Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 37^k.
flugtum á 8. hæð aðseturs Flug-
málastjórnar, varð vinnustaður
hans en þaðan er flugumferðar-
stjórn flugvallammferðar starf-
rækt, og lengi vel einnig aðflugs- og
ratsjárstjórnun, en eftir að hún var
flutt í flugturn Keflavíkurflugvall-
ar, starfaði hann þar í um tveggja
ára skeið.
Jafnframt varð annað aðalstarf
Sigurðar um allmörg ár að fljúga
flugvélum Flugmálastjórnarinnar,
bæði víðsvegar um landið með
starfsmenn Flugmálastjórnar og
ýmsa opinbera starfsmenn og
einnig mikilvægt leitar- og björg-
unarflug, jafnt á haf út sem yfir
óbyggðir landsins, oft í slæmu og
jafnvel vafasömu veðri.
Ef skyndilega heyi'ðist í neyð-
arsendi flugvélar sem hafði brot-
lent eða neyðarskeyti barst frá
ferjuflugmanni lítillar flugvélar
sem hafði villst af leið, var að því
dáðst hve fljótt flugmenn Flug-
málastjórnar brugðust við kallinu
og hve farsæl þessi störf þeirra
voru. Þetta flug var líka kallað
bjargelti sem var í eðli sínu gjöró-
líkt einelti hernaðarloftfaranna.
Já, þannig liðu árin, alltaf var
hann „Siggi Thorst" sami ljúfí og
góði félaginn, jafnt í starfí og leik.
Eftirminnilegar eru sameiginlegar
hópferðir að sumri til um okkar
fagra land og samstarf í félagsmál-
um og við hátíðleg tækifæri og
hvfld frá hinu daglega amstri.
Hann virti sína ágætu eiginkonu
Guðríði mikils og þeirra mannvæn-
legu börn voru honum til mikillar
gleði. Það er gott útsýni frá heimili
þeirra að Eki-usmára 27 og vítt til
veggja. Þaðan hefur hugur hans
vafalaust oft tekist á flug um víð-
áttu alheimsins og áfram mun hann
umvefja sína nánustu kærleika sín-
um og vernd um ókomin ár.
Ég votta Guðríði, börnum þeirra
þremur og fjölskyldum þeirra mína
innilegustu samúð.
Valdimar Ólafsson.
Ágætur starfsfélagi, Sigurður I.
Thorstensen, flugumferðarstjóri og
flugmaður, er fallinn frá eftir alvar-
leg veikindi. Við söknum vinar og
starfsbróður sem ávallt lét gott af
sér leiða og ánægjulegt var að
starfa með. Við kveðjum hann með
virðingu og þökk í huga með full-
vissu um að á móti slíkum manni
verði vel tekið á næsta tilverustigi.
Við vottum Guðríði eiginkonu
hans og börnum þeiiTa þremur ein-
læga samúð okkar.
Félag íslenskra
flugumferðarstjóra.
Kveðja frá flugumferðar-
þjónustunni
Sigurður Ingvi Thorstensen hóf
störf við flugumferðarstjórn hinn 1.
febrúar 1963 og starfaði þar síðan,
utan eins árs leyfís sem hann tók
árið 1966 til að viðhalda atvinnu-
réttindum sínum í flugi og auka við
þekkingu sína. Sigurður starfaði
lengst af í flugturninum á Reykja-
víkurflugvelli, en tók einnig réttindi
sem flugumferðai’stjóri í flugstjórn-
armiðstöðinni. Áiið 1973 var hann
skipaður varðstjóri í flugturni
Reykjavíkuiflugvallar. F'yrir utan
árin 1985 og 1986, þegar Sigurður
var flugumferðarstjóri í flugturnin-
um á Keflavíkurflugvelli, sinnti
hann staifl sínu sem varðstjóri í
Reykjavíkurflugturninum fram að
þeim tíma er alvarleg veikindi
gerðu vart við sig fyrir um það bil
tveimur árum. Auk starfa sinna
sem flugumferðarstóri og varð-
stjóri var Sigurður flugmaður á
flugvélum Flugmálastjórnar á ár-
unum 1971 til 1984. Öllum störfum
sínum fyrh’ Flugmálastjórn sinnti
Sigurður af miklum metnaði og
samviskusemi. Ég vil fyrir hönd
starfsmanna flugumferðarþjónustu
Flugmálastjórnar þakka Sigurði
fyrir samfylgdina og minninguna
um góðan dreng. Við vottum eigin-
konu, börnum og barnabörnum
innilega samúð okkar á þessum erf-
iðu stundum.
Ásgeir Pálsson.
HELGILEÓ
KRIS TJÁNSSON
+ Helgi Leó var
fæddur á Akur-
eyri hinn 13. mars
1979. Hann lést á
heimili sínu 14.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru:
Anna Lísa Óskars-
dóttir, deildarritari,
f. 15. septeinber
1952 og Kristján
Snorrason, smiður,
f. 3. júní 1951. For-
eldrar Önnu Lísu
eru: Ásta Sigrún
Hannesdóttir, f. 16.
júlí 1920 og Óskar
M. B. Jónsson, f. 2. mars 1922, d.
20. júlí 1998. Foreldrar Krist-
jáns eru: Helga Leósdóttir, f. 30.
maí 1930, d. 15. september 1969,
og Snorri Kristjánsson, f. 2. des-
ember 1922. Bræður Helga Leós
eru: 1) Snorri Krisljánsson, raf-
eindavirki, f. 15. nóvember
1971. Snorri er búsettur í Finn-
landi. Sambýliskona hans er
Helena Antikainen, líffræðing-
ur, f. 23. nóvember 1972. Snorri
á eina dóttur, Önnu Sigríði, f.
28. nóvember 1990. 2) Óskar
Svo mikið er víst að „enginn veit
sína ævi fyrr en öll er“ og í þínu til-
viki, elsku Helgi Leó, var hún alltof
stutt. Það virkar svo stutt síðan ég
dvaldi hjá fjölskyldu þinni á Akur-
eyri í fjögur sumur. Fyrsta sumarið
varstu nýfæddur, það næsta
skemmtum við okkur við að „leita
að hárinu“, sem að lokum fannst og
prýddi þig æ síðar. Þú varst gullfal-
legt barn, með geislandi bros sem
lifír í minningunni ásamt svo mörgu
öðru.
Uppáhaldsmyndin mín frá þess-
um árum var tekin á sólpallinum í
Bakkahlíð á hlýjum norðlenskum
sumardegi. Við vorum í indjánaleik
og þið bræður búnir að skrýðast
herklæðum gerðum úr gömlum
bleiubirgðum heimilisins. Þið brosið
allir svo sakleysislega og fallega til
myndavélarinnar og frænku. Og
dýrmætasta minningin. Þegar vind-
urinn gnauðaði eitt kvöldið þannig
að hvein í snúrustaurnum úti í garði
og ég vaknaði við að lítill snáði
ski-eið upp í til mín og lagði armana
um hálsinn á mér. Hann hríðskalf
en náði að segja með mannalegri
röddu „ekki vera hrædd, ég skal
passa þig“. Með brætt hjarta svaf
ég varla hálfan svefn þá nóttina af
ótta við að raska ró þinni.
Þegar á unga aldri stóðstu vel í
eldri bræðrum þínum en á milli
ykkar allra ríkti ávallt mjög gott
samband. Þið voruð ólíkir á margan
hátt en líkir á annan. Vissulega
slógust þið og rifust stundum eins
og allra góðra systkina er siður en
þið voruð alla tíð nánir og góðir vin-
ir og stoltir hver af öðrum. Og allir
uxuð þið jafnt og þétt úr grasi, uns
sá elsti var orðinn minnstur og for-
eldrar ykkar litu með stolti upp á
afkvæmin sín.
Þegar sem ungur drengur varstu
einstaklega ki’aftmikill og með
fjölda ólíkra áhugamála. Framan af
bar þó hæst áhugi þinn á útivist og
ferðalögum og þú varst stoltur og
virkur skáti um árabil. Síðustu
misserin átti hins vegar leiklistin
hug þinn allan. Sennilega má segja
að snemma beygist krókurinn' frá
unga aldri má muna þig í fjölskyldu-
boðum þar sem þú söngst manna
hæst og lengst. Víst er að enginn í
okkar fjölskyldu má heyra Maí-
stjömuna án þess að minnast þín,
elsku Helgi Leó.
Þú varst ávallt fjölskyldurækinn
og umbarst „gömlum frænkum“ að
knúsa þig og kjassa þrátt fyrir að
þú gnæfðir yfir þær þegar á ung-
lingsaldri. Þú varst einnig einstak-
lega góður við bræðraböm þín sem
eytt hafa mörgum stundum hjá
ykkur í Bakkahlíðinni.
En nú er komið að leiðarlokum. Á
hugann leita minningar um þig sem
lítinn dreng með bjart og geislandi
bros og minningar um þig sem hinn
Krisljánsson, raf-
virkjanemi, f. 26.
september 1974.
Sambýliskona hans
er Hrafnhildur Stef-
ánsdóttir, nemi, f.
30. október 1977.
Sonur þeirra er
Alexander Freyr, f.
24. september 1998.
Fyrir á Óskar einn
son, Kristján
Pálma, f. 13. júlí
1992.
Helgi Leó stund-
aði nám við Verk-
menntaskólann á
Akureyri. Hann starfaði mikið á
sumrin og með námi í Brauð-
gerð Kr. Jónssonar en einnig
starfaði hann við almenn bygg-
ingarstörf hjá Hymu á árinu
1998 og tók þátt í starfsemi
Norðurpólsins á Akureyri fyrir
síðastliðin jól. Helgi Leó tók
mikinn þátt í ýmsum félags-
störfum og var virkur í starf-
semi leiklistarfélags VMA.
Útför Helga Leós fer fram í
Glerárkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
unga myndarlega mann sem þú
varst svo skyndilega orðinn. Þú
gnæfðir yfir flesta samferðamenn
þína og minntir mig stundum svo
skemmtilega mikið á hann Óla
frænda. Og alltaf var jafn stutt í fal-
lega brosið þitt, saklaust og kímið í
senn. Minning þín mun alltaf Iifa
með okkur sem eftir erum; við grát-
um og syrgjum að þær gátu ekki
verið fleiri en þökkum fyrir þær
sem við eigum af heilum hug. Éor-
eldrar þínir og bræður eiga um
mjög sárt að binda og hugur okkar
allra er líka hjá þeim. Mikilvægur
hlekkur í lífi þeirra er horfinn af
sjónarsviðinu en hann mun eftir
sem áður alltaf vera með þeim.
Ekkert getur tekið minninguna um
þig frá þeim, elsku Helgi Leó. Megi
góður guð geyma þig og styrkja
Lísu, Stjána, Snorra, Óskai’, konur
þeirra og börn, ömmu og okkur öll
hin sem þykii’ svo vænt um ykkur
öll.
Ég kveð með söknuði.
Hvíl í friði, elsku Helgi minn.
Ása.
Það er merkisviðburður í hverri
fjölskyldu þegar nýtt líf kviknar.
Þegar litla systir eignast börn er
það viðburður sem snertir óhjá-
kvæmilega eldri systur mikið.
Fyrstur kom Snorri, brúneygður
brallari. Svo kom Óskar, bnineygð-
ur og blíðlyndur. Síðastur kom
Helgi Leó, brúneygður og blíðlynd-
ur brallari. Þegar jafn kraftmikill
strákahópur er að vaxa úr grasi þá
segir það sig sjálft að það var alltaf
líf og fjör á heimili þeirra Lísu og
Stjána í Bakkahlíðinni. Strákarnir,
og síðar börn þeirra, eru stolt og
gleði þeirra hjóna og það er þung-
bærara en taki orðum að kveðja
„örverpið þeiiTa“ hann Helga Leó.
Það hefur ávallt verið mikill
samgangur á milli fjölskyldna okk-
ar. Lísa passaði mitt barn, barnið
mitt passaði hennar börn. Minn-
ingarnar sem við eigum í gegnum
árin eru margar og þær eru okkar
fjársjóður. Helgi Leó var myndar-
legur drengur en hann var einnig
einstaklega atorkumikill drengur.
Ég man þegar ég var að passa þá
bræður eitt sinn er Lísa og Stjáni
fóru til útlanda og Helgi var svo
orkumikill að ég þorði ekki annað
en að hafa hann á handleggjunum
allan tímann svo hann stingi ekki
frænku sína af og voru kartöflurn-
ar það árið settar niður með Helga
Leó á arminum. Þegar foreldrarn-
ir komu til baka, tilkynnti elsti
sonurinn þeim hátíðlega að hand-
leggirnir á henni Ingunni frænku
væru komnir niður á hné því hún
væri búin að halda svo mikið á litla
bróður.
Helgi Leó var alltaf að; það voru
skátamir, æskulýðsfélagið, vaxtar-
ræktin og bardagalistin, ferðalögin
og leiklistin. Það var alltaf fullt hús
af fólki í kringum hann og síminn
þagnaði sjaldan. Það hefur svo
glöggt sýnt sig þessa síðustu daga
hve andlát hans hefur snert marga.
Ég sá Helga Leó síðast rétt fyrir
jólin. Hann gaf sér tíma til að heim-
sækja mig er hann var staddur í
Reykjavík með hóp af unglingum í
æfingaferð. Sem fyrr geislaði hann
af lífi og fjöri og móðursystir hans
varð að horfast í augu við það að
enn einn litli strákurinn þeirra Lísu
og Stjána væri að verða að full-
þroska karlmanni.
En í lífinu skiptast á skin og
skúrir og að kveðja Helga Leó er
eitt það erfiðasta sem okkar fjöl-
skylda hefur þurft að takast á við.
Segja má að Helgi Leó hafi verið
yngstur af eldri hóp systkinabarn-
anna, síðar komu systkinabörn af
kynslóð þriðju kynslóðarinnar.
Helgi Leó mun alltaf eiga sérstakan
stað í okkar hjörtum; litla barnið
þeirra Lísu og Stjána sem nú er
horfið af sjónarsviðinu en er og
verður með okkur alla tíð. Það er
eitt lag sem mun alltaf vera lagið
hans Helga Leós í mínum huga og
því vil ég kveðja ástkæran frænda
minn með erindum úr „laginu
hans“, Maístjömunni:
Ó hve létt er þitt skóhljóð
og hve lengi ég beið þín
þaðervorhretáglugga,
napurvindursemhvín,
enégveiteinastjörnu,
eina stjömu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
En í kvöld líkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einingarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
(H. Laxness)
Elsku Lísa og Stjáni, á stundu
sem þessari er það svo margt sem
maður segja vildi en manni verðm-
fátt um orð. Megi elsku litli dreng-
urinn ykkar hvíla í friði og minning
hans ylja ykkur um ókomin ár.
Elsku Snomi og Oskar, megi minn-
ingin um litla bróður ykkar vera
með ykkur og gefa ykkur styrk.
Elsku Helgi Leó, þér vil ég þakka
dýrmætar samverustundir og megi
góður guð blessa þig og varðveita
um ókomna tíð.
Þín frænka,
Ingunn.
Og því var allt svo hljótt við helfregn þína.
Sem hefði klökkur gigjustrengur brostið
og enn ég veit margt hjarta harmi lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og biómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(T.Guðm.)
Elsku vinurinn minn ungi. Örfá
kveðjuorð frá „gamalli" vinkonu.
Þú varst vart meira en þriggja ára
þegar ég sá þig fyrst, þá að leik við
Heimi son minn, en ykkar vinátta
hélst ætíð síðan. Fáir voru dagarn-
ir sem Helgi kom ekki hlaupandi
stystu leið til okkar gegnum runn-
ana, sem ég sagði að væri bannað.
Þá brosti hann sínu stóra brosi og
sagði „Ó, ég gleymdi því“, og hljóp
svo beint í gegn aftur. Öll árin sem
við bjuggum þarna var skarðið
hans Helga í runnana. En nú er
stórt skarð komið í unga vinahóp-
inn sem ekki verður aftur fyllt.
Helgi hafði einstaklega létta lund,
síbrosandi og að fara í fýlu var
eitthvað sem hann vissi ekki hvað
var. Já við eigum margar góðar og
dýrmætar minningar um góðan
dreng.
Englar drottins yfir þér vaki,
enginn svo þig skaði saki,
verði þér ætið vært og rótt.
Sá er krossinn bar á baki,
blessi þig og að sér taki
Guð gefi þér góða nótt.
Fjölskyldu Helga Leós sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Vertu sæll, ungi vinur.
Guðrún og Heimir Snær.
Helgi Leó fór til Stokkhólms sl.
sumar á vegum Nordjobb. Þar tók
hann virkan þátt í þeim viðbm’ðum
sem boðið var upp á hvort sem þeir
voru skipulagðir af Norræna félag-
inu eða okkur sjálfum. Það var gam-
an að heyra Helga segja frá sér og
sínum framtíðardraumum og
greinilegt að leiklistin heillaði hann
mjög. Það er sorglegt að vita til
þess, nú nokkrum mánuðum síðar,
að framtíðardraumar Helga muni
ekki að veruleika verða. Það er
einnig sárt að nú skuli einn úr hópn-
um, hóp sem átti saman ógleyman-
legt sumar, vera fallinn frá. Þegar
við rifjum upp sumarið 1998 mun
nafn Helga, sem kvaddi allt of fljótt,
koma upp í huga okkar.
Við vottum aðstandendum samúð
okkar.
Nordjobb-arar í Stokk-
hólmi, sumarið 1998.
Okkur langar að minnast vinar
okkar Helga Leós með örfáum orð-
um og þakka fyrir yndislegu sam-
verustundirnar. Það er mikils virði
þegar maður dvelur í langan tíma
að heiman að fá að kynnast fólki**"
eins og Helga Leó. Samverustundir
okkar með þeim félögum Helga
Leó og Evert eru ógleymanlegar
og hafa skipt okkur miklu máli.
Helgi Leó var alveg sérstök týpa
sem maður kynnist ekki oft á æv-
inni. Hann var alltaf til í að koma í
fótbolta, borðtennis eða bara hvað
sem var. Helgi Leó var síbrosandi
og hress náungi og hafði þessi góðu
og jákvæðu áhrif á alla í kringum
sig. Það var alveg sérstök reynsla
að fá að spila fótbolta við Helgá*^^
Leó. Hann var stór og sterkur og
svakalegt að fá hann á móti sér á
fullri ferð. Þeir sem hafa lent í því
gleyma því ekki. En þrátt fyrir að
hann væri svolítill tuddi í fótbolta
var það alltaf svo gaman, því hann
var alltaf svo hress.
Það var frábært að spila við
hann borðtennis og bara almennt
að tala við hann því maður gat
treyst honum. Hann var svo yndis-
legur og frábær strákur að það er
erfitt að trúa því að hann sé farinn
frá okkur. Helgi Leó hafði sérstaka
frásagnarhæfileika. Hann sagði
okkur oft sögur af jólasveinunum,
lífi þeirra og áhugamálum og hvort
sem jólasveinar eru til eða ekki, þá^^
gat hann sannfært okkur um að til
væru manneskjur sem væru jafn-
góðar og jólasveinar og sannarlega
var hann ein þeirra. Samveru-
stundirnar á laugardagskvöldum í
vetur voru stórkostlegar og eftir-
minnilegar og verða ævinlega
geymdar í hjarta okkar. Við viljum
að lokum votta foreldrum, systkin-
um, ættingjum og vinum okkar
dýpstu samúð. Megi algóður Guð
styrkja ykkur og blessa í ykkar
miklu sorg.
Brynjar Þór, Sif, Hrafnbildur,
Anna María, Rannveig, Gígja,
Brynja, Júhana, Pétur,
Nanna, Brynjar Dagur, Ás-
laug og Ingjaldur í Varpholti.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraðui’,
en ekki í greinunum sjálfum.