Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 35,
+ Ólafur Tryggvi
Finnbogason
fæddist í Norður-
garði Vestmanna-
eyjum 9. ágúst
1922. Hann lést á
Landspítalanum 14.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Finnbogi Finn-
bogason, skipstjóri
frá Norðurgarði, f.
11.5. 1891, d. 3.4.
1979, og Sesselja
Einarsdóttir, f.11.3.
1891, d. 14.10. 1964.
Systkini Ólafs
Tryggva eru Rósa, f. 27.9. 1914,
d. 28.10. 1994; Árni, f. 7.11.
1916; Fjóla, f. 16.12. 1917; Lilja,
f. 15.2. 1920, d. 8.6. 1959; Ásta,
f. 21.2. 1927; Gréta, f. 31.3.
1929.
Hinn 2. febrúar 1967 kvæntist
Ólafur Tryggvi Unni Jónsdótt-
ur, f. í Reykjavík 24.5. 1922.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem var
gleði þín.“(Kahlil Gibran)
Þakklæti og hi-yggð er okkur efst
í huga þegar við minnumst okkar
ástkæra stjúpfóður, Ólafs Tryggva.
Þakklæti fyrir að hann hafi komið
inn í líf okkar fyrir 33 árum og
hryggðar jrfir því að fá ekki að njóta
nærveru hans lengur.
Þegar mamma kynnti okkur fyrir
Óla vorum við ekkert yfirmáta hrifn-
ar yfir þessu uppátæki hennar að
breyta lífi okkar á þennan hátt, enda
á viðkvæmum aldri og trúlega verið
erfitt að vinna hugi okkar og hjörtu.
En við sáum fljótt að þessi maður var
hlýr, umburðarlyndur og skilnings-
ríkur, hann virti okkur, hlustaði af afi
hygli og áhuga og hvatti okkur við
þau verkefni sem við tókum okkur
fyrir hendur. Við sáum líka að móðir
okkar var hamingjusöm og þau virtu
og elskuðu hvort annað.
Við höfum oft eftir á að hyggja
talað um það systkinin að það hljóti
að hafa þurft töluvert hugrekki til
að setjast í húsbóndastólinn á svo
barnmörgu heimili. En eins og allt
sem stjúpi okkar tók að sér í lífinu
gerði hann það af alúð og yfirveg-
aðri rósemi. Honum þótti mikið til
um heimanmundinn sem hann fékk
með mömmu, sex börn! Þó vorum
við eiginlega bara þrjú börnin, eða
við systurnar, önnur okkar nýfermd
og hin rétt í þann mund að fermast
og síðan yngsti bróðir okkar sem
var fimm ára þegar þau kynntust.
Elstu bræður okkar voru annað-
hvort fluttir að heiman eða í þann
mund að hefja sig til flugs úr hreiðr-
inu. Óli og mamma áttu mikið að
gefa hvort öðru, nutu samveru hvor
annars hvar sem þau voru og hvað
sem þau tóku sér fyrir hendur. En
þau gátu líka deilt þögninni saman á
svo kærleiksríkan hátt.
Mamma sigldi oft með stjúpa okk-
ar, hún var líka mikill „sjóari“, var
aldi-ei sjóveik en leið vel á sjónum og
áttu þau saman ófáar ánægjustundir
á h jifi úti.
Óli skildi unga fólkið, útþrá þess
og langanir til þess að víkka sjón-
deildarhringinn og læra af lífinu, líkt
og hann sjálfur hafði gert á sínum
ferðalögum um heimsins höf og
framandi lönd. Hann sagði alltaf að
besta tungumálakennslan væri fólg-
in í því að dveljast í viðkomandi
landi, þó ekki væri nema um
skamman tíma. Þetta viðhorf kom
sér vel fyrir okkur systurnar þegar
ævintýraþráin fór að segja til sín og
fékk hann móður okkar til þess að
samþykkja dvalir okkar erlendis
þegar við vorum tæplega tvítugar. í
dag skiljum við vel hennar móður-
hjarta!
Hann stjúpi okkar var víðlesinn
maður, og las hann allt milli himins
og jarðar, hvort sem um var að ræða
sagnfræði, ævisögur, trúmál, heim-
speki eða jafnvel bækur um tölvur
sem hann hafði einnig mikinn áhuga
á eftir að þær komu til sögunnar.
Stjúpbörn Ólafs eru:
1) Gylfi, f. 7.6. 1943,
fyrrverandi maki
Birna Þórhalldóttir.
Börn þeirra eru:
Gylfi Anton, Ólafur
Þór, Unnur Heiða og
Bjarki Týr. 2) Birgir
Örn, f. 27.10. 1947,
kvæntur Ingibjörgu
Björnsdóttur. Börn
þeirra eru: Björk,
Björn, Björg, Bryn-
dís og Berglind. 3)
Kristinn Már, f. 23.8.
1948, fyrrverandi
maki Guðrún Atla-
dóttir. Barn þeirra er Iris. 4)
Anna, f. 23.6. 1951, gift, Kjartani
Nielsen. Börn þeirra eru: Elsa,
Tryggvi og Ágústa. 5) Guðrún, f.
22.12. 1952, gift Matthíasi Þórð-
arsyni. Börn þeirra eru: Jón Hen-
rik, Þórður og Hrefna Rós. 6)
Matthías, f. 14.4. 1961, kvæntur
Hrönn Theodórsdóttur. Börn
Það var ósjaldan sem barnabörnin í
framhaldsskólum fengu lánaðar
bækur hjá afa til hjálpar við rit-
gerðasmíðar. Það var alveg sama
hvenær sú bón var fram borin, alltaf
gaf hann sér tíma til þess að leita og
finna það sem kæmi sér best. Óli var
mikill tungumálamaður, en hann tal-
aði ein sex tungumál, og þótti okkur
einstaklega merkilegt hvernig hann
lærði þau á sínum tíma. Hann las Bi-
blíuna á ólíkum tungumálum og bar
þær saman við þá íslensku. Mikil
þolinmæðisvinna, en þannig var Óli,
þolinmóður, fróðleiksfús og fram-
kvæmdi það sem hann ætlaði sér.
Hann sá líka til þess að allir í fjöl-
skyldunni eignuðust þessa merku
bók og eru ófáir frændur og frænk-
ur sem fengið hafa Biblíuna í ferm-
ingargjöf fyrir utan barnabörnin öll.
Óli okkar var trúaður maður og
hafði alltaf með sér sálmabókina
sína hvort sem hann fór í lengri eða
styttri ferðalög, en í henni las hann
daglega bæði kvölds og morgna. Óli
kenndi okkur líka að meðhöndla ís-
Ienska fánann rétt og era það
ógleymanlegar stundir þegar hann
fór með fermingarbörnin út í garð
að flagga. Erfitt var að sjá hvor væri
stoltari, afinn eða fermingarbarnið
þegar kennslunni var lokið, enda var
þessi athöfn mjög hátíðleg.
Hann var yndislegur afi. Honum
þótti undui-vænt um öll afa- og
langafabörnin sín og var það gagn-
kvæmt enda er mikill harmur í
þeirra brjósti. Með sínum hlýja og
breiða faðmi tók hann alltaf innilega
á móti öllum börnunum sínum, stór-
um og smáum þegar þau komu í
heimsókn. Naut hann þess um síð-
ustu jól að deila síðdegi með stóra
hópnum sínum, þó að heilsan hafi
ekki verið ýkja góð. Hvern óraði fyr-
ir því að þetta yrðu síðustu jólin
okkar saman?
Óli hafði orð á því hve þetta hefði
verið yndislegur dagur en hann
kunni að njóta þess að vera innan
um þá sem hann unni! Og hann tjáði
sig um það, var alltaf þakklátur og
kenndi okkur að taka ekki allt sem
sjálfsagðan hlut, heldur njóta stund-
arinnar, gleðjast og þakka.
Árið 1987 var Ólafur Tryggvi
heiðraður á sjómannadaginn. I des-
ember sl. var hann einnig sæmdur
gullmerki Skipstjóra- og stýritnanna-
félags íslands fyiir 50 ár á sjó.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill, megi góður Guð styðja þig og
styrkja um ókomin ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briera)
Stelpurnar þínar,
Anna og Guðrún.
Elsku bróðir okkar hefur kvatt
þennan heim eftir stutta sjúkrahús-
legu. Við minnumst æskuáranna
með gleði og hlýju. Við vorum mörg
systkinin í Vallatúni, og okkur
finnst einhvern veginn eins og það
þeirra eru: Arna Björk og Eva
Lind.
Unnur og Ólafur Tryggvi
bjuggu í Reykjavík þar til árið
1976. Þá fluttust þau til Akra-
ness. Árið 1995 fluttust þau aft-
ur til Reykjavíkur í þjónustuí-
búð aldraðra við Hrafnistu á
Kleppsvegi 62.
Ólafur Tryggvi lauk prófi frá
farmannadeild Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík 1946. Hann lauk
prófi frá Samvinnuskólanum
1951 og prófi frá skipstjóra-
skóla í Farsund í Noregi 1960-
61. Hann var stýrimaður á ís-
lenskum og erlendum skipum
1946-49. Hann var stýrimaður á
norsku ohuskipi 1955-57, fór til
Nýja-Sjálands ojg vann ýmis
störf 1957-58. Olafur Tryggvi
var stýrimaður og skipstjóri á
íslenskum fraktskipum 1965-69,
rak verslun í Reykjavík 1969-
72. Síðan var hann stýrimaður
og skipsljóri á íslenskum frakt-
skipum. Síðustu árin sigldi hann
með skipum Sementsverk-
smiðju ríkisins.
Útför Ólafs Tryggva fer fram
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hafi alltaf verið sól og sumar þar á
þessum árum. Við systkinin fund-
um upp á ýmsu eins og barna er
siður, en Óli var alltaf svo ljúfur og
góður. Ekki kvartaði hann upphátt
þegar hann þurfti að þvælast með
okkur yngri systurnar með sér við
ýmis tækifæri. Ekki gleymum við
því t.d. þegar hann ætlaði að reyna
að komast með litlu systur á bíó-
mynd en hann fékk ekki inngöngu
vegna þess að systirinn var bara
níu ára písl. Ógleymanleg voru
haustin þegar allir voru komnir
heim af síldinni og við krakkarnir
læddumst í rófugarðana til þess að
næla okkur í rófur. Annað var upp
á teningunum þegar við fórum með
pabba til þess að taka upp rófurnar.
Þá gerðust nú sumir latir.
En hann Óli okkar vai' ekki latur
þegar námsbækurnar vora annars
vegar. Hann vildi alltaf vera að Iæra.
Hann lauk bamaskólaprófi, kvöld-
skóla og Samvinnuskólanum. Nokkr-
m áram seinna fór hann í Stýri-
mannaskólann þaðan sem hann lauk
fannanna- og skipstjóraprófi. Ungur
fór hann á sjóinn og var fyrst með
fóður okkar á síldveiðum frá Siglufiði
en seinna lá leiðin til Noregs þar sem
hann og Árni bróðir okkar fóra í rétt>
indanám til þess að stjórna stóram
olíu- og fraktskipum. Árin liðu og Óli
var langdvölum erlendis þar sem
hann sigldi um á skipum sem vora
margfalt stærri en þau skip sem
sáust hér við íslandsstrendur. En Óli
var alltaf samur og jafn, umhyggju-
samur og notalegur og fylgdist vel
með ört vaxandi frændsystkinahópi
sínum og gleymdi engum.
Fyrir rúmum þrjátíu árum urðu
þáttaskil í lífi Óla þegar hann hitti
sína elskulegu eiginkonu, Unni, og
settist að hér heima okkur öllum til
óblandinnar ánægju. Hún var gæfan
í lífi hans á sama hátt og við vonum
að hann hafi verið gæfan í lífi henn-
ar og barna hennar. Alltaf gladdi
það okkur systkinin að sjá hversu
glöð og ástfangin þau vora alla tíð
og að finna það hve barnahópnum
hennar Unnar þótti vænt um Óla.
Við systkinin viljum þakka okkar
kæra bróður allar yndislegu sam-
verastundirnar og kveðja hann með
orðum úr ljóðinu Heima eftir Ása í
Bæ um eyjarnar okkar kæra:
Hún rís úr sumarsænum
í silkimjúkum blænum
með Qöll í fleti grænum
mín fagra Heimaey.
Við lífsins fögnuð fundum
á fyrstu bernskustundum
er sólin hló á sundum
og sigldu himinfley.
Hér reri hann afi á árabát
ogundi sérbestásjó,
en amma hafði á öldunni gát
og aflann úr fjörunni dró.
Fjóla, Árni, Ásta og Gréta
frá Vallatúni.
Elsku afi minn, núna ert þú farinn
frá okkur og við söknum þín svo
mikið. Það verður ski-ýtið að koma
til ömmu og þú átt aldrei eftir að
taka á móti okkur í dyrunum, bros-
andi með hlýja faðminn þinn. Ég
geymi allar góðu minningarnar og
bið Guð að geyma þig og styrkja
ömmu.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Hrefna Rós Matthíasdóttir.
Elsku Óli afi, nú þegar komið er
að kveðjustund langar okkur systk-
inin að minnast þín með nokkrum
orðum. Það er erfitt að kveðja svo
góðan og yndislegan afa sem þú
varst og enn erfiðara að koma orð-
unum niður á blað, þar sem minn-
ingarnar eru það margar. Þær era
ógleymanlegar stundirnar sem við
áttum í hvert skipti sem við komum
til ykkar ömmu upp á Skaga og hve
hlýjar móttökur við fengum. Öll
munum við líka eftir þegar við kom-
um til ykkar að horfa á leiki KR-
inga og Skagamanna og koma síðan
í kaffi til ykkar á eftir og töluðum
við þá um ýmsa hluti. Og hvað þú
varst áhugasamur um allt sem við
tókum okkur fyrir hendur. Við gæt-
um haldið endalaust áfram aðrifja
upp minningar um þig, elsku afi, og
munum við að eilífu geyma þær í
hjarta okkar.
Elsku afi nú kveðjum við þig með
söknuði og trega en þökkum fyrir að
hafa átt þig fyrir afa. Það er huggun
að vita að nú ertu í heimi þar sem
eru engar þjáningar og ert í faðmi
horfinna ástvina.
Guð blessi minningu þína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í Mði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, Guð styrki þig og
varðveiti á þessari sorgarstund.
Björk, Björn, Björg,
Bryndís og Berglind.
Já, hann Óli „bró“ er dáinn. Þegar
ég leit til hans á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur fyrir skömmu þar sem hann
var til rannsóknar, þá hvarflaði ekki
að mér að þetta myndi vera okkar
síðasta samverastund í þessu jarð-
neska lífi. Óli er nú lagður af stað í
enn eina langferðina, en oft hef ég
kvatt hann þegar hann hefur lagt af
stað og oft hefur maður ekki vitað
hvenær hann myndi koma til baka
en alltaf skilaði Oli sér heim, glaður
og kátur eins og hann átti vanda til
og hafði oft frá mörgu skemmtilegu
að segja. Óli fór í Stýrimannaskól-
ann enda stefndi hugur hans til þess
en auk þess fór hann í Samvinnu-
skólann og Iðnskólann í Keflavík á
þeim tíma sem hann starfaði á
Keflavíkurflugvelli. Námið í Sam-
vinnuskólanum hefur hann eflaust
nýtt sér á þeim tímum sem hann
stundaði verslunarrekstur bæði í
Vestmannaeyjum og í Reykjavík.
En alltaf fór Óli á sjóinn aftur og bjó
hann á Akranesi síðustu starfsár
sín. Óli lét sér mjög annt um fjöl-
skyldu sína og hringdi nokkuð
reglulega í okkur til að frétta af sín-
um nánustu og miðla fréttum eftir
því sem ástæður leyfðu. Óli var orð-
inn nokkuð vel sigldur er hann hitti
Unni sína í hringferð um ísland og
var það mikið lán fyrir hann að hafa
tekist þessa ferð á hendur þó stutt
væri.
Er við kveðjum Óla „bró“ þá er
okkur efst í huga sú hlýja sem alltaf
OLAFUR TRYGGVI
FINNBOGASON
var í fyrirrúmi hjá honum til okkar.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Unni á þessari skilnaðarstund en
höfum það jafnframt í huga að
minning um góðan dreng er líka „
styrkur á þessari stundu.
Bjarni B. Ásgeirsson.
Góður vinur minn og skipsfélagi í
fjölda ára, Ólafur Tryggvi Finn-
bogason skipstjóri, eða Óli Finnboga
eins og hann var ævinlega nefndur
meðal vina og samstarfsmanna, er
látinn. Óli ólst upp í foreldrahúsum
ásamt sex systkinum. Hann var af
sjómönnum kominn, bæði faðir hans
og föðurafi vora skipstjórar í Eyj-
um, enda byrjaði hann ungur að
stunda sjómennsku. f-~
Segja má að kynni okkar hæfust í
gamla Stýrimannaskólahúsinu við
Öldugötu þegar hann var í 2. bekk
farmannadeildar en ég í 1. bekk.
Þetta var síðasti veturinn sem skól-
inn var starfræktur í því húsi, en
næsta vetur flutti skólinn í nýtt og
glæsilegt hús Sjómannaskóla á
Rauðarárholti. Þaðan útskrifaðist
hann árið 1946 með hópi þeirra
fyrstu sem skólinn útskrifaði úr hinu
nýja skólahúsi.
Að námi loknu hóf hann störf sem
stýrimaður á íslenskum og erlend-
um skipum. Hann var sérstaklega
fróðleiksfús maður og átti gott með
að læra, enda var hann ekki hættur
námi þótt farmannaprófi væri lokið,
því árið 1951 útskrifaðist hann frá
Samvinnuskólanum, hann var í Iðn-
skóla Keflavíkur 1954-1955 við tré-
smíðanám og árið 1961 lauk hann
prófi frá Skipstjóraskólanum í Far-
sund í Noregi. Hann sigldi í fjöl-
mörg ár sem stýrimaður á norskum
fragt- og olíuskipum og fór mjög
víða um heiminn. Árin 1957-1958
vann hann við ýmis störf á Nýja-
Sjálandi. Hann hætti svo siglingum
á erlendum skipum árið 1965 og
kom heim til Islands og hóf þá störf
sem stýrimaður á íslenskum farm-f
skipum.
ÓIi kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Unni Jónsdóttur, hinn 2. febr-
úar árið 1967. Hjónaband þeirra
hefur verið ákaflega farsælt alla tíð,
og sex stjúpbörnum sínum hefur
hann ávallt reynst sem besti faðir og
mikill kærleikur hefur ríkt á milli
hans og þeirra.
Frá 1969-1972 rak hann verslun í
Reykjavík, en að því loknu sigldi
hann sfyrimaðui' á íslenskum skip-
um. í febrúar árið 1974 kom hann
sem 1. stýrimaður á flutningaskipið
Freyfaxa frá Akranesi þar sem und-
irritaður var skipstjóri. Þar sigldum
við saman þar til skipið var selt í
mars árið 1983. Samstarf okkar var^
ávallt með miklum ágætum, enda
var hann mjög traustur í starfi og
gætinn sjómaður sem allir báru
virðingu fyrir og hann var sérstak-
lega góður leiðbeinandi ungum
mör.num sem voru að hefja sjó-
mennsku. Hann leysti mig ávallt af
sem skipstjóri þegar ég fór í frí og
um eins árs skeið var hann skip-
stjóri á Freyfaxa þegar ég fór á ann-
að skip útgerðarinnar, Skeiðfaxa.
Þegar Freyfaxi var seldur 18.
mars 1983 og Skeiðfaxi var einn eft-
ir í eigu útgerðarinnar varð sú
breyting á að ég sigldi hálft árið á
Skeiðfaxa á móti Kristjáni Krist-
jánssyni skipstjóra en Óli var þar
stýrimaður þar til hann hætti störf- *•
um af heilsufarsástæðum árið 1990.
Ég er ákaflega þakklátur fyrir að
hafa fengið að njóta þess að sigla
með honum þau 16 ár sem leiðir
okkar lágu saman og ég mun ávallt
minnast þeirra ára með hlýhug.
Hann var á sínum tíma heiðraður á
sjómannadaginn af Sjómannadags-
ráði, og 9. desember sl. var honum
veitt viðurkenning frá Skipstjóra- og
stýrimannafélagi Islands fyrir 50 ára
trausta samleið með félaginu.
Óli var ákaflega trúaður maður og
sótti oft guðsþjónustur þegai' tími
vannst til og las oft heilaga ritningu.
Nú þegar hann er farinn í sína síð-
ustu siglingu á vit áður látinna ætt-
ingja og vina kveðjum við hjónin
hann með söknuði og biðjum honum
Guðs blessunar. Eiginkonu hans,
stjúpbörnum og öllum ættingjum
færam við innilegar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng lifa. _
Haraldur Jensson.