Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 4 ! MINNINGAR í síðasta sinn, svo ofsalega myndar- legur, skælbrosandi og fallegu stóru augun þín ljómuðu. Maggi minn, takk fyrir þau 16 ár sem ég fékk að þekkja þig. Elsku Kolla, Bjössi, Birna, Magga, Olga, Elmar, Róbert, Bjöm afí og aðrir ástvinir, eftir er eitt stórt sár sem vonandi á eftir að gróa með tíð og tíma. Birgitta, Helgi og dætur. Okkur langar að minnast Magga í nokkrum orðum. Við kynntumst honum í gegnum systur hans sem var með okkur í bekk í barnaskóla. Þá vomm við níu til tíu ára gamlar en Maggi fimm til sex ára. Sam- band þeirra systkina var mjög náið og hélst þannig alla tíð sem er mjög sérstakt með systkini á þessum aldri. Samband þeirra varð sterkara og sterkara með hverju árinu sem leið. Þessi fjölskylda er öll svo samheldin og hlý að manni finnst maður vera kominn heim þegar maður kemur þangað. Það var þess vegna fyrst og fremst sem okkur fannst Maggi vera eins og litli bróðir okkar líka. Þegar við vomm í gmnnskóla þá vildi hann nú fá að vita hvað væri um að vera hjá stóru stelpunum eins og honum fannst við vera þá. Hann gerði ótrúlegustu hluti til að fá að vera með, eins og til dæmis faldi hann sig inni í skáp, en því miður komst upp um hann. Hann vildi líka fíflast í okkur og reyna að fá okkur til að slást við sig sem var honum reyndar alltaf í óhag á þess- um grunnskólaárum. Hann var mikill galsari og það vai- mikið líf og fjör í kringum hann. Og þrátt fyrir að hann væri svolítill töffari, var hann einlægur í öllu sem hann gerði. Við misstum nokkur ár úr en svo lágu leiðir okkai- aftm- saman, það var yndislegt að sjá hvað þessi ærslabelgur hafði breyst í ungan mann sem vai- orðinn ábyi’gðarfull- ur, alvarlegur en þó þessi sami gamli Maggi okkar. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í bijósti, hvar? (Jóhann Jónsson) Er glatað ei glatað? Nú er Maggi okkar farinn en hann er samt enn hjá okkur, þó að við sjáum hann ekki. Hann er nú kominn í nýjan heim þar sem honum líður örugg- lega vel. Þar horfir hann niður til okkar og reynir eftir bestu getu að gefa okkur góð ráð og stendur við bakið á okkur þegar við þörfnumst þess. Hann beinir okkur eftir beinu brautinni. Við eigum eftir að finna fyrir nærveru hans, allavegana þeir sem næst honum standa. Við berum ykkm' okkar bestu kveðjur, kæra fjölskylda, en við þökkum ykkur jafnframt fyrir að hafa leyft okkur að kynnast þessum ljúfa og yndislega dreng, og munum við ávallt minnast hans með bros í hjarta. Okkur finnst þessi orð eiga vel við þessa sorgarstund. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá að aðeins það, það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegai- þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Khalil Gibran) Guðrún Helga og Dagbjört Lára. Elsku Maggi minn. Það er ótrú- legt að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Það hafa verið forréttindi að eiga þig sem vin. Þú varst svo góð- ur strákur. Þú hafðir mikinn lífs- kraft og vai-st kominn með unnustu sem þú elskaðir svo mikið og hann Kristófer litla, son hennai- Lindu systur. Það fór ekki á milli mála hvað þið voruð hamingjusöm sam- an. Svo varstu svo duglegur að vinna með honum pabba þínum og ég veit að þú hjálpar honum þótt þú sért þarna hinum megin, elsku Maggi minn. Maggi minn, þín er sárt saknað og ef ég gæti gert eitthvað til að fá þig aftur mundi ég gera það, en ég get það því miður ekki. Svona er bara þetta skrítna líf, en ég veit að þú passar hana mömmu þína og pabba þinn og systur þínar og hana Lindu þína og Kristófer litla og okkur öll hin þótt þú sért þarna hin- ummegin. Ég man hvað þér þótti gaman að vera að skemmta þér með okkur á sendiferðabflnum. Við eigum marg- ar minningar um þig í þeim bflnum. Við gátum hlegið og fíflast. Því mið- ur verða ekki fleiri rúntamir með þér, en þú ert örugglega að gera eitthvað skemmtilegt þarna á nýja staðnum. Það er ég viss um. Ég vil þakka guði fyrir það að hafa leyft okkur að kynnast þér, Maggi minn, en samt sem áður þurfum við að kveðja þig sem er svo sárt. Ég gat þó kynnt þig fyrir henni Lindu systur minni og úr því varð ást og hamingja. Það sem maður getur huggað sig við er að þú fórst hamingjusamur úr þessu lífi en svo eigum við öll eft- ir að hitta þig á ný. Guð geymi þig, Maggi minn. Elsku Kolla, Bjössi, Birna, Margrét og Olga og aðrir aðstandendur, guð blessi ykkur öll í þessari miklu sorg. Vertu nú yfir og allt ura kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfii' minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) María Antonía Jónasdóttir, Daníel Gunnar Ingimundar- son og dætur. Laugardaginn 10. aprfl barst mér sú fregn norður til Akureyrar að Maggi vinur minn hefði látist í bílslysi. Fregnin virtist svo ótrúleg að það sem eftir lifði símtalsins fór algerlega framhjá mér. Við höfðum ekki heyrst í nokkrar vikur, en ég hafði gert tilraunir til að ná í hann. Móðir hans tjáði mér að hann væri við vinnu uppi í Borgarfirði. Ég hafði hugsað mér að skreppa suður eina helgi m.a. til að hitta hann Magga og skemmta mér með hon- um. En svo virðist, þó erfitt sé að trúa því, að tilgangur ferðar minnar nú suður sé ekki eins mikið gleði- efni og ég hafði búist við. Ég kynntist Magga fyrst fyrir tíu árum er ég byrjaði í Hlíðaskóla. Hann virtist örlítið til baka og feim- inn. Þar sem ég sjálfur var ekkert sérstaklega framfærinn komumst við að því að okkur leið bara ágæt- lega hvorum í návist annars og myndaðist fljótt vinskapur okkar á milli. Segja má að upp frá þessu höfum við Maggi verið í sambandi nær daglega með einu eða öðru móti síðustu tíu ár. Við gátum með engu móti fengið leið hvor á öðrum og það voru óteljandi skiptin sem við gátum dundað okkur klukku- tímunum saman í fótbolta eða körfubolta. Bara við tveir spjallandi um heima og geima. Ég hugsa alltaf með hlýhug til þess hversu mikið keppnisskap við höfðum. Við gáfum hvor öðrum aldrei tommu eftir og stundum gat það leitt til þess að það slettist upp á vinskapinn eins og gengur og gerist. En það liðu ekki margar mínútur þar til annar okkar var búinn að biðja hinn fyrir- gefningar og við héldum áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þannig var hann Maggi, einfaldlega ekki hægt að vera óvinur hans. Þótt leiðir okkar lægju ekki sam- an varðandi framhaldsnám eftir gaggann, þá styrktist vinskapur okkar hvað sem því leið. Námið var mér mikilvægt, en ég reyndi að klára það sem ég þurfti að gera á daginn því ég vissi að við Maggi myndum áreiðanlega gera eitthvað um kvöldið. Hvort sem það var að fara á rúntinn, í körfu eða keilu. Þetta var órjúfanlegur hluti lífs okkar á þeim tíma. Hann var alltaf til í að gera eitthvað með manni og hann var alltaf til taks ef maður þurfti hjálp við eitthvað. Þeir eru líka ófáir kílómetrarnir sem hann rúntaði með mig um borgina þegar maður þurfti að gera eitthvað „mik- ilvægt“. Það var líka góður tími til að tala saman um málefni sem við töluðum ekki við aðra um. Það er ósanngjarnt að við skyld- um ekki fá að hafa þig lengur en 20 ár, Maggi minn. Ég trúi því ekki að okkar tími sé liðinn og að við eigum aldrei eftir að fíflast saman aftur. Vinur eins og þú er vandfundinn. En þér hefur verið ætlað stórt hlut- verk á öðrum stað. Foreldrum þín- um, systrum og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Avallt þinn vinur Hafsteinn Þór. Magnús var góður vinur minn og þegar ég var með honum fann ég að lífið var skemmtilegra. Við skemmtum okkur ætíð mjög vel og fífluðumst mikið. Eitt skiptið höfð- um við verið á rúntinum og ákvað Maggi allt í einu að stíga út úr bfln- um hjá flugvellinum, í Öskjuhlíð- inni, og byrjaði að fíflast með ein- hverja innkaupakörfu. Hann hljóp upp á lítinn hól með kerruna, en datt svo með kerruna ofan á sér. Þannig var Maggi ávallt flippaður. Mér þykii' það mjög sárt að eiga aldrei eftir að geta horft í fallegu augun hans á ný, þessi augu sem ég skildi aldrei fullkomlega, og heyrt hlátur hans sem lifir þó enn í huga mér. Ég met mikils þann stutta tíma sem ég fékk að dveljast með Magga og mun ég ávallt minnast okkar seinustu stunda í sumarbústaðnum þegar hann gat varla hugsað um annað en að fara heim til Lindu sem hann elskaði út af lífinu. Ég á eftii- að muna eftir Magga allt mitt líf og sakna hans mikið. Þín vinkona að eilífu, Sigurást Heiða Sigurðardóttir. Þá er hann Maggi okkar farinn frá okkur. Við áttum mjög góðar stundir saman, en því miður verða þær ekki fleiri. Hann var mjög góð- ur vinur og það var alltaf hægt að treysta á hann ef eitthvað kom upp á. Það er rosalega erfitt að hann sé dáinn eftir öll þau 16 ár, sem ég þekkti hann. Við munum sakna fé- lagsskapar hans, og við reynum að minnast hans sem oftast. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, Maggi okkar. Guð blessi þig og friður sé með þér. Elsku Kolla, Bjössi, Olga, Magga og Birna. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Gísli Orn og Anna Hlín. Maggi, eins og hann var oftast kallaður, var án efa minn besti vin- ur. Við gerðum allt saman. Hjá hon- um gat ég ávallt fengið hjálp og ráð við hverjum vanda. Ég kynntist Magnúsi fyrir tæpu ári og hófst strax mikill vinskapur á milli okkar. Mér fannst hann alltaf vera mér meira sem bróðir heldur en vinur, svo mikið þótti mér vænt um hann. Á þessu tæpa ári sem ég fékk að njóta þess heiðurs að þekkja Magga hafði hann alltaf verið hrókur alls fagnaðar. Já, Magnús elskaði að skemmta sér og öðrum með hlátri sínum og kímnigáfu. Andlát hans er mikill missir fyrir okkur öll. Af þeim stundum sem við upplifð- um saman er margt mjög eftir- minnilegt eins og þegar Maggi eignaðist gröfuna. Hann var ótrú- lega stoltur af henni. Einnig stend- ur það upp úr þegar hann hitti unn- ustu sína, Lindu, í fyrsta sinn. Maggi varð hreint út sagt ástfang- inn upp fyrir haus. Maggi dýrkaði litla strákinn hennar Lindu, hann Kristófer, og átti oft til að kalla hann litla kút. Magnús var mjög skynsamur, ungur drengur og átti framtíðina fyrir sér. Ég á eftir að sakna hans sárt. Þinn vinur að eilífu, Ingvar Sigurðsson. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR ÁSGEIRSSONAR pípulagningameistara, Sörlaskjóli 70, Reykjavík. Ingibjörg J. Jónsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Guðrún Úlfhildur Örnólfsdóttir, Jóna I. Guðmundsdóttir, Soffía R. Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson, Guðmundur Kari Guðmundsson, Bippe Morke, Þórunn B. Guðmundsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson og barnabörn. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför MARGRÉTARJÓHANNESDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hörpugötu 7. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3-B Hrafn- istu, Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun. Sigurrós Jónsdóttir, Páll V. Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Anna Soffía Óskarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ingigerður Sigurðardóttir, Magnús Jónsson, Sigrún Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bestu þakkir fyrir samúð og vinarhug við and- lát og útför móður okkar og tengdamóður, HANSÍNU BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar Krabbameinsfélagsins. Sturlaugur Jón Einarsson, Valgerður Þóra Guðbjartsdóttir, Elísabet Sigrún Einarsdóttir, Bjarni Júlíus Einarsson, Margrét Sigurðardóttir, Einar Einarsson, Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við andlát og útför STEINUNNAR I. GUÐJÓNSDÓTTUR, Norðurbrún 1. Bryndís Guðjónsdóttir, Þorlákur Guðmundsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Betúel Betúelsson og fjölskyldur. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU VALDIMARSDÓTTUR RITCHIE, Hátúni 6B. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans. Aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför MAGNEU S. HALLDÓRSDÓTTUR, áður til heimilis á Kaplaskjólsvegi 1. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.