Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 39 drengur og vakti athygli hvar sem hann fór. Ungu stúlkumar sóttust mjög eftir félagsskap mömmu í þeimi von að þær gætu nálgast bróður hennar. Einnig sagði móðir mín mér að hugur hans hefði fjótt mótast af söng og tónlist. Ein minning var mömmu sérstaklega kær og hló hún dátt þegar hún deildi henni með okkur. Þau systk- in settu á svið guðsþjónustu, eins og börnum einum er lagið, þar sem Mummi var tilnefndur organisti. Hann settist við „kirkjuorgelið“ og spilaði kirkjulega tónlist af fíngr- um fram meðan mamma fór fyrir „altarið" með bók fyrir framan sig, tónaði og flutti bæn því hún var í hlutverki prestsins. Sem drengur og unglingur hafði Mummi afar fal- lega tenórrödd og söng iðulega ein- söng í barna- og unglingakór bæj- arins, en allar götur var hann söng- maður góður. Þegar komið er að kveðjustund fer ekki hjá því að margt kemur upp í hugann sem gleður og yljar um hjartarætur. Mummi var mér og fjölskyldu minni mjög kær og alltaf voru fagnaðarfundir þegar við hittumst. Það var alveg sama hvar það var, í fjölskylduboðum, á vinnustað eða á götum borgarinn- ar. Glæsimenni var hann, myndar- legur, stór og stæðilegur og það sópaði að honum. Hann var ein- stakt snyrtimenni og var oft haft á orði að hann væri eins og klipptur út úr tískublaði og þótti það hrós mikið. Glaðlyndur var hann með af- brigðum og hafði sérstakt lag á því að miðla gleðinni til annarra og glæða þannig umhverfí sitt. Fólk hópaðist í kringum hann í fjöl- skylduboðum, hann sló á létta stengi og spilaði á þá óspart, hló dátt og innilega, og það brást ekki að hlátur hans og lífsgleði smitaði allt í kringum hann, því alltaf var stutt í fjörið og grínið þar sem Mummi var. Mummi var farsæll í einkalífí sínu þótt auðvitað hafí hann ekki farið varhluta af erfíðleikum í lífínu fremur en aðrir. Fyrri eiginkonu sína, Hansínu Kristjánsdóttur, missti hann eftir áratuga samleið. Áttu þau fallegt heimili og eignuð- ust þau tvö börn, en jafnframt ólu þau upp dótturson sinn. En ham- ingjusólin brosti við Mumma á ný þegar hann kvæntist síðari eigin- konu sinni, Elsu Guðmundsdóttur. Fyrir fáeinum árum varð frændi minn fyrir þeirri miklu sorg að sjá á bak einkadóttur sinni og setti sú lífsreynsla mark á hann. Ég og fjölskylda mín áttum því láni að fagna að koma margsinnis á heimili Mumma og Elsu. Heimboð- in til þeirra voru afar glæsileg. Þó ber hæst stundina þegar Mummi settist við hljóðfærið sitt, spilaði hvert lagið á fætur öðru með mik- illi tilfinningu og innlifun. Tónlistin fyllti hvern krók og kima og við hin nutum og hugur okkar lyftist upp í hæðir af áhrifum tónlistarinnar. Tónarnir sem hann töfraði fram gerðu það að verkum að við fóram ríkari af hans fundi og hið sama má segja um hann því hann gleymdi bæði stund og stað og gaf sig tón- listinni á vald. Á sjötugsafmæli hans gátu dæt- ur mínar fyrir hönd fjölskyldu minnar glatt hann og endurgoldið honum örlítið stundimar góðu og hyllt hann með söng. Við sem áttum samleið með Mumma höfum mikið að þakka fyr- ir. Ég var stolt yfír frænda mínum og talaði reyndai' oft um það við systkinin hvað þau væru rík að eiga hvert annað. Mér sjálfri auðn- aðist ekki að eiga nema eina syst- ur, því fannst mér alltaf ég eiga svolítið meira í systkinum mömmu en annai's hefði verið. Elsku Elsa, Arnar, Ásgeir og ástvinir allir. Megi algóður Guð styrkja ykkur í söknuði og sorg ykkar. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu móðurbróður míns, Guðmundar Helgasonar, og megi hann ávallt vera Guði falinn. Guðlaug Ragnarsdóttir. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Nú er komið að leiðarlokum. Þú, þessi glæsilegi maður, ávallt huggulega klæddur, með bros á vör og e.t.v. vindil í öðra munnvik- inu vaktir athygli hvar sem þú fórst. Jafnvel þú þurftir að lokum að láta í minni pokann. Lífsgleði, jákvæði, og kímnigáfa fannst mér einkenna þig öðra fremur. Að vera gamall var einfaldlega ekki til í þinni orðabók. I gegnum tíðina tal- aðir þú iðulega um það hvað heils- an væri mikilvæg og þú varst sann- arlega þakklátur fyrir að vera heilsuhraustur alla tíð og þess naust þú í 86 ár. Þegar þú síðan veiktist sá ég hversu rétt þú hafðir fyrir þér. Þú sagði mér oftar en einu sinni þegar þú lást veikur á spítalanum: „Ég reiknaði ekki með þessu,“ en þú varst þakklátur fyrir öll árin sem vora þér góð. Þú varst kominn á níræðisaldur þegar þú fórst ennþá að veiða. Ef einhvers staðar í nágrenni við þig var á eða vatn, máttu laxar og sil- ungar vara sig. Það var ykkar líf og yndi, ykkar Elsu. Oft fóram við saman í veiðitúra. Ég man þegar við fóram fyrst saman í Stóra Laxá. Þar er einn veiðistaður sem heitir Kálfhagahylur og mér fannst bara ansi erfitt að klöngrast þang- að niður og upp aftur og ég hafði á orði við þig að mér hefði nú ekki staðið á sama að vita af þér í því klifri. Ég gleymi ekki svipnum sem kom á þig, og ég upplifði sjálfa mig eins og kjána sem vissi ekki neitt, ég nefndi aldrei aftur við þig neitt í þessa áttina. Það var bara ekki þinn stfll að kvarta yfír að eitthvað væri erfítt fyrir þig vegna aldurs. Eitt sinn þegar við fjölskyldan voram á leið yfír Breiðdalsheiði varð Ásgeiri að orði, „þetta skyldu þó ekki vera pabbi og Elsa þarna niðurfrá að veiða í Skriðdalsvatni". Við keyrðum þangað niðureftir og viti menn, tvær verar í fullum skrúða með flugnanet yfír höfuðið, örkuðu á móti bílunum. Já, þarna vorað þig sem svo oft áður ein úti í náttúranni alsæl með lífíð og tilver- una, þetta var dæmigert fyrir ykk- ur. Allar þær veiðisögur sem þú hef- ur sagt okkur í gegnum tíðina era óborganlegar. Núna þegar ég hugsa til baka fmnst mér einmitt þær stundir svo dýrmætar þegar við voram öO saman komin og gát- um hlegið og haft gaman af því sama, þá var ekkert kynslóðabil. Ég vil þakka þér samfylgdina, kæri Guðmundur. Til okkar sem yngri eram hefur þú komið ákveðnum skilaboðum: Lífsgleði, jákvæði og kímnigáfa skiptir sköp- um. Elsa mín, megi Guð styrkja þig og þína, svo og aðra ættingja á kveðjustund. Erla. Sorg og gleði auður er öllum þeim sem vilja. Eg á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda.) Fögur sál er ávallt ung undir silfurhæram. Ég veit ekki hvernig ég mest og best má þig kveðja. Þótt nú verði um sinn vík milli vina. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Kæri Guðmundur Helgason, við áttum margar góðar stundir sam- an. Þegar við vorum ung og öll á lífi. Þá var ósjaldan sem við kom- um saman bæði hjá ykkur góðu hjónum þér Guðmundur og Elsu þinni og eins hjá okkur Guðmundi mínum. Þá áttir þú það til að setj- ast við píanóið og taka lagið. Þú varst með mjög fallega söngrödd, varst gamall karlakórsmaður. Við að sjálfsögðu tókum undir. Þetta vora alveg frábær kvöld og á margan hátt ógleymanleg. Síðan voram við mikið saman á ferðalögum sem vora alltaf mjög skemmtileg. Ég geymi þau í minn- ingunni með sjálfri mér því orðin ná skammt, því lífið hefur skákað manni til og frá. Og á þessari stundu þegar leiðir skilja kemur svo margt upp í hugann. Svo margar góðar stundir sem ég sakna en þakka að hafa átt með ykkur hjónum. Að endingu þakka ég allt sem liðið er og veram minnug þess að stundum getur dauðinn verið léttvægari, en erfíð lífsganga en maður kemur ekki auga á það fyrr en reynslan kennir manni að koma auga á það. Svo kveð ég Guðmund Helgason með ljóði eftir Þuríði Kristjánsdóttur, Máttur söngsins. Söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál. Lyftir oss hærra í hæðir helgar vort bænamál. Sameinar óhka anda eykur kærleikans mátt, bægir frá böli og vanda bendir í sólarátt. Harmur úr huganum víki, hamingjan taki völd. Astin að eilífu ríki eflist hún þúsundfóld. Farsæld og fegurð glæðir forðast hatur og tál. Söngurinn sefar og græðir söngur er alheimsmál. Elsku Elsa mín! Ég sendi þér og fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Svala Eggertsdóttir. Elsku afi okkar. Nú getum við ekki heimsótt þig í litla húsið í sveitinni, sem þið amma vorað búin að gera svo skemmtilegt með sólpalli og fullt af trjám sem amma gróðursetti og hlúði að. Þú sast stundum á pallin- um í sólinni og varst eins og kon- ungur í ríki þínu, en svo hrakaði heilsunni og ferðunum austur fyrir fjall fækkaði. En þú varst alltaf jafn ákveðinn í því að fara aftur og hver veit nema þú gerir það þó þú sért farinn héðan úr þessari jarð- vist. Þú værir alveg vís með að sitja í einu horninu á sólpallinum og fylgjast með ömmu dytta að húsinu og hlúa að blómum og trjám. Við krakkarnir munum alltaf minnast góðu stundanna sem við áttum með þér hvort heldur var í sveitinni eða heima í Hörðaland- inu og nú á seinni tímum Mosfells- bænum. Elsku afi, Guð geymi þig og haldi verndarhendi yfir ömmu okk- ar. Einar Ásgeir Kristjánsson, Karen Sif Kristjánsddttir, Jdhannes Orn Kristjánsson. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyir hádegi tveimur virkum dögum fyrir bh'tingar- dag. Berist gi-ein eftir að skila- frestui- er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFHEIÐUR (Heiða) JENSDÓTTIR, Hátúni 4, Reykjavík, sem lést á heimili sínu aðfaranótt miðviku- dagsins 17. febrúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. mars kl. 13.30. Guðrún Eiríksdóttir, Viðar Janusson, Þórður Eiríksson, Guðrún G. Björnsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Gemlufalli, Heimahaga 8, Selfossi, er lést miðvikudaginn 17. febrúar verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 27. febrú- ar kl. 13.30. Jarðsett verður á Eyrarbakka. Aðalsteinn Eiríksson, Jón Eiríksson, Hildur Eiríksdóttir, Ágústa Eiríksdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Magnús Eiríksson, Guðmundur Eiríksson, Ásmundur Eiríksson, Aldís Eiríksdóttir, Ingveldur Eiríksdóttir, barnabörn og Guðrún Larsen, Sjöfn Kristjánsdóttir, Hreggviður Heiðarsson, Snorri Björn Sigurðsson, Guðlaugur Óskarsson, Ástþóra Kristinsdóttir, Dagmar Hrönn Guðnadóttir, Jón Kristleifsson, Páll Skaftason, barnabarnabörn. + Elskuleg systir mín og frænka okkar, JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis íHátúni 10, sem lést miðvikudaginn 17. febrúar, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Einarsdóttir, Guðjón Einarsson, Sigurður Pálsson, Gunnlaugur Þór Pálsson. + Bróðir minn, GUÐMUNDUR KRISTINN GUNNARSSON, sem lést á á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 16. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkju- garði. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Gunnarsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALGARÐS KRISTJÁNSSONAR fyrrv. borgardómara, Stekkjarbergi 6, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 32-A Landspítala og starfsfólks og „Vinarhorna“ Suðurbæjarlaug, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Björg ívarsdóttir, Sigrún Valgarðsdóttir, Maggi Guðjón Ingólfsson, Arnaldur Valgarðsson, fvar Valgarðsson, Valgarður Valgarðsson, Kristján F. Valgarðsson, Arndís Jónsdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Hildur Harðardóttir, Sigríður E. Snorradóttir, Berglind H. Hallgrímsdóttir, Gunnar Vagn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.