Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Ég hafði rangt fyrir mér! Ég Því miður! Mér skjátlaðist aft- Heimski kleinuhringur!
heyrði kleinuhring kalla á þig... ur... Hann var að kalla á ein-
hvern annan...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Samtal við Guð
Páli Erlendssyni:
MIG langar að segja þér frá bók sem
ég las um daginn, Hún heitir á
frummálinu „Conversations with
God“ eða Samtöl við Guð. Tildrög
hennar voru þau að Bandaríkjamað-
ur nokkur sem heitir Neale Donald
Walsch var að ganga í gegnum leiðin-
legt tímabil í lífi sínu. Hann var
nýbúinn að missa atvinnu sína og
skuldir hlóðust upp, sambandið við
fjölskylduna var ekki sem best og
hann var mjög óhamingjusamur.
Eina nóttina vaknar hann og
ákveður að ski-ifa bréf og stílar það á
skaparann sjálfan. Auk þess sem
bréfið innihélt margar ákafar spurn-
ingar var það mjög tilfinningaríkt og
fullt af dómhörku. Hvers vegna
gengur mér ekki vel í lífinu? Hvað
þarf til að líf mitt gangi vel? Hvers-
vegna finn ég ekki hamingju í sam-
böndum? Þarf ég að hafa áhyggjur af
peningum allt mitt líf? Hvað hef ég
eiginlega gert til að verðskulda líf
sem er eintóm barátta?
Þegar hann hafði lokið við að
skrifa bréfið og ætlaði að leggja frá
sér pennann fann hann sér til mikill-
ar undrunar að einhver ósýnileg orka
tók að hreyfa pennann. Og út kom -
Viltu raunverulega fá svör við öllum
þessum spumingum, eða ertu bara
að fá útrás? Hann sagðist gjarnan
vilja fá svör við öllum þessum spurn-
ingum og upphófst þannig langt sam-
tal við Guð. í bókinni ræða þeir um
málefni sem mannkynið hefur spurt
sig um frá upphafi sköpunarinnar,
allt frá stóra sannleikanum, t.d. hver
við raunverlega erum, til hvers við
vorum sköpuð og hvort þetta gerðist
allt saman í einum stórum mikla-
hvelli, til hversdagslegi'a spuminga í
sambandi við peninga, völd og kynlíf.
Guð býður honum að gera langan
lista af spurningum sem hann segist
ætla að hjálpa honum að svara. Hann
gerir þetta og við fáum að vita sann-
leikann um himnaríki og helvíti, er líf
eftir dauðann. Er Biblían áreiðanleg
heimild? Er líf á öðram hnöttum? Er
kynlíf af hinu góða? Hann talar um
sálina, líkamann og hugann og hvaða
áhrif hugsun okkar, tal og athafnir
hafa á líf okkai’, hver sannleikurinn
er í sambandi við sjúkdóma og hann
bendir okkur á leiðir til að útrýma
öllum sjúkdómum, styijöldum og
hungursneyð í heiminum, hann gefur
okkur svörin við öllum þessum
spurningum og miklu, miklu fleimm.
Og að lokum: Hætti Guð að tala fyiir
2000 áram eða er hann enn að?
Hann segir reyndar að hann sé
alltaf að eiga samskipti við okkur og
það sé því ekki spumingin við hvem
hann tali, heldur hver hlustar, málið
er að við eigum alltaf von á að hann
tali við okkur á einn eða annan hátt.
Hann segir að fyrsta verkfærið sem
hann noti til að eiga samskipti við
okkur sé tilfinningar okkar og ef það
verkar ekki notar hann myndmál,
þ.e. myndir sem koma upp í hugann
og ef það verkar ekki heldur notar
hann orð. Hvaðan þessi bók kemur
verður þú að dæma um, lesandi góð-
ur, en svörin sem við fáum eru hreint
ótrúleg og virðast ekki koma frá
neinu mannlegu afli þvi þau era það
nákvæm og góð að þau hljóta að
koma frá honum í efra. Þessi bók var
á metsölulistanum í Bandaríkjunum í
yfir 100 vikur, og era nú komnar 3
bækur, Conversations with God nr. 1,
2 og 3. Hægt er að fá þessar bækur í
Máli og menningu á Laugaveginum
og sjálfsagt í öðrum bókabúðum og
einnig er hægt að panta hana á Net-
inu gegn vægu gjaldi. Netslóðin er.
www.Conversationswithgod.org/.
Ég mæli eindregið með þessari
bók, hún er bæði upplífgandi, hríf-
andi og heillandi, skemmtileg og
fyndin (það er nú einu sinni Guð sem
fann upp húmorinn), kærleiksríkasta
og mest hvetjandi bók sem ég hef
nokkru sinni lesið, ég mæli með að
allir þeir sem leita Sannleikans láti
ekki þessa bók fram hjá sér fara.
PÁLL ERLENDSSON,
Skipholt 45, Reykjavík.
Athugasemd
vegna „Ahuga-
sviðsprófs Strong“
Frá Sölvínu Konráðs:
ÞANN 20. febrúar birtist í Morgun-
blaðinu tilkynning frá Háskóla ís-
lands með fyrirsögninni „Lætui- af
störfum sem yfirmaður náms-
ráðgjafar". í þessari tilkynningu
kemm- fram að fyrrv. yfirmaður
námsráðgjafar hafi tekið þátt í að
þýða og þróa Áhugasviðspróf Strong
(Strong Interest Inventory). Hið
rétta er að undirrituð vann þýðingu
og stöðlun prófsins við Minnesota-
háskóla undh' leiðsögn Jolda Han-
sen, Rene Dawis og Jack Dai'ley.
Árið 1987 varði undirrituð doktors-
ritgerð sem byggir á þeirri vinnu.
Síðan þá hafa ýmsar rannsóknir ver-
ið unnar á prófinu. Sá aðili við HÍ
sem hefur tekið þátt í rannsóknun-
um er dr. Erlendur Haraldsson.
Nokkrir nemendur í sálfræði hafa
einnig gert rannsóknir á prófinu.
Það var Ágústa Gunnarsdóttir sál-
fræðingur sem byrjaði að nota prófið
hér á landi árið 1986.
Námsráðgjöf HI hefur aftur á
móti tekið þátt í því að kenna náms-
ráðgjöfum að nota þetta próf. HÍ
hefur sent prófið til úi-vinnslu til
Bandaríkjanna og er þar unnið úr
því miðað við bandarísk norm. Und-
in’ituð hefur unnið úr þessu prófi
hér á landi og er úrvinnslan miðuð
við breytingar sem rannsóknir hafa
sýnt að standist íslensk norm.
Nýjasta útgáfa prófsins er frá árinu
1994 og hefur sú útgáfa verið þýdd
og stöðluð með leyfi frá eigendum
prófsins, Leland Stanford Junior
University, með milligöngu
Consulting Psychologist Press. Ég
vona að þessi leiði misskilningur sé.
þai' með leiðréttur.
DR. SÖLVÍNA KONRÁÐS.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.