Morgunblaðið - 18.04.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 25
á við það sem gerst hefur í smásölu-
versluninni. Annars staðar í hinum
vestræna heimi er heildsöluafkom-
an fjórðungur af því sem er að ger-
ast í smásölunni. Pað verður gríðar-
leg breyting á þessum markaði á
næstu árum.“
- Ég man eftir að hafa lesið í við-
tali við Jóhannes í Bónusi fyrir
nokkrum árum þessi ummæli um
framtíð heildsöiumarkaðarins á Is-
landi: Menn munu ekki lifa fínu lífi í
21. öldina út á það að hafa umboð
fyrir einhver sápustykki. Er það
slík þróun sem þú ert að segja að sé
framundan í heiidsölunni?
„Það er akkúrat þetta sem er að
gerast. Sá tími er liðinn að menn fái
eitthvert umboð og lifi góðu lífí á fá-
ránlega hárri heildsöluálagningu.
Mín sýn er sú að þetta mun breyt-
ast stórlega á mjög skömmum tíma.
Heildsölumarkaðurinn verður að
taka sig á. Annars fer innkaupa-
batterí eins og okkar að kaupa inn
frá útlöndum. Þegar heildsalar
þurfa að taka meira til síns reksturs
en smásalarnir er eitthvað stórkost-
legt að. Við getum ekki borið uppi
heildsölu, sem er með 20-25%
álagningu."
-Hver verður ávinningur neyt-
enda af þeirri þróun heildsölumark-
aðarins, sem þú ert að iýsa. Hve
mikla verðlækkun ertu að tala um?
„Síðan Bónus tók til starfa hefur
neysluverðið lækkað og þáttur mat-
vörukörfunnar í neyslu fólks
stöðugt verið að minnka. Við eigum
eftir að sjá þá mynd breytast enn
meira og hlutfall af heildameyslu
sem fer í matvöru og sérvöru mun
halda áfram að minnka.“
-Birgjar ykkar í matvælafram-
leiðslu kvarta stundum undan því að
þið pínið þá til að lækka verð niður
úr öllu valdi en þær lækkanir skili
sér ekki til neytenda nema að litlu
leyti. Hverju svararðu því?
„Það er af og frá. íslensldr fram-
leiðendur hafa aldrei haft það eins
gott og síðastliðin tvö ár. Það sést á
afkomutölum þeirra. Hins vegar er
landbúnaðarkerfið hér á landi hand-
ónýtt. Annars vegar em afurða-
stöðvar sem fitna og fítna en á hinn
bóginn skila þær engu til bænda.
Þessu kerfí verður að breyta.
Bændur þurfa að eignast hlutabréf í
sínum afurðastöðvum.
Hér eru fyrirtæki eins og Mjólk-
urbú flóamanna og Mjólkursamsal-
an með 8 milljarða króna eign og
það er óskilgreint hver á þetta. Það
er sagt að bændur eigi þessi fyrir-
tæki en af hverju fá þeir þá ekki
hlutabréf í þeim? Það verður ekk-
ert hagrætt á þessu framleiðslu-
stigi fyrr en þetta breytist þannig
að bændur fái hlutabréf og geti selt
þau. Þá geta orðið til stærri bú hér
sem geta orðið samkeppnisfær
þegar það opnast hér fyrir inn-
flutning á matvælum. Það er lífs-
nauðsynlegt fyrir þennan markað
að taka sig á.“
-Það tíðkast enn að það renni
kaupæði á Islendinga þegar þeir
komast út fyrir landsteinana.
Hvenær sérðu fyrir þér að íslensk
sérvöruverslun verði samkeppnis-
hæf við nágrannalöndin?
„Það fara 6-7 milljarðar króna úr
landi með þessum hætti á ári,“ segir
Jón Asgeir og hér er greinilega
komið að máli sem liggur honum á
hjarta. „Til að ná markmiðum okkar
þurfum við ekki að ná nema um 15%
af þeirri köku aftur inn í íslenska
verslun. Stjórnvöld þurfa þar að
koma til móts við okkur. I Englandi,
þar sem mikill hluti af þessari versl-
un fer fram, er t.d. enginn virðis-
aukaskattur á bamafatnaði. Við
teljum mjög brýnt að stjórnvöld
bregðist við því svo við getum búið
við sama umhverfi og aðrir.
Þróunin í Evrópumarkaði er í þá
átt að á einhverjum tímapunkti
munu allir búa við sama virðisauka-
skattskerfið og sama gjaldmiðilinn.
Þetta mun þróast þannig að við get-
um boðið upp á sömu gallabuxurnar
á sama verði og tískuvöruverslun á
Oxford Street. Jafnvel ættum við að
geta gert betur; það er minni til-
kostnaður við að reka verslun á Is-
landi en á Oxford Street, einkum
varðandi húsnæðiskostnað.
Við teljum okkur hafa tryggt
okkur mjög ódyrt húsnæði til fram-
tíðar í Smáranum. Við erum stærsti
leigutakinn í Kringlunni og Kringl-
an mun standa fyrir sínu áfram. En
Smáralind mun „toppa“ Kringluna,
bæði sem nýtt hús og vegna þess að
þar verða 3.000 bflastæði og 50.000
fermetra verslunarhúsnæði, annars
vegar 10.000 fermetra Hagkaups-
verslun og svo 40.000 fermetra
verslunarmiðstöð (mall). Þetta er
svipað því sem maður sér gerast í
Bandaríkjunum, þar eru „moll“ og
svona verslanir hhð við hlið. Menn
hafa þá á sama stað möguleika á að
versla í Hagkaupi eða Debenhams."
- Þið í Baugi hafið 44-45% mark-
aðshlutdeild í matvöm og 16% í sér-
vöru. Hvaða markaðshlutdeild vilt
þú stefna að?
„Við teljum að sóknarfærin í mat-
vöru séu ekki mikil hér innanlands
en mun meiri á erlendum mörkuð-
um. Við teljum okkur óhikað geta
stefnt á 25% markaðshlutdeild í sér-
vöru og þeim árangri ætlum við að
ná árið 2001-2002.“
- Hvaða sóknarmöguleika sérð
þú fyrir þér erlendis fyrir Baug?
„Samstarfið við Reitangruppen
gefur okkur mörg tækifæri, til
dæmis á norska lyfjamarkaðnum,
þar sem löggjöfín er að breytast í
takt við það sem við þekkjum hér á
landi í dag. Við erum búnir að gera
samstarfssamning við Reitan um að
setja upp lyfjabúðir þegar það um-
hverfí skapast á norska markaðn-
um. Það eru ýmsar aðrar hugmynd-
ir og tækifæri að gerjast í þessu
samstarfi, til dæmis hugmyndir um
opnun verslana undir Bónus-merk-
inu í Póllandi og víðar. Samstarfið
við Debenhams gefur líka ýmsa
möguleika á verslunum erlendis, og
samkvæmt samningi okkur við
Arcadia, þ.e. Topshop, höfum við
fyrsta rétt á opnun slíkra verslana á
Norðurlöndum."
- Hver er staða ykkar í Færeyj-
umnúna?
„I matvöru höfum við þar um
50% markað, en markaðshlutdeildin
er varla mælanleg í sérvöru. Við
munum auka okkar hlutdeild þar.
Við rekum tvær Bónusverslanir,
stórverslun og matvörubúð. I
Færeyjum er mikið að gerast hjá
okkur og mörg skemmtileg verkefni
sem bíða.“
-Hvaða væntingar hefur þú til
hlutafjárútboðsins sem er að hefj-
ast? Þið eruð núna fjömtíu hluthaf-
arnir. Hvað áttu von á að hópurinn
verði stór efth* útboðið?
„Eg væri mjög ánægður með að
fá 5.000 nýja hluthafa. Eg tel að það
verði mjög góð kaup í bréfum í
þessu fyrirtæki. Eins og staðan er í
dag liggur á borðinu að það er ekki
tilefni til að ætla annað en að fjár-
festar hagnist vel á því.“
-A hvað em menn að veðja með
því að kaupa hlutabréf íþessu fyrir-
tæki?
„Eg held að menn séu að veðja á
allan Baug. Við höfum gott kerfí,
góð vörumerki, gott starfsfólk. Það
er margt sem gerir þetta fýrirtæki
að því sem það er. Við höfum gert
góða hluti á skömmum tíma og ég
held að framtíðin sé mjög björt og
við höfum alla burði til að borga út
háan arð,“ segir Jón Ásgeir. Hann
og faðir hans, Jóhannes Jónsson,
hafa sjálfír skuldbundið sig og eign-
arhaldsfélag sitt, Gaum, gagnvart
Reitangruppen, sem á 20% hlut í
Baugi, til þess að selja ekki hlut
sinn í fyrirtækinu meðan Reitan á
þar umtalsverða aðild.
Kveikjuna að stofnun Baugs var
að finna í samstarfi Bónus-verslan-
anna við Hagkaup og fjölskyldu
Pálma Jónssonar, stofnanda Hag-
kaups. Sameining Hagkaups og
Bónuss, fyrir milligöngu FBA og
Kaupþings, leiddi til stofnunar
Baugs, skiptingar Hagkaups í Hag-
kaup og Nýkaup og fjórða stóra
stoð þessa fyrirtækis er birgða- og
dreifingarstöðin Aðföng, sem rekur
stærsta vöruhús landsins. í gegnum
það fara fram innkaup og dreifing
varnings til verslana Bónuss, Hag-
kaups, Nýkaups og Hraðkaups.
-Hvernig gekk samstarfið við
Hagkaupsfjölskylduna?
„Það gekk ágætlega þegar á allt
er litið en auðvitað greindi menn á
eins og gengur og gerist.“
- Um hvað?
Getum gert
betur en Oxford
Street; tilkostn-
aðurinn er
minni
„Um stefnu fyrirtækisins til
framtíðar."
- Var þetta kynslóðaárekstur;
árekstur milli nýrra tíma og annarr-
ar kynslóðar í grónu fyrirtæki?
„Kannski var það einmitt það
sem gerðist. Þeir höfðu ekki þá sýn
sem ég hafði um stefnu fyrirtækis-
ins til framtíðar. Það er ekki gefið
að önnur kynslóð í fyrirtæki hafi
sömu sýn og sömu afstöðu og frum-
kvöðlarnir."
- En ert þú kaupmaður af
ástríðu?
„Já. Eg byrjaði sex ára hjá pabba
á að fylla á þessa kistu í Austur-
veri,“ segir Jón Ásgeir og bendir á
h'tinn, rauðan, gamaldags kókakóla-
kæli sem stendur í homi gjörsam-
lega íburðarlausrar skrifstofu hans,
þar sem hvorki er að finna málverk
né aðra persónulega skrautmuni;
bara skrifborð, tölvu, rekka fyrir
möppur og bæklinga og þennan
hárauða kók-kæli.
„Það var mitt fyi'sta verk að fylla
á þessa kistu og síðan hef ég unnið
við verslun. Ég vann með skólanum
°g byrjaði að selja poppkorn 12 ára,
það var fyrsti sjálfstæði reksturinn
sem ég stundaði. Fyrirtækið hét
Popparinn, poppaði og seldi al-
menningi poppkom í söluvögnum.
Síðan lærði ég kjötiðn, fór í Versló
og var allan tímann að vinna í versl-
un og rekstri, t.d. með fyrirtæki
sem átti lítil leiktæki fyrir litla
krakka; tæki sem peningar eru
settir í eins og þú sérð t.d. í Kringl-
unni.
Ég stofnaði Bónus strax eftir
verslunarskólann með pabba. Ég sá
um fjármálin og tölvm-nar, hann
pantaði og var í versluninni. Við
voram fjórir starfsmenn Bónuss í
upphafi og þrír vinna hér ennþá, ég,
pabbi og Þórður Þórisson, sem er
yfir matvöranni í Hagkaupi. Þannig
að ég er búinn að fara í gegnum
þetta allt og það segir mér enginn
ósatt niðri á gólfi. Ég þekki þetta og
veit hvemig hlutirnir gerast niðri á
gólfi, það tel ég vera mjög mikil-
vægt í þessum rekstri. Við eram
hér með milljónir af vöram og þetta
snýst allt um að kaupa og selja vöra
á sem lægstu verði og með sem
lægstum tilkostnaði. Þetta er smá-
sala og smásala er það sem við ætl-
um að vera bestir í.“
- Hvaða hlutverki gegnir tækni í
fyrirtæki eins ogþessu?
„Hún skiptir gífurlega miklu
máli; upplýsingakerfi og tölvusam-
skipti. Ég vil fá niðurstöður um
hvemig fyrirtækið hefur gengið
fimm dögum eftir hver mánaðamót,
þ.e. þá vil ég fá aðaltölurnar sem ég
kalla. Þá veit ég innan 4% skekkju-
marka hver útkoman er. 20. hvers
mánaðar fæ ég svo nákvæmt upp-
gjör.
Það er mjög mikilvægt að fá
skjótar upplýsingar því í smásölu
verður að geta tekið á hlutunum
strax, það er ekki tími til að bíða í 2
mánuði.
Ég hef alltaf látið mikla peninga í
tækni, alveg frá því við byrjuðum í
Bónusi og tókum upp strikamerki,
sem þótti mikil nýjung á þessum
markaði."
- Hvaða kröfur gerir þú til þíns
starfsfólks?
„Vertu með í liðinu. Annaðhvort
ertu með eða ekki.“
-Lýstu dæmigerðum vinnudegi
hjá forstjóra Baugs?
„Þrisvar til fjóram sinnum í viku
byrjar dagurinn þegar klukkuna
vantar fimmtán mínútur í sjö á því
að ég fer á æfingu, í lyftingar og
skvass, til að halda mér í formi. Síð-
an fer ég hingað á fundi, þar sem er
farið yfir málin á föstum fram-
kvæmdastjórafundi. Það er mikið
um fundi hjá mér til að fylgjast með
því sem er að gerast. Eg geri lítið
annað en að vinna og þegar ég er
ekki að vinna er ég að hugsa um
vinnuna enda er mikið að gera. En
ég gef mér tíma til að umgangast
börnin mín. Ég á þrjú börn. Þetta er
spennandi starf og spennandi tímar
framundan næstu árin. Við ætlum
okkur að standa uppi sem besti smá-
sali á íslandi og þó að víðar væri
leitað,“ segir hinn ungi forstjóri
yngsta stóifyrirtækis landsins.
Ég ætlaði að nota orðið „spútnik"
til að lýsa innkomu Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar í djúpu laugina í ís-
lensku viðskiptalífi. En orðaforði
geimferðaraldarinnar er of gamal-
dags til þess að eiga við um þennan
unga framkvöðul, sem er í þeim
hópi sem er virkastur í að móta við-
skiptalíf upplýsingaaldar hér á
landi.
★
★
★
★
★
★
Kynning á nýrri
tækniáætlun ESB um
iðnað og samgöngur
• Nýsköpun: vörur, ferlar og skipulag
• Samþættar og sjálfbærar samgöngur
• Land- og sjóflutningar
• Flugsamgöngur
Þridjudaginn 20. apríl kl. 9:00 á Iðntæknistofnun, Keldnaholti
DAGSKRÁ
09:00-09:15 Opnun og kynning á þjónustu KER
09:15-09:45 Kynning á áætlun ESB um iðnað og samgöngur
(Competitive and Sustainable Growth) - með sérstakri áherslu á efnistækni
Frédric Gouardéres, fulltrúi frá framkvæmdastj. ESB
09:45-10:00 Kaffi
10:00-10:15 COMBA COAT: Reynsla af þátttöku í evrópsku samstarfsverkefni
Dr. Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun
10:15-10:40 Hagnýt ráð fyrir umsækjendur
Emil B. Karlsson, KER á Iðntæknistofnun
10:40-11:00 Umræður
Eftir fundinn er hægt að fá einkaviðtal við Frédric Gouardéres vegna verkefnahugmyndina.
Slíka fundi þarf að bóka um leið og tilkynnt er um þátttöku.
Æskilegt er að menn hafi kynnt sér áætlunina að einhverju leyti fyrirfram. Hægt er að
nálgast upplýsingar um áætlunina á vefsíðu CORDIS á slóðinn:
http://www.cordis.lu/fp5/src/t-3.htm
Ekkert þátttökugjald er á fundinn og hann er öllum opinn. Þátttakendur eru samt beðnir
um að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 570 7100 eða með tölvupósti: emilbk@iti.is
KYNNINQARMIÐSTÖÐ
EVRÓPURANNSÓKNA
n
IÐNTÆKNISTOFNUN
RANNSÓKNAÞJÓNUSTA
hAskóla Islands
3
RAIUIUÍS
Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814
Netfang rannis@rannis.is • Heimasíöa http://www.rannis.is