Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLADIÐ
Stúdentar,
stöndum saman
í DAG, 24. febrúar,
ganga stúdentar við
Háskóla Islands að
kjörborðunum og
kjósa til Stúdenta- og
Háskólaráðs. Stúd-
entaráð hefur starfað
ötullega að hagsmuna-
málum stúdenta í ár
undir forystu Röskvu.
— I vetur náðist m.a. í
gegn lenging opnunar-
tíma Þjóðarbókhlöðu
eftir áralanga baráttu
og tölvuátakið, Nám á
nýrri öld, skilaði tölv-
um og tölvubúnaði
sem stúdentar fá til af-
nota fyrir 25 milljónir
króna og stendur enn yfir. Stúdent-
ar settu fram breytingartillögur við
drög að sérlögum um Háskóla ís-
lands sem Háskólaráð samþykkti.
Þarna gafst einstakt tækifæri til
þess að hafa áhrif á rekstur og um-
hverfi Háskólans og stúdentar
nýttu sér það.
Sterkt Stúdentaráð
Fyrir þessar kosningar hefur
Röskva sett fram skýra stefnu í
helstu hagsmunamálum stúdenta.
Það sem tekist er á um í þessum
kosningum er staða Stúdentaráðs.
Stúdentaráð er lýð-
ræðislega kjörinn
vettvangur allra stúd-
enta og engar skyldur
gagnvart Stúdentaráði
fylgja námi við Há-
skólann aðeins réttur
til að hafa áhrif á starf
þess í kosningum.
Stúdentar eiga aldrei
að þurfa að greiða sér-
staklega fyrir kosn-
ingarétt, sá réttur
verður að vera óháður
aðstæðum og efnahag
hvers og eins. Með al-
mennum kosningarétti
geta allir stúdentar
haft áhrif á störf Stúd-
entaráðs og tryggt því það aðhald
sem nauðsynlegt er.
Skýr stefna
í Lánasjóðsmálum
Jafnrétti til náms er grundvöll-
ur alls starfs Röskvu. Það á sér-
staklega við um málefni Lánasjóðs
íslenskra námsmanna. LIN er fé-
lagslegur jöfnunarsjóður sem skal
gera öllum stúdentum kleift að
framfleyta sér meðan á námi
stendur. Allir vita að sú grunn-
framfærsla sem sjóðurinn býður
upp á í dag hrekkur ekki til. Stúd-
Haukur Þór
Hannesson
entaráð verður hins vegar að hafa
skýra stefnu, hvergi má hnika frá
jafnrétti til náms. Því eru hug-
myndir um tvö vaxtastig við sjóð-
inn og að gefa þeim val um hærri
námslán sem sjái fram á að geta
greitt afborganir af þeim ótíma-
bærar og ekki í þeim anda sem
hagsmunabarátta stúdenta þarf á
að halda. Röskva hefur áður sýnt
fram á að með markvissri og
skýrri stefnu ná kröfur stúdenta
fram að ganga.
Röskva er fólkið sem í henni er
á hverjum tíma. Því er Röskva sí-
ung. I gegnum tíðina hefur Röskva
sett fram raunhæf markmið og
skýra stefnu. Þeirri stefnu hefur
svo verið fylgt eftir. Þetta hefur
Stúdentaráð
Jafnrétti til náms, segir
Haukur Þór Hannes-
son, er grundvöllur alls
starfs Röskvu.
skilað sér í því að undanfarin ár
hefur meirihluti stúdenta treyst
Röskvu fyrir atkvæði sínu vegna
þess að þeir vita að Röskva tekur
kosningaloforð sín alvarlega. Ég
hvet stúdenta til að kynna sér mál-
efni og vinnubrögð beggja fylk-
inga og nýta kosningaréttinn vel.
Höfundur er nemi í iðnaðarverk-
fræði og skipar 1. sæti á lista
Röskvu.
Hlutfallskosningar
/ *• •• •
í profkjon
ÚRSLIT í nýlegum
prófkjörum Samfylk-
ingar á Norðurlandi
þóttu sumum annarleg.
Meðal annars var sá
ágalli áberandi að þeg-
ar litlu munar á fylgi
tveggja írambjóðenda í
ákveðið sæti tekur
kosningakerfið ekkert
tillit til þess hvor hlýt-
ur meira fylgi í sætin
sem á eftir koma.
Sanngjöm aðferð til
_ úrbóta væri sú að fylgi
hvers frambjóðanda
væri reiknað líkt og í
hlutfallskosningum, en
þær njóta almennrar
viðurkenningar í lista-
kosningu. Þá mundu frambjóðand-
anum reiknast að fullu þau atkvæði
sem honum væra greidd í fyrsta
sæti. Við þau legðist helmingur
fylgis hans í annað
sæti, þriðjungur fylgis í
þriðja sæti og fjórð-
ungur fylgis hans í það
fjórða, ef fjórum fram-
bjóðendum á að raða.
Þannig fæst samanlagt
fylgi hvers frambjóð-
anda og ræður röð á
endanlegum lista,
nema samið sé um ann-
að.
Hér fer á eftir listi
yfir úrslit prófkjörs
Samfylkingarinnar á
Norðurlandi sam-
kvæmt þeirri reglu
sætakosninga sem not-
uð var og einnig listi yf-
ir úrslit eftir reglu
hlutfallskosninga. Með fylgi í 4. sæti
í sætakosningunni er átt við saman-
lögð atkvæði í 1,—4. sæti.
Sjá töflu
Úrslitin hefðu orðið þau í Norður-
landskjördæmi eystra, ef hlutfalls-
regla hefði ráðið, að Svanfríður Jón-
asdóttir hefði hlotið fyrsta sætið í
stað Sigbjarnar Gunnarssonar, en
Prófkjör
Hlutfallskosninga-
reglan, segir Páll
Bergþdrsson, er sann-
gjarnari.
hann hefði færst niður í annað sætið
vegna atkvæðatölu, og reyndar í
það þriðja vegna sérstaks sam-
komulags flokkanna. í Norður-
landskjördæmi vestra hefði hlut-
fallsreglan valdið enn meiri umbylt-
ingu, því að þar hefði röð allra
fyrstu fjögurra sætanna breyst.
Anna Rristín Gunnarsdóttir hefði
hreppt fyrsta sætið, en Kristján
Möller fallið niður í annað, Jón
Bjarnason hefði tvímælalaust hlotið
það þriðja en Signý Jóhannesdóttir
færst í það fjórða.
Ekki er ólíklegt að jafnvel þeir
sem báru hærri hlut vegna sæta-
kosningareglunnar muni sjá að
hlutfallskosningareglan sé þrátt
fyrir allt sanngjarnari, enda gæti
síðar bitnað á þeim sjálfum ranglæti
þess kerfis sem nú var við haft ef
því verður ekki breytt.
Höfundur er fv. veðurstofustjðri.
Norðurland eystra Sætakosning Illutfallskosning
Sigbjöm Gunnarsson 961 í 1. sæti 1372,8 2. sæti
Svanfríður Jónasdóttir (951 í 1. sæti) 1537 í 2. sæti 1476,0 1. sæti
Örlygur Hnefill Jónsson (1400 í 2. sæti) 1766 í 3. sæti 1322,8 3. sæti
Kristín Sigursveinsd. (1532 í 3. sæti) 2122 í 4. sæti 901,3 4. sæti
Finnur Birgisson 1882 í 4. sæti 698,3 5. sæti
Pétur Bjarnason 1768 í 4. sæti 612,1 6. sæti
Norðurland vestra Sætakosning Hlutfallskosning
Kristján Möller 852 í 1. sæti 1027,8 2. sæti
Anna Kristín Gunnarsd. (810 í 1. sæti) 1117 í 2. sæti 1104,4 1. sæti
Signý Jóhannesdóttir (571 í 2. sæti) 1060 í 3. sæti 595,0 4. sæti
Jón Bjarnason (1.038 í 3. sæti) 1306 í 4. sæti 843,7 3. sæti
Jón Sæmundur Sigurjónsson 1274 í 4. sæti 527,0 5. sæti
Steindór Haraldsson 974 í 4. sæti 334,8 6. sæti
Pétur Vilhjálmsson 876 í 4. sæti 291,0 7. sæti
Björgvin P. Þórhallsson 734 í 4. sæti 263,8 8. sæti
Páll
Bergþórsson
Nýbýlavei
Á fermingaborðið
Betri
Háskóli
EITT af helstu bar-
áttumálum Vöku und-
anfarin ár hefur verið
að auka sjálfstæði Há-
skólans. I vetur hefur
unnist stórsigur í þessu
máli. Fyrir skömmu
lagði menntamálaráð-
herra fram frumvarp
til laga um Háskóla ís-
lands. Með frumvarp-
inu verða lögin einfóld-
uð til muna frá því sem
var. Háskólaráð, deild-
ir og skorir fá aukið
vald sem áður var í
höndum menntamála-
ráðherra. Með þessu
vinnst margt. Meðal
annars eykst sjálfstæði Háskólans
og athafnafrelsi hans er tryggt.
Einnig er lagt til að fulltrúum í há-
skólaráði verði fækkað. Það þýðir
Stúdentaráð
Pátttaka stúdenta
í mótun Háskólans,
segir Berglind Hall-
grímsdóttir, er undir-
staða þess að Háskól-
inn verði betri.
virkara háskólaráð og hraðari af-
greiðslu mála. Þetta eru stórir
áfangar og sigur fyrir alla stúdenta.
Önnur mikilvæg breyting er að
samkvæmt frumvarpinu geta
einkaaðilar veitt fjármagn til Há-
skólans í mun meiri mæli en nú.
Þarna aukast möguleikar Háskól-
ans til öflunar sértekna verulega.
Þessi þróun er mjög jákvæð fyrir
háskólasamfélagið í heild. Ef rétt
er staðið að málum geta framlög
frá atvinnulífinu orðið einn af aðal-
tekjustofnum Háskólans. Allir
stúdentar hafa orðið varir við fjár-
skort Háskólans og hljóta því að
fagna þessu skrefi.
Það er mjög mikil-
vægt að stúdentar sýni
sjálfir frumkvæði og
hafi áhrif á starfsemi
Háskólans. Nauðsyn-
legt er að stúdentar
hafi metnað fyrir
menntun sinni og því
umhverfí sem þeir
starfa í. Þátttaka'stúd-
enta í mótun Háskól-
ans er undirstaða þess
að Háskólinn verði
betri.
Öflug hagsmuna-
gæsla stúdenta
Grundvöllur þess að
hagsmunagæsla í háskólaráði sé
öflug er að hagsmunafélag stúd-
enta, Stúdentaráð, sé kraftmikill og
raunverulegur málsvari allra stúd-
enta. Stúdentaráð á að vera bak-
hjarl hagsmunafulltrúa í öllum
deildum. Þeir eru mikilvægir í
hagsmunagæslu stúdenta. Upplýs-
ingaflæði og virk samskipti milli
Stúdentaráðs og hagsmunafulltrúa
eru forsenda þess að árangur náist
í baráttu stúdenta. Almennur áhugi
stúdenta á hagsmunabaráttu sinni
er bæði aðhald og hvatning til að
gera Háskólann betri. Ávinningur-
inn af virkum samskiptum er því
mikill fyi-ir stúdenta.
Vaka vill vinna
Baráttan fyrir betri Háskóla er
hvergi nærri búin. Næsta vetur
verða tekin fyrir mörg mikilvæg
mál og er því nauðsynlegt að stúd-
entar velji sér fulltrúa með skýr
markmið og sameiginlega hags-
muni stúdenta að leiðarljósi. Vaka
mun halda áfram að vinna að því
markmiði að gera Háskólann að
betri skóla og vinna markvisst að
sameiginlegum hagsmunum stúd-
enta með því frumkvæði sem þarf.
Höfundur skipar fyrsta sæti á lista
Vöku til háskólaráðs.
Berglind
Hallgrímsdóttir
Svavar skipaður
sendiherra
ÞAÐ VERÐUR að
teljast meiriháttar
hneyksli og vanvirða,
að skipa Svavar
Gestsson sendiherra
og ekki bætir úr skák
að hann á að hefja
störf sín í einu
traustasta NATO-rík-
inu, Kanada. í hvaða
landi heimsins myndi
yfirlýstur andstæð-
ingur allra helztu
málaflokka landsins í
utanríkismálum þjóð-
arinnar vera skipaður
sendiherra?
Eins og alþjóð er
kunnugt, hefur
Svavar Gestsson verið á öndverð-
um meiði við allar ríkisstjórnir ís-
lands í flestum mikilvægustu
málaflokkum utanríkisstefnu Is-
lands.
1. Svavar var á móti útfærzlu
fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur.
2. Svavar var á móti aðild ís-
lands í EFTA.
3. Svavar var á móti aðild ís-
lands að Evrópska efnahagssvæð-
inu.
4. Svavar var á móti varnarliði
Bandaríkjanna á íslandi.
5. Svavar var á móti NATO.
Þarf frekari vitna við?
I tíð sinni sem ritstjóri Þjóðvilj-
ans tróð hann margoft skóna að
þeim, sem höfðu kjark til að
standa opinberlega á
móti öfgafullum tals-
mönnum Sovétstefn-
unnar.
Nú nýlega fundust
tölvugögn yfir 4.200
njósnara DDR. Við
bíðum spennt eftir að
fá að vita, hverjir
voru fulltrúar DDR á
íslandi. Námsmaður-
inn Svavar Gestsson
hefur enn ekki lagt
fram námsskrá sína í
DDR.
Ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar hefur
hlaupið á sig, hún á að
afturkalla skipun
Utanríkisþjónusta
Ríkisstjórnin á að aft-
urkalla skipun Svavars
Gestssonar sem sendi-
herra, segir Hreggvið-
ur Jónsson. Annað er
ekki boðlegt.
Svavars Gestssonar sem sendi-
herra, annað er ekki boðlegt.
Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Hreggviður
Jónsson