Morgunblaðið - 06.03.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.03.1999, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 35 Karlsson stjömugítarleikari hefur staðfest val Grétars með því að hrósa Kristjáni fyrir frammistöð- una, en Friðrik var einmitt gítar- leikari Stjómarinnar um árabil. Auk Friðriks hafa margir gagn- merkir tónlistarmenn sett svip sinn á feril Stjómarinnar í gegnum árin og má þar nefna Hilmar Jensson jassgítarleikara, Jóhann Asmunds- son bassaleikara og söngkonuna Öldu Björk Ólafsdóttm- sem stofh- aði sveitina ásamt Grétari árið 1988. Nokkmm mánuðum síðar tók Sig- ríður Beinteinsdóttir við hljóðnem- anum af Öldu óg hafa þau Sigga og Grétar verið kjölfestan í Stjórnar- starfinu allar götur síðan. „Ég byrjaði að grúska í tónlist um 14 ára aldur og hef verið sí- spilandi upp frá því,“ rifjar Grétar upp. „Þegar ég flutti frá Höfn í Homafirði 17 ára gamall sótti ég orgeltíma hálfan vetur því mér hafði verið spáð starfi kirkjuorganista! En ég hvarf fljótlega frá þeim fyrir- ætlunum og nam píanóleik við Tón- listarskóla Reykjavíkur og Tónlist- arskóla FÍH.“ Þýska „Stjórnarandstaðan" Fyrsta hljómsveitin sem Grétar stofnaði í Reykjavík lék reglulega fyrir dansi í Atthagasal Hótel Sögu. „Ég fór eiginlega öfuga leið inn í bransann. I stað þess að byrja í bíl- skúrsbandi eins og flestir aðrir byrj- aði ég í árshátíðarbransanum þar sem margir ljúka sínum ferli,“ segir Grétar kankvíslega og bætir við að hann fari í raun harðnandi í rokldnu eftir því sem árin færast yfir. Hljómsveit Grétars Örvarssonar stækkaði með tímanum og færði sig yfir í Súlnasal Hótel Sögu. Upp úr henni var Stjómin síðan stoftiuð sem fyrr segir í apríl 1988. „Árið eftir unnum við fyrstu Lands- lagskeppnina sem haldin var, með laginu Við eigum samleið,“ segir Grétar og sonurinn tekur andköf. „Úff, já, í býflugnabúningunum skelfilegu," stynur hann upp hlæj- andi og þeir lýsa röndóttum búning- um, svörtum og gulum, sem Stjóm- arliðar klæddust við flutning lags- ins. Árið 1990 var komið að glæstum árangri í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem einn og sér hefði nægt til þess að halda nafni Stjómarinnar á lofti heilan manns- aldur. „Enginn íslenskur keppandi hefur komist jafnnálægt því að sigra þá keppni og Stjómin gerði í Zagreb. Það munaði einungis ekki geta höndlað, skilið og unnið þér í hag. Þetta birtist í „föðurnum“ sem leiðir halarófuna og þú fylgir nauðug viljug. Það birtist í vöru- skemmunni/þér og hlutun- um/orkunni sem stolið er frá þér. Og það birtist í valdboði og hræðslu en þar virðast togast á öfl í þér sem gera þig sjóndapra á raunverulegt eðli þitt. Þessi lokun gerir það að verkum að þér hentar best að láta aðra ráðskast með þig („faðirinn“ og halarófan) og þá er líka létt að kenna öðmm um (lögreglan/yfir- völd) það sem miður er og fer. Síð- an heldur draumurinn áfram og bendir þér á þá staðreynd að opn- unin felst í „föðurnum" og þeim krafti (hann var kominn með rautt sítt hár í tagli) sem honum fylgir, það leiðir svo af sér nýja sýn á nýtt afl (hárið á dóttur þinni). • í>eir lesendur sem vilja fá drauma súia birta og ráðna sendi þá mcð fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt hcimil- isfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig gcta lesendur sent drauma sína með tölvupósti á netfang Kristjáns Frimimns: krifri(a)xnet.is nokkmm stigum. Hefðum við fengið stig frá Þjóðverjum í samræmi við væntingar veðbanka þar í landi hefðum við unnið, en Þýskaland var eina landið sem gaf okkur ekki stig. Þeir vom víst að hugsa um sína eig- in keppendur eins og oft vill verða í þessari keppni,“ útskýrir Grétar. Eitt lag enn hafnaði í 3.-4. sæti en í minningunni er sem lagið hafi borið sigur úr býtum, slíkur var fognuður þjóðarinnar í leikslok. Tónlistin erfist í karllegg Á meðan Grétar sneri Siggu Beinteins í hringi í sviðsljósinu í Za- greb, var unglingsstrákur uppi á Akranesi að stíga sín fyrstu skref á tónlistarsviðinu. Hann fékk gítar í fermingargjöf frá móðurbróður sín- um og hóf að leika í röð bílskúrs- banda - öfugt við foðurinn. Jafn- framt hóf hann gítamám í tónlistar- skóla sem hann stundar enn. Því verður ekki á móti borið að tónlistarblóð rennur um æðar Kri- stjáns. Móðurbræður hans era að hans sögn músíkalskir og í föður- ættinni virðast tónlistargenin erfast í karllegg, eins og Grétar kemst að orði. „Faðir minn, Örvar Kristjáns- son, er landsþekktur harmónikku- leikari og bræður mínir, Karl, Atli og Karl Birgir hafa allir verið við- loðandi tónlist að meira eða minna leyti,“ segir Grétar. - Hefurðu aldrei verið skammað- ur fyrir að draga son þinn granda- lausan út í hinn „óholIa“ hljóm- sveitabransa? „Hann var reyndar ekld alveg grandalaus þar sem hann var byrj- aður að spila reglulega áður en ég fékk hann í Stjómina. Hins vegar held ég að Kristján hafi mjög gott af því að spreyta sig á jafnfjöl- breyttri spilamennsku og í Stjóm- inni. Þetta er ómetanlegur undir- búningur fyrir framtíðina,“ segir Grétar og bætir sannfærandi við: „Ég get vottað að það er ekki svo slæmt að spila í hljómsveit þegar allt kemur til alls.“ Brjáluð stemmning er best Þeir feðgar neita því þó ekki að spilamennskan sé hverfull starfs- vettvangur. „Þessi bransi er auðvit- að ein allsherjar áhættuferð og eng- inn er áskrifandi að fostum laun- um,“ undirstrikar sá reyndari. „Það er ekki ofsögum sagt að íslenskir tónlistarmenn séu hörkutól upp til hópa, skröltandi um landið í rútum í hvemig veðri sem er...“ Stjómin fékk til skamms tíma sinn skerf af sveitaballaharkinu og Grétar rifjar upp að verst hafi líðan- in verið þegar illa var mætt á böllin. „Það gerðist þó ekki oft, kannski einna helst vegna ófærðar í sveit- um,“ segir hann brosmildur og gef- ur í skyn að varla hafi fundist aðrar gildar ástæður fyrir að sleppa Stjómarballi... - En ef léleg mæting er verst, hvað er þá best í bransanum? „Troðfullt hús og brjáluð stemmning," svarar Kristján að bragði. „Sérstaklega ef maður er á prósentum, ekki satt?“ bætir pabbi hans við og Kristján kinkar kolli. Það liggur beint við að spyrja um stefnu Stjómarinnar í nánustu framtíð. „Stefnan er að halda áfram að skemmta landslýð eins og við höfúm gert undanfarin ellefu ár. Þetta er svo gaman ennþá að það er ekki hægt að nema staðar,“ segir Grétar. „Það er að vísu hægt að spila þannig úr þessu að þetta verði rútína," bendir sonurinn á. „En ef menn era duglegir að taka inn ný lög, endurhljóðblanda og semja er engin hætta á leiða,“ segir hann og bætir við að honum líki Stjómar- samstarfið vel. „Mér finnst ég ótrú- lega heppinn að fá að vinna með þessu hæfileikaríka fólki, þetta er mjög lærdómsríkt og skemmtilegt." Grétar og Kristján era sammála um að samspilið í Stjóminni hafi styrkt samband þeirra sem feðga og þannig einungis verið til góðs. Vera Kristjáns í sveitinni hefur og vakið töluverða athygli og hvíslandi gestir í salnum benda oft á þá til skiptis. „Margir halda reyndar að við séum bræður,“ segir Kristján og Grétar kinkar kolli hróðugur. -Eruð þið jafnlíkir að upplagi og í útliti? „Já, ég held að það sé margt líkt með okkur, bæði í fasi og hugsun,“ segir Grétar. „Konumar okkar segja það alla vega,“ bætir Kristján við og segir unnustu sína og eigin- konu Grétars gjarnan bera saman bækur sínar. „Þegar þær ræða þessi mál og kærastan mín skýrir frá einhverju sem ég geri skakkt er svarið oftast: „Láttu mig þekkja það, pabbi hans er alveg eins!“,“ Nýr fjórhjóladrifinn Baleno Wagon verð aðeins: 1.675.000 BALENO ■ - 1 ' $ a leið • Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.