Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 33.
UMRÆÐAN
Ólundar óp
frá Rauðgrana
ÞAÐ er merkilegt
hvernig Hjörleifí Gutt-
ormssyni tekst aftur
og aftur að snúa sögu-
legum __ atburðum á
haus. I kjallaragrein í
DV þann 18. febrúar
talar hann um „niður-
lægingu án hliðstæðu".
Þar á hann ekki við
sína eigin póhtísku fim-
leika, heldur stöðu
Alþýðubandalagsins í
samfylkingu róttækra
jafnaðarmanna. Það er
ekki nýtt fyrir okkur
sem horft höfum á Heimir Már
Hjörleif að störfum að Pétursson
hann finni formanni
Alþýðubandalagsins allt til
foráttu. Álit hans á þeirri konu
hefur aldrei verið upp á marga
fiska og samstarfsviljinn sjaldan
verið mælanlegur. En það skiptir
engu máli hvað Hjörleifur lemur
hausnum ótt og títt við steininn.
Hann getur aldrei fengið þá niður-
stöðu að Margrét Frímannsdóttir
hafí svikið stefnu Alþýðubanda-
lagsins.
í grein sinni gefur Hjörleifur í
skyn að þeirri sögu hafi verið
komið á kreik sl. haust „að aðeins
Stjórnmál
Niðurlæging Hjörleifs
er að skilja ekki
strauma sögunnar,
segir Heimir Már
Pétursson, og berjast
á móti þeim eins
og tröll á móti
sólarupprás.
örfáir alþýðubandalagsmenn
hefðu sagt skilið við flokkinn".
Slíkri sögu þurfti ekki að koma á
kreik. Þegar Hjörleifur og aðrir
pólitískir flóttamenn í Rauðgrana
héldu því að fjölmiðlum að hund-
ruð manna hefðu sagt sig úr
Alþýðubandalaginu, var staðfest á
haustmánuðum að tæplega 200
manns hefðu sagt sig úr flokknum.
Jafnframt var skýrt frá því að um
130 manns hefðu gengið í Alþýðu-
bandalagið frá aukalandsfundi í
júlí. Hjörleifur á bágt með að
skilja að nokkur maður gangi til
liðs við hi’eyfingu sem hann hefur
sagt skilið við. En þannig er nú
bara gangur lífsins.
Svik við
hugsjónina
Hjörleifur Guttormsson lætur í
veðri vaka að forysta Alþýðu-
bandalagsins hafí svikið flokkinn
með því að framfylgja stefnu hans
um samfylkingu og fleira. Það
hvarflar ekki að Hjörleifí að sjálfur
hafí hann svikið flokkinn og fólkið
sitt eftir að hafa haft í hótunum um
að kljúfa flokkinn. Sú mynd getur
ekki framkallast í kolli Hjörleifs.
Að stefnan eigi að koma neðan frá
og upp til forystunnar.
Hugmyndafræði Hjörleifs geng-
ur greinilega út á að útvalin forysta
pólitískra stórmenna hugsi upp
stefnuna til að messa hana yfir
lýðnum. Hinum leiðitama fjölda.
Það sorglega er hins vegar að
Hjörleifur skammast sín fyrir að
vera sá kommúnisti sem þessi hug-
myndafræði passar við.
Þeir félagar í Rauðgi’ana (sbr.
ævintýrið um Dverginn Rauðgrana
og brögð hans) hafa hvorki meira
né minna en svikið hugsjónir
félagshyggjufólks á íslandi með
brotthlaupi sínu frá lýðræðislegum
niðurstöðum í æðstu
stofnunum Alþýðu-
bandalagsins. Þeir
hafa svikið hugsjónina
um öfluga breiðfýlk-
ingu félagshyggju-
fólks.
Til hvers?
Er það vegna þess
að Samfylkingin hafi
vonda stefnu í málefn-
um fátækra, fatlaðra
og öryrkja? Eða
vegna þess að stefna
Samfylkingarinnar í
heilbrigðismálum,
menntamálum, um-
hverfismálum og ríkis-
fjármálum sé verri en
stefna Alþýðubandalagsins?
Nei.
Brotthlaup Rauðgrana ræðst
fyrst og fremst af fyririitningu
hans á formanni Alþýðubandalags-
ins og því fólki sem í daglegu tali
gengst við því að vera kratar,
sósíaldemókratar eða lýðræðis-
sinnaðir sósíalistar. Slíkt fólk er
eitur í beinum Rauðgrana.
Hatur og fyrirlitning
Fyrir hatur og fyrirlitningu eru
félagamir í Rauðgrana tilbúnir að
fóma samstöðu um róttæka stefnu
sameinaðra jafnaðarmanna. Stefnu
sem sett er fram til að rétta hag
þeirra sem verst hafa orðið úti í
góðærissinfóníu ríkisstjórnarinnar.
Þeirra sem þekkja góðærið bara af
afspum. Hjörleifí og félögum
finnst við hæfí að gera grín að hug-
sjónum róttækra jafnaðarmanna
og efast um einlægan ásetning
þeirra. Þeir hanga eins og hundur
á roði á andstöðunni við herinn.
Herinn sem skipti þá engu máli
þegar ráðherrastólar vom í boði
fyrir þá sjálfa.
Svo uma þeir: Við eram Vinstri-
menn Islands.
Maður sem kom inn á þing sem
þriðji þingmaður Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi, hleypur frá
lýðræðislegri niðurstöðu sem eini
þingmaður flokksins í kjördæminu,
ætti að hafa sem fæst orð um „nið-
urlægingu án hliðstæðu". Mikill
meirihluti félaga í Alþýðubanda-
laginu hefur komist að niðurstöðu.
Fólkið í flokknum fékk að tala.
Fólkið vill breiðfylkingu félags-
hyggjufólks hvað sem Hjörleifur
tautar og raular. Niðurlæging
Hjörleifs er að skilja ekki strauma
sögunnar, að berjast á móti þeim
eins og tröll á móti sólarapprás.
Sólarapprás félagshyggjufólks á
Islandi - sjálfri framtíðinni.
Höfundur er liðsmaður
Samfylkingarinnar.
Bókmenntalegt slys
ÉG ER þakklátur
Jakobi F. Asgeirssyni
fyrir grein hans, Af
vondum kennslubók-
um, sem birtist i Morg-
unblaðinu 11. febrúar
sl. Þar vakti hann at-
hygli á því, að menn
hefðu að óreyndu talið
óhugsandi, að hægt
væri að skrifa íslenska
bókmenntasögu síðari
hluta tuttugustu aldar
án þess að nefna Krist-
ján Karlsson á nafn.
Ég hafði tekið eftir
þessu og kallað það í
huganum bókmennta-
legt slys, sem það
auðvitað er. Ekki er hægt að taka
mark á kennslubók með svo hróp-
andi eyðu.
Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri
Vöku-Helgafells, tekur upp hansk-
ann fyrir Heimi Pálsson sl. fímmtu-
dag. Hann leggur m.a. áherslu á
eftirfarandi:
1. Vaka-Helgafell ákvað að gefa
bók Heimis út „þar sem nálgunin er
nýstárleg - einstaklingarnir era
aftur komnir inn í bókmenntasög-
una“. Satt að segja finnst mér slík
nálgun hvorki nýstárleg né framleg
heldur óhjákvæmileg. Bókmennta-
saga verður ekki skrifuð nema með
því að rekja sig eftir einstaklingun-
um.
2. Pétur Már telur athyglisvert,
„að í umfjöllun um bókina hefur
enginn fett fingur út í val Heimis á
þessum höfundum fyrr en nú að
stjórnmálafræðingurinn Jakob F.
Asgeirsson tiltekur Kristján Karis-
son“. Þó ýtir hann sjálfur undir
efasemdirnar í lok greinar sinnar,
þar sem hann segir: „Raunar væri
Kristján sjálfkjörinn á lista yfír
100 bestu skáld aldarinnar hér á
landi, - og jafnvel þótt víðar væri
leitað." Nema þó! Svo kann ég ekki
við það stflbragð Péturs Más að
nota orðið ,stjórnmálafræðingur“
þannig, að ekki verður öðruvísi
skilið en svo, að maður með þvflíka
menntun kunni ekki skil á bók-
menntum og verði þess vegna ekki
hleypt inn í bókmenntastofnun
Heimis Pálssonar og þeirra
kumpána.
3. Pétur Már segir að Ki-istján
Karlsson hafi kvatt sér hljóðs á of-
anverðum áttunda áratugnum, en
skáld sem hann eigi samleið með,
hafi hafið feril sinn á sjötta ára-
tugnum. - „Um þau er fjallað í
kafla sem tekur til áranna
1950-1970,“ segir Pétur Már.
„Fyrstu spor Kristjáns sem skálds
á opinberam vettvangi liggja utan
þess tíma.“ Þetta þykir mér skrítin
þula.
Fyrir hálfri öld eða svo tóku að
birtast ritgerðir eftir Ki-istján
Karlsson um einstök skáld og bók-
menntaverk. Gott sýnishorn þess
Halldór
Blöndal
er bókin „Hús sem
hreyfist", sem kom út
hjá Almenna
bókafélaginu 1986, en
þar er fjallað um sjö
ljóðskáld. Þeirrar bók-
ar né annars þess, sem
Kristján hefur skrifað
um bókmenntir, er að
engu getið í bók Heim-
is, ekki einu sinni í
ritaskrá. Eru skrif
Kristjáns um bók-
menntir þó skýrari og
dýpri en flest eða allt
annað það, sem ég hef
um þau efni lesið. Bók-
menntatímaritin
Helgafell og Nýtt
Helgafell era hvergi nefnd, en þar
birtust á sjötta áratugnum fyrstu
sögur Kristjáns, sem þóttu nýjung í
íslenskri sagnagerð.
„Komið til meginlandsins frá
nokkram úteyjum“ er smásagna-
safn Kristjáns, sem út kom 1985,
skínandi góð bók, sem leiftrar af
Bókmenntir
Það er eins rangt hjá
Pétri Má og nokkuð
getur verið rangt, segir
Halldór Blöndal, að
á íslensku þannig að eftir yrði
tekið. Jóhann S. Hannesson var
gáfað skáld og Þorsteinn Valdi-
marsson eitthvert ljóðrænasta
skáld sinnar samtíðar og maður
sem kenndi til í stormum sinna
tíða.
Það er eins rangt hjá Pétri Má
og nokkuð getur verið rangt, að
ljóð og kvæði Kristjáns Karlssonar
séu bergmál frá eftirstríðsáranum
1950-1970 og að til að skilja þau
réttum skilningi þurfi að fara aftur
til þess tíma. Etristjáni Karlssyni
svipar að því leyti til Gríms Thom- •
sens, að báðir menntuðust erlendis,
urðu heimsborgarar og gagnkunn-
ugir heimsbókmenntunum.
Komu síðan heim aftur og
kvöddu sér hljóðs á skáldaþingi
fullþroskaðir. Ekki er hægt að vill-
ast á ljóðum þeirra og kvæðum
annaraa skálda. Svo mikil er sér-
staða þeirra, um leið og þeir era
gjörólíkir hvor öðram, eins og
nítjánda öldin er ólík hinni tuttug-
ustu.
Þegar ég var að ganga frá þess-
um skrifum hljóp ég yfir nafna-
skrána. Þar er eitt nafn sem byrjar
á Ö, - Örn Ólafsson. Aftur á móti er
Öm Arnarson hvergi að finna, og
skil ég þá betur en áður þessi vísu-
orð:
Fáum kunn, á víðavangi
víða liggja sporin mín.
ljóð Og kvæði Kristjáns Höfumlur er sanigönguráðhcrra.
Karlssonar séu berg-
mál frá eftirstríðsárun-
um 1950-1970.
kímni Kristjáns. Nostursemi yið
smáatriði er honum eðlislæg í sög-
unum eins og í kvæðunum.
I atriðaskrá fletti ég upp á orðinu
limra, en það var hvergi að finna.
Hins vegar er getið um hippa á bls.
124 og 125. Það má vel vera að
limran teljist ekki til æðri skáld-
skapar, þó að mörg höfuðskáld hafi
iðkað limrugerð. En í skáldskap
gegnir hún því hlutverki að rjúfa
stirðnaða hugsun og stuðla að
frjálsræði og hugkvæmni ljóðmáls-
ins.
Mælti Alfheiður Engifer:
„Ég verð áttræð í nóvember
en ég fer ekki héðan
nema fái ég sleðann
sem faðir minn lofaði mér.“
Ég læt þetta fylgja sem sýnis-
horn af limrugerð Kristjáns. En í
ljósi þess sem hér hefur verið sagt
kemur ekki á óvart að hvorki Þor-
steins Valdimarssonar né Jóhanns
S. Hannessonar er getið í bók-
menntasögu Heimis Pálssonar.
Þessi þrjú skáld ortu fyrst limrur
Heldur þú að
Kalk sé nóg ?
NATEN
-ernógl
(0
Karl Sigurbjörnsson
biskup íslands
„Á þriðja þúsund einstaklingar
þurftu að þiggja aðstoð
Hjálþarstarfs kirkjunnar fyrir
nýliðin jól, og það í mesta
góðæri íslandssögunnar. Þetta
fólk er flest öryrkjar sem ættu
samkvæmt viðurkenndum
grundvallarsiðgildum okkar
þjóðar að njóta velferðar og
stuðnings samfélagsins.
Eitthvað er nú að."
Úr nýárspredikun,
janúar 1999.
Úr yfirlýsingu Rauða kross Ísiands:
„Við íslendingar erum meðal auðugustu þjóða heims og getum
tryggt að þeir sem standa höllum fæti vegna sjúkdóma,
atvinnumissis, örorku, aldurs eða annarra aðstæðna
njóti ekki síður en aðrir mannsæmandi lífskjara."
Desember 1998.
• • r
Oryrkjabandolag Islands
ö)
c
0)
*o
C0
<Z)
ö)