Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aðalfundur Útgerðar- félags Akureyringa Samruni við önnur félög verði kannaður AFKOMA Útgerðarfélags Akur- eyi-inga batnaði verulega á síðasta ári, en félagið var gert upp með 251 milljóna króna hagnaði eftir að tek- ið hafði verið tillit til 249 miljcma króna hagnaðar af sölu eigna. Arið á undan nam tap félagsins 131 milljón króna. Veltufé frá rekstri nam á liðnu ári 552 milljónum króna en var 274 milljónir árið á undan. Guðbrandur _ Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ÚA sagði á aðalfundi félagsins að þó afkoman hafi batnað þyrfti hún að batna enn frekar til að teljast viðunandi fyrir hluthafa þess. Gert væri ráð fyrir betri af- komu á þessu ári að því gefnu að ekki yrðu meiriháttar breytingar á starfsumhverii félagsins og afurða- verði. Friðrik Jóhannsson formaður stjórnar ÚA sagði á aðalfundinum að stærðarhagkvæmni væri mikil í sjávarútvegi og að nú þegar tekist hefði að ná vel utan um starfsemina þyrfti að kanna möguleika á að styrkja félagið ennfrekar með sam- runa við önnur sjávarútvegsfyrir- tæki og þá helst fyrirtæki sem legðu megináherslu á bolfisk líkt og ÚA gerði. „Stækkun félagins er besta leiðin til að tryggja starfsem- ina til langframa,“ sagði Friðrik. Hluthafar fá 8% arð Samþykkt var á fundinum tillaga um að greiða hluthöfum 8% arð af hlutafé, en það svarar til 69 millj- óna ki'óna. Ein breyting varð á stjórn félagsins, Jón Þórðarson gekk úr sjórninni en í hans stað kemur Pétur Bjarnason sem verið hefur í varastjórn. Friðrik er sem fyiT formaður, Halldór Jónsson Váraformaður og þá eiga þeir Bene- dikt Jóhannesson og Kristján Aðal- steinsson sæti í stjórninni. Morgunblaðið/Kristján GUÐBRANDUR Sigurðsson, franikvæmdastjóri títgerðarfélags Akureyringa, og Friðrik Jóhannsson, formaður stjórnar IJA, ræða við Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í upphafí aðalfundar IJA í gær. Friðrik Jóhanns son formaður stjórnar ÚA á aðalfundi Greitt fyrir hagræðingu með kaupum á veiðiheimildum FRIÐRIK Jóhannsson, stjórnar- formaður Útgerðarfélags Akureyr- inga, gerði lög um stjómun físk- veiða að umtalsefni á aðalfundi ÚA í gær, en hann sagði umræðuna því miður hafa verið villandi og hún hefði haft neikvæð áhrif á greinina. „Gagni’ýnismenn núverandi kerf- is hafa slegið fram tölum um mögu- legan afrakstur veiðiheimilda sem fráleitt er að fái staðist. Það er stað- reynd að starfandi fyrirtæki í sjáv- arútvegi hafa greitt fyrir hagræð- ingu í greininni með því að kaupa veiðiheimildir af þeim sem hafa kos- ið að leggja niður starfsemi. Mikil samkeppni hefur verið um það sem selt hefur verið og verðið hefur ver- ið hátt, enda hefur það miðast við jaðarframlegð viðbótareiningar sem er langtum hæma en meðaltals- framlegð. Þeir sem hætt hafa starf- semi hafa því fengið háar fjárhæðir fyrir seldar heimildir og hefur það kynt undir óánægju almennings,“ sagði Friðrik í ræðu sinni á aðal- fundinum. Hann nefndi að i'ætt hefði verið um þann möguleika að skattleggja sérstaklega söluhagnað eða leigu- tekjur af kvóta en hann sæi ekki hvemig koma ætti því við. Þá hefðu verið uppi hugmyndir um veiðileyfa- gjald, en erfítt væri að sjá að at- vinnugreinin gæti borið auknar álög- ur, afkoman bæri þess ekki merki og fjárfestingar væra langt frá því nægjanlegar til eðlilegs viðgangs. Mikilvægt að víðtæk sátt náist Núverandi fiskveiðistjómunar- kerfi væri í grandvallaratriðum gott, ef frá væri talinn áðumefndur galli þegar menn færa út úr greininni. Sagði Friðrik mikilvægt að víð- tæk sátt næðist um málið og horfðu menn til væntanlegra tillagna auð- lindanefndarinnar svonefndu í því sambandi. Sjávarútvegur væri í eðli sínu áhættusöm atvinnugrein, enda umhverfíð síbreytilegt og rekstur- inn fjárfrekur. „Komi til álita að breyta núverandi kerfi verða stjórn- völd að gæta þess að raska ekki stöðugleika í greininni,“ sagði Frið- rik. Fóðurverksmiðjan Laxá framleiddi 3.300 tonn í fyrra Samið um sölu á fóðri til Færeyja FÓÐURVERKSMIÐJAN Laxá gekk í gær frá samningi um sölu á 60 tonnum af fískafóðri til Færeyja og væntir Arni V. Friðriksson for- maður stjómar Laxár þess að um sé að ræða vísi að enn meiri út- flutningi fóðurs til Færeyja. Heildarframleiðsla Fóðurverk- smiðjunnar Laxár var 3.300 tonn á síðasta ári sem er 11% aukning frá ái-inu áður. Lítið magn af katta- og hundafóðri sem fyrirtækið fram- leiðir var flutt út til Danmerkur, en fiskeldisfóður hefur ekki verið flutt út frá árinu 1996 þegar settur var á fóðurkvóti í Noregi og markaður- inn í Færeyjum lokaðist. Valgerður Ki-istjánsdóttir fram- kvæmdastjóri Laxár sagði á aðal- fundi félagsins í gær að helstu möguleikarnir á útflutningi væru til Færeyja og standa vonir til að hægt verði að selja þangað umtals- vert magn. Fiskeldi hefði aukist jafnt og þétt í Færeyjum síðastlið- in ár en þar eru starfandi fáar, en stórar og stöndugar fískeldisstöðv- ar. Gekk betur en á horfðist Umskipti hafa orðið í rekstri Laxár milli ára, en félagið var gert upp með hagnaði á liðnu ári, á Morgunblaðið/Kristján VALGERÐUR Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunn- ar Laxár, og Arni V. Friðriksson stjómarformaður höfðu ástæðu til að brosa á aðalfundi félagsins í gær. þriðju milljón, en tap upp á 16 milljónir króna varð á rekstrinum árið á undan. Valgerður sagði að réksturinn hefði gengið betur en á horfðist á síðasta ári en m.a. mætti þakka það hækkun á fóðri í árs- byrjun, eða um 9%, notkun nýrra og ódýrari hráefna, maís og soja, hagkvæmari hráefnisinnkaupum og lægri framleiðslukostnaði. Guðbrandur Sigurðsson framkvæmda- stjðri ÚA um kjarasamninga Breyttar kröf- ur kalla á ný sjónarmið STAÐA og samkeppnishæfni ís- lensks sjávarútvegs í upphafi nýs árþúsunds varð Guðbrandþ Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Útgerðar- félags Akureyringa, að umtalsefni á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi og stöðugleiki í efnahagsmál- um era grannurinn að þeim já- kvæðu breytingum sem orðið hafa að hans mati, en betur má ef duga skal. Guðbrandur nefndi að síðasti að- alfundur félagsins hefði verið hald- inn í skugga sjómannaverkfalls, en því hefði lokið með lagasetningu þar sem löggjafarvaldið tók mikið tillit til sjónarmiða sjómannaforyst- unnar. Ráðstafanir sem gi'ipið var til í kjölfarið, stofnun kvótaþings, verðlagsstofu skiptaverðs, úrskurð- amefnd um skiptaverð auk þess sem veiðiskylda var aukin til muna, hafí, að undanskilinni verðlagsstof- unni, þrengt að hag útgerðar- og fískvinnslufyrirtækja og dragi þannig úr sveigjanleika og sam- keppnishæfni gi'einarínnar. Mikilvægt er, að mati Guð- brands, að sjómenn og sjómanna- forystan skoði vel það umhverfí sem íslenskur sjávarútvegur býi' við áður en gengið verður til samn- inga síðar á árinu. Sjómenn þyrftu rétt eins og fyrirtæki og stjórnvöld að móta sér stefnu. „Kjarabarátta sjómanna hefur verið óvægin þar sem markmiðið hefur verið að auka hlut sjómanna í framleiðsluverð- mætum skipanna," sagði Guð- brandur. Hlutaskiptakerfíð ætti sér langa sögu en kröfurnar væru aðr- ar nú. Spurning sem sjómenn verða að svara „Islenskir sjómenn þurfa að gera það upp við sig hvort og þá hvernig þeir vilja standa við bakið á nauðsynlegri framþróun og end- urnýjun á skipaflotanum þar sem hægt væri að nýta betur þau tæki- færi sem markaðurinn býður upp á í dag. Slíkt kallar á ný sjónarmið þegar kemur að samningum um kaup og kjör sjómanna þar sem taka þarf tillit til fleirí atriða en einungis skiptaverðs. Þannig þarf að taka tillit til heildarárslauna, aðstöðu og aðbúnaðar um borð, endurmenntunar og svo mætti lengi telja.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.