Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
~r
v
>
Akademísk
sköpun
Nútíminn, deiglan sem mestu skiptir, er
látin ósnortin þar til hún kefur kólnað
nœgilega svo óhætt sé að dýfa í hana
fingri. Hitatapið er óbœtanlegt.
„Fátækleg leikhúsumræða hefur
að hluta til stafað af ofur-
viðkvæmni okkar litla samfélags
en líka af skorti á menntuðum
mönnum og sérfræðingum. Nú
höfum við fengið þá fyrir nokkru,
en leikhúsfræði eiv enn ekki
komin á dagskrá Háskóla Is-
lands. Það er auðvitað fáránlegt.“
Eftir Hávar
Sigurjónsson
Ofangreind orð eru
tekin úr skemmti-
legri grein Kristjáns
Jóhanns Jónssonar
er birtist í Nýrri
sögu, tímariti Sögufélagsins
1998. Kristján Jóhann fjallar þar
um fjórar bækur er allar hafa ís-
lenska leiklistarsögu að viðfangi
sínu; Islensk leiklist I-II eftir
Svein Einarsson, Aldarsögu
Leikfélags Reykjavíkur eftir
Pói-unni Valdimarsdóttur og
Eggert Bernharðsson, og Leynd-
armál frú Stefaníu eftir Jón Við-
ar Jónsson, ævisögu Stefaníu
Guðmundsdóttir leikkonu (1876-
1926).
VIÐHORF Kristján
bendir á að í
bókunum fjór-
um birtist að
nokkru sú
árátta að fjalla um söguna í
hundrað ára tímabilum þótt Jón
Viðar og Sveinn fari ekki fram
yfir 3. áratug þessarar aldar.
Þeir horfa hins vegar um öxl
hundrað ár aftur í tímann. Aldar-
sagan tekur yfir 100 ára sögu
LR, 1897-1997 og er sagnfræði-
legt gildi verksins óumdeilanlegt,
saga LR er rakin mjög skil-
merkilega en uppspretta sögunn-
ar, leikhstin sjálf, er látin nánast
ósnortin. Lykilspurningum
hvernig var leikið og leikstýrt,
hvernig leiklist var iðkuð er
svotil eingöngu svarað með til-
vitnunum í samtímagagnrýni
sem í besta falli gefur daufa hug-
mynd og í versta falli ranga hug-
mynd, um hvernig að sýningum
var staðið. Sagnfræðin leitar í
ritaðar heimildir og skjöl og af
slíku má ráða ýmislegt en sjaldn-
ast það sem mestu máli skiptir,
hversu mikið erindi leiklistin átti
við samtíma sinn á hverjum tíma.
Leyndarmál frú Stefaníu er gott
dæmi um þetta, þar sem titill
bókarinnar vísar til þess hvert
var leyndarmálið á bakvið list frú
Stefaníu Guðmundsdóttur.
Hvernig tókst henni að fanga
augnablikið í leikhúsinu og heilla
áhorfendur? Jón Viðar Jónsson
tekst í raun á hendur hið ómögu-
lega er hann setur sér það verk-
efni að upplýsa leyndarmálið.
Reyndar má spyrja hvort hann
hefði ekki verið betur kominn
með því að velja verkinu viðráð-
anlegri titil og ekki svo reyfara-
kenndan. Burtséð frá þessu er
leiklistarsögulegt gildi bókarinn-
ar ótvírætt.
Þrátt fyrir að útilokað sé að
binda í hlutlæga lýsingu svo
augnabliksbundinn og huglægan
viðburð sem listsköpun á
leiksviði er samt nauðsynlegt að
halda úti nokkurri viðleitni og ef
vel ætti að vera skipulagðri
rannsóknavinnu á þeirri leiklist
sem framin er í samtímanum.
Enginn efast um hvern þátt bók-
menntafræðirannsóknir og bók-
menntafræðikennsla í Háskóla
Islands eiga í viðgangi íslenskra
bókmennta á þessari öld. Þessi
áhrif hafa farið vaxandi á undan-
förnum áratugum enda eru flest-
ir okkar fremstu höfundar í dag
sprottnir úr þeim jarðvegi. Alla
þá áherslu og miklu umfjöllun
sem skáldsagnagerð okkar nýtur
má rekja með einum eða öðrum
hætti til bókmenntafræðiskorar
Háskóla Isiands. Þar hefur sann-
ast að akademísk umfjöllun drep-
ur ekki sköpunarkraft í dróma
heldur leysir hann úr læðingi sé
rétt á haldið. Leiklist okkar sem
nýtur gífurlegrar almannahylli
skortir hins vegar þennan skipu-
lagða, fræðilega bakhjarl í sam-
tímanum. Þetta er öðra fremur
ástæðan fyrir því að höfundar
leiklistarsögulegs eða leiklistar-
fræðilegs efnis velja sér að
viðfangi löngu liðna tíð, en
nútíminn, deiglan sem mestu
skiptir, er látin ósnortin þar tii
hún hefur kólnað nægilega svo
óhætt sé að dýfa í hana fingri.
Hitatapið er óbætanlegt.
Alls staðar í nágrannalöndum
okkar - þó ekki síst í Bandaríkj-
unum - má finna bein tengsl milli
grósku í leikritun og leikhús-
fræðum annars vegar og skipu-
lagðrar uppbyggingar Ieiklistar-
og leikhúsfræðadeilda við
háskóla hins vegar. Þó vissulega
skili sér inn á borð leikhúsanna
okkar bitastæð leikrit öðru
hverju er megnið af því sem
skrifað er í dag fyrir leiksvið
bæði viðvaningslegt og gamal-
dags. Ungir upprennandi rit-
höfundar hafa fæstir hug á því að
skrifa leikrit, heldur skáldsögur,
kannski einmitt vegna þess
hversu mikillar athygli og
virðingar skáldsagnagerðin nýt-
ur. Leikritun er álitin eins konar
aukageta; það er helst að eftir
þrjár til fimm skáldsögur þyki
við hæfi að höfundur slái í eitt
leikrit, svona einsog til að sýna
að hann geti það líka; útkoman er
iðulega vonbrigði á allar hliðar
og skáldsagnahöfundurinn kenn-
h' öllu nema sjálfum sér um ófar-
irnar og snýr sér að skáldsagna-
gerðinni að nýju, fullsaddur. Þeir
fáu leikritahöfundar sem við eig-
um og standa undir nafni, hafa
flestir - þó ekki allir - fengið
skólun innan leikhússins. Slík
skólun er tilviljunarkennd og
hennar njóta mun færri en eiga
og vilja. Einkenni á leikritun sem
þróast við slíkar aðstæður er að
hana skortir yfii'leitt hugmynda-
sögulegan og fræðilegan bak-
grunn og verður að sýniverkum í
leikhústæknikunnáttu höfundar-
ins. Hættan er sú að við stöndum
uppi með annars vegar lítinn hóp
tæknilega mjög hæfra höfunda
sem leikhúsið hefur alið af sér og
annan mun stærri hóp sem kann
lítt til verka og hefur fá tækifæri
til að bæta kunnáttu sína. Leik-
húsfræðadeild með sérstakri
áherslu á skapandi leikritun við
væntanlegan Listaháskóla myndi
geta bætt úr þessu.
Tækifærið sem nú gefst með
stofnun Listaháskólans til upp-
byggingar sterkrar deildar á
sviði leikhúsfræða getur þó
auðveldlega runnið okkur úr
greipum ef ekki er vel á haldið.
Þar skiptir miklu að takist að
eyða þeirri ástæðulausu tor-
tryggni sem lengi hefur verið
viðloðandi að skipulögð fræðileg
vinnubrögð séu aðal andskoti
sköpunarinnar.
________UMRÆÐAN
Forsmekkurinn
Davíð Þórlindur
Guðjónsson Kjartansson
í ÞEIRRI kosn-
ingabaráttu til
Stúdentaráðs Háskóla
Islands sem nú er
senn á enda hefur
Vaka lagt sig fram um
að reyna að sýna
stúdentum hvað við er
átt þegar við segjumst
vilja hleypa nýju lífi í
Stúdentaráð. Við höf-
um forðast í lengstu
lög að varpa rýrð á
andstæðinga okkar en
höfum heldur reynt að
einblína á framtíðina
og hvað það er sem
við stöndum fyrir. Við
höfum beðið kjósend-
ur um að bera saman Stúdentaráð
eins og það er í dag og Stúdentaráð
eins og það ætti að vera og í stað
þess að láta orðin tóm duga til að
sannfæra kjósendur höfum við gef-
ið forsmekkinn að þeim vinnu-
brögðum sem við teljum nauðsyn-
leg eigi Stúdentaráð að blómstra.
Vaka hefur í mörg ár barist gegn
því að einkunnir stúdenta séu birt-
ar undir kennitölum. Þetta er sér-
staklega óþægilegt fyrir þá
stúdenta sem eru eldri en hinir því
sáraeinfalt er fyrir fólk að geta sér
til um hver kennitala þeirra er.
Vaka hefur barist fyrir því að tekið
yrði upp prófnúmerakerfi sem
tryggir persónuleynd. Þetta er
ekki aðeins í samræmi við óskir
stúdenta heldur einnig í samræmi
við tölvulögin. Núverandi fyrir-
komulag er óþarft, óþægilegt og
ólöglegt.
Vaka hefur lagt fram kæru til
Tölvunefndar og er sú kæra nú til
umsagnar hjá rektor. Búast má við
að bragarbót verði gerð í þessum
málum á næstu misserum í kjölfar
kærunnar.
Frumkvæði í LIN-málum
Lítill sem enginn tilfinnanlegur
árangur hefur náðst í baráttu
stúdenta fyrir hæm námslánum og
betri kjörumáá undanfórnum ár-
um. Vaka telur lausnina ekki endi-
lega felast í meiri frekju eða aukn-
um hávaða. Við teljum að stúdent-
ar verði að sýna frumkvæði í því að
finna nýjar lausnir. Sú hugmynd
sem Vaka héfur kynnt í þessari
kosningabaráttu byggist á því að
Lánasjóðurinn láni stúdentum
Stúdentaráð
Vaka hefur í kosninga-
baráttunni, segja
Þórlindur Kjartansson
og Davíð Guðjónsson,
gefið forsmekkinn af
þeim vinnubrögðum
sem við munum inn-
leiða í Stúdentaráð.
20.000 krónur aukalega á mánuði.
Það lán yrði á kostnaðarverði fyrir
sjóðinn og gi'eiða stúdentar því um
5% vexti af því. Þetta leysir vanda
þeirra fjölmörgu stúdenta sem í
dag horfast í augu við að hafa mörg
hundruð þúsund króna aukayfir-
drátt í veganesti að námi ioknu.
Þetta aukalán myndi greiðast með
öðrum námslánum, án þess að
hækka endurgreiðslubyrðina, og er
því mun hagstæðara en
skammtímalán í banka.
Vaka hafði frumkvæði að stofn-
un sérstaks sjóðs sem mun nýtast
stúdentum með dyslexíu á þann
hátt að kennslubækur verða hljóð-
ritaðar. Þetta var gert í góðri sam-
vinnu við Dyslexíufélagið sem er
pólitískt óháð félag innan Háskól-
ans. A þriðja hundruð þúsund
króna söfnuðust auk þess sem Fínn
miðill gaf afnot af hljóðverum sín-
um til upptöku á námsbókunum.
Þessi sjóður hefur verið afhentur
rektor til varðveislu.
Vaka hefur haldið fjölmarga
fundi með fulltrúum hinna ýmsu
deilda. Auk þess hafa fram-
bjóðendur okkar haldið fundi með
íbúum á Stúdentagörðum og mörg-
um fleiri hópum sem þurfa sérstak-
lega á stuðningi Stúdentaráðs að
halda til að koma málum sínum í
framkvæmd. Við teljum að
Stúdentaráði beri að hafa frum-
kvæði að virkum og markvissum
samskiptum við umbjóðendur sína
allt árið um kring. Vaka leggur
áherslu á að þau vinnubrögð sem
við höfum viðhaft í kosningabarátt-
unni séu forsmekkurinn af þeim
starfsanda sem við munum innleiða
í Stúdentaráð Háskóla íslands.
Forsmekkurinn
Vaka hefur verið í minnihluta í
Stúdentaráði um árabil. Við höfum
í þessari kosningabaráttu sýnt að
við höfum viljann og frumkvæðið
til að gera það sem þarf til að gera
Stúdentaráð að enn öflugra hags-
munafélagi stúdenta en nú er. Við
vonumst eftir tækifæri til að dæm-
ast af eigin verkum. Við þurfum
eitt ár til að gefa stúdentum sam-
anburð á milli þess Stúdentaráðs
sem þeir þekkja og þess Stúdent-
aráðs sem við trúum að stúdentar
eigi skilið. Setjum X við A á moi'g-
un.
Höfundar skipa fyrsta og fimmta
sæti framboðslista Vöku til Stúd-
entaráðs.
Röskva vill nettengja
Stúdentagarða
MEÐ því að kjósa
sterkt Stúdentaráð
getum við stúdentar
tryggt að barist verður
ötullega fyrir hags-
munum okkar, jafnt
innan Háskólans sem
utan. I haust sýndum
við hverju við getum
áorkað með samstöðu í
hagsmunabaráttunni.
Með eftirsetu í Þjóðar-
bókhlöðunni vöktum
við athygli á allt of
skömmum af-
greiðslutíma Bók-
hlöðunnar. Með að-
gerðinni tókst að ná
fram þeim markmið-
um sem við höfðum sett.
Nettenging garðanna
Tölvur og tölvunotkun eru nauð-
synlegur þáttur í háskólanámi við
HI. Þrátt fyrir öflugt tölvuátak
Stúdentaráðs og Hollvinasamtaka
HI sem skilað hefur tölvum, hug-
búnaði og fjárframlögum að and-
virði 25 milljóna, er tölvukostur
bágborinn við Háskóla Islands.
Stúdentar þekkja vel biðraðir við
dyr tölvuvera skólans. Röskva hef-
ur hugmyndir um hvernig létta
megi á þessu álagi. Með netteng-
ingu Stúdentagarðanjja við
Háskólanetið geta garðsbúar sótt
sín gögn heiman frá sér og unnið
með þau líkt og þeir væru staddir í
skólanum.
Betri bókakost í
Bókhlöðuna
Þrátt fyrir að af-
greiðslutími Bók-
hlöðunnar hafi verið
lengdur nýtist hún
ekki stúdentum sem
skyldi. Það er ekki nóg
að vera með glæsilega
byggingu, opna fram á
kvöld, ef ekki er að
finna þar bækur og
tímarit sem stúdentar
þurfa í námi sínu.
Fjársvelti undanfar-
inna ára hefur sett sitt
mark á rita- og bóka-
kaup við skólann.
Stúdentar sætta sig
ekki við að geta ekki tekist á við
metnaðarfull verkefni á sínu
fræðasviði. Nú þegar bókhlaðan er
opin ætlar Röskva að ná fram
auknum fjárframlögum til bóka-
kaupa við HI.
Stúdentar
með dyslexíu
Lánasjóði íslenskra námsmanna
ber samkvæmt lögum að tryggja
öllum jafnan aðgang að menntun
óháð efnahag. Þetta skilyrði upp-
fyllir Lánasjóðurinn ekki nema
hann taki tillit til sérþarfa þeirra
nemenda sem á þurfa að halda.
Nemendur með dyslexíu hafa ekki
fengið réttláta meðferð hjá LIN og
úr því verður að bæta. Eðlilegt er
Stúdentaráð
Með nettengingu
Stúdentagarðanna við
Háskólanetið, segir
Arnfríður Henrysdótt-
ir, geta Garðsbúar sótt
sín gögn heiman frá sér.
að Lánasjóðurinn miði við sömu
námsframvindu og Háskólinn virð-
ir sem fullan námsárangur
stúdenta með dyslexíu. Röskva
ætlar að tryggja að Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna taki fullt tillit
til nemenda með dyslexíu líkt og
Háskólinn gerir.
Röskva vill jafnrétti til náms
Með því að greiða Röskvu sitt at-
kvæði í kosningum til Stúdenta- og
Háskólaráðs í dag eru stúdentar að
tryggja að jafnrétti til náms sé haft
að leiðarljósi í allri vinnu Stúdent-
aráðs Háskóla íslands. Þanriig eru
þeir að kjósa nettengingu
Stúdentagarðanna, baráttu fyrir
auknum fjárframlögum til rita- og
bókakaupa og að Lánasjóðurinn
taki réttlátt tillit til stúdenta með
dyslexíu.
Höfundur skipar 5. sæti & lista
Röskvu til Stúdentaráðs.
Arnfríður
Henrysdóttir