananum í Galleríi Borg aðfara-
nótt laugardags, að sögn Péturs Þórs Gunnars-
sonar, eiganda íyrirtækisins. Hann áætlar verð-
mæti verkanna sem brunnu 15 til 20 milljónir.
Stærstu myndimar sem eyðilögðust vora
uppstilling eftir Jón Stefánsson, 80 x 100 cm,
og Parísarmódel eftir Gunnlaug Blöndal frá
1933. Einnig brunnu myndir eftir Þórarin B.
Þorláksson úr Hvalfirði, Mugg, Jóhann Schev-
ing, Jóhannes S. Kjarval og Jóhann Briem. 12
til 15 verk eftir Sigurbjöm Jónsson listmálara
eyðilögðust einnig í brananum, að sögn Péturs.
Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Is-
lands, sagði það mikinn missi fyrir íslenska
listasögu að verk eftir jafn mikilsmetna lista-
menn og um ræðir skuli hafa eyðilagst. Hann
sagði að það væri í raun sama hvaða verk væri
um að ræða vegna þess að það væri ævistarf
listamannanna sem væri mikilvægt og að verk
geti haft gildi af ýmsum ástæðum.
Lögreglan í Reykjavík er enn að rannsaka
hver vora upptök eldsins í Galleríi Borg. Nið-
urstaða þeirrar rannsóknar liggur ekki fyrir.
Sú staðreynd ein og sér að verslað sé með
málverk í einkaeigu í sinni vörslu er ekki nægj-
anleg forsenda til að krefjast brunavarnakerfis
samkvæmt upplýsingum frá Eldvarnaeftirliti
Reykjavíkur. I nýrri reglugerð um eldvarnir,
sem tók gildi síðasta sumar, eru hins vegar
gerðar mjög strangar kröfur til opinberra
safna, að sögn Eldvamaeftirlitsins.
Traustar eldvarnir í Listasafni Islands
Ólafur Kvaran sagði að vel væri staðið að
eldvörnum á Listasafni Islands. Hann sagði að
í ljósi þess tjóns sem varð í Galleríi Borg vakn-
aði sú spurning hvort ekki væri eðlilegt að gera
þær kröfur að aðilar sem versluðu með mikil-
væga þætti í myndlistararfi Islendinga, byggju
þannig um hnútana að fyllsta öryggis væri
gætt.
Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur, sagði að á Kjarvalsstöðum
væri viðamikið aðvörunarkerfi, sem sneri að
eldvörnum, þjófavörnum og vatnsvörnum.
Hann sagði að fólk gerði yfirleitt ráð fyrir að
öryggisbúnaður á söfnum væri í lagi þegar það
lánaði eigin verk til sýningar. Hann sagði að til
væru reglur um öryggisbúnað í söfnum, sem
gefnar væru út af Alþjóðasamtökum safna.
Hann sagði að það væri samt spuming hvort
einkaaðilar sem versluðu með málverk og
rækju gallerí væru tilbúnir að samræma eigin
öryggismál þeim stöðlum sem væru í gildi hjá
Alþjóðasamtökunum því þeim bæri í raun eng-
in skylda til þess.
Pétur Þór Gunnarsson sagði að fólk sem
hefði átt verk í galleríinu fengi verk sín bætt
því allt hefði verið tryggt hjá Vátryggingafé-
lagi íslands. Hann sagði að verið væri að vinna
í tryggingamálunum núna og að lögfræðingi
gallerísins væru þegar famar að berast kvitt-
anir fyrir verkum sem vora í húsinu þegar
kviknaði í.