Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Marinex ehf. sólningarverksmiðja í Hveragerði hefur framleiðslu til útflutnings
Samningar í höfn um sölu
á erlendum mörkuðum
MARINEX ehf. sem er ný sólningarverksmiðja í
Hveragerði hóf í gær framleiðslu hjólbarða til út-
flutnings og á innanlandsmarkað eftir tilrauna-
framleiðslu, sem gefið hefur góða raun, að sögn
forsvarsmanna fyrirtækisins. Gengið hefur verið
frá sölusamningum á erlendum mörkuðum um
alla framleiðsluna út þetta ár og til næstu ára, að
sögn Jóns Einars Jakobssonar, lögmanns fyrir-
tækisins.
Hefur verið samið um sölu hjólbarða til nokk-
urra landa s.s. Bretlands, Kúbu, Rússlands og
Kanada og mun Marinex m.a. framleiða hjól-
barða í afbrigðilegri stærð fyrir svörtu leigubíl-
ana á Bretlandseyjum.
Nýta ódýra hveraorku
til framleiðslunnar
„Nýjungin felst í því að hér er að langmestu
leyti um útflutning að ræða. Hann byggist á því
að við nýtum umhverfisvæna, ódýra varmaorku
til framleiðslunnar og erum samkeppnishæfir við
keppinauta okkar sem eru fyrst og fremst er-
lendir. Við fengum síðast í gær viðbótarpantanir
frá útlöndum og gætum selt langt umfram það
sem við getum framleitt á þessu ári,“ segir Jón.
Ilann sagði að fyrirtækinu hefði tekist með góð-
um samböndum að komast inn á markaðina er-
lendis en samkeppnin væri hörð. Hann sagði að
áhersla væri lögð á að kaupa eingöngu gæðahrá-
efni til endurvinnslunnar.
Erlendir fjárfestar hafa
áhuga á að kaupa hlut
Gengið hefur verið frá fjármögnun fyrirtækis-
ins. Hlutafé verður 40 milljónir kr. til að byrja
með, en verður fljótlega aukið. Allir hluthafar
eru innlendir en skv. upplýsingum forsvars-
manna fyrirtækisins hafa öflugir fjárfestar frá
Kanada og Svíþjóð, sem sumir eru jafnframt
kaupendur hjólbarða, óskað eftir að eignast hlut í
félaginu. Áætluð velta á fyrsta ári eru tæpar 200
milljónir kr. en reiknað er með að veltan aukist í
340 millj. kr. við aukin afköst.
Fyrirtækið nýtir ódýra varmaorku í Hvera-
gerði við framleiðsluna, sem mun vera einsdæmi
við endurvinnslu á hjólbörðum. Var vélakostur
keyptur erlendis í samráði við danskt og breskt
ráðgjafarfyrirtæki, sem hafa haft umsjón með
uppsetningu framleiðslutækjanna og þjálfun
starfsmanna.
Verksmiðjan er til húsa á 1.000 fermetra fleti í
nýlegu iðnaðarhúsnæði við Austurmörk í Hvera-
gerði. Starfsmenn eru í upphafi tíu til tólf talsins
en þeim mun fjölga fljótlega með auknum afköst-
um.
Jón sagði að ýmsir hefðu lagt hönd á plóginn
við undirbúning verkefnisins s.s. Atvinnuþróun-
arsjóður Suðurlands og Byggðastofnun auk þess
sem Arni Johnsen alþingismaður hefði veitt fyr-
irtækinu mikla aðstoð.
Norsk stjórnvöld
Smugusamn-
ingur sam-
þykktur
Ósló. Morgnnbtaðið.
NORSKA stjórnin samþykkti í gær
Smugusamninginn milli Noregs, ís-
land og Rússlands en með honum
verður bundinn endi á veiðar Islend-
inga í Smugunni gegn veiðiheimild-
um innan norskrar og hugsanlega
rússneskrar landhelgi.
Samningurinn er til fjögurra ára
og mun þorskkvóti íslendinga í
Barentshafi verða lagaður að þeim
breytingum, sem heildarkvótinn
tekur hverju sinni. Það sama gildir
um loðnukvótann, sem Norðmenn fá
við ísland, og verður hann hverju
sinni ákveðinn með hliðsjón af
þorskkvóta íslendinga við Noreg.
Þessar gagnkvæmu veiðiheimildir
falla hins vegar niður fari heildar-
þorskkvótinn í Barentshafi niður
fyrir 350.000 tonn.
---------------
Féll milli skips
Og bryggju
KARLMAÐUR féll milli skips og
bryggju í Bolungarvík um klukkan 4
aðfaranótt laugardags er hann var á
leið út í skipið ásamt félaga sínum.
Féll maðurinn um þrjá metra og var
nokkrar mínútur í sjónum áður en
félaga hans og leigubifreiðastjóra,
sem ók þeim að skipinu, tókst að
bjarga honum á þurrt meðal annars
með hjálp krókstjaka.
Maðurinn var fluttur á Sjúkrahús-
ið á ísafirði til aðhlynningar vegna
kælingar, en hann mun ekki hafa
hlotið teljandi áverka við fallið. Að
sögn vakthafandi læknis var líðan
hans eftir atvikum góð í gær.
Keppt í hjólreiðum
UM 60 ungmenni á þrettánda
aldursári tóku þátt í hjólreiða-
keppni á vegum Umferðarráðs,
lögreglu og Bindindisfélags öku-
manna, við Perluna í gær.
Að sögn Guðmundar Þorsteins-
sonar, deildarstjóra Umferðar-
ráðs, fór keppnin vel fram, fjöl-
margir foreldrar mættu á stað-
inn og einkennandi var hve unga
fólkið var kurteist, en það er
ekki slæmur kostur fyrir öku-
mann framtíðarinnar. Það voru
þau Elma Sif Einarsdóttir og
Guðjón Baldvinsson úr Garða-
skóla, sem unnu til fyrstu verð-
Iauna, en nemendur úr Hamra-
skóla og Fossvogsskóla fylgdu
þar á eftir.
Alls er Iandinu skipt í 5 riðla
og var þetta sá fyrsti, en keppt
verður í hinum síðar. Sérstök úr-
slitakeppni verður siðan haldin í
fyrri hluta september.
Flóttamenn frá Kosovo fá 45 tonn
af mat frá íslandi
Allir matarpakk-
arnir seldust
MATARPAKKARNIR, sem senda á
til hjálpar flóttamönnum frá Kosovo
í Albaníu, kláruðust í verslun Hag-
kaups í Skeifunni um klukkan eitt í
gærdag. Þórður Þórisson hjá Hag-
kaupi sagði að viðbrögð almennings
við þessari hjálparbeiðni hefðu verið
betri en nokkur þorði að vona.
Alls seldust um 7.500 matarpakk-
ar, eða um 45 tonn af mat, og verða
pakkarnir sendir með skipi til Alban-
íu á þriðjudag, þar sem þeir verða
færðir flóttamönnum.
Sigrún Ámadóttir, framkvæmda-
stjóri Rauða kross íslands, sagði að
um 60 til 70 sjálfboðaliðar hefðu tek-
ið þátt í verkefninu, en sérstaka at-
hygli hefði vakið að flóttamennirnir,
sem komu til landsins þann 8. aprfl,
hjálpuðu við pökkunina. Kvaðst hún
vilja koma á framfæri þökkum til
sjálfboðaliðanna og almennings fyrir
þátttökuna.
Sigrún sagði að fyrir um 10 dögum
hefði borist neyðarbeiðni frá Alþjóða
Rauða krossinum, þar sem kom fram
að 7 milljarða króna þyrfti til að halda
uppi hjálparstarfi fyrir fórnarlömb
stríðsátakanna á Balkanskaga næstu
6 mánuði. Sigrún sagði að Islendingar
gætu lagt hönd á plóginn á þessum
vettvangi með fjárframlögum, en
Rauði krossinn hefur reikning númer
12 í Sparisjóði Reykjavíkur og ná-
grennis á Seltjamamesi. Nú þegar
hafa safnast um 16,5 milljónir króna.
Þar af em um 4 milljónir frá almenn-
ingi, 5 milljónir frá ríkisstjóminni en
afgangurinn er frá Rauða krossi Is-
lands og deildum hans.
Morgunblaðið/Kristinn
Forsætisráðherra um
Reykjanesbraut
Tvöföldun
verði flýtt
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði á stjómmálafundi í Stapa sl.
föstudagskvöld að hann styddi það
baráttumál frambjóðenda flokksins á
Reykjanesi að tvöföldun Reykjanes-
brautar verði flýtt og henni lokið á
næsta kjörtímabili, að sögn Kristjáns
Pálssonar frambjóðanda flokksins á
Reykjanesi.
Þetta kom fram í svari Davíðs við
fyrirspum á fundinum um tvöfóldun
Reykjanesbrautar en frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu
hafa lagt áherslu á að því verki verði
flýtt. Kristján sagðist í samtali við
blaðið í gær líta á það sem merk tíma-
mót þegar forsætisráðherra lýsti yfir
stuðningi sínum við að þessari fram-
kvæmd yrði flýtt þannig að henni
mætti ljúka á næstu fjórum árum.
-----------♦♦♦------
Bjargað úr
Bröttubrekku
BJÖRGUNARSVEITIN Heiðar í
Stafholtstungum var kölluð út klukk-
an 3.30 aðfaranótt laugardags og sótti
ökumann úr bifreið sem sat föst í snjó
nálægt Miðdalsgili í Bröttubrekku.
Hafði ökumaður annarrar bifreið-
ar, sem ók fram á bifreiðina, einnig
fest sína bifreið og afráðið að ganga
um 6-8 km að bænum Hvassafelli, til
að biðja um aðstoð lögreglu, sem
kallaði björgunarsveitina út. Tók
gönguferðin um tvær klukkustundir í
fjúki og nokkum ofankomu en varð
manninum lítil raun að sögn ábúanda
að Hvassafelli.
BLAÐINU í dag fylgir 20 síðna
blað frá Félagi íslenskra bóka-
útgefenda í tilefni af viku bókar-
innar.
Að rannsaka
með opnum hug
► Úlfur Árnason prófessor í
Lundi hefur sett fram kenningar
um að maðurinn sé 400 þúsund
ára, en ekki 175 þúsund ára. /10
Veraldleg velgengni á
kostnað gæða?
► Hafa gæði ensku knattspyrn-
unnar ekki aukist á umliðnum ár-
um í takt við aukinn fjölda er-
lendra stórstjarna í úrvalsdeild-
inni? /14
Vandamál Júgóslavíu
verða að vandamáli
NATO
► Stríðsátökin við Serba eru inn-
an Evrópu. Þau gætu haft alvar-
leg áhrif fyrir tilveru Atlantshafs-
bandalagsins og skipulag öryggis-
mála í Evrópu, ef svo illa fer að
þau breiðist út. /26
Torfærur á leið Litháa
til NATO og ESB
►Litháar reyna nú að feta sig í
átt að NATO og Evrópusamband-
inu en leiðirnar að því marki eru
torsóttar og grýttar. Hindranirnar
á þessum tveimur leiðum eru þó af
ólíkum toga. /6
► l-24
Ef kapaliinn
gengur upp ...
►Landsliðið í knattspyrnu hefur
tekið stakkaskiptum síðan Guðjón
Þórðarson var ráðinn þjálfari.
/1&12-14
Undir heillastjörnu
► Sara Bartels Bailey starfaði í
andspymuhreyfingu Dana og var
túlkur við herréttarhöldin í
Nm-nberg. /8
Fyrstu landnemar
Ameríku
►Þegar Leifur heppni og Kól-
umbus sigldu tii Ameríku höfðu
Indíánar verið þar í þúsundir ára.
En hvaðan komu þefr, hverjir voru
þeir og hversu lengi höfðu þeir bú-
ið í Ameríku? /16
c
FERÐALOG
► 1-4
Saxland
► Undraveröld fyrir náttúruunn-
endm- -og þar er virkið König-
stein. /2
Vélsleðaferð um
Hengilssvæðið
► Jarðhita- og hverasvæði við
borgarmörkin /4
D
BÍLAR
► l-4
Land Rover Discovery
► Sígildm- og með alhliða eigin-
leikum. /4
E
ATVINNAJ
RAÐ/SMÁ
► l-24
Bjóða þjónustu á sviði
skattaréttinda
► Sérhæfing hjá Taxis sf. /1 FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/Wbak Idag 50
Leiðari 32 Brids 50
Helgispjall 32 Stjömuspá 50
Reykjavíkurbréf 32 Skák 50
Skoðun 36 Fólk í fréttum 54
Viðhorf 37 Utv/sjónv. 5 1,62
Minningar 38 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 12b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 14b
INNLENDAR FRÉTTIR:
24-8-BAK
ERLENDAR FRETTIR: 1&6