Morgunblaðið - 18.04.1999, Page 22

Morgunblaðið - 18.04.1999, Page 22
22 SUNNUDAGUR 18. APRIL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Viðbjóðum væntanlegum starfsmönnum okkar skapandi starfsumhverfi, góðlaun og kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækinu. Vilt þú slást í hóp Netverk leitar að snjöllu starfsfólki sem vill taka þátt í uppbygginqu fyrirtækisins um allan heim. Við bjóðum spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi og ögrandi verkefni á sviði fjarskipta, hugbúnaðarþróunar og markaðssetningar. Við höfum hannað tækni sem gerir kleift aó flytja gögn um gervihnetti með allt að tíföldum hraða miðað við þann árangur sem aðrir hafa náð. Nú er svo komið að við erum leiðandi fyrirtæki á þessu sviði í heiminum. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt mikla trú á tæknilausnum okkar og veitt okkur brautargengi. Á næstu misserum og arum bíða okkar spennandi verkefni við alþjóðavæðingu fyrirtækisins og markaðssetningu tækninnar. Við bjóðum þér að slást í hópinn og taka þátt í uppbyggingu og útrás fyrirtækis í fremstu röð. Netverk sérhæfir sig í þróun og framleiðslu hugbunaðar fyrir gagnasendingar um gervihnatta- og farsímakerfi. I dag eru starfsmenn rúmlega fimmtíu og starfa á íslandi, í Englandi, Hong Kong, Argentínu, Bandaríkjunum og Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.