Morgunblaðið - 06.03.1999, Side 26

Morgunblaðið - 06.03.1999, Side 26
26 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vaxandi spenna í samskiptum Angóla og Zambíu Forsetar afstýra Jóhannesarborg, Pretoría. Reuters. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, og Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hittust á einkafundi í gær til þess að ræða vaxandi spennu í samskiptum Angóla og Zambíu í kjölfar vopnaðra átaka angólska stjómarhersins og skæru- liðasveita UNITA. Sögðust forset- amir vera að reyna að miðla málum milli nágrannaríkjanna áður en átök brytust út. Stjómvöld í Angóla hafa sakað Zambíustjóm um að styðja skæru- liða UNITA-hreyfingarinnar með hergagnasendingum. Stjórnvöld í reyna að átökum hans á höfuðstöðvar UNITA fyrr í vikunni. Á þriðja hundrað stjómar- hermanna hafi fallið og mikið af vopnum hafi verið gert upptækt. Aukin spenna í samskiptum Angóla og Zambíu getur haft víð- tæk áhrif í Mið-Afríku þar sem Angólastjóm og stjórn Mugabes í Zimbabwe styðja Laurent Kabila í Kongó, sem berst við skæraliða- hreyfinguna RCD. RCD-skæraliðar njóta aftur á móti stuðnings Úg- anda og Rúanda. Stríð milli Zambíu og Angóla getur því aukið enn á ófriðinn á svæðinu. Zambíu hafa neitað ásökunum þess efnis og segja þær sprottnar af því að þau leyfi ekki stjórnarher Angóla að berjast við ÚNITA-skærahða innan landamæra Zambíu. Hefur Jose Eduardo dos Santos, forseti Angóla, einnig sakað Úganda, Rú- anda og smáríkin Tógó og Burkina Faso um að styðja skæruliða. UNITA og stjómarher Angóla hófu vopnuð átök í desember sl. eft- ir að vopnahléssamningur, sem und- irritaður var árið 1994, var rofinn. UNITA-skæraliðmar segjast hafa gersigrað stjómarherinn í árás Moskvu, Baku. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur óskað þess að Borís Berezov- skí verði vikið úr starfi framkvæmdastjóra Samveldis sjálfstæðra ríkja (CIS). Líklegt er tahð að tillaga Jeltsíns njóti stuðnings flestra þjóðarleiðtoga innan Samveldisins, en Heid- ar Alíjev, forseti Aserbaidsjans, lýsti þó yfir í gær að Berezov- skí hefði verið valinn til starfans af öllum leið- togum Samveldisríkj- anna og Jeltsín hefði ekkert umboð til þess að víkja framkvæmdastjóranum úr starfi. Borís Berezovskí er rússneskur fjármálajöfur sem lét mikið fé af hendi rakna í kosningasjóð Jeltsíns í forsetakosningunum árið 1996. Hann var staddur í Baku í Aserbaídsjan í gær, þ.s. hann átti fund með Alíjev forseta. Berezovskí sagði fréttmönnum að atlaga Rúss- landsforseta gegn sér bæri keim af heimsvaldastefnu, Jeltsín hefði ekk- ert umboð til þess að reka sig úr starfi, þá ákvörðun yrðu allir leiðtogar Samveldisins að taka. Jeltsín er á sjúkra- húsi vegna magasárs en er á batavegi. Hann er sagður hafa hringt í starfsbræður sína ell- efu í gær til þess að æskja stuðnings þeirra við brottrekstur Ber- ezovskís. Búist var við því að formlega yrði gengið frá brottvikn- ingunni í gærkvöldi. Talsmaður Leóníds Kuehma, forseta Úkra- ínu, sagðist gera ráð fyrir að flestir leiðtog- ar Samveldisríkjanna styddu Jeltsín, en Kuchma tilnefndi Ber- ezovskí til starfans árið 1997. Edúard Sjevardnadse, forseti Ge- orgíu, sagðist í gær vera þeirrar skoðunar að Jeltsín ætti að ráðfæra sig við starfsbræður sína um breyt- ingar sem þessar. Samveldi sjálfstæðra ríkja var stofnað árið 1991 til þess að sam- ræma öryggis- og efnahagsstefnu landanna 12 er áður tilheyrðu Sov- étríkjunum. Kínverska þingið sett í SETNINGARRÆÐU við upphaf kínverska þingsins í gær hafnaði Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, einræðiskenndum og ómannúðlegum stjórnaraðferðum. Lagði hann áherslu á að stöðug- leiki yrði forgangsatriði í kín- verskum stjórnmálum, bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti, en óánægja meðal almennings í landinu hefur farið vaxandi að undanfornu. Rongji færði Kín- veijum hins vegar ekki ýkja upp- örvandi fréttir af horfum í efna- hagsmálunum og var ljóst af máli hans að Kínastjórn myndi áfram eyða miklu fjármagni til að tryggja hagvöxt í landinu. Ræða Rongjis virtist reyndar ekki vekja ýkja mikinn áhuga Jiangs Zemins, forseta Kína, en hér sést hann dotta við þingsetninguna í gær. Hlýjasti áratugurinn Lundúnum. Thc Daily Telegraph. SÍÐASTI áratugur var sá hlýjasti á jörðinni allt þetta ár- þúsund og síðastliðið ár var það heitasta í sex aldir. Þessu héldu í fyrradag fram banda- rískir vísindamenn sem hafa rannsakað gögn sem gefa vís- bendingar um veðurfar liðinna alda í hinum ýmsu heimshlut- um, þ.á m. borkjama úr Græn- landsjökli Sótt að riíssneskum auðjöfri sem fer fyrir Samveldi sjálfstæðra ríkja Jeltsín vill reka Berezovskí Borís Berezovskí Reuters MADELEINE Albright hitti Xanana Gusmao, leiðtoga skæruliða á Austur-Tímor, í Jakarta í gær. Madeleine Albright í Indónesíu Alþjóðlegt gæslu- lið til A-Tímor? Jakarta. Reuters. BANDARÍKJASTJÓRN sagði í gær að hún vildi sjá alþjóðlegt gæslulið, hugsanlega á vegum Sa- meinuðu þjóðanna, á Austur- Tímor. Háttsettur embættismaður innan bandaríska utanríkisráðu- neytisins, sem er í fór með Madel- eine Albright utanríkisráðherra í Indónesíu, sagði að grunsemdir væru uppi um að ákveðin öfl innan indónesíska hersins væru að víg- væða hópa Austur-Tímora sem kjósa áframhaldandi samband við Indónesíu. Austur-Tímor hefur verið verið vettvangur átaka milli stjómarhers Indónesíu og skæruliða sem barist hafa fyrir sjálfstæði eyjunnar síðan Indónesar hertóku hana árið 1975. I janúar sl. lýsti Indónesíustjóm því yfir að Austur-Tímorar gætu öðlast sjálfstæði ef þeim þætti auk- in sjálfsstjóm ekki nægjanleg. Albright sagði í ræðu sem hún hélt í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, að stöðva yrði ofbeldis- verk á stríðshijáðri eyjunni áður en pólitísk lausn yrði fundin. „Markmiðið má ekki vera að sneiða Austur-Tímor í sundur eða henda fyrir róða; frekar ber að tryggja félagslega samleitni og líf- vænleika á eyjunni - hvort sem því verður náð með sjálfstjóm eða sjálfstæði," sagði Albright. Hætta á borgarastríð i komi sjálfstæði í hasti Sérfræðingar í málefnum Indónesíu hafa varað við því að Austur-Tímorar kunni að vera illa undir það búnir að öðlast sjálfstæði með skömmum fyrirvara og að borgarastríð gæti fylgt í kjölfarið. Museweni líkir morðum við ódæði IRA Kampala, Slokklidlmi. Reuters, Daily Telegraph. BRESKIR rannsóknarlögreglu- menn komu í gær til Kampala, höf- uðborgar Úganda, til að aðstoða við leitina að morðingjunum, sem urðu átta ferðamönnum að bana í Bwindi-þjóðgarðinum á mánudag. Yoweri Museveni, forseti Úganda, bar í gær morðin saman við mann- skæð tilræði írska lýðveldishersins IRA í Bretlandi. Hann spáði því að ferðamenn myndu leggja leið sína aftur í þjóðgarðinn „innan fáeinna mánaða“. Háttsettur herforingi í Úganda- her lýsti því yfir í fyrradag, að fímmtán skæruliðanna, sem urðu erlendu ferðamönnunum að bana, hefðu verið vegnir af rúandískum hermönnum en leitin að hinum stendur enn yfir. Erasmus Öpio, yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar í Úganda, sagði í gær að hópur rannsóknar- lögreglumanna frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og Scotland Yard í Bretlandi ynni að rannsókn málsins í Rúanda, Kongó og Úg- anda. Þrír lögreglumenn á vegum Scotland Yard í London komu til Kampala í gærmorgun til að vinna að rannsókn málsins. Skæruliðamir, sem vora um 150 talsins, tóku fjórtán manns í gísl- ingu og drápu átta þeirra í þeim til- gangi að koma því á framfæri, að önnur ríki, sérstaklega Bandaríkin og Bretland, ættu ekki að skipta sér af innanríkismálum í Rúanda. Yfirvöld í Bretlandi og Banda- ríkjunum segjast munu leggja sitt af mörkum við að hafa hendur í hári morðingjanna og leiða þá fyrir rétt. Ottast ekki hótanir Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði ríkisstjórn sína ekki óttast hótanir skæruliðanna og sagði yfirvöld í Bandaríkjunum mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hafa hendur í hári skæraliðanna. „Hafi þessari árás verið ætlað að vara Bandaríkin við að styðja þau yfirvöld á svæðinu, sem vilja vinna að friði, mega hinir sömu vita, að grimmdarverk þeirra hræða okkur ekki,“ sagði Clinton á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.