Morgunblaðið - 18.04.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 18.04.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 11 endur þeirra „vita“ hvernig hlut- irnir eiga að vera samkvæmt gam- alli hefð. Ferlið við birtingu greina í viðurkenndum vísindatímaritum er að vísindamenn senda inn grein- ar til blaðanna, sem síðan hafa virta vísindamenn til að meta hvort greinamar standist vísindalegar ki'öfur eða ekld. Greinarhöfundar fá að sjá umsagnimar, en fá ekki að vita hverjir skrifa þær. Til- hneigingin er því miður oft að þeir halda sig við ríkjandi kenningar. „Ég hef lært mörg góð fúkyrði í ensku af viðureigninni við tímarit- in.“ segir hann og er greinilega skemmt. Þegar Ulfur og samstarfsmenn hans sendu inn grein fyrir tólf ár- um um þróun sela var lokaum- sögn eins umsagnaraðila um greinina: „This is a terrific paper and I don’t like it, but I yield“ (Þetta er rosaleg grein og mér lík- ar hún ekki, en ég gef mig). „Kenningar okkar vom síðar end- anlega sannaðar með öðmm gögnum, en hér tók gagnrýnand- inn rétt á málunum. Þær gefa í mörgum tilvikum aðrar niðurstöð- ur en búist hefur verið við, en hingað til hefur enginn geta hrak- ið þær, enda er meira gagnasafn að baki þeim en sést hefur áður,“ bendir Ulfur á. í alþjóðavæddum heimi eru erfðarannsóknir ekki einkamál Islendinga Þó Úlfur hafi búið í Lundi í rúm þrjátíu ár hefur hann haldið sam- bandi við ísland og íslendinga, fylgist með úr íjarlægð og nú síð- ast gagnagrunnsmálinu, segir hann. „Mér finnst einkenna málið að farið hafi verið af stað í alltof miklum flýti og ekki tekið tillit til að málið varðar ekki aðeins íslend- inga, heldur mannkynið allt. Ég er ekki að ræða hvort það komi miklir eða litlir peningar til Islands, held- ur að það fylgja þessu máli sið- ferðileg vandamál, sem verður að leysa.“ Því hefur oft verið haldið fram í íslensku umræðunni að það liggi á að nýta þá auðlind, sem íslenskar erfðaupplýsingar eru, áður en aðrir nái forskoti, en því er Úlfur ósammála. „Það geta ekki verið rök í þessu tilviki, því það er ekk- ert hér, sem getur hlaupið frá fólki. Vandlega unnin vinna skilar alltaf ábata.“ Úlfur hefur meiri áhyggjur af að ekki hafi verið gerðar neinar forrannsóknir til að meta gildi íslensku upplýsing- anna. „Um leið vofir sú hætta yfir að gagnagrunnurinn verði takmark- aður og verði ekki eins nýtanleg- ur og haldið var. Þeir sem tapa á því eru þeir, sem upphaflega ætl- uðu að hagnast á að selja upplýs- ingarnar," segir Úlfur. „Það má hins vegar vel vera að hægt verði að selja einstök úrtök úr grunnin- um til lyfjafyrirtækja. Trygginga- fyrirtæki eru einnig líklegir kaup- endur upplýsinga. Ef úrtökin verða tekin inn í tryggingamat varðar það alþjóðlega stefnu í tryggingamálum og er ekki einka- mál Islendinga, heldur snertir siðferðilega þróun í trygginga- málum.“ Hvatamenn gagnagrunnsins ei-u áfram um að nýta góðar að- stæður á Islandi í þágu Islend- inga. „Til þess að svo megi vera,“ segir Úlfur, „ætti gagnagrunnur- inn ekki vera í höndum einkafyrir- tækis, heldur þjóðarinnar allrar. Þetta ætti að tryggja að engar nytjahömlur yrðu á gagnagrunn- inum, heldur að vísindamenn hefðu jafnan aðgang að honum, án þess að taka þyrfti tillit til einka- hagsmuna eins fyrirtækis. Auk þess er óhæfa að fólk þurfi að segja sig úr grunninum. Hið rétta væri að sjálfsögðu að' gögn ein- staklinga færu aðeins inn með beinu samþykki. Að öðrum kosti ættu gögnin ekki að fara í bank- ann. Ekkert svar getur aldrei komið í stað jákvæðs svars. Mér finnst ekki lánlegt að Islendingar fari allt aðrar leiðir en aðrar þjóð- ir, eins og nú stefnir í með gagna- grunninn.“ FRÉTTIR * Oánægja með launakjör hjá SVR Vagnsljórar undirbúa aðgerðir MIKIL óánægja er meðal vagn- stjóra Strætisvagna Reykjavíkur með launakjör og sagði Sigurbjöm Halldórsson, trúnaðarmaður hjá SVR, að það kæmi að því að vagn- stjórar gripu til aðgerða, svo mikil væri óánægjan. Hann sagði að nú þegar hefðu tíu vagnstjórar sagt upp störfum vegna þessa. Kjarasamningur vagnstjóra gildir til 31. október árið 2000 og sagði Sig- urbjörn að yrði farið út í aðgerðir yrðu þær líklega á þann veg að þeir myndu aðeins vinna þá yfirvinnu sem þeim bæri skylda til en ekkert umfram það. Hann sagði að byrjun- arlaun vagnstjóra væru um 72.000 krónur á mánuði, en með námskeiða- setu og eftir ákveðinn árafjölda í starfi gætu þeir komist í 89.000 krónur á mánuði. Vilja 115.000 grunnlaun Það er krafa vagnstjóra að byrj- unarlaunin verði hækkuð í 115.000 krónur á mánuði og sú ábyrgð, sem fylgir starfi þeirra, verði metin og tekin á einhvem hátt inn í launin. Sigurbjöm sagði að laun vagn- stjóra hefðu áður fylgt launum slökkviliðsmanna og sjúkraliða, en eftir að þeir síðamefndu hefðu sagt sig úr Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar hefði dregið í sundur með þeim og vagnstjómm. Hann sagði greinilegt að Reykjavíkurborg ræki láglaunastefnu. Að sögn Jóhannesar Sigurðssonar, forstöðumanns þjónustusviðs SVR, hafa vagnstjórar ekki farið fram á viðræður um launakjör við fyrirtæk- ið, enda era kjarasamningar vagn- stjóra í höndum kjaraþróunardeildar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Jóhannes sagði að hinsvegar væri svokölluðu matsnefnd að vinna að nýju launamyndunarkerfi, sem samið hefði verið um í síðustu kjara- samningum. I matsnefndinni eiga sæti fulltrúar starfsmanna og fyrirtækisins, en hún fundar tvisvar í viku og á að skila af sér tillögu í lok júní. I þessu nýja launamyndunarkerfi verður hvert og eitt starf metið og áætlað er að hægt verði að borga hverjum og einum laun út frá hæfni. Því muni sumir hækka í launum en enginn lækka, sagði Jóhannes. Heimilt yrði að hækka þá starfsmenn í launum sem búa yfir hæfni umfram það sem krafist er í starfinu, t.d. þá sem hafa góða tungumálakunnáttu. Jóhannes sagði að í þessu nýja launamyndun- arkerfi væri gert ráð fyrir því að hægt sé að tengja launin árangri, en þá myndi fyrirtækið setja ákveðin markmið, t.d. í umhverfismálum. Sigurbjöm sagði að nýtt launa- myndunarkerfi kæmi ekki til með að skila hinum venjulega launamanni neinu. Ekkert væri í raun að núver- andi kerfi annað en það að launin þar væra alltof lág. Auk þeirra tíu sem sagt hafa upp störfum munu fimm starfsmenn hætta störfum innan skamms vegna aldurs, að sögn Sigurbjörns. Hann sagði að SVR vantaði 65 manns í sumarafleysingar og þá ætti enn eft- ir að fylla skörð þeirra sem væra á fórum. Hann sagði að ráðningar hefðu gengið mjög illa og ekki væri búið að ráða nema um 30 manns fyr- ir sumarið. Það gæti því komið sér illa ef vagnstjórar hættu að vinna yf- irvinnu. Til hamingju með afmælin! Clinique kynnir Stop Signs - sýnilega áhrifaríka jurtaþeytu gegn öldrun húðarinnar Fagnaðu - því að einn afmælisdagur- inn enn þarf ekki að þýða eina hrukkuna eða öldrunar- blettinn enn. Fagnaðu - því að með Stop Signs færðu tímann í lið með þér. Kollagen-styrkjandi efni gera línur og smáhrukkur sem fyrir eru minna áberandi og sérvaldir jurtakjarnar draga úr mislitun húðarinnar af völdum sólarinnar. Stop Signs mætir meira að segja í afmælisboðið með margprófaða blöndu af víta- mínum og öðrum andoxunar- efnum til forvarna gegn tjóni af völdum umhverfisins síðar meir. Svo þú skalt bara fagna og halda upp á daginn hvernær sem þú lítur í spegil. CLINIQUE Kaldársel Sumarbúðir KPUJV1 og KFUK - Hafnarfirði Sumarbúðirnar eru á fallegum stað skammt íyrir ofan Hafnarfjörð í nágrenni Helgafells. Þar rennur Kaldá og hraunið í kring býður upp á fjölbreytt leiksvæði þar sem virki eru reist og farið í búleiki. Umhverfis er stórfengleg náttúra, vinin Valaból, eldstöðin Búrfell og móbergs- fjallið Helgafell, spennandi hellar og margt fleira sem hægt er að skoða og njóta. Ýmis- konar íþróttir og leikir er eðlilegur þáttur í starfinu. Daglega er veitt fræðsla um kristna trú og Biblíuna, kenndar bænir og vers og sungnir fjörugir söngvar. í sumar verða flokkarnir sem hér segir: Drengir 1. fl. 9. júní-16. júní 7-12 ára 2. fl. 18. júní-25. júní 7-12 ára 3. fl. 25. júní-2. júlí 7-12 ára Stúlkur 4. fl. 5. júlí-12. júlí 7-12 ára 5. fl. 13. júlí-20. júlí 7-12 ára 6. fl. 21. júlí-28. júlí 7-12 ára 7. fl. 3. ág.-IO. ág. 7-12 ára Verð fýrir eina viku er kr. 16.200 og er fargjald innifalið. Innritun fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík, sími 588 8899, kl. 8-16 á virkum dögum. Einnig er skráð mánudag 19. og þriðjudag 20. apríl kl. 17-19 á Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði. Síminn þar er 555 5362. Eftirtalin fyrirtæki fá bestu þakkir fyrir veittan stuðning: STEINAR WAAGE E ■ •11*.»*«...« D0MI Sigga &Tiwo PIPULfiGHIfi ( SSHÚFIS £ KfiRii £BF KÓVERStUN D0MUS MEDICA 4 HRINGLUNNI Bæjarbakarí, Bæjarhrauni 2 Tryggvi Ólafs son Ursmiður LEI0IN ER GREH^- gT Spennubreytar, Trönuhrauni 5 □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN levtuaviKurv»Qi 66. H«1narfirði. aimi S654100 GílElÐSLUSTOFAN C{yö/? SlMI 5551434 iwsmuli. * - u»wi c4' Hafharfirði ugnsýn RAFGEYMASALAN; DAUHRAUM17 ■ m HAnumm • tlMI/FJUÚ KMM Landsbankinn Hafnarfirði HRÁÚNHflMflR ® Rafbúðin, Alfaskeiði "\ BUNAÐARBANKINN -Trauslur banki HUSGOGN 0 GLERBORG DAl.SHRAUNI 5.220IIAKNARKIRÐL SlMl 565 0000 Þvottahús og efnalaug Hraunbrún 40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.