Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 23
LISTIR
, Morgunblaðið/Ásdís
SNUÐUR og Snælda er metnaðarfullt og vaxandi leikfélag, segir m.a. í umfjölluninni.
AF SÝNINGU Steinunnar Helgadóttur og Sveins Lúðvíks Björns-
sonar í gryfju Listasafns ASI.
Hvað fínnst þér
um Island?
Margur er misskilinn
MÖGU-
LEIKHÚSIÐ
Snðður og Snælda
MAÐKAR í MYSUNNI
ÁBRYSTIR MEÐ KANEL
eftir Mark Langham og Sigrúnu Val-
bergsdóttur. Leikstjóri: Helga E.
Jónsdóttir Lýsing: Benedikt Axels-
son. Leikmynd: Bjarni Ingvarsson.
Leikendur: Sigrún Pétursdóttir, Ólöf
Jónsdóttir, Guðlaug Hróbjartsdóttir,
Aðalheiður Sigurjónsdóttír, Guðrún
Jóhannesdóttir, Aðalheiður Guð-
mundsdóttir, María H. Guðmunds-
dóttir, Þorsteinn Ólafsson, Theódór
Halldórsson, Sigmar Hróbjartsson,
Þorgeir Jónsson. Laugardagur 20.
febrúar.
LEIKFÉLAG eldri borgara set-
ur sýningu sína þetta árið upp í
Möguleikhúsinu við Hlemm. Hvort
sem velgengni Manns í mislitum
sokkum eigi þátt þar í eða ekki, þá
eru þessi staðaskipti mjög af hinu
góða; það var orðið anzi þröngt í
Risinu.
Verkefni þessa árs eru tveir ein-
þáttungar, Maðkar í mysunni og
Abrystir með kanel. Hinn fyrri er
eftir Bretann Mark Langham en
Abrystirnar er frumfluttur, saminn
af Sigrúnu Valbergsdóttur. Er
þetta fimmta verkið sem Snúður og
Snælda frumflytur, ekki svo slæmt
hjá níu ára gömlu leikfélagi. I
Möðkum í mysunni eru allar per-
sónur konur. Fjórum þeiira er
stefnt á heimili þeirrar fimmtu, án
þess þó að þær þekkist nokkurn
skapaðan hlut. Þetta eru ólíkar
konur og náðu þær Sigrún Péturs-
dóttir, Olöf Jónsdóttir, Guðlaug
Hróbjartsdóttir, Aðalheiður Sigur-
jónsdóttir og Guðrún Jóhannes-
dóttir vh'kilega góðum tökum á
mismunandi einkennum þeii'ra.
Eftir því sem á leið kom betur og
betur í ljós að fleira en kyn og
enskur ríkisborgararéttur samein-
ar þær. Höfuðið losnar svo frá
skömminni - það var enginn til
staðar til að bíta það af, þess vegna
losnaði það af sjálfu sér - þegar
lögreglukona (Aðalheiður Guð-
mundsdóttir) bætist í hópinn. Hvað
svo gerist er bara hægt að ímynda
sér, höfundur endar leikritið áður
en þar að kemur.
í síðai'a vei'kinu er sögusviðið
bændagisting á Snotrustöðum. Þar
sem slíkar gistingar eru nokkuð
margar á landinu er góð markaðs-
setning nauðsynleg. Gestir sem
geta boðið öðrum gestum einhverja
þjónustu fá afslátt á gistingu. Það
fyrirkomulag heppnast nokkuð vel,
að því leyti að „þjónustureiðubúnir"
gestir streyma á staðinn. Hins veg-
ar er heldur fátt um „óbreytta“
gesti. Eini slíki er gerður að
fjósamanni - og fær hann afar hag-
stæð kjör sem slíkur. Mikið gengur
á í Abrystum með kanel; fólk er
alltaf að fara og annað að koma.
Gefur það færi á mörgum misskiln-
ingnum.
„Nýliðun“ er nokkur í þessu sí-
unga leikfélagi, auk þess sem mað-
ur kannast við ófá andlitin, s.s. úr
sjónvarpsauglýsingum og Fóst-
bræðrum. Varla er hægt að segja
að Snúður og Snælda sé félags-
skapur til þess gerður að gamla
fólkinu leiðist ekki, heldur er hann
metnaðarfullur og vaxandi sem ætti
að geta dafnað enn frekar ef Mögu-
leikhúsið verður framtíðarhúsnæði.
Heimir Viðarsson
MYMDLIST
Listasafn ASI, Ásmundarsal,
Freyjugötu
SKIPAN MED
IILJÓDVEIIKI
Til 7. mars. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 14-18.
Aðgangur kr. 300.
UPPSTILLING Steinunnar
Helgadóttur, en svo kýs hún að kalla
látlausan hægindastól sinn frá lokum
6. áratugarins, í gryfju Ásmundar-
salar - framan við hljóðvana sjón-
varpstæki ásamt útsaumuðum renn-
ingum, römmuðum og órömmuðum -
er í hæsta máta kaldhæðin. Aftan við
stólinn góða gengur enn nöturlegra
leiki'it með tOheyrandi hljóðblöndun
eftir Svein Lúðvík Björnsson, og ber
hinn merkilega titil „How do you like
Iceland?"
Allt virkar þetta ágætlega saman,
renningarnir, leiki-itið og sjónvai'pið,
en það er fullkomlega á sveig við allt
hitt, því þar er til sýnis þetta hefð-
bundna, aðkeypta íþróttaefni og ann-
ar útlendur síðdegispakki sem pass-
ar engan veginn við uppbelgdan
þjóðræknisvaðalinn umleikis. Út-
saumurinn á renningunum er nefni-
lega fenginn úr auglýsingaskotnu
frasasafni þjóðrembunnar og fellur
þvi fullkomlega að hljóðverki Sveins
Lúðvíks, en þar er dælt $fir sýning-
argesti ekta leikararöddum sem fara
með karlmannleg spakmæli úr forn-
sögunum, einkum lýsingar á dauða
hetjunnar - svo sem Skarphéðins í
brennunni og Grettis í Drangey - og
kátlegum umsögnum samferða-
manna um kappana.
Þessi gi'óteska samsetning í litla
suðurherberginu er bersýnilega
marksækin því það mátti heyi'a
saumnál detta þótt gi'yfjan væri full
af fólki. Hér er nefnilega velt upp
þeirri brothættu sjálfsmynd sem við
burðumst með og lýsir sér í gagn-
rýnislausri samsömun við hetjurnar
fornu, og enn gagnrýnisfirrtari
fylgni við alþjóðlegan skyndimynda-
samtíma án þess að þetta tvennt geti
gengið saman í sómasamlegum máls-
verði.
Hugsum okkur hamborgara frá
Dónaldssyni með súru sméri, sels-
hreifum og hákarli. Þannig kemur
menning okkar Islendinga glögg-
skyggnum fyrir sjónir, eða sem súr-
realísk rökleysa í líkingu við sauma-
vél og regnhlíf á skurðarborði. Upp-
stillingu Steinunnar og hljóðverki
Sveins Lúðvíks er gi'einilega beint
gegn þeirri höggvinhælu sem við
köHum íslensk samtímamenning, og
veit ekki gjörla í hvorn fótinn skal
stíga; sauðskinnsleppinn eða lakk-
stígvélið. Sem lýsing á þeim geðklofa
hittir verkið vissulega beint í mark.
Halldór Björn Runólfsson
Nítján sóttu um
stöðu menning-
armálastjóra
ALLS sóttu nítján manns um nýja
stöðu menningarmálastjóra Reykja-
víkurborgar, sem auglýst var 24.
janúar sl. Starfíð felst í yfirstjórn
menningarmála á vegum borgarinn-
ar, framkvæmd stefnu í menningar-
málum og yfirumsjón með rekstrí
menningarstofnana borgarinnar.
Umsækjendur um stöðuna eru
eftirtaldir: Ása Richardsdóttir, Ásta
Hrönn Maack, Benóný Ægisson,
Bjarni Daníelsson, Bragi Halldórs-
son, Elías Davíðsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Halldór E. Laxness,
Halldóra Tómasdóttir, Margi'ét
Hallgrímsdóttir, Margrét Oddsdótt-
ir, Olína Þoi'varðardóttir, Ólöf K.
Sigurðardóttir, Petrína Rós Karls-
dóttir, Signý Pálsdóttir,'Soffía Auð-
ur Birgisdóttir, Úlfar Bragason,
Vignn- Jóhannsson og Þorleifur
Hauksson.
Að sögn Jóns Björnssonar, fram-
kvæmdastjóra þróunar- og fjöl-
skyldusviðs hjá Reykjavíkurborg,
er verið að fara yfir hverjir úr hópi
umsækjenda verði kallaðir til við-
tals en hann gerir ráð fyrir að það
verði um helmingurinn. Vinnuhópur
mun taka viðtöl við þá umsækjend-
ur og skila í framhaldi af því tillög-
um til menningarmálanefndar, sem
svo gerir tillögu til borgarráðs. Jón
telur að endanleg niðurstaða verði
ljós um miðjan mars.
LISTSKAUTAR:
Hvítir: 28-44
Svartir: 33-46
Verð aðeins
kr.^9SO stgr.
Stærðir (28-36)
kr. Ar4Stf stgr.
Stærðir (37-46)
kr. 2.990
LLU-
SKAUTAR:
Stærðir 29-41
Verð aðeins
kr. ÍL74CT stgr.
nú kr. 3.990
'
BARNASKAUTAR
(Smelluskautar)
Stærðir 29-36
Verð aðeins
kr.AJWTstgr.
nú kr. 2.990
■
Opið laugardaga frá
kl. 10-14
VISA
ÍWNINN*'
Skeifunní 11, sími 588 9890