Morgunblaðið - 18.04.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 18.04.1999, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM i 111: I SPANISIl flf.N GA/./ARA ' i i.ic i rv ntn m vn RtCKV JAY ST KVF. MARIIN h i ní.cca r \M PBKU SCOTT Morgunblaðið/ KK VIÐ húsbílinn, sem verður heimili hans á ferðalaginu um landið. Island er landið mitt Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson ætlar á hringferð sinni um landið að heimsækja fámenn byggðarlög og jafnvel eyði- byggðir. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við KK meðan hann raðaði farangri í húsbílinn sem verður heimili hans á ferðalaginu. TfOBOROim KRINGLUI lOHÚ*TOHat'c,jÍ FORSYNING I KVOLD KL. 21.00 I BIOBORGINNI Kevin Costner Robin Wright Penn «ian Saga um ást, týnda ogfundna HEFUR þú stígið dans í Loð- mundarfirði eða tekið iagið á Hrafnseyri við Arnarfjörð? Víða um landið standa tóm félagsheim- ili með bónuð gólf mestan hluta ársins sem eru ekki „hefðbundnir" viðkomustaðir tónlistarmanna á ferðum um landið. Það stendur þó til bóta því KK er „Vorboðinn hrjúfi“ og ætlar að halda 42 tón- leika næstu vikurnar. „Astæðan fyrir því að ég er að leggja í þessa ferð er sú að mig langar til þess, svo einfalt er það,“ svaraði KK aðspurður um ferðina þegar blaðamaður náði af honum tali rétt fyrir brottför. „Staðirnir sem ég heimsæki eru líka staðir sem mig hefur lengi langað til að heimsækja og mörg þeirra félagsheimila sem ég mun spila í eru sárasjaldan notuð. Sum aðeins á þorrablótum, önnur enn sjaldnar.“ - Er ekki svolítið ein- manalegt að ferðast einn? „Nei, nei. Eg mun hitta fólk á hverjum degi. Þetta er kannski líf trúbadúrsins í sinni sönnustu mynd. Svo er líka gott að vera stundum einn.“ -Skortur á menningu er einn þeirra þátta sem talinn er stuðla að fólksflutningum frá lands- byggðinni, er ferðin þitt framlag til að viðhalda byggð í landinu? „Já, þetta er landið mitt. Eg hef þá trú að það verði alltaf byggð um landið. Þetta er ein leið til að svo megi verða og mér finnst mjög gaman að fara þetta. Menntamála- ráðuneytið styrkir svona ferðir stundum. A næstum öllum þeim stöðum sem ég kem tíl með að heimsækja eru þrælskemmtileg félagsheimili sem gaman er að spila í. Það virðist vera að það vanti einfaldlega löngunina hjá listamönnunum til að fara út á land.“ -A fólkið á stöðunum engan hlut að máli? „Það eru alltaf einhverjir sem koma á skemmtanir sem þessar. Það fer bara eftir því hvernig maður sækir fólk heim. Ég fer ekki heldur á allar bíómyndir eða kórsýningar hér í Reykjavík eða allar messur í Laugarneskirkju. Tónleika- ferð KK um landið hafin Ég er örugglega búinn að missa af mörgum góðum messum. Fólkið á landsbyggðinni er mjög duglegt að hafa ofan af fyrir sér og skemmta sér. Þarna er margt lag- hent fólk og hagyrt.“ -Er á einhvern hátt öðruvísi að skemmta landsbyggðarfólki held- ur en borgarbúum? „Já, það er náttúrlega annað að koma fram í Loðmundarfirði held- ur en í Reykjavík eða á Borðeyri, því þetta eru allt ólíkir staðir. Þess vegna er ég líka að fara í þessa ferð. -Attu þér einhvern eftirlætis stað á landinu? „Já, uppáhaldsstaðurinn minn er sá sem ég er á hverju sinni, eða eins og sagt er: „Where ever I lay my hat...“ - KK Band verður með þér eitt- hvað á ferðalaginu. „Já, á Húsavík, Isa- firði og Flateyri. Við höfum ekki spilað saman í fímm ár en erum perlu- vinir og eigum allir góð- ar minningar frá því KK bandið var og hét. Það er bara til eitt KK band, það erum við Þorleifur [Guðjónsson] og Kommi [Kormák- ur Geirharðsson] og reyndar Björgvin Gíslason, sem er heiðurs- meðlimur í KK bandinu. Þeir Þor- leifur og Kommi munu spila með mér í ferðinni." - Fá þeir þá að gista hjá þér í húsbílnum? „Já, já, ef þeir vilja.“ -En hvað fá áheyrendur að heyra á tónleikunum? „Ég er með mikið af nýju efni, bæði fullbúnu og svo líka lög sem ég er enn að sh'pa.“ - Er d döfínni að gefa eitthvað út? „Já, núna á þessari hringferð um landið er draumurinn að taka upp á viðkomustöðunum með hljóðfæraleikurum á hverjum stað. Það eru margir góðir hljóð- færaleikarar úti á landi. Ég tek lítið stúdíó með mér og mig langar að taka lagið með ólíkum hljóð- færaleikurum og safna heimildum um ferðina á þann hátt. Ég veit þó ekki hvort tími vinnst í þetta en hugmyndin er skemmtíleg og þetta væri ofsalega gaman.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.