Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
SUNDABRAUT OG
UMHVERFISMAT
SKRIÐUR er að komast á undirbúningsvinnu fyrir
byggingu Sundabrautar, mesta umferðarmannvirkis,
sem enn hafa komið fram tillögur um hér á landi. Sunda-
braut mun liggja yfir Elliðaárvog, um Gufunes til Geld-
inganess, Álfsness og yfir Kollafjörð. Þessi mikla umferð-
aræð verður byggð í áföngum og samkvæmt áætlunum er
miðað við, að hægt verði að bjóða út fyrsta áfangann, yfir
Elliðaárvog í Grafarvog, árið 2000 og ljúka honum á árun-
um 2002-2003. Þá gera áætlanir ráð fyrir byggingu áfang-
ans í Geldinganes 2004-2006 og Álfsnes 2008-2010. Tíma-
setning tengingar brautarinnar yfir Kollafjörð við Vestur-
landsveg hefur enn ekki verið ákveðin. Kostnaður við
Sundabraut verður gríðarlega mikill, eða 9-12 milljarðar
eftir því hverjar útfærslur verða. Hér er miðað við svo-
nefnda leið III, sem talin er mun ódýrari en leið I, sem
kostar 4-6 milljörðum meira.
Lagning Sundabrautar er vafalaust nauðsynleg fram-
kvæmd vegna umferðar í Grafarvog og til fyrirhugaðrar
byggðar á Geldinganesi og Álfsnesi, svo og vegna umferð-
ar vestur og norður. Vesturlandsvegurinn annar nú ekki
umferð á vissum tímum og það sama má segja um veg-
tengingarnar við Grafarvog. Sundabraut er sá kostur, sem
heppilegastur er talinn til að leysa umferðarvandann, sem
eykst með hverju árinu sem líður.
Brýna nauðsyn ber hins vegar til, að vandað umhverfis-
mat fari fram vegna lagningar brautarinnar, enda er allt
svæðið við sundin óhemju viðkvæmt fyrir allri röskun, að
ekki sé talað um lífríkið á svæðinu, t.d. laxagengd Elliða-
ánna. Framkvæmdir þurfa því að vera vel undirbúnar, svo
unnt verði að koma í veg fyrir náttúruslys. Nægir þar að
minna á fyrirhugaða Fossvogsbraut á sínum tíma og nýj-
ustu hugmyndír um uppfyllingu í Skerjafirði undir nýjan
flugvöll, en hvort tveggja er víti til varnaðar, enda hefur
Fossvogsbraut dagað uppi í kerfinu, sem betur fer.
VÆNTINGAR
HÁSKÓLANEMA
STÚÐENTAR sem hefja nám við Háskóla íslands gera
það ekki af hugsjón heldur hagsýni samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar sem kynnt var hér í blaðinu um helg-
ina. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, hagfræðings og höf-
undar rannsóknarinnar, búast nýnemar auk fjárhagslegs
ábata við öðrum fjölbreytilegum hagnaði sem myndi bæta
arðsemi háskólanáms þeirra töluvert ef hægt væri að vega
það inn í tekjulið útreikninga á arðsemi. Rannsóknin var
könnun á væntingum nemendanna en þegar þeir voru
spurðir hvort þeir litu á nám sitt sem arðbæra fjárfest-
ingu sagðist mikill meirihluti telja að svo væri eða 91%.
Ekki kemur á óvart að hæst var hlutfallið í verkfræðideild
en lægst í heimspekideild. Það kemur ekki heldur á óvart
að nemar í verkfræði, viðskiptafræði, hagfræði og raun-
vísindum hafa áberandi mestar væntingar til arðsemi
náms síns en guðfræðinemar minnstar. Það er hins vegar
athyglisvert að nemar í heimspekideild og félagsvísinda-
deild gera sér meiri væntingar í þessa átt en lögfræði- og
læknanemar.
Það hlýtur að teljast afar jákvæð niðurstaða að 91% ný-
nema við Háskólann skuli telja nám sitt arðbæra fjárfest-
ingu en það gefur líka mjög skýra mynd af því þjóðfélagi
sem við búum í, að mun fleiri eru á því máli í verkfræði-
deild en í heimspekideild. Sömu mynd gefa mjög mismikl-
ar væntingar nema í þessum deildum og fleiri til arðsemi
fjárfestingar í námi. Það gefur einnig skýra mynd af því
þjóðfélagi sem við búum í að konur búast við 11-17% lægri
launum en karlar og virðast raunar, samkvæmt rannsókn-
inni, hálfvonlausar um að sá munur verði leiðréttur.
Niðurstöðurnar endurspegla þannig ákveðna mismunun
í samfélaginu sem gæti komið okkur í koll. Að þessu þarf
að huga um leið og það hlýtur að vera eitt af meginmark-
miðum samfélagsins að uppfylla þær væntingar sem fram
koma í rannsókninni. Það er ekki síst mikilvægt í ljósi
þess, sem er raunar ein merkilegasta niðurstaða rann-
sóknarinnar, að um 60% nýnema við Háskóla Islands segj-
ast sækja þangað nám vegna þess að það gefur möguleika
á starfi erlendis.
Stöðugt fleiri efnahagssérfræðingar tel
Verð-
hjöðnun
- hin nýj a
ógn
Síðasti aldarfjórðungur hefur einkennst af
glímunni við verðbólgudrauginn en nú þegar
hann hefur verið lagður að velli má sjá
bregða fyrir skugganum af annarri vofu og
miklu illskeyttari. Hún heitir verðhjöðnun og
lék síðast lausum hala í kreppunni miklu.
FIESTIR gera ráð fyrir því,
að vöruverð hækki eftir því
sem tímar líði, a.m.k. í krón-
um talið, og sem dæmi um
það má nefna, að sextugur Bandaríkja-
maður hefur upplifað meira en 1.000%
hækkun. Stöðug verðbólga, jafnvel
þótt lítil sé, er þó alveg ný af nálinni.
Fyrir um 60 árum var jafn líklegt, að
vöruverðið lækkaði og hækkaði og í
Bretlandi var staðan sú við upphaf
fyrri heimsstyrjaldar, að þá var verð-
lagið næstum það sama og það var
þegar London bi’ann árið 1666. Nú
bendir margt til, að þessi gamla regla
sé að skjóta upp kollinum á ný.
Síðasta árið eða svo hefur verð á
ýmissi vöru verið að lækka, ekki bara á
tölvum og skyldum búnaði, heldur á
alls kyns vamingi, bflum, fatnaði, kaffi,
og olíu svo fátt eitt sé nefnt, og oft er
varan ódýrari en hún var fyrir einu ári.
Það er því hugsanlegt, að við stöndum
frammi fyrir verðhjöðnun í fyrsta sinn
frá því á fjórða áratugnum.
I Japan hefur verðhjöðnunarvofan
verið á kreiki í sjö ár og því er spáð, að
hún eigi eftir að láta til sín taka víðar.
Bandaríski hagfræðingurinn Gary
Shilling heldur því fram í nýrri bók, að
verðlag muni almennt lækka í Banda-
ríkjunum um 1-2% á ári næsta áratug-
inn og í Bretlandi er búist við svipaðri
þróun um 2002. Ymsir spá því raunar,
að á meginlandinu muni verðhjöðnunin
fara að segja til sín nokkru fyrr.
Tvenns konar verðhjöðnun
Það er undir ýmsu komið hve hættu-
leg verðhjöðnunin er. A fjórða ára-
tugnum olli hún því, að allt efnahagslíf-
ið skrúfaðist niður. Minni eftirspurn,
svartsýni, fjármálaerfiðleikar og getu-
leysi stjómvalda leiddu þá til efna-
hagshruns. Verðhjöðnunin getur þó
líka verið af hinu góða, t.d. þegar hún
stafar af aukinni framleiðni. Verð-
hjöðnunin, sem nú á sér stað víða um
heim, er af þessum tvennum toga og
sums staðar er um að ræða einhverja
blöndu af hvoru tveggja. Einmitt þess
vegna era þessi mál svo erfíð viður-
eignar.
Olíuverð er nú meira en helmingi
lægra en það var í upphafi
árs 1997 og á síðustu tveim-
ur árum hefur verð á ýms-
um iðnvamingi lækkað um
30%. Að sumu leyti má
rekja þessa lækkun til
tæknilegra framfara, sem hafa aukið
framleiðni í landbúnaði og námagrefti,
en verðfallið að undanförnu stafar þó
að mestu leyti af erfiðleikunum í Asíu-
ríkjunum, sem hafa flutt inn mikið af
alls kyns hrávöra. Framleiðendur í Ró-
mönsku Ameríku, Rússlandi og Suður-
Afríku hafa síðan brugðist við þessu
með því auka framleiðsluna í því skyni
að halda sömu útflutningstekjum en
með þeim afleiðingum, að verðið hefur
lækkað enn.
Verð frá framleiðanda hefur lækkað
í 14 af 15 ríkustu hagkerfunum og
vegna gengisfellinga í Austur-Asíu er
heimsmarkaðurinn yfirfullur af ódýrri
vöru. Vegna offjárfestingar, einkum í
Asíu, er um að ræða gífurlega offram-
leiðslugetu í tölvukubbum, stáli, bflum;
vefnaðai’vöra, skipum og efnavöra. I
bflaframleiðslunni er hún áætluð 30%
a.m.k. og samt er enn verið að reisa
nýjar bflaverksmiðjur í Asíu.
I ríku hagkerfunum er verðbólga nú
sú minnsta í hálfa öld, um 1%, og í
Frakklandi og Þýskalandi er hún ekki
nema 0.3% og 0,5%. Þar er sem sagt
ekki langt í beina verðhjöðnun.
Misskilið hugtak
Verðhjöðnunarhugtakið er oft mis-
skilið og misnotað. Þá er um verð-
hjöðnun að ræða þegar verðið lækkar
almennt, jafnt á vöru sem þjónustu.
Það á t.d. ekki við þótt verð á fram-
leiðsluvöru lækki ef verð á þjónustu
hækkar á móti eins og gerst hefur í
Bandaríkjunum síðasta árið. Þar hefur
verð á þjónustu hækkað um 2,5% en
vegið meðaltal verðbólgunnar er 1,6%.
Verðhjöðnun er ekki slæm þegar
hún stafar af aukinni _ framleiðni eða
auknu viðskiptafrelsi. A síðustu 30 ár-
um síðustu aldar lækkaði almennt
vöruverð í Bandaríkjunum næstum um
helming vegna tilkomu járnbrautanna
og betri framleiðslutækja og tölvan og
fjarskiptabyltingin, t.d. alnetið, hafa
ýtt undir sömu þróun nú.
Verðhjöðnunin er aftur á móti
hættuleg þegar hún endurspeglar
minni eftirspurn, offramleiðslugetu og
minna peningaframboð eins og raunin
var á fjórða áratugnum. A fjóram ár-
um til 1933 féll vöruverð í Bandaríkj-
unum um 25% og þjóðarframleiðslan
um 30%. Stjórnlaus verðhjöðnun af
þessu tagi getur verið miklu hættu-
legri en stjórnlaus verðbólga vegna
þess, að hún verður að vítahring, sem
erfitt er að komast út úr.
Eykur skuldabyrðina
Lækkandi verð veldur því oft, að
fólk bíður með kaup í von um enn
lægra verð og minnkandi eftirspurn af
þessum sökum neyðir fyrirtækin til að
enn meiri verðlækkunar.
Við það eykst hlutfallslega
skuldabyrði þeirra og þá
fjölgar gjaldþrotunum.
Þetta er sérstaklega hættu-
legt í hagkerfum þar sem
fyrirtækin skulda mikið eins og í Jap-
an. Alvarlegast af öllu er þó, að verð-
hjöðnunina getur gert stefnuna í pen-
ingamálum marklausa. Nafnvextir
geta aldrei verið neikvæðir og þess
vegna getur útkoman orðið allt of háir
raunvextir.
Lítil eftirspurn er farin að ýta undir
verðhjöðnun í sumum löndum. Þetta
má t.d. meta út frá muninum, sem er á
framleiðslugetu og raunverulegri
framleiðslu. Áætlað er, að þessi munur
muni fara upp í 7% af þjóðarfram-
HANS Tietmeyer, bankastjóri þýsk
Lafontaine, fjármálaráðlK
leiðslu í Japan á þessu ári og í öðram
Austur-Asíuríkjum er einnig mikil,
ónýtt framleiðslugeta. Hún er um 40%
í Kína og verður ekki skorin niður þar
eða annai’s staðar í Asíu á næstunni.
í Evrópusambandinu hefur ónýtt
framleiðslugeta verið um 2% af þjóðai’-
framleiðslu í nokkur ár og mun líklega
aukast á þessu ári ef hagvöxtur minnk-
ar. í Bandaríkjunum er framleiðslan
aftur á móti meiri en svarar til reikn-
aðrar framleiðslugetu. Þar er líklega
um að ræða verðhjöðnun af góðu teg-
undinni og ekki sjáanleg hætta á ferð-
um á næstunni.
Hættumerkjunum hefur fjölgað
Aðeins í fáum hagkerfum er um að
ræða raunveralega verðhjöðnun og
jafnvel Japanir hafa ekki upplifað
verðlækkanir eins og þær vora á fjórða
áratugnum. Bandaríkin og Evrópa
hafa hingað til hagnast á lægra inn-
kaupsverði og víðast hvar er verðlagið
bara stöðugt. Það getur út af fyrir sig
búið í haginn fyrh’ meiri hagvöxt síðar
en samt hefur hættan á beinni verð-
hjöðnun aukist. Komi afturkippur í
efnahagslífið í Bandaríkjunum og Evr-
ópu gæti verðhranið upp úr 1930 end-
urtekið sig.
Hættumerkin era nokkur:
■ Offramboðið á heimsmarkaði hefur
sjaldan eða aldrei verið meira. Þótt
erfitt sé að meta ónýtta framleiðslu-
getu þá hefur hún líklega ekki verið
meiri síðan á fjórða áratugnum og
verðhjöðnun gæti átt sér stað án þess
að heimsframleiðslan drægist saman.
Það, sem til þyrfti, er nokkuð langur
tími með ónógum hagvexti. Þá myndi
munurinn á framleiðslu og framleiðslu-
getu vaxa og verðbólgan lækka þar til
hún yrði loks neikvæð. Það er því ekki
nóg, að hagvöxtur verði aftur í Asíu á
þessu ári ef hann verður lítill eins og
almennt er búist við, því að þá mun
munurinn á framleiðslu og framleiðslu-
getu halda áfram að vaxa.
■ Útlit er fyrh’, að hagvöxtur í Evr-
ópusambandsríkjunum lækki á þessu
ári og verði um 2,5%, næstum sá
minnsti frá styrjaldarlokum. Það
bendir til, að aðhaldið sé of mikið.
Seðlabanki, sem vinnur að sjálfsögðu
að því að viðhalda stöðugu verðlagi,
ætti að stefna að hagvexti upp á 4-5%
en það gefur kost á langtímahagvexti
upp á 2-3% og verðbólgu á bilinu 1-2%.
■Þriðja hættan er, að lágt vöruverð
skaði verulega framleiðendur í þeim
vanþróuðu hagkerfum, sem eiga við
Olíuverðið
hálfu lægra
en 1997