Morgunblaðið - 06.03.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.03.1999, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómur kveðinn upp 1 Héraðsdómi Reykjavíkur 1 málverkafölsunarmálinu Akærði var dæmdur í sex mánaða fangelsi Morgunblaðið/Kristinn PÉTUR Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, skoðar dómsorðið í Héraðsdómi í gær. Hann áfrýjaði strax héraðsdómi og bíður niður- stöðu Hæstaréttar. PÉTUR Þór Gunnarsson, eigandi Gallens Borgar, var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik og skjala- fals með því að hafa blekkt þrjá við- skiptavini gallerísins til að kaupa sitt falsaða málverkið hver með höf- undarnafni Jóns Stefánssonar list- málara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétri Þór var einnig gert að greiða allan sakarkostnað, sem nam tveimur milljónum króna, 800 þús- und í saksóknaralaun og 1.200 þús- und krónur til skipaðs verjanda síns. Að auki var Pétur Þór dæmdur til að greiða einum viðskiptavini 370 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa selt honum falsað málverk, sem merkt var Jóni Stefánssyni list- málara, en var í raun eftir danska málarann Wilhelm Wils. Dóminum áfrýjað til Hæstaréttar Pétur Þór sagði við Morgunblaðið að lokinni dómsuppsögu Ingibjarg- ar Benediktsdóttur héraðsdómara, að hann hefði alls ekki átt von á sak- fellingu og að hann myndi áfrýja dóminum til Hæstaréttar. „Þetta kom mér virkilega í opna skjöldu, en þetta er bara hálfleikur því ég áfrýja til Hæstaréttar og bíð niður- stöðu hans,“ sagði Pétur Þór. Ákæruvaldið gaf honum að sök að hafa afmáð höfundarmerkingu Wil- helm Wils af þremur málverkum að verðmæti tæpar 90 þúsund krónur og málað sjálfur höfundarmerkingu Jóns Stefánssonar í staðinn og selt málverkin á rúmar 900 þúsund ki'ónur. Ekki þótti dóminum þó sannað að Pétur Þór hefði falsað verkin með eigin hendi en engu að síður komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að hann hefði selt þau í auðgunar- og blekkingarskyni. Við ákvörðun refs- ingar ákærða bæri að líta til þess að ákærði hefði vanvirt minningu lát- ins listamanns og list hans. Akærði var sýknaður af einum af þremur liðum seinni hluta ákærunnai’, sem fjallaði um brot á lögum um bókhald og lögum um sölu notaðra lausafjármuna, en var sakfelldur fyrir hina liðina tvo. Þótti dóminum brotin vera stórfelld og í heild væru engar refsilækkunará- stæður fyrir hendi í málinu. Jón H. Snorrason, saksóknari hjá ríkislögreglustjóra, sagði aðspurður að mál þetta myndi ekki hafa áhrif á þær kærur sem ríkislögreglustjóra hafa borist vegna fjölda annarra meintra falsmálverka, önnur en þau að málalyktirnar að þessu sinni myndu vera leiðbeinandi um sönn- unarfærslu hinna málanna sem liggja hjá embættinu, en meta þyrfti hvert tilvik fyrir sig. Sakamálið var dómtekið 22. janú- ar og báru fjölmargir einstaklingar vitni í málinu, þar á meðal erlendir og innlendir sérfræðingar á sviði forvörslu málverka og kaupsýslu. Gæsluvarð- hald Níger- íumannsins framlengt KRAFA ríkislögreglustjóra um hálfsmánaðar framleng- ingu gæsluvarðhalds yfir Ní- geríumanninum sem handtek- inn var fyrir að innleysa fals- aðar ávísanir fyi’ir á tólftu milljón króna í Islandsbanka fyrir tæpum hálfum mánuði, var samþykkt í Héraðsdómi í gær. Tveir Nígeruímenn sitja þá í inni vegna fjársvikamálsins og stendur rannsókn ríkislög- reglustjóra yfir af fullum krafti. Gæsluvarðhald hins renur út á miðvikudag. Hassfundur í Vest- mannaeyjum ELLEFU grömm af hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu fund- ust við leit með hasshundi í verbúðum I Vestmannaeyjum í gærdag. Þijú ungmenni voni handtek- in, granuð um að eiga fíkniefnin, og tveggja var leitað. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, sýslu- manns í Vestmannaeyjum, eru þau öll á aldrinum 16-17 ára. Algengi astma og ofnæmis kannað á ný Morgunblaðið/Porkell SIGURÐUR Sveinsson í góðum gír á heimili sínu í gær. Siggi Sveins orðinn fertugur og enn á fullri ferð „Nú er lífið að FJÖLÞJÓÐLEG könnun á algengi lungnasjúkdóma og ofnæmis er að fara af stað og standa að henni hér- lendis Davíð Gíslason ofnæmislækn- ir og lungnalæknarnir Eyþór Björnssón, Þorsteinn Blöndal og Þórarinn Gíslason. Leitað verður til 2.900 íslendinga sem svöruðu könnun á útbreiðslu ofnæmis og astma fyrir átta árum. Þá var úrtakið 3.600 manns og svar- hlutfallið um 80%. Jók hún verulega á þekkingu manna á þessum sjúk- dómum og kom m.a. í ljós að magn ofnæmismótefna var lægst hjá Is- lendingum af þeim 20 þjóðum sem bomar voru saman og tíðni astma og ofnæmis var lægri meðal íslend- inga en annarra þjóða þrátt fyrir að 20% íslendinga reyndust hafa of- næmi og um 5% astma. Með könnuninni nú á að leita svara við eftirfarandi spurningum: Hvemig hefur tíðni astma og of- næmis breyst meðal Islendinga? Hvaða þættir segja fyrir um tilurð eða brotthvarf astma og ofnæmis og annarra lungnaeinkenna? Hvert er gildi meðferðar og hvemig er með- ferð háttað á Islandi samanborið við önnur lönd? Hafa aðrir þættir, eins og atvinna, svefntruflanir og horm- ónabreytingar áhrif á astma? Rannsóknin er gerð með leyfí tölvunefndar og vísindasiðanefndar heilbrigðisráðuneytisins. Spum- ingalistar hafa þegar verið sendir út og hvetur Þórarinn Gíslason þátt- takendur til að svara sem fyrst. Segir hann að góð þátttaka sé lykil- atriði í því að öðlast sem besta vit- neskju um gang mála. SIGURÐUR Valur Sveinsson handboltamaður varð fertugur í gær. Sigurð, eða Sigga Sveins eins og hann er oft kallaður, þekkja flestir, en hann er líklega frægastur fyrir þrumuskot sín og lunknar línusendingar, sem í gegnum árin hafa fengið áhorf- endur til að sitja agndofa á áhorf- endabekkjunum. „Þetta hefst allt með því að æfa nógu helv.. lítið,“ sagði Sigurður og hló, þegar hann var spurður hvernig hann færi að því að vera svona lengi í fremstu röð. Hann bætti því síðan við að hann væri búinn að vera heppinn með meiðsli og síðan hefði hann yfir- leitt tekið sér gott sumarfrí og þannig ætxð komið endurnærður til leiks á hverju hausti. Ætlar leggja skóna á hilluna Að sögn Sigurðar ætlar hann að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil og ef HK, liðið sem hann þjálfar og spilar með, kemst ekki í úrslitakeppnina verður síð- asti Ieikurinn á miðvikudaginn við Val. Hann sagði að þetta væri orðið nóg, sér reiknaðist til að hann væri búinn að vera í sturtu í þijú ár og siðan væru morgnarnir eftir leik sífellt erfiðari því hann þyrfti að liggja í heitu baði í svona hálftíma til að koma sér í gang. „Þá er líka erfitt að koma sér í almennilegt form þegar maður er kominn á þennan ald- ur,“ sagði hann. Sigurður hefur spilað hand- knattleik í meistaraflokki í 25 ár og óhætt er að fullyrða að fáir hafa átt jafn litríkan feril. Hann hefur leikið með mörgum liðum, bæði á íslandi og úti í Evrópu. Ferill Sigurðar hófst hjá Þrótti, en þar steig hann sín fyrstu skref í meistaraflokki 15 ára gamall. Sigurður lék síðan með Val, Vík- ingi, Selfossi og síðustu þremur árum hefur hann eytt í Kópavog- byrja“ inum sem þjálfari og leikmaður HK. Badminton og golf taka við Handboltahæfileikar Sigurðar vöktu ekki aðeins athygli á fs- landi, því fljótlega fóru stórlið í Evrópu að sýna kappanum áhuga. Lék hann með nokkrum erlendum liðum. „Nú er lífið að byija,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur eftir handboltann. Hann sagði að þótt hann hætti í hand- bolta væri ekki þar með sagt að íþróttaferlinum væri lokið, nú yrði lögð rækt við badminton á veturna og golf á sumrin. Sigurður sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt í tilefni dags- ins annað en það að leyfa HK- strákunum að spila fótbolta á æf- ingu um kvöldið. Það verður síð- an haldið upp á afmælið á Loft- leiðum á föstudaginn. BESTA BÓKIN um getnað, meðgöngu og fæðingu AÐ bakn Qein^t,r' Mfe M>f • Áreiðanleg. nútímaieg og auðskílin bók um fæðingu barns og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið fi bæði frá sjónarhóli móður og barns. • LjósmynáV, feílmingaf, ómsjármyndír og línurit — samtate yfír 5Ö0 litmyndír. H • 350 bls. í stóru broti. « 4> FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 t j. í. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.