Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ [ 1STRAX eftir ræktina FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíð í Gautaborg NORSKA myndin Schpaa var frumsýnd í Gautaborg. Y eruleikinn án handrits? Unglingamyndir voru vinsælar og minning Cassavetes heiðruð á kvikmynda- hátíðinni í Gautaborg sem lauk á dögunum. Kristín Bjarnadóttir skrifar frá Gautaborg um hátíðina. BARÞJÓNAR eru sálfræðingar í Bláa munkinum. ATRIÐI úr finnsku myndinni Fyrirsát. TIL HVERS er veruleikinn ef ekki er farið eftir handriti? Á kvikmyndahátíðinni í Gauta- borg var minning John Cassavetes, „evrópskasta leikstjóra sem amerísk kvikmyndagerð hefur fært heimin- um“, heiðruð með umræðuþingi og kvikmyndasýningum á dánardægi-i hans 3. febrúar en hann lést fvrir 10 árum, 59 ára að aldri. Á umræðuþinginu mótaðist þessi heimspekilega spuming af vörum eins þátttakandans: „Til hvers er veruleikinn ef ekki er farið eftir handriti?" Spurning sem skoða má út frá kvikmyndagerðarástríðu Cassavetes, en hann gerði sínar bestu myndir óháður Hollywood- framleiðslu og gjarnan með sjálfan sig og Iífsförunautinn Genu Row- lands í aðalhlutverkum. Hann var í andstæðu við t.d. Kubrik sem sagður er hafa skipulagt nákvæmlega og ski’áð öll sjónarhorn myndavélarinnai- fyrirfram. Cassa- vetes lagði áherslu á hugdettur og spuna. Hans fyrsta mynd var Man- hattan-myndin Skuggar eða „Shadows", frá 1960. Hún var verð- launuð í Feneyjum árið eftir og þótti brautryðjandi að því leyti að mörkin milli leiks og raunveru voru ósýnileg. Bersýnileg ástæða fyrir spurning- unni var sú að stjórnendur þingsins voru ekki hinir sömu og auglýstii' voru í dagskrá. Fyi-Mesarinn Lena Lundh kom ekki, þrátt fyrir að Film- konst hefði í ársbyrjun gefið út framtíðarskáldsöguna Kærleiks- straumar eða „Strömmar av karlek" nefnda í höfuðið á mynd Cassavetes frá 1983 „Love Streams“. í sögunni greindi höfundurinn Gert Nilson frá hugleiðingum Lenu Lundh sem tengdust Cassavetes, mai-gslungnum undirbúningi ræðunnar og heimsókninni í Gautaborg þann 3. feb. síðastliðinn. Myndin Hinir auðmýktu eða „De Ydmygede“ um myndina Fávitana eða „Idioterne" var ein af mörgum athyglisverðum myndum hátíðarinn- ar í ár. Höfundurinn er hinn óháði kvikmyndagerðarmaður Jesper Jar- gil og efni myndarinnar er upptöku- ferli Fávitanna með Lars von Trier í leikstjórastólnum. Þar er veruleik- inn vinnan við hlutverkin í Fávitun- um með handrit sem virðist hvergi skrifað nema í hugsanir ieikstjórans en rödd hans segir frá á segulbandi í dagbókarformi og ber þráðinn uppi, með hinu þekkta viðlagi Triers: „Nú er ég með krabbamein". Áhorfendur fá að kynnast leikurum og leikstjóra Fávitanna frá öðrum sjónarhomum en í myndinni. Líka hinum ástfangna Trier og hinum örvæntingarfulla Trier; Trier í leit að raunveruleika í bakgrunn myndar. Jesper Jargil kom á hátíðina og sagði frá sam- vinnu þeirra. Unglingamyndir vinsælar Það sem af er árs eru myndir um unglinga leiknar af unglinmjm vinsælastar í Svíþjóð. Fucking Amál (1998) færði aðstandendum hennar fjórfaldan gullbagga á dögunum og fjallar um unglinga. Það gerii' einnig Lífslöngun eða „Lusten till ett liv“ (1999) sem frumsýnd var á hátíðinni og hlaut Norrænu kvikmyndaverð- launin, veitt af Göteborgs-Posten í samvinnu við hátíðina. Leikstjóri myndarinnar, Christer Engberg, er fæddur í Lule, starfar sem kennari í Lule og lætur mynd- ina gerast í Lule og nágrenni á átt- unda áratugnum þegar atvinnuvonir voru bundnar við verksmiðjuna Stál- verk 80 og þegar hann sjálfur var unglingur. Núverandi og fyrrverandi nemendur hans eru meðal leikara. Lífslöngun er önnur mynd leik- stjórans, en Villiengill „Vildangel" (1997) var sú fyrsta. Christer Eng- berg er kannski óvenjulegur kenn- ari. Hann á fortíð í rokkhljómsveit- um, byrjaði sem tónlistai'kennari í afleysingum 1978, gerðist leiklistar- kennari og stofnaði menningarskól- ann Rosteriet árið 1990. I viðtali út- skýrir Engberg Rosteriet sem skóla í skólanum: „Við vinnum með þá krakka sem sem aðrir vilja ekki sjá. Eg kvikmynda og geri tónlist með þeim, læt þau upp á svið og fæ þau til að leika.“ Frjósemi menningar- skólans í Lule hefur m.a. lýst sér í samtals 27 leiksýningum þar sem Christer Engberg og aðrir leiðbein- endur hafa unnið með blönduðum hópum unglinga og reyndra leikara. Alls kepptu átta norrænar myndir til úrslita um Norrænu kvikmynda- verðlaunin og 5 þeirra voru nýgerðar og frumsýndar á hátíðinni. Áður hef- ur verið sagt frá dönsku myndinni Maðurinn sem vildi ekki deyja eða „Manden som ikke ville dö“ undir leikstjóm Torben Skjödt Jensen, sem sló í gegn fyrir nokkrum árum með heimildarmyndinni Carl Th Dreyer - My Metier. Hinar voru auk Lífslöngunar finnska myndin Fyrir- sát eða „Ambush" eftir Olle Saarela, sem gerir líf fínnskra hermanna árið 1941 að yrkisefni, Straydogs, eftir Daniel Alfreðsson og Vágen ut eftir Svíann Daniel Lind Lagerlöv. Vágen ut er frumraun leikstjórans, gamanleikur um unga afbrotamenn sem sitja inni á Kumla og æfa leikrit undir stjóm leiklistarkennara sem er sannfærður um að þeir hafi látið heillast af leikhúsgyðjunni, nema hvað: Þeir hafa önnur plön í poka- hominu! Hugmyndin er sprottin úr atburðum sem áttu sér stað fyrir um 12 ámm þegar Jan Jönson setti upp Beðið eftir Godot með fóngum á Kumla og stóð svo einn á sviðinu við frumsýningu í borgai'leikhúsi Gauta- borgar, Statsteatern. Leikai'arair höfðu fundið „leiðina út“ meðan leik- stjóri ásamt fangelsisstjóra brá sér á blaðamannafund! Handritshöfundur myndarinnar er leikskáldið Malin Lagerlöf. Þrjár keppnismyndanna voru hinsvegar frumsýndar 1998. Den blá munk, glúrin mynd um sálfræði með barþjóna sem „sálfræðinga" og bar- gesti sem „sjúklinga", eftir Danann Christian Braad Thomsen sem leik- ur með við barinn á völdum augna- blikum; gamanmynd hins fmnska Mika Kaurismáki LA Without A Map svo og Schpaaa, mynd um ung- linga í Ósló undir stjórn nýliðans Erik Poppe. Engin íslensk mynd tók þátt í keppninni í ár en myndin Sporlaust fékk góðar móttökur og uppselt var langt fram í tímann á tvær síðari sýningarnar. Samvinna við Höfðaborg Á alþjóðlegu dagskránni var boðið upp á myndir frá um 40 þjóðlöndum og þar beindist athyglin ekki síst að Suður-Afríku, í samvinnu við kvik- myndahátíðina í Höfðaborg, sem fyrst var haldin fyrir rúmum tuttugu árum sem hluti af stærri menningar- hátíð og sem þáttur í baráttunni fyr- ir tjáningarfrelsi og gegn kynþátta- aðskilnaðarstefnunni. I samráði við formann og stofn- anda Höfðaborgarhátíðarinnar, James Polley, vom valdai' átta mynd- ir sem tengjast sögu og menningu þjóðarinnar. Þar á meðal var frumraun leikstjórans Ntshaveni Wa Luruli, en hann vann um skeið sem aðstoðarleikstjóri hjá Spike Lee. Mynd Ntshaveni nefnist Chikin Bizn- is - The Whole Story (1998). Litrík gamanmynd með alvarlegri undir- öldu, sem fjallar um hamagang lífsins í stærsta hverfi svartra í Jóhannesar- borg. Handritshöfundurinn Mututuzeli Matshoba er sagður hafa fengið hug- myndina í leigubfl þegar bílstjórinn lenti í gríðarlegu rifrildi við gamlan mann sem æpti á bflstjórann: „Þú átt eftir að ganga að kjúklingaiðnaðin- um dauðurn!" Segja má að aðalper- sóna myndarinnar blási nýju lífi í viðskiptin, en leikstjórinn sótti hátíðina heim og varð mest hissa á hve margir komu að sjá myndina hans þótt rigndi! „Heima fer fólk ekki ótilneytt út úr húsi í rigningu,“ sagði Ntshaveni Wa Luruli. Sýnd var mynd belgíska leikstjórans Marion Hánsel, The Qu- arry (1998) byggð á sögu eftir suður- afríska höfundinn Damon Galgut, svo og myndin Jump the Gun (1997) sem gerist í Jóhannesarborg en leik- stjóri er hinn breski Les Blair. The Land Is White, The Seed Is Black nefnist 48 mínútna mynd frá árinu 1995 eftir suður-afríska leikstjórann Koto Bolofo sem var sýnd ásamt 45 mínútna mynd hans African Violet (1997). Þá var frumsýnd heimildarmyndin Brave Women (1999) eftir hina óháðu og afkastamiklu Maj Wechsel- mann sem leitar svara við spurning- unni: Hvernig lítur leiðin inn í hina nýju Suður-Afríku út, frá sjónarmiði þarlendra kvenna? Og til liðs við sig fékk hún 25 konur sem koma fram í myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.